3.2.2020 | 03:25
Enn á hann að sækja að
Eftir að hafa verið á hillunni í nokkra daga með rólegu veðri er líklegt að aftur dragi til tíðinda. Fyrst með sunnanátt og hlýindum, en síðan miklum rosum. Ekki ljóst á þessu stigi hversu grófgerðir þeir verða - en alla vega eru skemmtideildir reiknimiðstöðvanna í essinu sínu - rétt einu sinni.
Það ærir óstöðugan að elta uppi slíkar öfgaspár nema endrum og sinnum - enda eiga þær fæstar stoð í raunveruleikanum - alla vega eru smáatriði jafnan út og suður í þoku framtíðar. Það er ekki fyrr en komið er inn í tveggja- til þriggjadagarammann að raunveruleikinn fer að koma í ljós.
En framtíðarspárnar eru að nefna nýja stórsókn kanadakuldans (Stóra-Bola) út yfir Atlantshaf - hún hefst raunar á því að hlýju lofti að sunnan er sparkað norður til okkar og áfram norður í höf - á undan aðalsókn kalda loftsins úr vestri. Margar spár skemmtideildanna gera ráð fyrir alls konar metum í þessari nýju sókn - hvort þau verða vitum við ekki - og því síður hvort þau koma okkur svo nokkuð við þótt þau eigi sér stað einhvers staðar á svæðinu.
En við skulum samt nota tækifærið og rifja upp hver febrúarmet þrýstings og stöðu háloftaflata eru hér við land - þá sjáum við betur hvort einhverjar nýjungar eru að eiga sér stað eða ekki - þegar nær dregur stefnumótum.
Fyrst eru það lágþrýstimet febrúarmánaðar á landinu. Það er sárasjaldan að þrýstingur á veðurstöðvum fari niður fyrir 940 hPa í febrúar. Lægst er þó nærri 200 ára gamalt met sem sett var í Reykjavík 4.febrúar 1824, Jón Þorsteinsson mældi þá 923,8 hPa. Þetta var lengi lægsti þrýstingur sem vitað var um við allt norðanvert Atlantshaf - gott ef ekki um allt norðurhvel utan hitabeltisins. Næstlægsti þrýstingur sem við vitum um í febrúar hér á landi mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum þann 5. árið 1989 - 931,9 hPa. Þess má geta að janúarmánuður nú og janúar 1989 eru mjög skyldir. Þriðjalægsta febrúartalan er líka úr Vestmanneyjum, 932,3 hPa sem mældist þar þann 24. árið 1903. Í þeim mánuði gengu fleiri óvenjudjúpar lægðir nærri landinu. Þó skaðar hafi ekki orðið tiltakanlega miklir miðað við það sem stundum var er ljóst að þetta var vandræðaveðurlag - og hefði líka þótt það nú.
Fjórðilægsti febrúarþrýstingurinn mældist í Stykkishólmi í halaveðrinu svonefnda, 8.febrúar 1925 - um það fjölluðu hungurdiskar nýlega. Þrýstingur hefur tvisvar að auki farið niður fyrir 940 hPa í febrúar hér á landi, þann 19. 1922 (Grindavík) og þann 8. 1982 (Keflavíkurflugvöllur). Síðastnefnda dagsetningin er minnisstæð ritstjóra hungurdiska - hann hafði aldrei fyrr upplifað jafndjúpa lægð á eigin skinni á sinni nördatíð (en fleiri fylgdu á eftir).
Þá kemur að háloftametunum - úr mælingum gerðum yfir Keflavíkurflugvelli. Spár eru nú í raun og veru að gera því skóna að þeim kunni að vera ógnað.
Metin í 400 hPa og neðar eru öll úr áðurnefndu veðri 1982 - kannski hafa fletirnir orðið enn lægri í veðrunum 1922, 1903 og í halaveðrinu. Bandaríska endurgreiningin nefnir 4730 m í 500 hPa í halaveðrinu og 4760 þann 7.febrúar 1894 - þá fór þrýstingur lægst í 944,9 hPa á athugunartíma hér á landi, en gæti hafa farið neðar að næturlagi - þegar engar athuganir voru gerðar - þá varð frægt sjóflóð í Norðfirði.
Miðfletirnir, 400 og 300 hPa, eiga sín met þann 3.febrúar 1962. Sá mánuður hefur komið við sögu á hungurdiskum áður - var mjög illviðrasamur lengst af - en endaði með einhverjum hæsta þrýstingi sem við vitum um hér á landi - gekk öfganna á milli. Þá urðu líka skelfileg illviðri í Vestur-Evrópu - en slíku er líka verið að hóta nú - rætist vonandi ekki. Metin í efstu flötunum sem hér eru nefndir, 100 og 30 hPa eru ekki mjög gömul, frá 2011. Þá gekk talsvert á hér á landi - eins og hungurdiskar fjölluðu um - geta menn t.d. rifjað upp pistil frá 5.febrúar það ár. [Endalaust lesefni á hungurdiskum - og margt nýtist vel sem svefnvaki (er það nú orð líka?)].
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 162
- Sl. sólarhring: 388
- Sl. viku: 2556
- Frá upphafi: 2411182
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 129
- IP-tölur í dag: 128
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.