Stundarhlýindi á Suðurskautsskaganum

Að sögn argentínsku veðurstofunnar (og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar) fór hiti í dag í 18,3 stig í dag á Esperanza - stöð sem argentínumenn reka á Suðurskautsskaganum. Þetta er hugsanlega nýtt met fyrir Suðurskautslandið (en en hærri hiti hefur þó mælst á úteyjum). 

w-blogg060220a

Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar og sýnir hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur) og þykktina (litir). Eins og sjá má var þykktin mjög mikil yfir norðurhluta skagans og vindur að auki mikill í lofti - og hásumar - allt æskilegt til að slá met. Þessi hryggur virðist ekki eiga langa æfi - frekar en langflestir bræður hans þarna syðra - fýkur hjá á 2 til 3 dögum. Vind lægir að auki og þar með eiga hlýindi litla möguleika á að ná til jarðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.8.): 215
 • Sl. sólarhring: 327
 • Sl. viku: 2980
 • Frá upphafi: 1953923

Annað

 • Innlit í dag: 190
 • Innlit sl. viku: 2621
 • Gestir í dag: 176
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband