Hlýtt í veðri

Fyrsta vika októbermánaðar hefur verið hlý um nær allt land, en mörgum finnst það kannski bara orðið sjálfsagt mál að svona hlýtt sé á þessum tíma árs. Það eru reyndar ríkjandi vindáttir sem mestu ráða um hitann en almenn hlýindi síðustu ára hafa eitthvað að segja. Hér á hungurdiskum hefur áður verið fjallað um meðalhita sem fylgir eintökum vindáttum. Nú lítum við á meðalhita vindátta í októbermánuði.

Við látum meðalvigurvinda á landinu segja okkur hver höfuðáttanna átta er ríkjandi á hverjum degi. Landsmeðalhiti (í byggð) er til fyrir hvern dag aftur til 1949 og sömuleiðis hin ríkjandi vindátt. Hér eru tvö tímabil undir, kalda skeiðið 1961 til 1990 og síðan þau 18 ár sem nú eru liðin af þessari öld.

Fyrstur er landsmeðalhitinn.

w-blogg070919a

Súlurnar hverfast um meðalhita októbermánaðar 1949 til 2018 (70 ár). Suðlægu áttirnar allar senda okkur hita yfir meðallagi (kemur auðvitað ekki á óvart), austanáttin er til þess að gera hlutlaus, en aðrar áttir eru kaldari en meðallagið, hánorðanáttin köldust. Bláu súlurnar sýna meðalhita áttanna átta á kalda árabilinu, en þær brúnu meðalhita áttanna síðustu átján árin. Það vekur eftirtekt að flestar áttir hafa hlýnað, suðaustanáttin mest, en suðvestanáttin nærri því ekki neitt og vestanáttin hefur verið kaldari nú en hún var á köldu árunum. 

Mynd sem gerð er fyrir Reykjavík sýnir nokkurn veginn það sama.

w-blogg070919b

Í báðum tilvikum er það suðaustanáttin sem hefur hlýnað mest og vestanáttin virðist hafa kólnað og suðvestanáttinni er sama. 

Við höfum að sjálfsögðu í huga að myndir sem þessar sanna nákvæmlega ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1800
  • Frá upphafi: 2347534

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1547
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband