Hlýtt í veđri

Fyrsta vika októbermánađar hefur veriđ hlý um nćr allt land, en mörgum finnst ţađ kannski bara orđiđ sjálfsagt mál ađ svona hlýtt sé á ţessum tíma árs. Ţađ eru reyndar ríkjandi vindáttir sem mestu ráđa um hitann en almenn hlýindi síđustu ára hafa eitthvađ ađ segja. Hér á hungurdiskum hefur áđur veriđ fjallađ um međalhita sem fylgir eintökum vindáttum. Nú lítum viđ á međalhita vindátta í októbermánuđi.

Viđ látum međalvigurvinda á landinu segja okkur hver höfuđáttanna átta er ríkjandi á hverjum degi. Landsmeđalhiti (í byggđ) er til fyrir hvern dag aftur til 1949 og sömuleiđis hin ríkjandi vindátt. Hér eru tvö tímabil undir, kalda skeiđiđ 1961 til 1990 og síđan ţau 18 ár sem nú eru liđin af ţessari öld.

Fyrstur er landsmeđalhitinn.

w-blogg070919a

Súlurnar hverfast um međalhita októbermánađar 1949 til 2018 (70 ár). Suđlćgu áttirnar allar senda okkur hita yfir međallagi (kemur auđvitađ ekki á óvart), austanáttin er til ţess ađ gera hlutlaus, en ađrar áttir eru kaldari en međallagiđ, hánorđanáttin köldust. Bláu súlurnar sýna međalhita áttanna átta á kalda árabilinu, en ţćr brúnu međalhita áttanna síđustu átján árin. Ţađ vekur eftirtekt ađ flestar áttir hafa hlýnađ, suđaustanáttin mest, en suđvestanáttin nćrri ţví ekki neitt og vestanáttin hefur veriđ kaldari nú en hún var á köldu árunum. 

Mynd sem gerđ er fyrir Reykjavík sýnir nokkurn veginn ţađ sama.

w-blogg070919b

Í báđum tilvikum er ţađ suđaustanáttin sem hefur hlýnađ mest og vestanáttin virđist hafa kólnađ og suđvestanáttinni er sama. 

Viđ höfum ađ sjálfsögđu í huga ađ myndir sem ţessar sanna nákvćmlega ekki neitt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 421
 • Sl. sólarhring: 713
 • Sl. viku: 2529
 • Frá upphafi: 1953355

Annađ

 • Innlit í dag: 392
 • Innlit sl. viku: 2222
 • Gestir í dag: 387
 • IP-tölur í dag: 377

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband