2.11.2022 | 21:55
Hitt og þetta (október, ársúrkoma og fellibylur)
Nokkuð hlýrra hefur verið í október á þessari öld en næstu áratugina á undan. Á landsvísu var hiti í þeim nýliðna nærri meðallagi 90 ára (1931-2020), en aftur á móti neðan meðallags á þessari öld (það sem af er).
Taflan sýnir að hitavik voru nokkuð misjöfn í landshlutunum. Kaldast, að tiltölu, var á Austurlandi að Glettingi, þar var mánuðurinn sá fjórðikaldasti á öldinni. Aftur á móti var hlýrra á Austfjörðum, Suðausturlandi og við Breiðafjörð - þar er hitinn í 10. hlýjasta sæti aldarinnar (af 22).
Úrkoma var ekki fjarri meðallagi í Reykjavík en mun meiri úrkoma var nyrðra. Við höfum áður gefið heildarúrkomu það sem af er ári í Reykjavík gaum - og rifjum það mál upp.
Myndin sýnir uppsafnaða úrkomu í Reykjavík eftir því sem á árið líður. Lárétti ásinn sýnir mánuði ársins (merki í miðjum mánuði), en sá lóðrétti úrkomuna. Myndin skýrist sé hún stækkuð. Árið í ár (2022) er blámerkt (og feitari lína) - sá ferill endar 2. nóvember. Úrkoma ársins 1921 hefur ofast haft yfirhöndina síðan 10. apríl, en árið í ár fór nokkrum sinnum rétt framúr í september og í byrjun október. Hins vegar var úrkoma nú sáralítil frá 13. til 30.október og 1921 hefur aftur farið vel fram úr. Nú munar um 67 mm á úrkomu 2022 (952,0 mm) og 1921 (1018,7 mm). Raunar er 1959 líka rétt komið fram úr 2022 (962,1 mm).
Það var 2. október sem úrkoman í ár fór fram úr meðaltali áranna 1991 til 2020. Árið 1925 náði þeirri tölu fyrst ára (sjá myndina að ofan). Þá hafði meðalúrkoma heils árs fallið frá áramótum til 24. september. Árið 1921 náði þessu marki aðeins fáeinum dögum síðar, 29. september, 1887 náði þessari tölu sama dag og árið í ár. Úrkomumagnið 1925 hafði farið fram úr 1921 þann 13. september og hélt forystunni til 15. október.
Það er 1921 sem er úrkomumesta ár sem við vitum um í Reykjavík - hreinsaði af sér alla keppinauta og endaði í 1291,1 mm. Það var mikið úrhelli um og fyrir miðjan nóvember sem gerði útslagið, frá 8. til 19. rigndi meir en 120 mm. Mjög mikið rigndi síðari hluta árs árið 2007, lengi vel var það ár langt frá efstu sætum (neðst meðal áranna á myndinni), en tók svo við sér seint í ágúst, og nægilega mikið til að koma því ári í annað sæti, 1125,4 mm, en samt langt á eftir 1921. Til að úrkoman í ár nái nýju meti þarf hún að mælast 340 mm í nóvember og desember. Mesta úrkoma sem samtals hefur mælst í þeim mánuðum tveimur er 331,7 mm (1993) og reyndar 372 mm í nóvember og desember 1843. Þessa gömlu tölu getum við þó varla tekið formlega með í keppni sem þessa, en gefum henni samt gaum. Það er því harla ólíklegt að nýtt ársúrkomumet verði sett að sinni. Þeir sem vilja rifja upp tíðarfar ársins 1921 geta flett gömlum hungurdiskapistli um árið.
En þá er spurning með næstu sæti þar á eftir. Við lítum á aðra mynd. Hún er eins og sú fyrri nema við höfum stækkað síðasta hlutann út til þess að við sjáum leið keppenda betur.
Við tökum fyrst eftir því að breiða bláa línan hefur verið meira og minna flöt frá því 13. október. Verði úrkoma í meðallagi það sem eftir er endar árið í 1130 mm - og þar með í öðru sæti, en árið 2007 er þá rétt á eftir, með 1125 mm. Það verða því að teljast sæmilegir möguleikar á 2. sætinu, en svo eru mörg ár í hrúgu skammt þar fyrir neðan. Yrði úrkoma engin til áramóta myndi ársúrkoman lenda í 26. sæti á listanum, eða 20. sæti samfelldra mælinga (sem hófust 1920). Engar líkur eru á þurrki til áramóta, en 80 mm í viðbót þarf til að komast inn á topp tíu.
Bandaríska fellibyljastofnunin í Miami ákvað að skilgreina lægð sem nú er á 38°N og 47°V sem fellibyl og nefna hann Martin. Þessi skilgreining er kannski álitamál (en við skulum trúa sérfræðingunum) því nánast um leið og kerfið náði fellibylsstyrk telst það breytast í hefðbundna förulægð. Lægðin sú dýpkar nú gríðarhratt og mikið. Í hádeginu taldi evrópureiknimiðstöðin hana um 988 hPa í miðju, en fari niður í 936 hPa fyrir hádegi á föstudag (4. nóvember). Bandaríska veðurstofan gerir enn betur og segir miðjuþrýsting þá verða 928 hPa. Þetta eru harla óvenjulegar nóvembertölur. Þýska sjóveðurstofan (Deutsche Seewarte) í Hamborg taldi illviðrislægðina sem gjarnan er kennd við Edduslysið á Grundarfirði 16. nóvember 1953 hafa verið 928 hPa í lægðarmiðju. Um það veður hefur verið fjallað áður í tveimur pistlum hungurdiska (hér og hér). Sú lægð kom mjög langt sunnan úr höfum - og hefði e.t.v. lent í einhverjum hitabeltisflokki nú á dögum (þegar reglur um slíkt virðast hafa verið rýmkaðar - og upplýsingar eru ítarlegri).
Lægsti þrýstingur sem mælst hefur hér á landi í nóvember er 940,7 hPa, sem mældust í Vestmannaeyjum þann 18. árið 1883 (sjá pistil hungurdiska þar um). Þá var reyndar aðeins lesið af loftvoginni þrisvar á dag og ekki ólíklegt að þrýstingur hafi orðið lægri en þetta.
Fellibylurinn Martin á síðan að grynnast mjög hratt, hefur áhrif hér á landi með allhvassri austanátt sunnantil á landinu á laugardag. Að svo stöddu er ekki spáð mikilli úrkomu - en auðvitað þarf að fylgjast með skaðræðislægðum af þessu tagi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 20
- Sl. sólarhring: 730
- Sl. viku: 2342
- Frá upphafi: 2413776
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 2161
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.