Sólskinsáriđ mikla 2019?

Áriđ 2019 hefur veriđ óvenjusólríkt um landiđ suđvestanvert. Sólskinsstundafjöldi fyrstu níu mánuđi ársins er sá nćstmesti frá upphafi mćlinga, 1427,9 stundir. Ţćr voru íviđ fleiri sömu mánuđi áriđ 1924, 1533,5 og svotil jafnmargar 1927, 1426,7. 

w-blogg011019a

Myndin sýnir samanburđ. Árin 1912 til 1914 voru heldur sólarrýr, kannski hafa mćliađstćđur á Vífilsstöđum eitthvađ haft međ ţađ ađ gera, en ţó ljóst ađ sumariđ 1913 var frćgt rigningasumar og sömuleiđis var margfrćgt sólarleysi vor og fram eftir sumri 1914. Á síđari tímum (sem margir muna enn) eru mestu sólarleysisárin auđvitađ 1983 og 1984. Viđ sjáum ađ áriđ í fyrra 2018 - sem mörgum fannst sólarrýrt var bara nokkuđ sólríkt miđađ viđ ţađ sem verst hefur veriđ.

Mikil umskipti urđu hins vegar milli ársins í ár og ţess í fyrra. Áriđ í ár er mjög svipađ og árin sólríku frá 2004 til 2012, níu sólarár í röđ. 

En árinu er ekki lokiđ. Ţrír mánuđir eru eftir. Lítiđ samband er á milli sólskinsstundafjölda ţeirra og fyrstu níu mánađa ársins. Ţó stóđu sólskinsárin 2010 og 2006 sig mjög vel. Flestar hafa sólskinsstundir síđustu ţriggja mánađa ársins veriđ 211,0. Ţađ var 1960 - mikiđ austanáttahaust minnir ritstjórann (en ćtti kannski ađ fletta ţví upp). Nćst kom svo 2010 međ 209,5 stundir. Slíkur árangur nú myndi ekki duga í metsólskinsár - forskot ársins 1924 er svo mikiđ ađ viđ ţurfum nýtt haustmet líka til ađ ná ţví. Fćstar urđu sólskinsstundir síđustu ţriggja mánađa ársins hlýindahaustiđ mikla 1945, ađeins 44,4. Ef slík yrđi raunin nú endađi áriđ í 1472,3 stundum og í 14 sólskinssárasćtinu, sem er nú bara harla gott. Međallag síđustu 10 ára myndi hins vegar duga í ţriđja sćti, á eftir 1924 og 2012. 

Ţegar ţetta er skrifađ er ekki búiđ ađ telja sólskinsstundir septembermánađar á Akureyri, ţćr voru í ágústlok orđnar 905 - rétt yfir međallagi síđustu tíu ára. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir ţetta Trausti. Er einhversstađar hćgt ađ sjá hve margar sólskinsstundir geta orđiđ í hverjum mánuđi í Reykjavík og á Akureyri? 

Hjalti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 2.10.2019 kl. 09:51

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er smámunur á ţví sem getur orđiđ og getur mćlst. Fyrstu og síđustu geislar sólarinnar ađ morgni og kvöldi mćlast illa og ţar međ er hámarkssólskinsstundafjöldi styttri en hámarkssólargangur. Ţetta er fyrir utan áhrif fjalla sem skyggja talsvert á - meira ţó á Akureyri heldur en í Reykjavík. Fyrir allmörgum árum var á hungurdiskum fjallađ nokkuđ um ţetta í nokkrum pistlum, t.d. 20.september 2011. Ţađ er oft mikiđ skýjađ hér á landi og í hinum allrasólríkustu mánuđum skín sól varla mikiđ meir en 65 til 70 prósent af ţeim tíma sem hún gćti skiniđ. Ég skal einhvern tíma birta töflu um ţetta.

Trausti Jónsson, 2.10.2019 kl. 13:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 53
 • Sl. sólarhring: 716
 • Sl. viku: 1858
 • Frá upphafi: 1843417

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1630
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband