Næsta lægð (ýtir undir óbreytt ástand)

Einhvern veginn hefði maður haldið að næsta lægð stefndi beint í átt til landsins ofan í útsynninginn í dag (þriðjudag 25. nóvember). - Reyndar var þetta heldur aumur útsynningur - en sýndi þó mjög fallega klakka og stöku él - og að sögn fáeinar þrumur líka. 

Við rétt lítum á spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir N-Atlantshaf kl. 18 á morgun (miðvikudag 26. nóvember).

w-blogg261114a

Landið er í mjög hægum suðlægum vindi. Þarna má sjá lægðina sem minnst var á í upphafi Hún gerir sig líklega - finnst manni - til að fara til austurs ekki langt fyrir sunnan land - nema hvað - hún á að taka strikið beint suðaustur til Spánar. 

Um leið og það gerist beinir hún hingað hlýju lofti úr suðaustri - sem er svosem ekki amalegt. Þar með aukast enn líkur á að núlíðandi nóvember verði sá hlýjasti um langt skeið - ekki methlýr kannski en ekki langt þar fyrir neðan. 

Í augnablikinu er meðalhiti 5,7 stig í Reykjavík, var 6,0 sömu daga 1956 - sá mánuður hrapaði niður í 5,0 á síðasta sprettinum. En fyrsta sætið er varla innan seilingar - sömu dagar í nóvember 1945 eiga meðalhitann 7,1 stig - en hann endaði stigi neðar. 

Hitauppgjör alls ársins fer nú að verða spennandi svo um munar - við eigum nefnilega töluverða möguleika á hlýjasta ári frá upphafi mælinga. En - desember er eftir - við munum vel vonbrigðin 2011 þegar fyrsti kaldi vetrarmánuðurinn í 9 ár reið yfir - fyrirvaralaust. Héldu þá sumir að hlýskeiðinu væri lokið - en síðan eru liðin 3 ár og við erum enn ekki búin að yfirgefa það - nema síður sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt hvað hægt er að telja fólki trú um með gáleysislegri umfjöllun um veðrið.

Fullyrðingu Trausta um að lægð muni beina áfram hlýju lofti yfir landið - án þess að koma sjálf þar nærri - er auðvitað tekin upp á mbl.is og gert að stórfrétt.

Reyndin er hins vegar allt önnur. Það koma a.m.k. tvær knappar lægðir yfir landið með tilheyrandi roki og rigningu (á föstudag og sunnudag) og í kjölfarið köld suðvestanátt með éljum og hálku eins og var t.d. í gær og í morgun. 

Við verðum þannig í tiltölulega umhleypingarsömu veðri í vikunni - og fram á þá næstu - og meira köldu en hlýju.

Sjá http://www.vedur.is/ og yr.no

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 26.11.2014 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.11.): 162
  • Sl. sólarhring: 421
  • Sl. viku: 1651
  • Frá upphafi: 2409082

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1479
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband