Stefnir í hlýjan nóvember?

Það er við hæfi að setja þungt spurningamerki í fyrirsögnina - því í dag er bara sá 18. (þriðjudagur). Margs konar veður er framundan allt til mánaðamóta. Lengstu spár eru þó farnar að teygja sig nánast alla leið - og sýna alla vega ekki mikla kulda. En þeir gætu samt laumast að okkur.

En sem stendur er meðalhiti mánaðarins það sem af er um 5 stig í Reykjavík (sjá lítið x á línuritinu að neðan). Nóvember er ekki oft hlýrri en það. Það er ólíklegt að þau fimm stig haldist út mánuðinn en góð von er um 3 til 4 stig. Meðalhiti nóvember síðustu tíu árin er um 2,2 stig.

Fyrir rúmum mánuði var þess getið hér á hungurdiskum að október væri sá mánuður ársins sem minnst vissi af almennri hlýnun síðustu áratuga. Nóvember fylgist betur með. 

w-blogg181114

Kuldaskeið síðari hluta 20. aldar var sérlega eindregið í nóvember - það var jafnvel kaldara heldur en síðustu áratugir 19. aldarinnar. Mjög hlýtt var í nóvember á árunum 1950 til 1960 og hefur 10-ára meðalhitinn ekki náð sömu hæðum síðar. Hæst varð 10-ára meðalatal áranna 1952 til 1961. Ritstjórinn man vel þegar tölurnar fyrir nóvember 1963 birtust í fréttum - reyndist hann vers sá kaldasti í meir en 30 ár. Þetta var þegar Surtseyjargosið hófst og Kennedy myrtur. 

Síðan voru kaldir nóvembermánuðir regla frekar en undantekning í meir en 20 ár. Eldri veðurnörd muna þó hlýindin í nóvember 1968. Kaldastur varð nóvember 1996 - líka óvenjulegur að því leyti að kuldanum þeim fylgdi góðviðri lengst af - að slepptu slæmu sjávarflóðaveðri um miðjan mánuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.4.): 211
 • Sl. sólarhring: 249
 • Sl. viku: 1990
 • Frá upphafi: 2347724

Annað

 • Innlit í dag: 184
 • Innlit sl. viku: 1716
 • Gestir í dag: 179
 • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband