Af veđurfari fyrstu 10 daga júnímánađar

Međalhiti fyrstu tíu daga júnímánađar er 8,6 stig í Reykjavík, +0,1 stigi ofan međallags sömu daga áranna 1961-1990, en -1,2 stigum neđan međallags síđustu tíu ára. Hitinn er í 15.sćti sömu daga á öldinni, ţeir voru talsvert kaldari árin 2015, 2001 og 2011. Sé litiđ til lengri tíma er hitinn í 64. til 66. sćti af 144 sem viđ höfum ađgang ađ - ofan miđgildis. Dagarnir tíu voru hlýjastir áriđ 2016, međalhiti var ţá 11,5 stig, en kaldastir voru ţeir 1885 ţegar međalhitinn var ađeins 4,9 stig.

Mun hlýrra hefur veriđ á Norđur- og Austurlandi, á Akureyri er međalhiti fyrstu tíu dagana 12,0 stig, ţetta er fjórđahlýjasta júníbyrjun ţar frá 1936, hlýrri var hún 2013, 2007 og 1940. Á Austurlandi eru dagarnir tíu einnig međal ţeirra hlýjustu sem vitađ er um.

Miđađ viđ síđustu tíu ár er jákvćđa vikiđ mest á hálendinu norđaustanlands, viđ Upptyppinga, Kárahnjúka og á Eyjabökkum er hitinn 6,5 stigum ofan međallags.

Úrkoma í Reykjavík hefur mćlst 11,9 mm og er ţađ um 75 prósent af međallagi, norđanlands og austan hefur lítiđ rignt ennţá í mánuđinum.

Sólarleysi hefur veriđ mikiđ í Reykjavík, síđustu fimm dagar alveg sólarlausir. Ţađ hefur ađeins gerst einu sinni áđur ađ fimm algjörlega sólarlausir dagar í röđ hafi áđur „mćlst“ í Reykjavík í júní. Ţađ var dagana 18. til 22. áriđ 1913 - og var reyndar mćlt á Vífilsstöđum um ţćr mundir - og nákvćmni mćlinganna ekki alveg treystandi. Sex sinnum hafa komiđ fjórir algjörlega sólarlausir dagar í röđ í júní í Reykjavík, síđast 1986.

Tvćr mjög langar sólarleysissyrpur komu í Reykjavík í júlí 1984, sú fyrri var 5 dagar, 4. til 8., en sú síđari var 7 daga löng, ţann 21. til 27.

Sólskinsstundir ţađ sem af er ţessum mánuđi hafa ađeins mćlst 23,0 og hafa ađeins 5 sinnum veriđ fćrri síđan byrjađ var ađ mćla, 1979, 1962, 1992, 1988 og fćstar 2013 (13,4). Viđ Mývatn eru sólskinsstundirnar aftur á móti orđnar 118 - eđa 11,8 á dag ađ međaltali.

Loftţrýstingur hefur veriđ óvenjuhár, sá 13.hćsti síđustu 196 árin.

Nú virđist talsverđ breyting á veđurlagi vera ađ eiga sér stađ og líklegt ađ saxist eitthvađ á jákvćđu hitavikin norđanlands og austan nćstu tíu dagana - og loftţrýstingur ţokast niđur á viđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg200119b
 • w-blogg200119c
 • w-blogg200119a
 • w-blogg190118a
 • w-blogg190118b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.1.): 36
 • Sl. sólarhring: 402
 • Sl. viku: 2579
 • Frá upphafi: 1736980

Annađ

 • Innlit í dag: 33
 • Innlit sl. viku: 2213
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband