Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Hitaheimsmetiđ afskrifađ

Í dag tilkynnti alţjóđaveđurfrćđistofnuninađ hún hefđi afskrifađ heimsmet ţađ í hita sem ţvćlst hefur fyrir síđan mćling ţess fór fram, 13. september 1922. Talan var 58,0 stig og fćrđ til bókar á veđurathugunarstöđinni í El Azizia í Lýbíu. Ţetta met hefur ćtíđ ţótt grunsamlegt og hafa athugasemdir fyrir löngu komiđ fram. Sérstök greinargerđ mun birtast í mánađarriti ameríska veđurfrćđifélagsins (Bulletin of the American Meteorological Society) á nćstunni, en nú ţegar hefur niđurstađan veriđ birt á netinu (rekja má sig ađ heildargreinargerđinni á pdf-sniđi í gegnum tengilinn hér ađ ofan).

Alţjóđaveđurfrćđistofnunin heldur úti sérstakri metanefnd sem fjallar um ábendingar um ný veđurheimsmet. Nefndin á ţakkir skiliđ fyrir ađ hafa tekist ađ ljúka ţessu erfiđa verkefni. Ţá er tilkynnt ađ núgildandi heimsmet sé 56,7 stig (134°F nákvćmni upp á eitt F-stig) sem kvu hafa mćlst í Dauđadal í Kaliforníu 10. júlí 1913. Verst er ađ nefndin skuli ekki hafa haft dug í sér til ađ strika ţađ út líka - ţví eftir ţví sem ritstjórinn hefur sannfrétt var mćlirinn ţar ekki í réttri hćđ. Ţađ er of mikil forgjöf í heimsmetabaráttunni - rétt eins og međvindur í 100 metra hlaupi - en ekki orđ um ţađ meir.


Fyrsti snjór haustsins á Akureyri og í Reykjavík (endurtekiđ efni)

Hungurdiskar eru enn í haustdvala sínum - ekkert lát á utanbloggheimastússi ritstjórans. Í tilefni af hríđinni fyrir norđan er ţó rétt ađ rifja upp pistil frá ţví í fyrra um fyrsta snjó haustsins í Reykjavík og á Akureyri. Tengill á hann er hér (aldeilis munur ađ eiga lager):

Hvenćr er fyrst alhvítt ...?

Rifjum líka upp fréttir dagblađa og Veđráttunnar frá ţví 1971. Fjallađ er um hríđarveđur 26. og 27. ágúst:

Miklir skađar urđu í norđanáhlaupi, einkum norđaustanlands. Rúmlega fjögur ţúsund fjár mun hafa farist. Mest fjártjón varđ í Vopnafirđi. Slydduísing hlóđst á rafmagnsstaura og víđa varđ rafmagnslaust á Norđausturlandi. Fjallvegir urđu ófćrir og ferđamenn lentu í hrakningum. Skriđur féllu á vegi á Austurlandi. Snjó festi á sjö veđurstöđvum.

Eitthvađ kunnuglegt? En harla óvenjulegt bćđi nú og ţá - ţví er ekki ađ neita.


Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 224
 • Sl. sólarhring: 231
 • Sl. viku: 2224
 • Frá upphafi: 1841552

Annađ

 • Innlit í dag: 198
 • Innlit sl. viku: 2012
 • Gestir í dag: 181
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband