Sumarmisserið 2022

Um leið og ritstjóri hungurdiska þakkar lesendum fyrir liðið sumar og óskar þeim farsæls vetrarmisseris lítum við lauslega á hitafar sumarmisseris íslenska tímatalsins - eins og við höfum oft gert áður.

Sumarmisserið stendur frá og með sumardeginum fyrsta fram að fyrsta vetrardegi. 

w-blogg221021a

Myndin sýnir sumarhita í Stykkishólmi frá 1846 til 2022 (eitt sumar, 1919, vantar í röðina). Það sumarmisseri sem nú er að líða var hlýtt (já), sé litið til langs tíma, en er hiti þess var nærri meðallagi á þessari öld í Stykkishólmi. Ekkert sumar á árunum 1961 til 1995 var hlýrra en þetta - og aðeins þrjú mega heita jafnhlý (1961, 1976 og 1980). Reiknuð leitni sýnir um 0,7 stiga hlýnun á öld - að jafnaði - en segir auðvitað ekkert um framtíðina frekar en venjulega.

Hitinn í Stykkishólmi var í sumar ekki fjarri meðallagi landsins. Ólíkt því sem var í fyrra var nú fremur lítill munur á hitavikum í einstökum landshlutum.

w-blogg221022b 

Þó fellur hiti sumarmisserisins í hlýjasta þriðjung dreifingar á öldinni á einu spásvæði, Suðausturlandi, þar sem hiti þess raðast í 6. sæti - eins og sjá má í töflunni. Röðin nær til þessarar aldar (22 sumarmisseri), en vikin reiknast miðað við síðustu tíu ár. Vonandi er rétt reiknað.

Að tiltölu var kaldast á Norðurlandi eystra. Þar raðast hitinn í 13. sæti aldarinnar, en við sjáum að engin hitavik eru stór. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 424
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband