Fleiri septemberfréttir

Viđ lítum nú á tvö kort. Hiđ fyrra sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins í mánuđinum og vik hennar frá međallagi, en hiđ síđara sjávarhitavik í norđurhöfum í mánuđinum.

w-blogg021019ia

Viđ munum auđvitađ enn hversu skiptur mánuđurinn var, og einhvern veginn fór ţađ svo ađ hiti varđ rétt ofan međallags á meginhluta landsins. Heildregnu línurnar á kortinu sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins. Hún var rétt yfir međallagi á mjóu belti norđan úr höfum og suđur yfir landiđ, en vikin eru ţannig ađ háloftavindáttir lenda í međallagi ţegar litiđ er á mánuđinn i heild. Vikamynstriđ segir okkur einnig ađ norđlćgar áttir hafa veriđ nokkuđ tíđari en ađ međallagi fyrir austan land og suđur um norđanverđan Norđursjó, en sunnanátt aftur á móti tíđari en ađ međallagi viđ Grćnland austanvert. Ekki eru ţetta ţó stór vik.

w-blogg021019ib

Hér má sjá sjávarhitavik mánađarins í norđurhöfum. Gríđarlega afbrigđilegt ástand og hiti víđast langt yfir međallagi. Ţćr fréttir bárust t.d. í gćr ađ september hefđi veriđ sá hlýjasti í sögunni viđ norđurströnd Alaska og ţar bíđa menn vetrar međ óţreyju og óska ţess ađ hann komi sem fyrst. Í fljótu bragđi skilur mađur slíkar óskir ekki vel - en nánari hugsun vekur ţann skilning. Sé hafís lítill er mun brimasamara viđ ströndina heldur en venjulega og hún er miklu fjćr jafnvćgi (óvön tíđum brimum) heldur en er ţó hér á landi. Landrof í hauststormum er ţví mjög ískyggilegt í ţeim fáu strandbyggđum sem ţarna eru. Híbýli og viđurvćri allt í vođa. 

Kortiđ segir ţó ekkert til um hversu langt niđur ţessi hlýindi ná, né heldur hvernig lagskiptingu sjávar er háttađ, en selta kemur ţar einnig viđ sögu. Viđ getum ţví hvorki getiđ okkur til um afleiđingar hlýindanna fyrir ísmyndun í haust né ísbúskapinn í vetur. Viđ getum stađfest ađ ţetta er óvenjulegt - en verđum ađ spara okkur yfirlýsingar um framhaldiđ. 

Ađ vanda ţökkum viđ Bolla Pálmasyni fyrir kortagerđina. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ţakka fróđleikinn.

Egilsstađir, 02.10.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.10.2019 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 53
 • Sl. sólarhring: 715
 • Sl. viku: 1858
 • Frá upphafi: 1843417

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1630
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband