Bloggfęrslur mįnašarins, nóvember 2014

Snyrtileg vindröst

Viš lįtum yfirlżsingar um styrk og staš illvišris eiga sig - og žó. Sunnudagslęgšin er kannski ekkert sérlega stór um sig eša afbrigšilega djśp - en afskaplega kröpp er hśn og fer hratt yfir. En lįtum Vešurstofuna alveg um žaš.

Lęgšin gefur hins vegar tilefni til aš sżna mynd af mjög snyrtilegri vindröst sem alltaf fylgir vešrum af žessari gerš. Žaš eru rastir sem žessar sem valda hvaš mestu tjóni ķ evrópskum fįrvišrum og hafa fengiš töluverša athygli fręšimanna. Viš eigum okkar skerf af žessum vešrum - en žau eru samt ekki nema hluti ķslenska illvišrasafnsins.

Erlendir félagar okkar ķ fręšunum nota oftast oršin „sting jet“ yfir fyrirbrigšiš. Ķslenska oršiš „stingröst“ kemur til greina - en ritstjórinn er ekki bśinn aš smjatta į žvķ orši nęgilega lengi til aš sęttast viš žaš - en hans įlit skiptir engu mįli - žaš veršur eitthvaš orš ofan į um sķšir. 

En lķtum į mynd af röstinni sem fylgir lęgš dagsins. Hśn sżnir žversniš śr harmonie-lķkaninu eftir lķnu sem liggur noršur 23. breiddarstig - rétt vestan viš Reykjanes, noršur yfir Snęfellsnes og Vestfirši. Snišiš nęr frį jörš og upp ķ 250 hPa hęš (um 10 km). 

w-blogg301114a

Viš sjįum Snęfellsnes og Vestfirši sem grįa hryggi sem stingast upp ķ myndina. Jafnmęttishitalķnur eru heildregnar og merktar ķ Kelvistigum (munum aš męttishiti hękkar (nęr) alltaf upp į viš. Hefšbundnar vindörvar sżna vindhraša og vindstefnu. Austanįtt er noršur af Vestfjöršum en annars er įttin vķšast vestlęg. 

Litir sżna vindhraša - gręnu svęšin sżna hęgan vind (minni en 10 m/s) en ašrir litir meira. Hįmarksvindur er ķ um 850 hPa-hęš (hér ķ rśmlega 1000 metrum frį jörš) yfir Faxaflóa. Žar er vindur meiri en 40 m/s af vestsušvestri. 

Vindur minnkar til allra įtta frį hįmarkinu - upp og nišur, sušur og noršur - en röstin er į lengdina inn og śt śr blašinu. Žetta er megineinkenni snyrtilegrar „stingrastar“ - žverskuršur af pulsu - hįmark nešarlega ķ vešrahvolfi - minni vindur ofan viš - og svo annaš vindhįmark miklu ofar (ofan viš žetta sniš). 

En nęr svona röst til jaršar? Žaš er nś žaš. Mešan hśn streymir yfir sjó - er nśningur viš sjįvaryfirborš lķklega žaš eina sem dregur śr henni. Hętt er viš žvķ aš hśn nįi aš mestu nišur aš sjó - mį giska į 70 prósent af styrk ķ rastarmišju (28 til 30 m/s). Skelfilegt sjólag getur fylgt - sé straumlag mislęgt viš vind. Yfir sléttu landi er nśningur meiri - vindur veršur sums stašar ekki svo mikill - minni en 50 prósent af styrk ķ rastarmišju - enn minni inni ķ skógi en samt er ekki į žaš aš treysta. Hįar byggingar geta valdiš usla meš žvķ aš draga vindorku nišur undir jörš. 

Žar sem röstin gengur yfir fjöll er fjandinn laus (afsakiš oršbragšiš). Fjöllin trufla flęšiš og bśa til miklar bylgjur sem geta brotnaš og dregiš fullan styrk rastarinnar (eša jafnvel meira) alveg nišur til jaršar.

Žversnišiš hér aš ofan śreldist meš hverri nżrri spį - žaš er žvķ alls ekki nothęft sem spį um vešur kl. 21 į sunnudagskvöld. Hér er einungis veriš aš sżna dęmi um snyrtilega vindröst sem gjarnan fylgir kröppum lęgšum į noršurslóšum. Vešurspįr eru geršar af Vešurstofunni eša öšrum til žess bęrum ašilum (eins og segir į nśtķmalegu stofnanamįli) - en ekki į hungurdiskum. 


Er žetta sunnudagslęgšin?

Lęgšin sem į aš valda illvišri į sunnudag er nś rétt aš fęšast. Viš lķtum į gervihnattarmynd sem sżnir fęšinguna. Taka veršur fram aš endanleg braut lęgšarinnar er órįšin og žvķ aldeilis óvķst hvort landiš lendir ķ illvišrinu eša ekki. 

w-blogg281114a

Myndin er af vef kanadķsku vešurstofunnar (Environment Canada). Landaskipan ętti aš vera skżr. Kśba sést ķ sušurjašri myndarinnar og hśn nęr noršur į Davķšssund milli Labrador og Gręnlands. 

Žetta er hitamynd og er hśn lituš žannig aš köldustu skżin (hįskż) eru gulbrśn - mišskż eru grį og hvķt. Hluti af heimskautaröstinni liggur allt sunnan frį Karabķskahafinu noršur til Gręnlands. Sušurendinn er sveigšur ķ lęgšarbeygju - en nyrst er komin hęšarbeygja į hana. Uppstreymisbönd (hįskż) fylgja gjarnan röstinni.

Vestan viš röstina bendir ör į žaš sem hér er kallaš rišalauf (hrį žżšing į ensku heiti fyrirbrigšisins - baroclinic leaf). Žetta er reyndar óvenju falleg fęšing į laufi - ef viš rżnum betur ķ myndina sjįum viš aš žvķ fylgir eins konar rót - byrjar ķ hęgt breikkandi mišskżjaflóka sem aš lokum myndar laufiš. Hér mį einnig sjį aš laufiš er kaldast į noršurbrśninni - žar eru skżin hęst - trślega ķ hįskżjahęš. 

Nś er žaš svo aš žaš er ekki endilega žetta lauf sem veršur aš ašalskżjakerfi lęgšarinnar. Viš sjįum t.d. aš til hlišar viš stóru rótina er önnur minni - hśn gęti hugsanlega tekiš bśiš til annaš lauf - stęrra heldur en žaš sem viš sjįum. Nś - sömuleišis gętu rótarskotin oršiš fleiri - verša žaš įbyggilega.  

Žegar laufiš (žetta eša annaš nżrra) vex mun žaš mynda stóran haus į lęgšakerfiš - žaš er ekki alveg vķst aš sį haus verši aš ašalillvišrinu - viš vitum žaš ekki enn - og žess vegna eins gott aš vera ekki aš flękja mįliš frekar. 


Skrįr tengdar žessari bloggfęrslu:

Lagt upp fyrir illvišri?

Viš höfum hingaš til ķ haust sloppiš aš mestu viš skröltiš ķ kanadķska heimskautakuldapollinum - žeim sem hefur oft veriš kallašur „Stóri-boli“ hér į hungurdiskum. Ķ sķšustu viku var hann mjög aš plaga amerķkumenn vestur viš vötnin miklu - og heldur žvķ aš einhverju leyti įfram. 

En nś viršist hann vera aš leggja upp fyrir sķgilda lęgšaįrįs į Atlantshafinu - og jafnvel alveg til Ķslands. Ekki er žaš žó svo aš kuldans gęti hér aš rįši. 

Viš lķtum į spį evrópureiknimišstöšvarinnar sem gildir kl. 18 sķšdegis į föstudag (28. nóvember).

w-blogg271114a

Jafnhęšarlķnur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, žvķ žéttari sem žęr eru žvķ meiri er vindurinn sem blęs samsķša žeim. Litir sżna žykktina. Hśn męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs - žvķ meiri sem hśn er žvķ hlżrra er loftiš. Mörkin į milli gulu og gręnu litanna er viš 5460 metra - segja mį aš sumarhiti sé ķ gulu litunum. Mörkin į milli gręnu og blįu litanna er viš 5280 metra (9 stigum kaldara en 5460 metrar) - rétt ofan viš mešallag žessa įrstķma į Ķslandi.

Viš sjįum aš mjög hlżtt er viš Ķsland mišaš viš įrstķma - 5400 metra liturinn sleikir sušurströnd landsins, 6 til 7 stigum ofan viš mešalhita. Žaš er alveg ķ stķl viš žaš sem veriš hefur aš undanförnu. 

En žaš er ekkert mjög langt ķ heldur kaldara loft - žaš nįlgast heldur į laugardag - en aftur hlżnar verulega į sunnudag - ķ bili. 

En viš Nżfundnaland er mikil hįloftavindröst, jafnhęšarlķnurnar eru žéttar og žar aš auki eru žykktarlitirnir ķ žéttum vöndli. Mešan jafnžykktar- og jafnhęšarlķnur standast į - liggja samsķša - jafnžétt gętir įtakanna ķ hįloftunum lķtt viš jörš. En um leiš og misgengi veršur į milli hęšar og žykktar er illt ķ efni. 

Ef fariš er ķ smįatriši kortsins mį sjį tvęr bylgjur ķ žykktarsvišinu - žar sem hlżtt loft gengur inn ķ įtt aš lęgri fleti. Žęr eru merktar meš tölustöfunum 1 og 2. 

Bylgjan sem merkt er „1“ er sś sem ķ dag (mišvikudag) er aš valda samgönguleišindum ķ noršausturrķkjum Bandarķkjanna - og hśn viršist ętla aš fara fram śr sér - lęgšin nęr sér ekki frekar į strik.

Aftur į móti į bylgjan sem merkt er „2“ aš dżpka verulega žegar hśn kemur noršaustur fyrir Nżfundnaland. Hśn į sķšan aš fara til noršurs fyrir vestan land į sunnudag. Varla žarf aš taka fram aš spįr eru ekki sammįla um smįatrišin - en ljóst er žó aš mjög hvassir vindar fylgja lęgšarmišjunni hvar sem hana annars ber nišur. 

Rétt er fyrir įhugasama og žį sem eitthvaš eiga undir aš fylgjast vel meš spįm Vešurstofunnar nęstu daga. 


Skrįr tengdar žessari bloggfęrslu:

Nęsta lęgš (żtir undir óbreytt įstand)

Einhvern veginn hefši mašur haldiš aš nęsta lęgš stefndi beint ķ įtt til landsins ofan ķ śtsynninginn ķ dag (žrišjudag 25. nóvember). - Reyndar var žetta heldur aumur śtsynningur - en sżndi žó mjög fallega klakka og stöku él - og aš sögn fįeinar žrumur lķka. 

Viš rétt lķtum į spįkort evrópureiknimišstöšvarinnar fyrir N-Atlantshaf kl. 18 į morgun (mišvikudag 26. nóvember).

w-blogg261114a

Landiš er ķ mjög hęgum sušlęgum vindi. Žarna mį sjį lęgšina sem minnst var į ķ upphafi Hśn gerir sig lķklega - finnst manni - til aš fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land - nema hvaš - hśn į aš taka strikiš beint sušaustur til Spįnar. 

Um leiš og žaš gerist beinir hśn hingaš hlżju lofti śr sušaustri - sem er svosem ekki amalegt. Žar meš aukast enn lķkur į aš nślķšandi nóvember verši sį hlżjasti um langt skeiš - ekki methlżr kannski en ekki langt žar fyrir nešan. 

Ķ augnablikinu er mešalhiti 5,7 stig ķ Reykjavķk, var 6,0 sömu daga 1956 - sį mįnušur hrapaši nišur ķ 5,0 į sķšasta sprettinum. En fyrsta sętiš er varla innan seilingar - sömu dagar ķ nóvember 1945 eiga mešalhitann 7,1 stig - en hann endaši stigi nešar. 

Hitauppgjör alls įrsins fer nś aš verša spennandi svo um munar - viš eigum nefnilega töluverša möguleika į hlżjasta įri frį upphafi męlinga. En - desember er eftir - viš munum vel vonbrigšin 2011 žegar fyrsti kaldi vetrarmįnušurinn ķ 9 įr reiš yfir - fyrirvaralaust. Héldu žį sumir aš hlżskeišinu vęri lokiš - en sķšan eru lišin 3 įr og viš erum enn ekki bśin aš yfirgefa žaš - nema sķšur sé. 


Fįein orš um snjóleysi

Spurt var hversu algengt snjóleysi sé ķ nóvember - og ķ framhaldi af žvķ hvort snjóleysiš į landinu aš undanförnu sé óvenjulegt. Žar sem athuganir į snjó skila sér aldrei alveg allar jafnóšum (žvķ mišur) er erfitt aš negla nišur svar varšandi snjóleysiš nś. Ķ morgun (mįnudaginn 24. nóvember) var flekkótt jörš į ašeins einni vešurstöš landsins - annars var alautt.

Svo viršist sem hvergi hafi oršiš alhvķtt ķ byggš sķšustu 12 daga (meš įšurnefndum fyrirvara). Skrį um daglegar snjóhuluathuganir er talin nokkuš įreišanleg aftur til įrsins 1967 og aušvelt er aš leita ķ henni aš upplżsingum um snjóhulu - og žį sérstaklega hversu marga daga viš finnum ķ röš žegar hvergi er alhvķtt į landinu. Flekkótt jörš lįtin liggja milli hluta.

Žegar fyrirspurn er rennt ķ gegnum töfluna kemur ķ ljós aš frį og meš nóvember til og meš aprķl eru langar syrpur daga žar sem hvergi er alhvķtt beinlķnis sįrasjaldséšar.

Ķ nóvember įranna 1967 til 2013 finnast ekki nema fimm vikulangar syrpur eša lengri. Sś lengsta var 11 daga löng og endaši 12. nóvember 1980. Syrpan ķ įr er oršin lengri. - En nś veršum viš ašeins aš gęta okkar. Nóvembersyrpur geta nefnilega nįš inn ķ desember og ef viš flettum žvķ upp finnst ein slķk - hśn endaši 4. desember 2002 og var 14 daga löng. Sjónarmun lengri en nśverandi syrpa er žegar žetta er skrifaš. Žrjįr ašrar syrpur, vika eša lengri eru ķ desember.

Ķ janśar er ein mjög löng syrpa, 13 dagar. Hśn endaši 13. janśar 1972, byrjaši sum sé į gamlįrsdag 1971. Nęstlengstu janśarsyrpurnar (3 aš tölu) eru ašeins žriggja daga langar og lengsta febrśarsyrpan er ekki nema 5 daga löng (endaši 28. febrśar 2006). Mars į eina sjödagasyrpu (endaši žann 3. 1972) og sś lengsta ķ aprķl er 11 dagar, endaši žann 26. įriš 2003. 

Viš höfum sumsé veriš aš upplifa óvenjulegt snjóleysi sķšustu tvęr vikurnar. 

Žaš gerist hins vegar endrum og sinnum aš aldrei er alhvķtt ķ Reykjavķk ķ nóvember eša į 6 til 7 įra fresti aš jafnaši. Į Akureyri var nóvember sķšast snjólaus 1987, en nóvember ķ įr er alls ekki inni ķ žeirri keppni žvķ alhvķtt var į žar ķ nokkra daga fyrr ķ mįnušinum. 

Ólķklegt er, en ekki alveg śtlokaš ennžį, aš nóvember ķ įr verši sį snjólausasti į landinu ķ heild - keppnin er mjög óvęgin, snjóhula var t.d. ekki nema 8 prósent ķ byggš ķ nóvember 1960 og 10 prósent 1933. 

Mest var snjóhulan ķ nóvember 1969, 75 prósent, og 74 prósent 1930. 


Įframhaldandi sunnanįtt (- en meš vestręnu ķvafi)

Sunnanįttin sem hefur yljaš okkur svo um munar sķšastlišna viku heldur įfram - en ekki jafnhlż sem fyrr. Til žessa hefur hśn lengst af įtt austlęgan žįtt - loftiš hefur żmist komiš langt sunnan śr höfum eša frį Evrópuströndum vestanveršum. Nś viršist ašeins skipta um uppruna. Sunnanįttin heldur įfram - en inn į milli veršur hśn meš vestręnu ķvafi. Loftiš į žį kaldan uppruna ķ Kanada - en hefur fariš langa leiš yfir hlżjan sjó įšur en hingaš er komiš.

Žetta žżšir aš nęsta vika veršur varla jafnhlż og sś sķšasta. Kortiš aš nešan sżnir spį evrópureiknimišstöšvarinnar um mešalžrżsting nęstu tķu daga - fram til 3. desember.

w-blogg241114a

Heildregnu grįu lķnurnar sżna mešalžrżsting viš sjįvarmįl, grįar strikalķnur mešalhita ķ 850 hPa og litirnir hitavik ķ žeim sama fleti. Žau eru oft svipuš viš jörš. Žaš er -4 stiga jafnhitalķnan sem gengur žvert yfir landiš frį sušri til noršurs.

Žaš er ein af gömlum žumalfingursreglum aš skilin į milli snjókomu og rigningar liggi ekki fjarri -5 stiga jafnhitalķnunni ķ 850 hPa. Żmis vik eru žau frį žeirri góšu reglu - en viš sjįum samt aš varla fer hjį žvķ aš eitthvaš hvķtt komi viš sögu žessa nęstu viku - varla žó lengi hverju sinni. 

En ef trśa mį spįnni veršur hiti um landiš noršanvert 2 til 3 stigum hęrri en aš mešaltali 1981 til 2010 - og rétt yfir mešallaginu sunnanlands. Kalda loftiš aš vestan į langan slóša um žvert hafiš frį Kanada allt sušur um Asóreyjar og til Portśgal.

Munum žó ętķš aš kort sem žetta fela margt - og ekki er žaš allt smįtt. Lęgširnar sem fara hér hjį verša vķst bżsna stórar sumar enda er žrżstingurinn ķ mešallęgšarmišjunni į kortinu um 20 hPa undir mešallagi įrstķmans. 


Kuldaskil į mįnudag (24. nóvember)

Reiknimišstöšvar gera nś rįš fyrir žvķ aš nokkuš snörp kuldaskil gangi austur yfir landiš į mįnudaginn (24. nóvember). Evrópureiknimišstöšin segir aš žaš kólni um 9 stig samfara skilunum. Kalda loftiš er komiš frį Kanada.

Žetta sést vel į kortinu hér aš nešan.

w-blogg231114a

Kortiš gildir į hįdegi į mįnudag (24. nóvember). Jafnžrżstilķnur (viš sjįvarmįl) eru heildregnar, vindur 700 hPa sżndur meš hefšbundnum vindörvum. Daufar strikalķnur sżna žykktina (fjarlęgšina milli 500 og 1000 hPa žrżstiflatanna) og litirnir žykktarbreytingu nęstlišnar 6 klukkustundir. Žykktin męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs - žvķ meiri sem hśn er žvķ hlżrra er loftiš. 

Blįu litirnir sżna svęši žar sem žykktin hefur lękkaš sķšustu klukkustundirnar, žeir blįu byrja viš 3 dam (30 metra) lękkun. Hverjir 20 metrar ķ žykkt eru ekki fjarri 1 stigs hitabreytingu. Ķ blįa svęšinu sem er yfir landinu vestanveršu mį sjį töluna -17 dam = 170 metra eša hitafall upp į 8,5 stig į 6 klst. 

Žaš er nokkuš afgerandi. Ef viš reynum aš rįša ķ žykktartölurnar sjįlfar mį meš góšum vilja sjį aš 5280 metra lķnan liggur inni ķ blįa svęšinu. Žaš er nįlęgt mešallagi įrstķmans. 

Sé mikil śrkoma samfara skilunum mį bśast viš žvķ aš eitthvaš hvķtt sjįist - hvort og hvar snjó festir lįtum viš Vešurstofuna eša ašra til žess bęra ašila rįša ķ - hungurdiskar gera ekki spįr. 

En 5280 metra žykkt er ekki mikill kuldi - svo kemur nęsta lęgš meš hlżrra lofti - viš sjįum hlżtt ašsópsvęši hennar ķ gula blettinum sušur ķ hafi. Hlżindin halda žvķ įfram - en.

Og žaš er dįlķtiš mikilvęgt en - žvķ viš žurfum aftur aš fara aš huga aš hįlkunni og megum ekki lįta hana koma okkur ķ opna skjöldu. 


Sérlega hlżtt įr į Ķslandi (eša bara hlżtt)?

Nś er įriš ekki bśiš - og įrsmešalhitinn žar meš ekki žekktur. Spįr um žęr tępu 6 vikur sem eftir lifa af žvķ eru ekki sérlega įreišanlegar - en samt viršast žrįlįtir kuldar varla ķ augsżn - (gętu aušvitaš dottiš yfir fyrirvaralaust). 

En nś skulum viš fara aš giska. Til žess notum viš dįlķtiš ašferš sem veršur aš fylgja śr hlaši meš einkennilegri ašvörun: Ekki er hér fylgt reglum um jafnvęgi mįnaša. Jęja - hungurdiskar hafa fjallaš um žaš innvķgšramįl įšur - lįtum žaš bara ekki trufla leikinn.

En viš reiknum śt mešalhita įrsins til og meš 21. nóvember įrin frį 1949 til 2013 og berum hann saman viš endanlegan įrsmešalhita sömu įra.

Mešalhiti įrsins til žessa dags er nś 6,67 stig ķ Reykjavķk og hefur ašeins einu sinni veriš hęrri į višmišunartķmabilinu - žaš var 2003 žegar hann var 6,80 stig - ekki munar nś miklu. 

Myndin sżnir dreifirit žar sem įrsmešalhitinn (til 21. nóvember) er lagšur į móti lękkun hita viškomandi įrs fram til įramóta (sį hiti er rétt reiknašur).

w-blogg221114a

Viš sjįum aš hiti hefur alltaf lękkaš į tķmabilinu frį 22. nóvember til įramóta - en mismikiš. Lįrétti įsinn sżnir hitalękkunina, hśn var mest 1973, en minnst 2002 - žetta eru kaldasti og hlżjasti desembermįnušir tķmabilsins. Viš sjįum - meš góšum vilja - aš lękkunin sżnist ķviš meiri ķ hlżjustu įrunum heldur en žeim köldustu - sś tilhneiging er žó varla marktęk.

Įriš 2014 į engan punkt į myndinni - (lękkun til įramóta er óžekkt) - en staša žess er merkt sérstaklega meš raušri strikalķnu. 

Nś getum viš bśiš til nokkrar įgiskašar tölur fyrir įriš: Mešallękkun į öllu tķmabilinu er -0,58 stig. Mešallękkun gefur žvķ įrsmešalhitann 6,09 stig - sjónarmun hlżrra en hlżjasta įr sem viš žekkjum til žessa (2003) ef hitinn lękkar hins vegar jafnmikiš og hann gerši įriš 2003 (-0,74) yrši lokatalan 5,93 stig. Ef lękkunin yrši sś sama og 1973 (-1,07) fęri hitinn nišur ķ 5,60 stig - en ef hśn yrši jafnlķtil og 2002 (-0,08) yrši mešalhitinn 6,59 stig. Slķk tala myndi sęta verulegum tķšindum - harla ólķklegt. 

Į Akureyri stendur įriš ķ įr enn betur. Žar er mešalhitinn til žessa 6,03 stig, mešallękkun į Akureyri er -0,63 og myndi keyra hitann nišur ķ 5,40 stig. Žaš dugir ekki alveg til aš skįka śt įrinu 1933 en meš sķn 5,56 stig viršist žaš vera nįnast utan seilingar. Ef hins vegar viš fįum hlżjan desember og lękkunin yrši sś sama og 2002 (-0,19) endaši įriš 2014 į Akureyri ķ 5,84 stigum. Jį, - varla veršur žaš nś svo. 

Samskonar mynd fyrir Akureyri er ķ višhenginu.


Skrįr tengdar žessari bloggfęrslu:

Kuldapollur - eša kuldapollurinn eša ?

Ķ fréttum af kuldum vestanhafs hefur hugtakiš „polar vortex“, langoftast meš įkvešnum greini vašiš uppi. Žeir sem eitthvaš hafa fylgst meš umręšum į bakviš fréttirnar hafa sjįlfsagt oršiš varir viš įkvešinn pirring sérfręšinga vegna notkunar į hugtakinu. Sį pirringur er ekki alveg įstęšulaus - mörgum finnst fréttamenn séu aš stela oršunum til aš nota yfir annaš heldur en hefšbundiš er. 

Ónįkvęmni og įgreining mętti reyndar losna viš aš mestu ef įkvešna greininum vęri sleppt og óįkvešinn notašur ķ stašinn ķ daglegum fréttaflutningi. Hér į landiš eigum viš ķ ašeins öšrum vandręšum - rétt ķslenskt orš um „the polar vortex“ (meš įkvešnum greini) hefur ekki enn fundist - viš eigum hins vegar įgętt orš um „a polar vortex“. Žetta er nś eitthvaš dularfullt? En lķtum ašeins į mįliš.

Um margra įratuga skeiš hafa hįloftalęgširnar stóru sem nį yfir stóra hluta noršurhvels veriš kallašar „the polar vortex“. Žaš gerir žżšingu į ķslensku erfišari aš žęr eru eiginlega tvęr. Önnur situr ķ heišhvolfinu - en hin viš vešrahvörfin og efri hluta vešrahvolfs. Ešli lęgšanna er svosem svipaš. Sś ķ heišhvolfinu er sjįanleg og skżr flesta daga vetrarhelming įrsins - en hverfur algjörlega į sumrin. Stundum hleypur óžekkt ķ hana um mišjan vetur og hśn skiptist ķ tvennt. Viš viljum geta talaš um heišhvolfslęgšina įn žess aš vera sķfellt aš rugla henni saman viš žaš sem nešar er. 

Dęmi um heišhvolfslęgšina ķ góšum gķr sést į kortinu hér aš nešan - frį žvķ ķ janśar į žessu įri (2014).

w-blogg211114a

Žį vitum viš žaš. 

Vešrahvarfalęgšin er mešaltalsfyrirbrigši - lega hennar og lögun skiptir höfušmįli fyrir vešurfar frį įri til įrs - en vešur frį degi til dags vķkur mikiš frį mešaltalinu. Lķtum į mešalhęš 500 hPa-flatarins og žykktarinnar ķ janśar 1981 til 2010.

w-blogg211114b

Sé flett upp ķ skilgreiningu į „the polar vortex“ ķ orša- og hugtakasafni bandarķska vešurfręšifélagsins fįum viš lżsingu į žessu korti [tengillinn į aš vķsa į stašinn]. 

Lęgšarmišjurnar eru tvęr ķ janśar į mešalkortunum - önnur yfir kanadķsku heimskautaeyjunum, en hin yfir Austur-Sķberķu. Takiš eftir žvķ aš mešalhęš flatarins ķ mišri lęgšinni er um 5000 metrar. Įraskipti eru į styrk og stašsetningu - rétt eins og į öšrum mešalfyrirbrigšum t.d. svonefndri Ķslandslęgš.[Ķslandslęgšin sést reyndar vel į žessu korti - og įstęšan fyrir žvķ aš hśn er žar sem hśn er - um žaš höfum viš fjallaš nokkrum sinnum įšur į hungurdiskum]. 

En žetta er bara mešaltal - frį degi til dags eru fjölmargar lęgšarmišjur į ferš į noršurslóšum. Viš eigum einfalt orš yfir žęr: Kuldapollar - nś heimskautakuldapollar vilji menn žaš frekar. Žaš gętu amerķkumenn alveg nefnt „a polar vortex“ - meš óįkvešnum greini - og nafnavandamįliš žar meš śr sögunni.

Bandarķkjamenn fį stundum kuldapolla yfir sig śr noršri - alveg óspillta af upphitun sjįvar - til žess žarf žó įkvešin hringrįsarskilyrši - sem viš skulum bķša meš aš velta vöngum yfir.

En lķtum į spįkort sem gildir sķšdegis į laugardag 23. nóvember.

w-blogg211114b2

Rauši strikalķnuhringurinn er sį sami og į mešalkortinu hér aš ofan. Viš skulum taka eftir žvķ aš lęgsta hęš 500 hPa-flatarins er hér talsvert minni en į mešalkortinu. Į mešalkortinu var enginn fjólublįr litur - en blįa svęšiš er žar talsvert stęrra heldur en nś - enda gildir žaš kort ķ janśar - en enn er bara nóvember. 

Nęsta kort er alveg eins - nema aš bśiš er aš setja hringi utan um helstu kuldapollana.

w-blogg211114c

Hér er enginn kuldapollur yfir Bandarķkjunum - sį sem er milli Labrador og Gręnlands er aš hlżna. Sį sem rétt noršan viš Hudsonflóa er öflugri - en er ekki į leišinni neitt - ķ bili. Viš sitjum ķ sunnanhlżvišri.

Nś er mjög žęgilegt fyrir okkur - į ķslensku aš tala um Hudsonflóakuldapollinn - og sjįlfsagt fyrir amerķska aš tala um „a polar vortex“ viš Hudsonflóa - „the polar vortex“ nęr nefnilega yfir allt svęšiš - lauslega innan žykksraušstrikaša hringsins - og kuldapollurinn yfir Sķberķu er mun öflugri heldur en sį viš Hudsonflóa. 

En męšist ekki mjög yfir žessu. Kuldapollar verša viš lķši į bloggi hungurdiska svo lengi sem žaš lifir. 


Stefnir ķ hlżjan nóvember?

Žaš er viš hęfi aš setja žungt spurningamerki ķ fyrirsögnina - žvķ ķ dag er bara sį 18. (žrišjudagur). Margs konar vešur er framundan allt til mįnašamóta. Lengstu spįr eru žó farnar aš teygja sig nįnast alla leiš - og sżna alla vega ekki mikla kulda. En žeir gętu samt laumast aš okkur.

En sem stendur er mešalhiti mįnašarins žaš sem af er um 5 stig ķ Reykjavķk (sjį lķtiš x į lķnuritinu aš nešan). Nóvember er ekki oft hlżrri en žaš. Žaš er ólķklegt aš žau fimm stig haldist śt mįnušinn en góš von er um 3 til 4 stig. Mešalhiti nóvember sķšustu tķu įrin er um 2,2 stig.

Fyrir rśmum mįnuši var žess getiš hér į hungurdiskum aš október vęri sį mįnušur įrsins sem minnst vissi af almennri hlżnun sķšustu įratuga. Nóvember fylgist betur meš. 

w-blogg181114

Kuldaskeiš sķšari hluta 20. aldar var sérlega eindregiš ķ nóvember - žaš var jafnvel kaldara heldur en sķšustu įratugir 19. aldarinnar. Mjög hlżtt var ķ nóvember į įrunum 1950 til 1960 og hefur 10-įra mešalhitinn ekki nįš sömu hęšum sķšar. Hęst varš 10-įra mešalatal įranna 1952 til 1961. Ritstjórinn man vel žegar tölurnar fyrir nóvember 1963 birtust ķ fréttum - reyndist hann vers sį kaldasti ķ meir en 30 įr. Žetta var žegar Surtseyjargosiš hófst og Kennedy myrtur. 

Sķšan voru kaldir nóvembermįnušir regla frekar en undantekning ķ meir en 20 įr. Eldri vešurnörd muna žó hlżindin ķ nóvember 1968. Kaldastur varš nóvember 1996 - lķka óvenjulegur aš žvķ leyti aš kuldanum žeim fylgdi góšvišri lengst af - aš slepptu slęmu sjįvarflóšavešri um mišjan mįnuš.


Nęsta sķša »

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Mars 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nżjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 971
  • Frį upphafi: 2341345

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband