Bloggfęrslur mįnašarins, október 2019

Sumri hallar

Žvķ er nś reyndar fariš aš halla fyrir nokkru og ekki nema tvęr vikur rśmar til fyrsta vetrardags. Haustiš hefur žó varla lįtiš sjį sig um meginhluta landsins nema žannig aš dagarnir styttast óšfluga. Framrįs žess į noršurhveli er žó meš ešlilegum hętti, žaš kólnar jafnt og žétt į noršurslóšum, rétt eins og venjulega.

Viš lķtum sem snöggvast į noršurhvelskort.

w-blogg091019a

Kortiš gildir sķšdegis į föstudag, 11.október. Jafnhęšarlķnur 500 hPa-flatarins eru heildregnar og mį af legu žeirra rįša vindstefnu og styrk. Litir sżna žykktina, en hśn męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs, žvķ minni sem hśn er žvķ kaldara er loftiš. Mörkin į milli gulbrśnu og gręnu litanna eru viš 5460 metra, gulu litirnir sżna sumarhita. Aš undanförnu hefur landiš veriš żmist ķ gula litnum eša žeim ljósasta (hlżjasta) gręna. Hér sjįum viš hins vegar aš žaš er dekksti gręni liturinn sem liggur yfir landinu og ekki er langt ķ blįu litina. Žaš er žó žannig aš žeir eiga samt ekki aš plaga okkur svo mjög į nęstunni (séu spįr réttar). 

Alvörukuldapollur er viš noršurskautiš - nokkuš órįšiš hvert hann fer eša hvort hann bara liggur įfram ķ bęli sķnu. Žaš sem hefur verndaš okkur er hęšarhryggur sem legiš hefur fyrir noršan land. Hans gętir enn į žessu korti - merktur sem rauš strikalķna noršur um Gręnland og svo austur til Sķberķu. Nś į kuldapollur viš Baffinsland aš slķta hann ķ sundur į leiš sinni til sušausturs. Žaš skiptir mjög miklu mįli fyrir framtķšarhorfur hér hver braut žessa kuldapolls veršur. Taki hann sušlęga stefnu mun hann um sķšir beina til okkar hlżju lofti śr sušaustri - žó ekki eins hlżju og veriš hefur rķkjandi hér aš undanförnu. Gangi hann hins vegar greišlega til austurs fyrir sunnan land mun skipta til noršlęgra įtta og kólna verulega.  

Sem stendur telja reiknimišstöšvar fyrri kostinn lķklegri - kannski veršur žó einhver millilausn śr. 

Um helgina viršist sem mikil hlżindi gangi austur um meginland Evrópu, en snarpur kuldapollur er į sveimi um mišbik Bandarķkjanna. 


Hlżtt ķ vešri

Fyrsta vika októbermįnašar hefur veriš hlż um nęr allt land, en mörgum finnst žaš kannski bara oršiš sjįlfsagt mįl aš svona hlżtt sé į žessum tķma įrs. Žaš eru reyndar rķkjandi vindįttir sem mestu rįša um hitann en almenn hlżindi sķšustu įra hafa eitthvaš aš segja. Hér į hungurdiskum hefur įšur veriš fjallaš um mešalhita sem fylgir eintökum vindįttum. Nś lķtum viš į mešalhita vindįtta ķ októbermįnuši.

Viš lįtum mešalvigurvinda į landinu segja okkur hver höfušįttanna įtta er rķkjandi į hverjum degi. Landsmešalhiti (ķ byggš) er til fyrir hvern dag aftur til 1949 og sömuleišis hin rķkjandi vindįtt. Hér eru tvö tķmabil undir, kalda skeišiš 1961 til 1990 og sķšan žau 18 įr sem nś eru lišin af žessari öld.

Fyrstur er landsmešalhitinn.

w-blogg070919a

Sślurnar hverfast um mešalhita októbermįnašar 1949 til 2018 (70 įr). Sušlęgu įttirnar allar senda okkur hita yfir mešallagi (kemur aušvitaš ekki į óvart), austanįttin er til žess aš gera hlutlaus, en ašrar įttir eru kaldari en mešallagiš, hįnoršanįttin köldust. Blįu sślurnar sżna mešalhita įttanna įtta į kalda įrabilinu, en žęr brśnu mešalhita įttanna sķšustu įtjįn įrin. Žaš vekur eftirtekt aš flestar įttir hafa hlżnaš, sušaustanįttin mest, en sušvestanįttin nęrri žvķ ekki neitt og vestanįttin hefur veriš kaldari nś en hśn var į köldu įrunum. 

Mynd sem gerš er fyrir Reykjavķk sżnir nokkurn veginn žaš sama.

w-blogg070919b

Ķ bįšum tilvikum er žaš sušaustanįttin sem hefur hlżnaš mest og vestanįttin viršist hafa kólnaš og sušvestanįttinni er sama. 

Viš höfum aš sjįlfsögšu ķ huga aš myndir sem žessar sanna nįkvęmlega ekki neitt.


Sumarsól į Austurlandi

Skortur į naušsynjum leišir stundum til óhęfuverka - eša alla vega til spuna śr rżru efni. Sólskinsstundafjöldi var męldur į Hallormsstaš į Héraši frį 1953 til 1989, en žvķ mišur lögšust žęr męlingar žį algjörlega af. Ekkert hefur frést af sólskinsstundum austanlands sķšan žį. Žaš sem gerir žetta mįl enn snśnara er aš lķtiš er um skżjahuluathuganir af svęšinu lķka į sķšari įrum. Aš vķsu er skżjahula athuguš (aš nokkru) į Egilsstašaflugvelli, en talsverš vinna er aš athuga hvers ešlis žęr athuganir eru. Žaš er t.d. svo aš hįskż (sem geta byrgt fyrir sól) koma ekki alltaf fram ķ flugvallarathugunum, enda skipta žau ekki mįli viš flugtak og lendingu. 

Hugsanlega muna einhverjir lesendur hungurdiska eftir pistlum sem hér birtust um furšugott samband mįnašarmešaltala skżjahulu og sólskinsstundafjölda bęši ķ Reykjavķk og į Akureyri. Nś skal gerš tilraun til aš nota samband sólskinsmęlinga į Hallormsstaš og skżjahulu ķ Vopnafirši til aš fylla ķ eyšur sólskinsathugana bęši fyrir 1953 og eftir 1989. Lesendur ęttu žó aš hafa ķ huga aš hér er um neyšarašgeršir aš ręša - og nįkvęmnisvķsindum kastaš fyrir róša. En viš lįtum slķkt ekkert hindra okkur žegar sulturinn sverfur aš - fóšur veršum viš aš fį til aš lifa af, bragšiš skiptir engu. 

En lķtum fyrst į mynd sem į aš sżna aš žetta er ekki algjörlega glórulaust. 

sol-eystra-juli-a

Hér mį sjį samband skżjahulu ķ Vopnafirši og sólskinsstundafjölda į Hallormsstaš ķ jślķ 1953 til 1989. Satt best aš segja kemur žęgilega į óvart hversu gott žaš er. Sjaldan munar meir en 50 stundum į milli įgiskašra og réttra gilda og oftast er munurinn talsvert minni. Nś er svona samband reiknaš fyrir alla mįnuši įrsins hvern fyrir sig (sólargangur er svo misjafn aš žess er žörf). 

Og žį getum viš bśiš til lķnurit sem sżnir sólskinsstundafjölda į Hallormsstaš ķ mįnušunum jśnķ til įgśst įrin 1925 til 2019.

w-blogg021019-sol-eystra

Höfum ķ huga aš tölur įranna 1953 til 1989 eru raunverulegar - ašrar eru įgiskašar. Žaš er 1971 sem er mesta sólarsumariš, sķšan koma 2012, 2004 og 1957 - sķšan 1947. Sólarrżrast er sumariš 1993 (eiginlega langsólarrżrast), en sķšan koma 1952, 1938, 1954, 1998 og svo 2019 og 2015. Žetta hljómar allt fremur sennilega - en nęr öruggt žó aš raunveruleg röš er vęntanlega eitthvaš önnur. Viš sjįum aš mikiš var um sólskinssumur į įttunda įratugnum (raunverulega męlt) og svo viršist sem įrin ķ kringum 1930 hafi veriš sólrķk lķka. Žar veršur žó aš hafa ķ huga aš hringl var ķ vešurlyklum framan af og hefur ritstjóri hungurdiska ekki kannaš hvaša afleišingar žaš kann aš hafa į nišurstöšurnar. 

Nś mį spyrja hvernig žetta rķmar viš tilfinningu manna eystra? Nokkuš aušvelt vęri aš blanda hita ķ mįliš til aš reikna sumarvķsitölu, en śrkoman ašeins flóknari vegna hringlanda ķ męlingum į henni. Kannski ritstjórinn haldi įfram į glępabrautinni (hann er oršinn svo bersyndugur hvort eš er)? 


Fleiri septemberfréttir

Viš lķtum nś į tvö kort. Hiš fyrra sżnir mešalhęš 500 hPa-flatarins ķ mįnušinum og vik hennar frį mešallagi, en hiš sķšara sjįvarhitavik ķ noršurhöfum ķ mįnušinum.

w-blogg021019ia

Viš munum aušvitaš enn hversu skiptur mįnušurinn var, og einhvern veginn fór žaš svo aš hiti varš rétt ofan mešallags į meginhluta landsins. Heildregnu lķnurnar į kortinu sżna mešalhęš 500 hPa-flatarins. Hśn var rétt yfir mešallagi į mjóu belti noršan śr höfum og sušur yfir landiš, en vikin eru žannig aš hįloftavindįttir lenda ķ mešallagi žegar litiš er į mįnušinn i heild. Vikamynstriš segir okkur einnig aš noršlęgar įttir hafa veriš nokkuš tķšari en aš mešallagi fyrir austan land og sušur um noršanveršan Noršursjó, en sunnanįtt aftur į móti tķšari en aš mešallagi viš Gręnland austanvert. Ekki eru žetta žó stór vik.

w-blogg021019ib

Hér mį sjį sjįvarhitavik mįnašarins ķ noršurhöfum. Grķšarlega afbrigšilegt įstand og hiti vķšast langt yfir mešallagi. Žęr fréttir bįrust t.d. ķ gęr aš september hefši veriš sį hlżjasti ķ sögunni viš noršurströnd Alaska og žar bķša menn vetrar meš óžreyju og óska žess aš hann komi sem fyrst. Ķ fljótu bragši skilur mašur slķkar óskir ekki vel - en nįnari hugsun vekur žann skilning. Sé hafķs lķtill er mun brimasamara viš ströndina heldur en venjulega og hśn er miklu fjęr jafnvęgi (óvön tķšum brimum) heldur en er žó hér į landi. Landrof ķ hauststormum er žvķ mjög ķskyggilegt ķ žeim fįu strandbyggšum sem žarna eru. Hķbżli og višurvęri allt ķ voša. 

Kortiš segir žó ekkert til um hversu langt nišur žessi hlżindi nį, né heldur hvernig lagskiptingu sjįvar er hįttaš, en selta kemur žar einnig viš sögu. Viš getum žvķ hvorki getiš okkur til um afleišingar hlżindanna fyrir ķsmyndun ķ haust né ķsbśskapinn ķ vetur. Viš getum stašfest aš žetta er óvenjulegt - en veršum aš spara okkur yfirlżsingar um framhaldiš. 

Aš vanda žökkum viš Bolla Pįlmasyni fyrir kortageršina. 


Sólskinsįriš mikla 2019?

Įriš 2019 hefur veriš óvenjusólrķkt um landiš sušvestanvert. Sólskinsstundafjöldi fyrstu nķu mįnuši įrsins er sį nęstmesti frį upphafi męlinga, 1427,9 stundir. Žęr voru ķviš fleiri sömu mįnuši įriš 1924, 1533,5 og svotil jafnmargar 1927, 1426,7. 

w-blogg011019a

Myndin sżnir samanburš. Įrin 1912 til 1914 voru heldur sólarrżr, kannski hafa męliašstęšur į Vķfilsstöšum eitthvaš haft meš žaš aš gera, en žó ljóst aš sumariš 1913 var fręgt rigningasumar og sömuleišis var margfręgt sólarleysi vor og fram eftir sumri 1914. Į sķšari tķmum (sem margir muna enn) eru mestu sólarleysisįrin aušvitaš 1983 og 1984. Viš sjįum aš įriš ķ fyrra 2018 - sem mörgum fannst sólarrżrt var bara nokkuš sólrķkt mišaš viš žaš sem verst hefur veriš.

Mikil umskipti uršu hins vegar milli įrsins ķ įr og žess ķ fyrra. Įriš ķ įr er mjög svipaš og įrin sólrķku frį 2004 til 2012, nķu sólarįr ķ röš. 

En įrinu er ekki lokiš. Žrķr mįnušir eru eftir. Lķtiš samband er į milli sólskinsstundafjölda žeirra og fyrstu nķu mįnaša įrsins. Žó stóšu sólskinsįrin 2010 og 2006 sig mjög vel. Flestar hafa sólskinsstundir sķšustu žriggja mįnaša įrsins veriš 211,0. Žaš var 1960 - mikiš austanįttahaust minnir ritstjórann (en ętti kannski aš fletta žvķ upp). Nęst kom svo 2010 meš 209,5 stundir. Slķkur įrangur nś myndi ekki duga ķ metsólskinsįr - forskot įrsins 1924 er svo mikiš aš viš žurfum nżtt haustmet lķka til aš nį žvķ. Fęstar uršu sólskinsstundir sķšustu žriggja mįnaša įrsins hlżindahaustiš mikla 1945, ašeins 44,4. Ef slķk yrši raunin nś endaši įriš ķ 1472,3 stundum og ķ 14 sólskinssįrasętinu, sem er nś bara harla gott. Mešallag sķšustu 10 įra myndi hins vegar duga ķ žrišja sęti, į eftir 1924 og 2012. 

Žegar žetta er skrifaš er ekki bśiš aš telja sólskinsstundir septembermįnašar į Akureyri, žęr voru ķ įgśstlok oršnar 905 - rétt yfir mešallagi sķšustu tķu įra. 


Vešurstofusumrinu lokiš

Nś er vešurstofusumrinu lokiš, en žaš nęr sem kunnugt er til mįnašanna jśnķ til september. Nokkuš var gęšum žess misskipt eftir landshlutum. Hér syšra er žaš ķ hópi žeirra hlżjustu og sólrķkustu en noršanlands og austan var hiti lęgri en ķ mešalsumri sķšustu tķu įra og žungbśiš lengst af. Keppni ķ sumarhlżindum er oršin töluvert haršari heldur en var į įrum įšur. Ķ Reykjavķk er sumariš žaš fimmtahlżjasta frį upphafi męlinga, aftur į móti er vitaš um fleiri en 30 sumur hlżrri į Akureyri. Į landsvķsu lendir hiti sumarsins ķ 25. til 26.sęti af 146 sem reiknuš hafa veriš. 

w-blogg300919

Myndin sżnir mešalhita sumars ķ byggšum landsins. Mešaltöl fyrir 1874 eru mjög óviss og rétt aš sleppa žeim ķ keppni. Į landsvķsu eru sumrin 1933 og 1939 enn žau hlżjustu žrįtt fyrir aš hlż sumur hafi veriš fleiri į sķšari įrum en var žegar hlżjast var fyrir 80 įrum og tķu įra mešalhiti sumars hęrri nś en var žį. 

Taflan hér aš nešan sżnir hvernig sumarhitinn rašast eftir spįsvęšum og mešal annarra sumra aldarinnar. Rétt er aš hafa ķ huga aš żmis įlitamįl eru ķ reikningunum. Til dęmis reynist ómarktękur munur į 3. og 7. Faxaflóasętinu, žaš eru ašeins sumrin 2010 og 2003 sem eru ótvķrętt hlżrri heldur en žaš nżlišna - rétt eins og er ķ Reykjavķk. Taflan er einungis sett upp til gamans.

w-300919a

Sé mišaš viš žį reglu aš žrišjungur sumra teljist hlż, og žrišjungur köld, var nżlišiš sumar hlżtt viš Faxaflóa og į Sušurlandi, en kalt į Ströndum og Noršurlandi vestra og į Austurlandi aš Glettingi. Į öšrum spįsvęšum telst žaš ķ mešallagi į öldinni. Sé mišaš viš lengri tķma, t.d. 140 įr er sumariš tališ hlżtt į öllum spįsvęšum. 

Žetta var mikiš sólskinsumar į Sušurlandi, lķklega žaš žrišjasólrķkasta sem viš žekkjum ķ Reykjavķk, svo litlu munar žó į sętum aš viš getum ekki stašfest žaš endanlega fyrr en fariš hefur veriš yfir męlingarnar frį degi til dags. Sólskinsstundir hafa veriš męldar samfellt frį 1923 og žar aš auki eigum viš heillegar eldri męlingar aftur til 1912. 

Lengi vel leit ekki vel śt meš hita ķ september, en glęsilegur endasprettur sķšasta žrišjunginn kom honum upp ķ 4. hlżindasęti į öldinni viš Faxaflóa og nįnast upp ķ mešallag sķšustu tķu įra um landiš noršan- og austanvert. Um žessi óvenjulegu hlżindi hefur įšur veriš fjallaš hér į hungurdiskum.

Hiti įrsins žaš sem af er er hįr, į landsvķsu žó ekki mešal žeirra tķu hęstu, en ķ Reykjavķk hafa fyrstu 9 mįnušir įrsins ašeins žrisvar veriš hlżrri en nś (2003, 2010 og 2014) og žrisvar jafnhlżir (1939, 1964 og 2004). Mešalhiti nś er 6,8 stig, var 7,1 ķ sömu mįnušum 2003. Viš vitum aušvitaš ekkert um hitann žaš sem lifir įrs - ekki į vķsan aš róa ķ žeim efnum. Viš munum t.d. hin grķšarlegu hlżindi sķšustu žriggja mįnaša įrsins 2016 žegar hitinn ķ Reykjavķk skaust śr 15.sęti fyrstu 9 mįnašanna upp ķ annaš sęti ķ įrslok - nś eša 1880. Ķ septemberlok var žaš įr ķ 11.hlżjasta sęti į Reykjavķkurlista sem nęr til okkar tķma - en įriš endaši ķ žvķ 82. Annaš eins hrap hefur aldrei sést (ótrślegt - en satt). 


« Fyrri sķša

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Įgśst 2020
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nżjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (3.8.): 50
 • Sl. sólarhring: 140
 • Sl. viku: 1787
 • Frį upphafi: 1950406

Annaš

 • Innlit ķ dag: 45
 • Innlit sl. viku: 1557
 • Gestir ķ dag: 44
 • IP-tölur ķ dag: 43

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband