Snyrtileg vindröst

Viđ látum yfirlýsingar um styrk og stađ illviđris eiga sig - og ţó. Sunnudagslćgđin er kannski ekkert sérlega stór um sig eđa afbrigđilega djúp - en afskaplega kröpp er hún og fer hratt yfir. En látum Veđurstofuna alveg um ţađ.

Lćgđin gefur hins vegar tilefni til ađ sýna mynd af mjög snyrtilegri vindröst sem alltaf fylgir veđrum af ţessari gerđ. Ţađ eru rastir sem ţessar sem valda hvađ mestu tjóni í evrópskum fárviđrum og hafa fengiđ töluverđa athygli frćđimanna. Viđ eigum okkar skerf af ţessum veđrum - en ţau eru samt ekki nema hluti íslenska illviđrasafnsins.

Erlendir félagar okkar í frćđunum nota oftast orđin „sting jet“ yfir fyrirbrigđiđ. Íslenska orđiđ „stingröst“ kemur til greina - en ritstjórinn er ekki búinn ađ smjatta á ţví orđi nćgilega lengi til ađ sćttast viđ ţađ - en hans álit skiptir engu máli - ţađ verđur eitthvađ orđ ofan á um síđir. 

En lítum á mynd af röstinni sem fylgir lćgđ dagsins. Hún sýnir ţversniđ úr harmonie-líkaninu eftir línu sem liggur norđur 23. breiddarstig - rétt vestan viđ Reykjanes, norđur yfir Snćfellsnes og Vestfirđi. Sniđiđ nćr frá jörđ og upp í 250 hPa hćđ (um 10 km). 

w-blogg301114a

Viđ sjáum Snćfellsnes og Vestfirđi sem gráa hryggi sem stingast upp í myndina. Jafnmćttishitalínur eru heildregnar og merktar í Kelvistigum (munum ađ mćttishiti hćkkar (nćr) alltaf upp á viđ. Hefđbundnar vindörvar sýna vindhrađa og vindstefnu. Austanátt er norđur af Vestfjörđum en annars er áttin víđast vestlćg. 

Litir sýna vindhrađa - grćnu svćđin sýna hćgan vind (minni en 10 m/s) en ađrir litir meira. Hámarksvindur er í um 850 hPa-hćđ (hér í rúmlega 1000 metrum frá jörđ) yfir Faxaflóa. Ţar er vindur meiri en 40 m/s af vestsuđvestri. 

Vindur minnkar til allra átta frá hámarkinu - upp og niđur, suđur og norđur - en röstin er á lengdina inn og út úr blađinu. Ţetta er megineinkenni snyrtilegrar „stingrastar“ - ţverskurđur af pulsu - hámark neđarlega í veđrahvolfi - minni vindur ofan viđ - og svo annađ vindhámark miklu ofar (ofan viđ ţetta sniđ). 

En nćr svona röst til jarđar? Ţađ er nú ţađ. Međan hún streymir yfir sjó - er núningur viđ sjávaryfirborđ líklega ţađ eina sem dregur úr henni. Hćtt er viđ ţví ađ hún nái ađ mestu niđur ađ sjó - má giska á 70 prósent af styrk í rastarmiđju (28 til 30 m/s). Skelfilegt sjólag getur fylgt - sé straumlag mislćgt viđ vind. Yfir sléttu landi er núningur meiri - vindur verđur sums stađar ekki svo mikill - minni en 50 prósent af styrk í rastarmiđju - enn minni inni í skógi en samt er ekki á ţađ ađ treysta. Háar byggingar geta valdiđ usla međ ţví ađ draga vindorku niđur undir jörđ. 

Ţar sem röstin gengur yfir fjöll er fjandinn laus (afsakiđ orđbragđiđ). Fjöllin trufla flćđiđ og búa til miklar bylgjur sem geta brotnađ og dregiđ fullan styrk rastarinnar (eđa jafnvel meira) alveg niđur til jarđar.

Ţversniđiđ hér ađ ofan úreldist međ hverri nýrri spá - ţađ er ţví alls ekki nothćft sem spá um veđur kl. 21 á sunnudagskvöld. Hér er einungis veriđ ađ sýna dćmi um snyrtilega vindröst sem gjarnan fylgir kröppum lćgđum á norđurslóđum. Veđurspár eru gerđar af Veđurstofunni eđa öđrum til ţess bćrum ađilum (eins og segir á nútímalegu stofnanamáli) - en ekki á hungurdiskum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 57
 • Sl. sólarhring: 437
 • Sl. viku: 1821
 • Frá upphafi: 2349334

Annađ

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 1637
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband