Er þetta sunnudagslægðin?

Lægðin sem á að valda illviðri á sunnudag er nú rétt að fæðast. Við lítum á gervihnattarmynd sem sýnir fæðinguna. Taka verður fram að endanleg braut lægðarinnar er óráðin og því aldeilis óvíst hvort landið lendir í illviðrinu eða ekki. 

w-blogg281114a

Myndin er af vef kanadísku veðurstofunnar (Environment Canada). Landaskipan ætti að vera skýr. Kúba sést í suðurjaðri myndarinnar og hún nær norður á Davíðssund milli Labrador og Grænlands. 

Þetta er hitamynd og er hún lituð þannig að köldustu skýin (háský) eru gulbrún - miðský eru grá og hvít. Hluti af heimskautaröstinni liggur allt sunnan frá Karabískahafinu norður til Grænlands. Suðurendinn er sveigður í lægðarbeygju - en nyrst er komin hæðarbeygja á hana. Uppstreymisbönd (háský) fylgja gjarnan röstinni.

Vestan við röstina bendir ör á það sem hér er kallað riðalauf (hrá þýðing á ensku heiti fyrirbrigðisins - baroclinic leaf). Þetta er reyndar óvenju falleg fæðing á laufi - ef við rýnum betur í myndina sjáum við að því fylgir eins konar rót - byrjar í hægt breikkandi miðskýjaflóka sem að lokum myndar laufið. Hér má einnig sjá að laufið er kaldast á norðurbrúninni - þar eru skýin hæst - trúlega í háskýjahæð. 

Nú er það svo að það er ekki endilega þetta lauf sem verður að aðalskýjakerfi lægðarinnar. Við sjáum t.d. að til hliðar við stóru rótina er önnur minni - hún gæti hugsanlega tekið búið til annað lauf - stærra heldur en það sem við sjáum. Nú - sömuleiðis gætu rótarskotin orðið fleiri - verða það ábyggilega.  

Þegar laufið (þetta eða annað nýrra) vex mun það mynda stóran haus á lægðakerfið - það er ekki alveg víst að sá haus verði að aðalillviðrinu - við vitum það ekki enn - og þess vegna eins gott að vera ekki að flækja málið frekar. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a
  • w-blogg071124a
  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 227
  • Sl. sólarhring: 324
  • Sl. viku: 1661
  • Frá upphafi: 2408529

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 1493
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 205

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband