Bloggfęrslur mįnašarins, jśnķ 2018

Skyldi lęgšagangurinn mikli bara halda įfram?

Jį, žannig lķtur mįliš alla vega śt ķ augnablikinu (žrišjudag 19.jśnķ). Aš vķsu er dįlķtill munur į framtķšarspįm frį degi til dags, lęgširnar dįlķtiš misdjśpar og einhver tilbrigši ķ žeim leišum sem stungiš er upp į. Mešalspį evrópureiknimišstöšvarinnar sem gildir fyrir vikuna 25.jśnķ til 1. jślķ sżnir žetta nokkuš vel.

w-blogg190618a

Sérlega stķlhrein - og žannig séš falleg - staša. Grķšareindregin sušvestanįtt meš lęgšasveigju ķ hįloftunum. Rętist žetta rignir mikiš um landiš sunnan- og vestanvert - og ekki bara žaš heldur veršur oft hvasst lķka, en ķbśar Noršaustur- og Austurlands kętast trślega aš mun. Sumar spįr (en bara sumar) sżna meira aš segja hįar hitatölur žar um slóšir einhverja dagana - en talsvert svalara į milli - eins og verša vill séu lęgšir žęr sem framhjį fara djśpar. - Ekki mį heldur miklu muna aš žęr fari yfir landiš meš śrkomutķš alls stašar. 

Žaš mį hins vegar segja um žessa stöšu aš hśn er ķ sjįlfu sér hvikul - getur tekiš upp į žvķ aš velta snögglega yfir ķ eitthvaš allt annaš. 


Kaldur dagur sušvestanlands

Dagurinn (19.jśnķ) var harla kaldur sušvestan- og vestanlands. Sólarhringsmešalhiti ķ Reykjavķk reiknast 6,3 stig, -3,7 stig nešan mešallags sķšustu tķu įra og hefur ekki veriš svo lįgur nokkurn dag sķšari hluta jśnķmįnašar frį žvķ 1992 - en žį komu margir afarkaldir dagar ķ röš um jónsmessuna og snjó festi rétt ofan viš bęinn snemma morguns. Sé leitaš aš 19.jśnķ einum og sér žarf aš fara aftur til gęšasumarsins 1974 til aš finna jafnkaldan.

Hegšan hitans ķ dag var žó óvenjuleg - hann var nįnast jafn allan sólarhringinn. Lįgmarkshiti dagsins [6,0 stig] telst žannig ekki sérlega lįgur mišaš viš mešalhitann. Hann hefur t.d. fjórum sinnum veriš lęgri žann 19.jśnķ į žessari öld. Žaš er „einkennilegra“ meš hįmarkshitann. Hęsti hiti sólarhringsins į sjįlfvirku stöšinni var 7.8 stig, žaš er óvenjulįgt hįmark ķ Reykjavķk nęrri sólstöšum. En žetta er ekki sś tala sem fęrist til bókar sem hįmarkshiti dagsins heldur 9,8 stig. Sólarhringur hitaśtgilda nęr nefnilega frį kl.18 daginn įšur til kl.18 viškomandi dag. Žetta fyrirkomulag (sem var į įrum įšur algjörlega óhjįkvęmilegt) mun um sķšir heyra sögunni til - žegar mannašar męlingar leggjast endanlega af - og gerir žaš nś žegar į sjįlfvirku stöšvunum. 

Vķša um heim er mešalhiti sólarhrings skilgreindur sem beint mešaltal hįmarks- og lįgmarkshita. Žaš mešaltal er oftast ekki fjarri lagi - en sjįum til hvaš gerist meš daginn ķ dag ef viš notum žį reglu. Mešaltal 9,8 og 6,0 er 7,9 stig - langt ofan viš žau 6,3 sem viš fįum meš žeirri ašferš sem notuš hefur veriš įratugum saman. Ef viš reiknum mešaltal hįmarks- og lįgmarks sjįlfvirku stöšvarinnar [sem mišaš er viš „réttan“ sólarhring] veršur śtkoman 6,9 stig - mun lęgra en 7,9 en samt marktękt hęrra en žau 6,3 stig sem viš sögšum aš ofan aš mešaltališ vęri. „Réttur“ mešalhiti sjįlfvirku stöšvarinnar var hins vegar 6,4 stig. 

Nś eru flestir lesendur sjįlfsagt löngu bśnir aš tapa žręši - en vonandi įtta sumir žeirra sig samt į žvķ aš vegna žess aš reglur um mešaltalsreikninga og aflestur męla hafa breyst ķ gegnum tķšina (žvķ mišur, žvķ mišur, žvķ mišur) - og enn er veriš aš hringla meš slķkt (og vķst ekki hjį žvķ komist) žarf alltaf aš vera aš reikna gömul mešaltöl upp į nżtt og samręma žau sem best veršur. 

Lesendur mega vita aš žaš er hęgt aš gera žetta į višunandi hįtt - ekki žó įn žess aš žeir sem vinna viš žaš viti hvaš žeir eru aš gera og kunni aš greina hvaš er hvaš, en žaš veršur aldrei til nein endanleg hitatķmaröš. Mestallt žras um breytingar į hitaröšum er byggt į misskilningi (eša skilningsleysi) og er žvķ afskaplega žreytandi. Bent er į gęs og hśn sögš vera hundur. Verst er aš fjöldi manns trśir žvķ - og af žessu er stöšugt ónęši og ęsingur - ekki sķst nś į netöld - hingaš til lands berast meira aš segja öldur misskilnings allt frį Įstralķu - vķst sé gęsin hundur.   


Jśnižrepiš mikla

Jśnķmįnušir žessarar aldar hafa aš jafnaši veriš mun hlżrri heldur en almennt var įšur. Segja mį aš breytingin hafi oršiš ķ einu žrepi - frį 2001 til 2002. Eftir žann tķma er mešalhiti jśnķ ķ Reykjavķk 10,4 stig, en var nęstu 16 įr į undan ekki nema 9,0 stig [og sama į višmišunarskeišinu 1961 til 1990]. Hann var meira aš segja ekki nema 9,6 stig į hlżskeišinu 1931 til 1960. Eftir 2001 hefur jśnķhiti ķ Reykjavķk alltaf veriš ofan viš gamla mešallagiš og ašeins tvisvar nešan mešallags hlżju įranna 1931-1960 (og einu sinni jafnhįr žvķ). 

Žetta įstand er oršiš svo langvinnt aš fariš er aš reikna meš žvķ sem „ešlilegu“. Aš vķsu er vešurfar hlżnandi į heimsvķsu, en stór žrep af žessu tagi eru varla žeirri žróun eingöngu aš kenna. Žaš er svosem hugsanlegt aš skeišiš fyrir žrep hafi veriš „óešlilega“ kalt og aš jśnķhitinn hafi žvķ ašeins veriš aš fį „leišréttingu sinna mįla“. 

w-blogg150618ia

Myndin sżnir mešalhita jśnķmįnašar ķ Reykjavķk allt aftur til 1870. Įšur en žrepiš mikla var stigiš 2002 hafši mešalhiti mįnašarins varla nįš 10 stigum įratugum saman - og žegar hann gerši žaš į annaš borš var žaš ekki meš neinum glęsibrag - nema ķ fįein skipti į stangli fyrir 1942. Sé hin almenna leitni (blį lķna) fulltrśi hnattręnnar hlżnunar (ekkert vķst aš hśn sé žaš) er ljóst aš jśnķhlżindi žessarar aldar eru talsvert umfram žęr vęntingar sem menn geta tengt heimshlżnun. Viš vitum aš sjįlfsögšu ekkert um žaš hvaš gerist ķ žeim efnum. Vel mį vera aš annaš žrep upp į viš bķši okkar į nęstu įrum eša įratugum - en ekki er heldur ólķklegt aš eitthvaš af hlżindunum gangi aftur til baka - fęrist e.t.v yfir į maķmįnuš en ķ honum hefur mun minna hlżnaš en ķ jśnķ, jślķ og įgśst. 

Žó breytileiki hita frį degi til dags ķ jśnķ ķ Reykjavķk geti veriš töluveršur er hann samt oftast lķtill. 

w-blogg150618ib

Žaš žarf ašeins aš hugsa til aš įtta sig į žessari mynd. Reiknašur er mešalhiti hvers sólarhrings ķ jśnķ ķ Reykjavķk į įrunum 1871 til 2017. Sķšan er tališ hversu oft hann fellur į hvert stig. Hér var žaš reyndar gert žannig aš ķ flokkinn 9 falla öll sólarhringsmešaltöl sem eru frį 9,00 til 9,99 stig og svo framvegis. Heildarfjöldi daga er talinn og hlutföll reiknuš (ķ prósentum). 

Blįar sślur sżna nišurstöšur tķmabilsins alls 1871 til 2017. Algengast er aš sólarhringsmešalhitinn falli į biliš 9 til 10 stig - meir en 20 prósent tilvika, 5.hver dagur. Brśnu sślurnar sżna tķmabiliš 1949 til 2017. Žį var lķka algengast aš hiti vęri 9 til 10 stig. Gręnu sślurnar sżna hins vegar sķšustu 20 įr, 1998 til 2017. Žį var algengast aš hitinn vęri 10 til 11 stig, og dagar meš 12 til 13 stiga og 13 til 14 stiga hita voru žį tvöfalt fleiri heldur en į lengri tķmaskeišunum. 

Viš sjįum lķka aš dagar žegar hiti var į bilinu 6 til 7 stig voru helmingi fleiri įšur fyrr heldur en žeir hafa veriš į sķšari įrum og dagar žegar mešalhiti var undir 6 stigum voru nęrri fjórum sinnum fleiri į įrum įšur heldur en veriš hefur aš undanförnu. 


Fyrstu 8 vikur sumars

Spurt var um stöšu mįla eftir fyrstu 8 vikur sumars. Eins og fram hefur komiš ķ fréttum hefur vešur fram undir žetta veriš mjög tvķskipt į landinu. Mikil hlżindi noršaustan- og austanlands, en svalara sušvestanlands. Śrkoma hefur veriš óvenjumikil og sólskinsstundir fįar į Sušvestur- og Vesturlandi, framan af rigndi einnig talsvert eystra, en sķšan stytti žar upp og sólin fór aš skķna. Sķšustu daga hefur aftur breytt til.

Hitafar sušvestanlands telst vart til stórtķšinda, -0,3 stigum nešan mešallags 1961-1990 ķ Reykjavķk, en -1,3 nešan mešallags sķšustu tķu įra. Talsvert kaldara var į sama tķma 2015. Į Akureyri hefur hitinn hins vegar veriš +1,7 stigum ofan mešallags 1961-1990 og +0,8 stigum ofan mešallags sķšustu tķu įra. Žaš er ekki mjög oft sem žessi įrstķmi hefur veriš hlżrri į Akureyri - en žó var nokkru hlżrra įriš 2014. Viš eigum daglegan mešalhita ekki į lager lengra aftur į Dalatanga en til 1949 og hafa fyrstu tvęr vikur sumars aldrei į žeim tķma veriš jafnhlżjar žar og nś. 

Eins og įšur sagši hefur śrkoma veriš óvenjumikil ķ Reykjavķk. Myndin sżnir śrkomu fyrstu įtta vikur sumars allt aftur til 1885 - fįein įr vantar framan af.

w-blogg150618a

Žetta er sannarlega óvenjulegt - eins og sjį mį var śrkoma į žessum tķma einnig mjög mikil ķ fyrra. Helst er keppt viš fyrstu įtta vikur sumars 1896 ķ śrkomumagni. En myndin sżnir lķka vel hversu grķšarbreytilegt magniš er frį įri til įrs og aš auki mjög tilviljanakennt.

Svipaš mį segja um sólskinsstundafjöldann. Sólin hefur lķtiš lįtiš sjį sig.

w-blogg150618b

Sólarleysiš hefur veriš óvenjulegt mišaš viš sķšari įr, en į įrabilinu 1980 og fram yfir 1990 var žaš įmóta į sama tķma og žaš nokkrum sinnum. Sólskinsstundir voru enn fęrri hernįmsvoriš 1940 heldur en nś. 

Hįlfur jśnķmįnušur er nś lišinn. Mešalhiti hans ķ Reykjavķk er nś 8,6 stig, nįkvęmlega ķ mešallagi įranna 1961 til 1990, en -1,3 stigum nešan mešallags sömu daga sķšustu tķu įrin. Hitinn er ķ 15.hlżjasta sęti į öldinni (af 18). Töluvert kaldara var sömu daga 2011, 2015 og 2001. Į langa listanum eru dagarnir ķ 81. sęti af 144. Hlżjastir voru žeir įriš 2002, mešalhiti 12,0 stig, en kaldastir 1885, mešalhiti ašeins 5,8 stig.

Į Akureyri er mešalhiti fyrstu 15 daga jśnķmįnašar 10,9 stig, +2,1 stigi ofan mešallags įranna 1961-1990, en +1,7 ofan mešallags sķšustu tķu įra. Mišaš viš sķšustu tķu įr hefur aš tiltölu veriš hlżjast į Eyjabökkum, +4,6 stig ofan mešallags, en kaldast hefur veriš į Hraunsmśla ķ Stašarsveit, -1,8 stig nešan mešallagsins.

Śrkoma hefur męlst 17,3 mm ķ Reykjavķk og er žaš viš mešallag sķšustu tķu įra. Óvenjužurrt hefur veriš į Vestfjöršum.

Sólskinsstundir hafa męlst óvenjufįar ķ Reykjavķk žaš sem af er jśnķmįnuši, ašeins 31. Ašeins tvisvar er vitaš um fęrri sólskinsstundir sömu daga, žaš var 1988 og 2013.


Liggja ķ loftinu

Nęstu vikuna eša svo eru ašstęšur til myndunar djśpra lęgša į Atlantshafi įkjósanlegar. Slķk žróun er žó ekki vķs - og žar aš auki er algjörlega óljóst hvort slķkar hugsanlegar lęgšir muni plaga okkur eitthvaš - eša fara hjį fyrir sunnan land. Tilurš žeirrar fyrstu viršist nokkuš örugg - og sömuleišis aš hśn fari noršaustur um Fęreyjar eša žar sunnan viš į fimmtudag. Mišjužrżstingur veršur um eša undir 970 hPa. Svo lįgar tölur eru óvenjulegar ķ jśni. 

Ef viš leitum ķ gögnum aš tilvikum žegar sjįvarmįlsžrżstingur hefur hér į landi fariš nišur fyrir 980 hPa fįum viš eftirfarandi töflu:

röšstöšįrmįndaguržrżstingurnafn
18151983611959,6 Stórhöfši
28161894616964,7 Vestmannaeyjakaupstašur
37721961616968,2 Kirkjubęjarklaustur
4178187664971,1 Stykkishólmur
5422187464972,2 Akureyri
61184562972,6 Reykjavķk
711827617973,4 Reykjavķk
88151967628975,4 Stórhöfši
98161881625975,8 Vestmannaeyjakaupstašur
107072002618976,1 Akurnes
117721962614976,2 Kirkjubęjarklaustur
127721995617976,8 Kirkjubęjarklaustur
131781873628977,1 Stykkishólmur
148151972620977,7 Stórhöfši
152851955624977,8 Hornbjargsviti
161781862617978,0 Stykkishólmur
178161879628978,2 Vestmannaeyjakaupstašur
188161920620978,3 Vestmannaeyjakaupstašur
19815195963978,8 Stórhöfši
194221852622978,8 Akureyri
21816190562979,3 Vestmannaeyjakaupstašur
228161885622979,5 Vestmannaeyjakaupstašur
236751930610979,7 Teigarhorn

Gögnin nį til 196 įra - en fyrstu 50 įrin rśm voru stöšvar į hverjum tķma fįar og auk žess er nokkur óvissa ķ nįkvęmninni - getur hęglega munaš 1 til 2 hPa til eša frį. En viš sjįum aš žrżstingur hér į landi hefur fariš nišur fyrir 980 hPa 23 į žessu tķmabili eša į 8 til 9 įra fresti aš mešaltali, sjö sinnum nišur fyrir 975 hPa (einu sinni į 25 til 30 įrum) og ašeins žrisvar nišur fyrir 970 hPa - sem er sį žrżstingur sem fimmtudagslęgšin į aš fara nišur ķ. Ķsland er ekki mjög stór hluti af Noršur-Atlantshafinu öllu og lķkur į aš svona djśp lęgš hitti į landiš einmitt žann stutta tķma sem hśn er hvaš öflugast eru ekki miklar. Lęgšir sem eru dżpri en 970 hPa eru žvķ mun algengari en ķslensku tölurnar sżna einar og sér. 

Lęgšin sem kom aš landinu 11.jśnķ 1983 er alveg sér į parti. Atburšaskrį hungurdiska segir: „Kindur króknušu į Snęfjallaströnd og ķ Fljótum. Į Snęfellsnesi féllu rafmagnsstaurar, žakplötur fuku og bįtar į Bśšum skemmdust. Skemmdir uršu į kartöflugöršum ķ Žykkvabę og Kjós. Alhvķtt varš vķša noršantil į Vestfjöršum og noršanlands, ökklasnjór sagšur ķ Fljótum“. Auk žess uršu miklar skemmdir į Sultartangastķflu - en hśn var ķ byggingu. 

Eina tjóniš sem frést hefur af samfara lęgšinni miklu ķ jśnķ 1894 er aš žį rak franskt fiskiskip į land į Vopnafirši - og ķ kjölfar lęgšarinnar kólnaši um hrķš og snjóaši žį nišur ķ mišja Esju og į Akrafjall. 

Leišindavešur fylgdi lķka lęgšinni djśpu 1961. Morgunblašiš segir žann 17. (fréttin skrifuš daginn įšur):

Ekki er śtlit fyrir aš vešriš verši dżrlegt ķ dag nema sķšur sé. Vešurstofan tjįši Mbl. ķ gęr, aš loftvogin stęši illa, sérstaklega illa meš tilliti til žjóšhįtķšarinnar. „Žaš veršur noršan eša norš-vestan gjóla hér sunnanlands, hitinn fer nišur ķ 5—7 stig, vonandi ekki nešar", sagši vešurfręšingurinn. „Ekkert sólskin", bętti hann viš. Fyrir noršan og austan er vešur hvasst vķša meš rigningu. — Žaš veitir sennilega ekki af aš klęša börnin vel žar til žessi lęgšin veršur gengin hjį.

Og eftir helgina - žrišjudaginn 20. sagši blašiš:

Žjóšhįtķšarvešriš var heldur hryssingslegt noršan- og vestanlands. Fólk vaknaši vķša viš žaš fyrir noršan į laugardaginn, aš tekiš var aš fenna ķ fjöll — og sķšur en svo vęnlegt til hįtķšahalda undir berum himni. Mikil rigning var samfara, sumstašar slydda. Kaldast var į Möšrudal, ašfaranótt sunnudags, eins stigs frost. Į Raufarhöfn var hitinn ķ 0 sömu nótt. Hįtķšahöldum var vķša frestaš til sunnudags, sums stašar felld nišur meš öllu. Vešriš hafši žannig truflandi įhrif į žjóšhįtķšarhöldin į Hśsavķk, Ólafsfirši, Siglufirši, Akureyri, ķsafirši og vķšar. — Į sunnudaginn hitnaši snögglega.

Tķminn segir frį žann 20.:

Bęndur į Hólsfjöllum segja, aš žar hafi brostiš į žreifandi noršanhrķš ķ fyrrinótt, og stóš vešrahamurinn fram eftir degi i gęr. Varš öll jörš žar fannhvķt į skammri stundu og vķša dró ķ tveggja metra žykkt. Lömb fundust į nokkrum stöšum i snjó, og einnig munu žau hafa fariš ķ lęki og įrspręnur, sem fylltust krapi. Eindęma ótķš hefur veriš žar eystra, žaš sem af er sumri, og er gróšur žvķ mjög seint į feršinni af žeim sökum. Horfir uggvęnlega fyrir bęndum į Hólsfjöllum, ef ekki rętist śr meš vešrįttuna.

Vašlaheiši teppist. Sem dęmi um vešurofsann mį nefna žaš, aš ķ gęrmorgun tepptist Vašlaheiši um tķma, og komust bķlar, sem lagt höfšu į heišina, ekki leišar sinnar, nema meš ašstoš żtu. Langferšabķll į leiš til Hśsavķkur sat fastur, en į eftir honum bišu 14 smęrri bķlar eftir žvķ aš vera dregnir yfir verstu kaflana. Nś hefur hins vegar hlżnaš aftur ķ vešri žar nyršra, aš sögn fréttaritara, og hverfur žį snjór fljótlega śr heišinni. Ekki mun žó Siglufjaršarskarš hafa teppst, og mį žakka žaš žvķ, hve įtt var austlęg. Ķ Hśnavatnssżslu var versta vešur yfir helgina, rigning og kuldi, en snjókoma til fjalla.

Vegna vešurhęšarinnar leitušu vel flest skip vars į 17. jśnķ. Viš Grķmsey lįgu um 30 norsk skip ķ vari, en į mišunum žar voru nęrri tķu vindstig. Į Skagaströnd lįgu 16 skip viš festar yfir helgina, en flest žeirra eru nś farin śt į veišar. Mikill fjöldi skipa lį ķ höfn į Siglufirši, en flest žeirra héldu śt į veišar, snemma ķ gęrmorgun, enda vešur žį tekiš aš lęgja.

Įfram mętti halda viš aš žylja leišindi samfara mjög djśpum jśnķlęgšum - en lįtum stašar numiš aš sinni. 


Sólarleysi

Ķ lok dags ķ gęr (mįnudag) voru algjörlega sólarlausir dagar oršnir 6 ķ mįnušinum ķ Reykjavķk. Óvenjulegast er aš žessir dagar eru allir ķ röš. Og žegar žetta er skrifaš lķtur ekki sérlega vel śt meš sólskin ķ dag (žrišjudag) - žó stöku spį geri aš vķsu rįš fyrir einhverri glennu ķ kvöld. Ekki er vitaš til žess aš 6 (og žvķ sķšur 7) sólarlausir dagar hafi įšur komiš ķ röš ķ jśnķ ķ Reykjavķk. Einu sinni er vitaš um sjö algjörlega sólarlausa daga ķ röš ķ Reykjavķk ķ jślķ, žaš var rigningasumariš mikla 1984 og eins komu sjö sólarlausir dagar ķ röš ķ įgśst 1999. 

Sé litiš į jśnķmįnuš ķ heild voru sólarlausir dagar (margir stakir) flestir 1933, tķu talsins. Jśnķmįnušur nś hefur aušvitaš ekki enn nįš žeirri tölu - hvaš sem veršur. Ķ jślķ 1984 voru sólarlausu dagarnir 17, og 13 voru žeir ķ įgśst rigningasumariš mikla 1955, 11 ķ annars įgętum įgśstmįnuši 1957, daufum jślķ 1959,  įgśst 1981 og ķ rigninga- og kuldaįgśstmįnuši 1983. 


Noršurhvelsórói

Eins og minnst var į į žessum vettvangi fyrir nokkrum dögum eru hįloftakerfi nś aš hnikast til - en langt ķ frį ljóst hvert stefnir žvķ mikill órói er vķša į noršurhveli.

w-blogg110618a

Kortiš sżnir stöšuna eins og evrópureiknimišstöšin gerir rįš fyrir aš hśn verši sķšdegis į mišvikudag 13.jśnķ. Jafnhęšarlķnur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en žykkt er sżnd ķ litum. Žvķ meiri sem žykktin er žvķ hlżrra er loftiš. Gulir og brśnir litir einkenna sumarhlżindi. Mörkin milli žeirra og gręnu litanna er viš 5460 metra.

Mešalžykkt jśnķmįnašar yfir Ķslandi er um 5420 metrar - sś tala er ķ ljósasta gręna litnum. Eins og sjį mį į kortinu (žaš skżrist nokkuš sé žaš stękkaš) er landiš ķ „mišgręnu“, en dekksti gręni liturinn snertir Vesturland. Žetta žżšir aš hita er spįš nešan mešallags hér į landi į mišvikudaginn. 

Ekki er hęgt aš benda į eina orsök žessa óróa - en mikil hlż hęš hefur skotist langt noršur um kanadķsku heimskautaeyjarnar - nęgilega fyrirferšarmikil til aš stugga viš kuldanum og hrekja hann til allra įtta. Góša ašstoš fęr hśn frį tveimur hlżjum hęšum yfir Sķberķu. Einhvers stašar veršur kuldinn aš vera žannig aš hann hörfar undan og kemur nokkuš vķša viš žessa dagana. 

Į netinu sįst falleg mynd af snjó ķ nżlaufgušum birkiskógum Kamtsjatkaskaga (blį ör į kortinu) og sömuleišis nokkuš óvenjulegar myndir af snjó śr Bresku Kólumbķu ķ Kanada žar sem kalt loft ruddist sušur meš ströndinni (önnur blį ör) - lausafregnir herma aš žaš sé eitthvert žaš kaldasta sem žar hefur lengi sést ķ jśnķmįnuši. Į bįšum žessum slóšum mun žó mesti kuldinn kominn hjį žegar žetta kort gildir. 

Ef viš lķtum nęr okkur mį sjį aš kalda loftiš fyrir sunnan okkur er į mišvikudaginn aš hitta fyrir hlżja tungu śr sušvestri (rauš ör) vestan viš Bretland. Flestar spįr gera rįš fyrir žvķ aš žar myndist óvenjuöflug lęgš sem fari til noršausturs rétt noršan viš Skotland og žašan noršurśr talsvert fyrir austan Ķsland. Hśn hefur óbein įhrif hér - aušveldar köldu lofti langt aš noršan aš stinga sér hingaš į fimmtudag og föstudag. 

Fyrir okkur skiptir lķka mįli hvaš kuldapollurinn vestan viš Gręnland gerir. Į kortinu er hann į sušurleiš - og langtķmaspįr stinga upp į žvķ aš hann ęsi upp fleiri djśpar lęgšir sunnan Gręnlands um eša upp śr nęstu helgi. Sem stendur er žeim lęgšum spįš beint til okkar - en alltof snemmt er žó aš segja til um slķkt. Žaš er samt ljóst aš vikan veršur lengst af svöl og sólarlķtil um meginhluta landsins - og raunar enga breytingu aš sjį svo langt sem greint veršur aš sinni - en kannski skżin hér sušvestanlands verši eitthvaš hęrra į lofti en veriš hefur.


Af vešurfari fyrstu 10 daga jśnķmįnašar

Mešalhiti fyrstu tķu daga jśnķmįnašar er 8,6 stig ķ Reykjavķk, +0,1 stigi ofan mešallags sömu daga įranna 1961-1990, en -1,2 stigum nešan mešallags sķšustu tķu įra. Hitinn er ķ 15.sęti sömu daga į öldinni, žeir voru talsvert kaldari įrin 2015, 2001 og 2011. Sé litiš til lengri tķma er hitinn ķ 64. til 66. sęti af 144 sem viš höfum ašgang aš - ofan mišgildis. Dagarnir tķu voru hlżjastir įriš 2016, mešalhiti var žį 11,5 stig, en kaldastir voru žeir 1885 žegar mešalhitinn var ašeins 4,9 stig.

Mun hlżrra hefur veriš į Noršur- og Austurlandi, į Akureyri er mešalhiti fyrstu tķu dagana 12,0 stig, žetta er fjóršahlżjasta jśnķbyrjun žar frį 1936, hlżrri var hśn 2013, 2007 og 1940. Į Austurlandi eru dagarnir tķu einnig mešal žeirra hlżjustu sem vitaš er um.

Mišaš viš sķšustu tķu įr er jįkvęša vikiš mest į hįlendinu noršaustanlands, viš Upptyppinga, Kįrahnjśka og į Eyjabökkum er hitinn 6,5 stigum ofan mešallags.

Śrkoma ķ Reykjavķk hefur męlst 11,9 mm og er žaš um 75 prósent af mešallagi, noršanlands og austan hefur lķtiš rignt ennžį ķ mįnušinum.

Sólarleysi hefur veriš mikiš ķ Reykjavķk, sķšustu fimm dagar alveg sólarlausir. Žaš hefur ašeins gerst einu sinni įšur aš fimm algjörlega sólarlausir dagar ķ röš hafi įšur „męlst“ ķ Reykjavķk ķ jśnķ. Žaš var dagana 18. til 22. įriš 1913 - og var reyndar męlt į Vķfilsstöšum um žęr mundir - og nįkvęmni męlinganna ekki alveg treystandi. Sex sinnum hafa komiš fjórir algjörlega sólarlausir dagar ķ röš ķ jśnķ ķ Reykjavķk, sķšast 1986.

Tvęr mjög langar sólarleysissyrpur komu ķ Reykjavķk ķ jślķ 1984, sś fyrri var 5 dagar, 4. til 8., en sś sķšari var 7 daga löng, žann 21. til 27.

Sólskinsstundir žaš sem af er žessum mįnuši hafa ašeins męlst 23,0 og hafa ašeins 5 sinnum veriš fęrri sķšan byrjaš var aš męla, 1979, 1962, 1992, 1988 og fęstar 2013 (13,4). Viš Mżvatn eru sólskinsstundirnar aftur į móti oršnar 118 - eša 11,8 į dag aš mešaltali.

Loftžrżstingur hefur veriš óvenjuhįr, sį 13.hęsti sķšustu 196 įrin.

Nś viršist talsverš breyting į vešurlagi vera aš eiga sér staš og lķklegt aš saxist eitthvaš į jįkvęšu hitavikin noršanlands og austan nęstu tķu dagana - og loftžrżstingur žokast nišur į viš.


Hįloftakerfi hrökkva til

Sķšastlišna tķu daga rśma hefur mikill og hlżr hįloftahęšarhryggur fyrir austan og sušaustan land rįšiš vešri hér į landi. Sólarlķtiš hefur veriš sušvestanlands og heldur svalt ķ hafįttinni, en mjög hlżtt um landiš noršaustan- og austanvert. 

w-blogg100618a

Myndin sżnir mešalhęš 500 hPa-flatarins sķšustu tķu daga. Jafnhęšarlķnur eru heildregnar, hęšarvik eru sżnd ķ lit. Raušbrśnu litirnir sżna jįkvęš vik, en blįir neikvęš. Žó sušvestanįttir vęru lķka rķkjandi ķ maķmįnuši var hęšarhryggurinn žį mun austar en veriš hefur aš undanförnu. Loftžrżstingur ķ maķ var óvenjulįgur, en hefur sķšustu tķu dagana hins vegar veriš óvenjuhįr. 

Nś viršast hįloftakerfin aftur eiga aš hrökkva til. Lķtum į kort sem sżnir įstand į föstudaginn kemur, 15.jśnķ. 

w-blogg100618b

Evrópureiknimišstöšin reiknar tvisvar į dag 50 spįr 15 daga fram ķ tķmann og kallast safniš spįklasi eša klasaspį. Lķkaniš hefur ekki alveg jafn mikla upplausn og „ašalspįrunan“ hverju sinni og upphafsskilyršum er breytt lķtillega - reyndar mjög lķtiš. Fyrstu dagana eru žessar 50 spįr venjulega nokkuš sammįla, en sķšan reka žęr hver frį annarri - mishratt. Meš žvķ aš męla rekiš mį fį einhverja hugmynd um óvissu - og jafnvel hvers ešlis hśn er hverju sinni. 

Kortiš hér aš ofan sżnir eins og įšur sagši mešalhęš 500 hPa-flatarins og mešalžykkt um hįdegi į föstudaginn kemur, eftir 6 daga. Strax sést aš hér er allt önnur staša uppi heldur en veriš hefur rķkjandi aš undanförnu. Ķ staš hęšarhryggjarins er komiš mikiš og breitt lęgšardrag sem nęr yfir stóran hluta kortsins. Hęš 500 hPa-flatarins hefur falliš śr žvķ aš vera um 5700 metrar nišur ķ 5340 metra og žykktin śr žvķ aš vera um og yfir 5500 metrar nišur ķ 5360 metra (segir mešaltal klasans alls). Nešri hluti vešrahvolfs į aš kólna um 7 stig mišaš viš žaš sem veriš hefur. 

Ķbśar Sušvesturlands hafa reyndar ekki notiš žessa hįloftahita žannig aš višbrigšin verša miklu minni žar heldur en noršaustanlands. Kannski sér meira aš segja eitthvaš til sólar žannig aš hlżrra veršur sunnan undir vegg heldur en įšur. 

Ritstjórinn hefur bętt nokkrum örvum į kortiš. Sé rżnt ķ žaš mį meš góšum vilja sjį mjóar strikalķnur. Žęr sżna stašalvik hęšarinnar innan klasans. Žvķ meira sem žaš er žvķ meira hefur spįrnar 50 rekiš ķ sundur. Raušu örvarnar benda į staši žar sem žetta rek er hvaš mest. Annars vegar yfir sunnanveršri Skandinavķu - žar er töluvert ósamkomulag um hvar einstakar lęgšabylgjur verša stašsettar į föstudaginn - og hversu öflugar žęr verša. Hins vegar er svęši mikillar óvissu vestan Gręnlands. Žar eru spįrnar 50 mjög ósammįla um śtrįs öflugs kuldapolls śr noršurhöfum - ķ sumum spįnum kemur hann ekki inn į svęšiš, en ķ öšrum gerir hann žaš. 

Blįu örvarnar benda hins vegar į svęši žar sem klasinn er allur meira eša minna sammįla um hęš 500 hPa-flatarins į föstudaginn kemur. Žaš er sušur af Ķslandi - žar į aš verša lęgšardrag hvaš sem öšru lķšur, og lķka langt vestur ķ Kanada - žar segist klasinn viss um aš verši mikill og hlżr hęšarhryggur. 

Óvissa męld ķ klasaspįm er aušvitaš ekki sś sama og raunveruleg óvissa - vel mį vera aš allar spįrnar 50 séu hringavitlausar. Samt veršur aš telja miklar lķkur į žvķ aš hęšarhryggurinn sem fęrt hefur landinu austanveršu hlżindin brotni nišur og eitthvaš annaš taki viš. 


Af įrinu 1750

Viš lķtum nś aftur į stöšuna um mišja 18.öld og veljum ķ žetta sinn įriš 1750. Vešurupplżsingar eru ašallega śr annįlum, en žó höfum viš lķka męlingar Niels Horrebow sem hann gerši į Bessastöšum. Męlar hans voru aš vķsu illa kvaršašir žannig aš erfitt er aš reikna mešalhita meš žeirri nįkvęmni sem viš helst vildum - en samt er miklu betra aš hafa žessar męlingar heldur en engar. Vešurdagbók Jóns eldra er tiltölulega lęsileg žetta įr - en er öll į latķnu og ritstjóri hungurdiska treystir sér ekki til aš byggja į henni - žó orš og orš sé mjög vel skiljanlegt (svo sem frost og hiti, žurr, regn ofl.) - og aušvelt aš greina vešur dag og dag. 

Rit Horrebows, „Tilforladelige Efterretninger om Island“ innihélt töflu meš öllum vešurathugunum hans. Žegar ķslenska žżšingin loks kom śt įriš 1966 undir titlinum „Frįsagnir um Ķsland“ var žessum töflum sleppt. Ritstjóri hungurdiska heldur sérstaklega upp į afsökun žżšandans: 

„Töflunum er sleppt ķ žessari śtgįfu, enda eru žęr ekki lestrarefni. En žeim fylgja nokkrar athugasemdir til yfirlits, og eru žęr teknar hér meš, nema upphafiš, žar sem höfundurinn skżrir frį tękjum sķnum og vinnubrögšum“. Frįsagnir um Ķsland, Bókfellsśtgįfan 1966. 

ar_1750t

Myndin sżnir hitamęlingar Horrebow. Hér veršum viš aš hafa ķ huga aš kvöršun męlisins er įbótavant og aš hann var lengst af ekki śti heldur viš opinn noršurglugga ķ hśsi. Hiš sķšarnefnda žżšir aš snarpar hitasveiflur koma sķšur fram. Žann 1.október 1750 var hitamęlirinn settur śt fyrir gluggann - og viš sjįum aš eftir žaš veršur hitinn sveiflukenndari - og žį fraus oftar og meira heldur en veturinn į undan žegar lengst af var frostlaust ķ męlaherberginu. Lengsti frostakaflinn kom ķ marslok og stóš fram eftir aprķlmįnuši. Eftir žaš hefur voraš vel į Bessastöšum. 

Fram kemur aš um sumariš voru margir bjartir og žurrir dagar og dįgóšur hiti er allt til septemberloka. Ekki kólnaši aš rįši fyrr en um veturnętur. 

ar_1750p

Loftvogin sżnir órólegt vešurlag fyrstu žrjį mįnuši įrsins, hefšbundinn hįžrżstikafla ķ maķ og framan af jśnķ og sķšan ķ ašalatrišum hęgt fallandi loftvog ķ jślķ, įgśst og september. Haustiš einkennist af miklum hįžrżstikafla frį žvķ ķ lok september žar til ķ lok nóvember. 

Horrebow nefnir žann 16.desember aš žį hafi vindur veriš hęgur og vešur bjart ķ 5 daga žó loftvog standi lįgt. Sömuleišis aš hann hafi žessa daga veriš hvass į noršan rétt śti į Flóanum žannig aš sjósókn hafi gengiš illa og mikiš hafi lįtiš ķ sjónum. Mį minna okkur į aš nįttśruhljóš voru mikilvęgt hjįlpartęki viš vešurspįr hér įšur fyrr, sérstaklega fyrir vana menn - nś greinast žau varla frį öšrum hįvaša. Žetta viršist hafa veriš mikiš noršurljósaįr į Bessastöšum - žeirra er mjög oft getiš.

Annįlar greina frį nokkuš erfišu įrferši um landiš noršanvert, en betra syšra. Mikill hafķs kom aš landinu. Viš skiptum annįlunum gróflega upp eftir įrstķšum. Byrjum į vetri og vori. Eins og sjį mį af oršalagi éta žeir sumir eftir öšrum og ekki gott aš segja hversu margar frumheimildir eru óhįšar. Sumardaginn fyrsta bar upp į 23.aprķl.

Ölfusvatnsannįll: Vetur frį jólum mišlungi, meš išuglegum śrkomum, żmist af snjó eša regni, fyrir kyndilmessu gömlu [13. febr.]. Fór žį aš smįherša į meš jafnlegum (s361) snjó og įfreša, hagleysi alltķš meir og meir, er hélst viš til Magnśsdags [16. aprķl]. Batnaši žį og varš góš vorvešrįtta. Samt vegna undanfarinna vetrarharšinda ... varš vķša strįfellir į śtipeningum, sérdeilis saušfé, svo sumir, įšur af fé vel rķkir, įttu lķtiš og nokkrir ekkert eftir af žvķ. ... Voriš var kalt og vindasamt, žó viš mešalmįta. (s362) ...

Žessari frįsögn Ölfusvatnsannįls ber allvel saman viš hitamęlingar Horrebow, en ekki minnist Horrebow į įfrešana, kannski hafa žeir ekki veriš svo įberandi į Bessastöšum. 

Grķmsstašaannįll [af Snęfellsnesi]: Vetur dįgóšur fyrir jól og eftir, en ógęftir til sjóarins vķšast kringum Jökul. ... Tveir skiptapar uršu syšra, annar į Akranesi, voru į 4, (s605) ... drukknušu 2 en formašurinn og annar komust af. Hinn skiptapinn syšra skeši viš Engey og drukknušu allir sem į voru. ... Hafķs var allt žetta įr frį 1749 um jól og allan veturinn, allt vor og sumariš, og fram undir haust. Voru žį hin mestu haršindi um Strandir noršur, einnig ķ Hśnavatnssżslu, en rekavišur hinn allra mesti undan og ķ hafķsnum, hvar af fólkiš hafi mikiš gagn. (s606) ...

Höskuldsstašaannįll: Spilltist vešurįtt meš föstuinngangi. Rak ķs aš Noršurlandi į einmįnuši meš austanhrķšum. Var Hśnafjöršur fullur af ķsi eftir sumarmįl fram til krossmessu. ... Voriš var kalt.

Ķslands įrbók: Fyrri partur vetrarins višraši allvel og fram į góu. Sķšan haršnaši, og kom žung skorpa fram į vor. Žann 12. Martii gjörši mikla vatnshrķš, sem orsakaši bęši skrišur og snjóflóš, hvar af żmsar jaršir fengu skaša, og sums stašar tók hey og fjįrhśs. Uršu og haršindi mešal fólks, svo peningi varš lógaš til matar. Fyllti upp meš hafķs fyrir öllum Vestfjöršum og Noršurlandi. (s23) ...

Saušlauksdalsannįll: Vetur ķ mešallagi į Ķslandi til lands og sjóar. (s429)

Śr Djįknaannįlum: §1. Vetrarvešrįtta góš framanaf en spilltist og varš óstöšug og fjśkasöm. Į einmįnuši gjörši noršanhrķšir; rak žį ķs aš Noršurlandi og Vestfjöršum svo Hśnafjöršur fylltist af honum eftir sumarmįl fram til krossmessu [3.maķ]. Voriš kalt. §4. Žann 12ta Martii gjörši vatnshrķš af vestri, sem orsakaši miklar skrišur og snjóflóš, hvar af żmsar jaršir fengu skaša og sumstašar tók hey og fénaš śr hśsum. (s75).

Um sumariš 1750. Žaš viršist hafa veriš allgott sunnanlands, en mun erfišara nyršra. 

Ölfusvatnsannįll: Sumariš var gott og grassamt, meš góšri nżtingu (s365) sunnanlands. Brį til vętu meš Marķumessu fyrri [15.įgśst]. Nżttust žó hey til höfušdags [29.įgśst], en śr žvķ ekki. En ķ hinum fjóršungum landsins var bįg nżting og graslķtiš. ...

Grķmsstašaannįll: Žetta var žurrkasumar hiš mesta, en lķtill töšugrasvöxtur. (s613)

Höskuldsstašaannįll: Fór ķsinn burt ķ 12. viku sumars [um 25. jślķ]. ... Išulegur óžerrir af žokum og skemmdust vķša töšurnar. Einnig haustiš óstöšugt. (s489)

Śr Djįknaannįlum: Hafķsinn fór burt ķ 12tu viku sumars. Išulegur óžerrir af žokum; skemmdust vķša töšur, batnaši eftir hundadaga [lżkur 23.įgśst]. Haustiš óstöšugt.

Espólķn: XVII. Kap. Žį var grasįr ķ mešallagi syšra og vestra, en illt noršur um; var vętusamt og snjóaši žar ķ hundadögum, og nżttust illa hey, en batnaši vešrįtt sķšan. (s 24).

Ölfusvatnsannįll: Haustiš var vott og vindasamt til veturnótta, batnaši žį og varš žurr og góš vešrįtta, svo vetur var til jóla einn sį allra besti. ... Į mįnudagsnóttina fyrstu ķ jólaföstu, [30. nóv.] aš lķšandi vökutķma, varš ķ heišrķkjum svo björt leiftran, aš hśn yfirgekk glašasta tunglsljós, en žį var ekki tunglskin, žvķ žaš var ķ kveikingu. (s366)

Ķslands įrbók: Haustiš višraši vel og fram į vetur. (s25)

Śr Djįknaannįlum: Vetur góšur til nżįrs. (s 74).

Djįknaannįlar segja einnig frį almennu haršrétti: 

Śr Djįknaannįlum: Góšur fiskiafli eystra og syšra, sęmilegur undir jökli. Um voriš enginn fiskur fyrir noršan, en hįkall nokkur. Smįfiskur venju framar um haustiš į Hśnafirši. Žann 5ta Oct. rak hvalbrot į Svišningi į Skaga. Haršrétti manna į milli svo peningi var sumstašar til matar lógaš. Į Langanesströndum, Vopnafirši og utarlega ķ Fljótsdal dóu ķ haršrétti 44 manneskjur og 40 bęir eyddust. (s 74).

Hrafnagilsannįll segir frį - spurning hvort veriš er aš lżsa glitskżjum frekar en eldsbjarma:

3.febrśar 1750 sįst eftir dagsetur blóšraušur reykur ešur skż undan austurfjöllunum hér ķ Eyjafirši millum mišs morguns og dagmįlastašar um dagsetursleyti, varaši meir en tķma og fęrši sig sušur eftir. Ženktu menn žetta koma af jaršeldi śr Mżvatnsfjöllum ešur nįmum, sįst og fyrir noršan. (s679)

Žakka Sigurši Žór Gušjónssyni fyrir innslįtt flestra annįlatextanna [śr Annįlaśtgįfu Bókmenntafélagsins] og Hjördķsi Gušmundsdóttur fyrir tölvusetningu įrbóka Espólķns (ritstjóri hnikaši stafsetningu til nśtķmahįttar - mistök viš žį ašgerš eru hans). 


« Fyrri sķša | Nęsta sķša »

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (15.11.): 337
 • Sl. sólarhring: 408
 • Sl. viku: 1803
 • Frį upphafi: 1850646

Annaš

 • Innlit ķ dag: 300
 • Innlit sl. viku: 1571
 • Gestir ķ dag: 296
 • IP-tölur ķ dag: 285

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband