Skyldi lægðagangurinn mikli bara halda áfram?

Já, þannig lítur málið alla vega út í augnablikinu (þriðjudag 19.júní). Að vísu er dálítill munur á framtíðarspám frá degi til dags, lægðirnar dálítið misdjúpar og einhver tilbrigði í þeim leiðum sem stungið er upp á. Meðalspá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir vikuna 25.júní til 1. júlí sýnir þetta nokkuð vel.

w-blogg190618a

Sérlega stílhrein - og þannig séð falleg - staða. Gríðareindregin suðvestanátt með lægðasveigju í háloftunum. Rætist þetta rignir mikið um landið sunnan- og vestanvert - og ekki bara það heldur verður oft hvasst líka, en íbúar Norðaustur- og Austurlands kætast trúlega að mun. Sumar spár (en bara sumar) sýna meira að segja háar hitatölur þar um slóðir einhverja dagana - en talsvert svalara á milli - eins og verða vill séu lægðir þær sem framhjá fara djúpar. - Ekki má heldur miklu muna að þær fari yfir landið með úrkomutíð alls staðar. 

Það má hins vegar segja um þessa stöðu að hún er í sjálfu sér hvikul - getur tekið upp á því að velta snögglega yfir í eitthvað allt annað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 301
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband