Kuldapollur - eša kuldapollurinn eša ?

Ķ fréttum af kuldum vestanhafs hefur hugtakiš „polar vortex“, langoftast meš įkvešnum greini vašiš uppi. Žeir sem eitthvaš hafa fylgst meš umręšum į bakviš fréttirnar hafa sjįlfsagt oršiš varir viš įkvešinn pirring sérfręšinga vegna notkunar į hugtakinu. Sį pirringur er ekki alveg įstęšulaus - mörgum finnst fréttamenn séu aš stela oršunum til aš nota yfir annaš heldur en hefšbundiš er. 

Ónįkvęmni og įgreining mętti reyndar losna viš aš mestu ef įkvešna greininum vęri sleppt og óįkvešinn notašur ķ stašinn ķ daglegum fréttaflutningi. Hér į landiš eigum viš ķ ašeins öšrum vandręšum - rétt ķslenskt orš um „the polar vortex“ (meš įkvešnum greini) hefur ekki enn fundist - viš eigum hins vegar įgętt orš um „a polar vortex“. Žetta er nś eitthvaš dularfullt? En lķtum ašeins į mįliš.

Um margra įratuga skeiš hafa hįloftalęgširnar stóru sem nį yfir stóra hluta noršurhvels veriš kallašar „the polar vortex“. Žaš gerir žżšingu į ķslensku erfišari aš žęr eru eiginlega tvęr. Önnur situr ķ heišhvolfinu - en hin viš vešrahvörfin og efri hluta vešrahvolfs. Ešli lęgšanna er svosem svipaš. Sś ķ heišhvolfinu er sjįanleg og skżr flesta daga vetrarhelming įrsins - en hverfur algjörlega į sumrin. Stundum hleypur óžekkt ķ hana um mišjan vetur og hśn skiptist ķ tvennt. Viš viljum geta talaš um heišhvolfslęgšina įn žess aš vera sķfellt aš rugla henni saman viš žaš sem nešar er. 

Dęmi um heišhvolfslęgšina ķ góšum gķr sést į kortinu hér aš nešan - frį žvķ ķ janśar į žessu įri (2014).

w-blogg211114a

Žį vitum viš žaš. 

Vešrahvarfalęgšin er mešaltalsfyrirbrigši - lega hennar og lögun skiptir höfušmįli fyrir vešurfar frį įri til įrs - en vešur frį degi til dags vķkur mikiš frį mešaltalinu. Lķtum į mešalhęš 500 hPa-flatarins og žykktarinnar ķ janśar 1981 til 2010.

w-blogg211114b

Sé flett upp ķ skilgreiningu į „the polar vortex“ ķ orša- og hugtakasafni bandarķska vešurfręšifélagsins fįum viš lżsingu į žessu korti [tengillinn į aš vķsa į stašinn]. 

Lęgšarmišjurnar eru tvęr ķ janśar į mešalkortunum - önnur yfir kanadķsku heimskautaeyjunum, en hin yfir Austur-Sķberķu. Takiš eftir žvķ aš mešalhęš flatarins ķ mišri lęgšinni er um 5000 metrar. Įraskipti eru į styrk og stašsetningu - rétt eins og į öšrum mešalfyrirbrigšum t.d. svonefndri Ķslandslęgš.[Ķslandslęgšin sést reyndar vel į žessu korti - og įstęšan fyrir žvķ aš hśn er žar sem hśn er - um žaš höfum viš fjallaš nokkrum sinnum įšur į hungurdiskum]. 

En žetta er bara mešaltal - frį degi til dags eru fjölmargar lęgšarmišjur į ferš į noršurslóšum. Viš eigum einfalt orš yfir žęr: Kuldapollar - nś heimskautakuldapollar vilji menn žaš frekar. Žaš gętu amerķkumenn alveg nefnt „a polar vortex“ - meš óįkvešnum greini - og nafnavandamįliš žar meš śr sögunni.

Bandarķkjamenn fį stundum kuldapolla yfir sig śr noršri - alveg óspillta af upphitun sjįvar - til žess žarf žó įkvešin hringrįsarskilyrši - sem viš skulum bķša meš aš velta vöngum yfir.

En lķtum į spįkort sem gildir sķšdegis į laugardag 23. nóvember.

w-blogg211114b2

Rauši strikalķnuhringurinn er sį sami og į mešalkortinu hér aš ofan. Viš skulum taka eftir žvķ aš lęgsta hęš 500 hPa-flatarins er hér talsvert minni en į mešalkortinu. Į mešalkortinu var enginn fjólublįr litur - en blįa svęšiš er žar talsvert stęrra heldur en nś - enda gildir žaš kort ķ janśar - en enn er bara nóvember. 

Nęsta kort er alveg eins - nema aš bśiš er aš setja hringi utan um helstu kuldapollana.

w-blogg211114c

Hér er enginn kuldapollur yfir Bandarķkjunum - sį sem er milli Labrador og Gręnlands er aš hlżna. Sį sem rétt noršan viš Hudsonflóa er öflugri - en er ekki į leišinni neitt - ķ bili. Viš sitjum ķ sunnanhlżvišri.

Nś er mjög žęgilegt fyrir okkur - į ķslensku aš tala um Hudsonflóakuldapollinn - og sjįlfsagt fyrir amerķska aš tala um „a polar vortex“ viš Hudsonflóa - „the polar vortex“ nęr nefnilega yfir allt svęšiš - lauslega innan žykksraušstrikaša hringsins - og kuldapollurinn yfir Sķberķu er mun öflugri heldur en sį viš Hudsonflóa. 

En męšist ekki mjög yfir žessu. Kuldapollar verša viš lķši į bloggi hungurdiska svo lengi sem žaš lifir. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

fęrist žettaš svęši til eftir įrum eša er svęšiš svo lķtiš aš žaš hefur ekki blįss til aš fęrast til. berjast žį hęšir og lęgšir um blįssiš į svęšinu. ef ég skil myndirnar rétt er nokkur óstöšugleiki į svęšinu. gęti sį óstöšugleiki haft įhrif į ķslandi įtta mig ekki į kortinu hvar ķsland er žar sem žś skrifar um aš önnur sé yfir kanadķsku heimskautaeijunum og hin yfir austur siberķu.  er ekki nokkur hętta į aš žaš verši svo lķtill óstöšugleiki į svęšinumešan jafnvęgi er ekki nįš. leitast ekki vešur til aš leita jafnvęgis žaš tekur bara tķma  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skrįš) 21.11.2014 kl. 10:44

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Jan. 2020
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

 • w-blogg220120a
 • w-180120ia
 • w-blogg180120a
 • w-blogg-150120a
 • w-blogg140120b

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (23.1.): 274
 • Sl. sólarhring: 530
 • Sl. viku: 3126
 • Frį upphafi: 1881100

Annaš

 • Innlit ķ dag: 246
 • Innlit sl. viku: 2809
 • Gestir ķ dag: 242
 • IP-tölur ķ dag: 237

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband