Bloggfęrslur mįnašarins, nóvember 2017

Hiti alžjóšahaustsins

Į alžjóšavešurvķsu er haustiš skilgreint sem žriggja mįnaša tķmabil, frį september til nóvember. Į Vešurstofunni er haustiš hins vegar ašeins tveir mįnušir, október og nóvember. 

Viš lķtum nś į hita alžjóšahaustsins ķ Reykjavķk frį upphafi samfelldra męlinga. 

w-blogg011217a

Nżlišiš haust var hlżtt sé mišaš viš tķmabiliš allt, en ķ mešallagi sé mišaš viš sķšastlišin tķu įr. Žau hafa hins vegar veriš óvenjuhlż, žrjś haust ofan 6 stiga (auk 2002 į žessari öld). En eins og sjį mį voru haust lķka óvenjuhlż um miša sķšustu öld. Sérstaklega ķ kringum 1960 (tvö ofan 6 stiga) og svo stök haust frį 1937 til 1946 (žrjś ofan 6 stiga). Fyrir žann tķma var breytileiki mikill (ašeins žrjś ofan 6 stiga fyrir 1930).

Žaš er įberandi hversu haustin voru köld frį žvķ 1963 og fram yfir 1985 - ašeins 1968 og 1976 sem voru jafnhlż eša lķtillega hlżrri en haustiš ķ įr. Fyrir 1920 kom aldrei svo langt jafnkalt tķmabil (aš minnsta kosti ekki eftir 1870), sérlega kalt var žó žrjś haust ķ röš eftir 1916, kaldast žeirra 1917. 

Eins og venjulega kemur fram talsverš leitni, um 0,9 stig į öld. En hśn segir aš sjįlfsögšu ekkert um framtķšina. 


Kaldur nóvember - hlżtt įr

Nóvember 2017 var kaldur į landsvķsu, sį kaldasti sķšan 1996. Žį var mun kaldara en nś. Į lķnuritinu aš nešan er reynt aš rekja mešalhita nóvembermįnaša į landinu nęrri 200 įr aftur ķ tķmann. Fyrstu 50 įrin eru žó harla ónįkvęm.

w-blogg291117

Lóšrétti įsinn sżnir landsmešalhita en sį lįrétti tķmann. Sjį mį aš nóvember 2017 liggur nokkuš nešarlega ķ myndinni - sé mišaš viš hin sķšari įr. Hins vegar er hrśga af kaldari nóvembermįnušum į fyrri tķš og mešalhitinn nś svipašur og var aš jafnaši į įrunum 1963 til 1986 og svo fyrir 1920. 

Nóvember 1996 skar sig mjög śr į sķnum tķma fyrir kulda sakir - var žó til žess aš gera vešragóšur mįnušur. Hinn kaldi nóvember 1973 var hins vegar leišinlegri. Į öllu tķmabilinu telst nóvember 1824 kaldastur. Upplżsingar um hann eru žó af skornum skammti. Aftur į móti var męlt vķšar ķ nóvember 1841 og įreišanlegt er aš hann var sérlega kaldur. 

Žaš er eftirtektarvert aš upphaf hlżindaskeišs 20. aldar var ekkert sérlega eindregiš ķ nóvember og hįmark žess var sķšar į feršinni en ķ flestum öšrum mįnušum, rétt ķ kringum 1960. Hlżjastur var nóvember 1945 - og situr enn į toppnum žrįtt fyrir aš nóvember 2014 hafi gert aš honum harša atlögu. 

Svo viršist sem nóvember hafi hlżnaš um nęrri žvķ 2 stig sķšustu 200 įrin. Žaš er mikiš - en sś leitni segir ekkert ein og sér um framhaldiš og nįkvęmlega ekki neitt um žaš hvernig nóvembermįnušir nęstu įra muni standa sig. 

w-blogg29117b

Sķšari myndin sżnir mešalhita fyrstu 11 mįnuši įrsins. Žegar mįnušur lifir af įrinu 2017 er žaš ķ einu af fimm hlżjustu sętunum. Lokastašan fer aš sjįlfsögšu eftir žvķ hvernig desember stendur sig. Til žess aš nį fyrsta sętinu (5,15 stigum) žyrfti mešalhiti ķ desember aš verša 4,9 stig į landsvķsu - žaš gerist ekki. Verši desember jafnkaldur og nóvember - aš tiltölu - myndi įriš enda ķ 4,5 stigum, 0,2 stigum ofan mešallags sķšustu tķu įra. 


Kuldamet ķ heišhvolfinu

Žessa dagana er óvenjukalt ķ heišhvolfinu yfir Ķslandi. Męlingar yfir Keflavķkurflugvelli og Egilsstöšum nį upp ķ 30 hPa (um 22 km hęš) og į bįšum stöšvum męldist hitinn žar uppi lęgri en -80 stig, lęgst yfir Keflavķk um hįdegi ķ dag (28. nóvember), -82,2 stig og er hugsanlegt aš hiti fari enn nešar ķ nęstu athugunum. Žetta er lęgsti hiti sem vitaš er um ķ nóvember ķ žessari hęš. Ašgengileg gögn nį aš vķsu ekki nema aftur til 1973. Hugsanlega eru jafnlįgar tölur finnanlegar ķ eldri męlingum. 

Met var einnig sett ķ 50 hPa (ķ um 20 km hęš). Žar męldust -78,8 stig, fyrra met er -78,3 stig (svo ekki munar miklu). Met voru ekki sett nešar, metiš ķ 70 hPa (18 km) er -77,3 stig, og -75,1 stig ķ 100 hPa (ķ 15 km). Žaš er rétt ašeins hugsanlegt aš met ķ žessum hęšum falli lķka. 

Kuldinn tengist framrįs mikilla hlżinda ķ vešrahvolfi. 

w-blogg281117xa

Kortiš sżnir spį evrópureiknimišstöšvarinnar sem gildir kl. 18 sķšdegis į morgun, mišvikudaginn 29. nóvember. Jafnhęšarlķnur 30 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur sżndur meš hefšbundnum vindörvum, en hiti meš lit. Į fjólublįa svęšinu er hann nešan viš -82 stig. Eins og sjį mį eru töluveršar bylgjur į ferš - nišurstreymi kemur fram sem blįar rendur inni ķ fjólublįa svęšinu, žar er hlżrra en umhverfis, en kaldast er žar sem loft streymir upp į viš. Sjį mį -86 og -87 sem stakar tölur - langt nešan gamla metsins. En žaš er óvķst aš hįloftaathugun yfir Keflavķk hitti vel ķ bylgjur af žessu tagi. 

Kuldi sem žessi žykir glitskżjagęfur. Aš sögn eru tvęr tegundir glitskżja į sveimi ķ heišhvolfinu, breišur og bylgjur. Breišurnar sjįst ekki mjög vel - hafa žó sést hér į landi - kannski mętti finna meira ef skimaš er betur. Bylgjurnar sjįst hins vegar oft vel og geta žegar best lętur veriš mešal allraglęsilegustu skżja, litskrśšugar meš afbrigšum. 

En til žess aš glitskż sjįist į annaš borš mega lęgri skż aušvitaš ekki vera aš flękjast fyrir. Skilyrši eru best fyrir sólarupprįs og eftir sólarlag žegar sólin lżsir žessi skż upp - en ekki žau sem nešar eru. 

Į vef Vešurstofunnar mį finna pistla um glitskż - žar į mešal einn sem fjallar um įrstķšasveiflu glitskżja yfir Ķslandi - hśn tengist aušvitaš hitafari ķ heišhvolfinu.


Hęšarhryggurinn lifir

Žegar heimskautaröstin fer į annaš borš aš skjóta upp miklum kryppum (hryggjum) vilja žęr gjarnan verša višvarandi į einhvern hįtt. Brotna e.t.v. nišur ķ nokkra daga, en skjótast svo upp aftur į svipušum slóšum og įšur.

Stundum nį hryggirnir žaš langt noršur aš žeir (meš sķnum hlżja kjarna) slitna alveg frį röstinni, mynda hįloftahęšir sem reika dögum saman um noršurslóšir - žar sem venjulega eru heimkynni stóru kuldapollanna. Geislunarbśskapur er žeim žó ekki hagstęšur (öfugt viš kuldapollana) og smįm saman kólna žeir og falla saman. 

Hryggurinn sem olli noršanįttinni ķ lišinni viku fór óvenjulangt noršur - stuggaši žar viš vestari kuldapollinum mikla - žeim sem ritstjóri hungurdiska hefur kosiš aš kalla Stóra-Bola. Ekki hefur Boli enn jafnaš sig aš fullu. 

Nżr hryggur er nś aš ryšjast noršur į bóginn - lķklega ašeins austar en sį fyrri. Fari svo lendir Ķsland vestan viš mestu noršanįttina - og jafnvel um tķma ķ sunnanįtt ķ vesturjašri hryggjarins.

w-blogg271117a

Hér mį sjį noršurhvelskort evrópureiknimišstöšvarinnar sem gildir kl. 18 sķšdegis į mišvikudag. Jafnhęšarlinur eru heildregnar, en žykkt er sżnd meš lit. Žykktin męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs, žvķ meiri sem hśn er žvķ hlżrra er loftiš. 

Jś, kuldapollurinn Stóri-Boli er į sķnum staš, en ekki sérlega kaldur - óttalega laslegur mišaš viš venjulegt heilsufar - afkomandi hans sem sjį mį viš Svalbarša er öflugri. Öflugastur žó er bróšir žeirra ķ kuldanum, Sķberķu-Blesi, ekki žó ķ raun sérlega öflugur mišaš viš žaš sem oft er. Į milli žeirra er hlż hęš - ekki langt frį noršurskauti, leifar sķšasta hryggjar. 

Ķsland er hér žakiš gręnum litum, sem teljast mildir į žessum tķma įrs. Guli sumarliturinn viršist jafnvel vera aš sękja til landsins śr sušvestri. - En nś er snjór um mestallt land og vindur hęgur žannig aš kalda loftiš er ekki alveg bśiš aš yfirgefa landiš žegar hér er komiš sögu. 

Undir vikulokin veršur mjög sótt aš hęšarhryggnum śr vestri og tilraun gerš til aš berja hann nišur. Hvort einhverjar verulegar sviptingar verša ķ vešri hér ķ žeim įtökum skal ósagt lįtiš aš sinni. 

Svo gera spįr helst rįš fyrir žvķ aš hęšarhryggurinn rķsi upp ķ žrišja sinn - ętlar ekkert aš gefa sig. Hęšarhryggir sem vilja sitja nęrri Sušur-Gręnlandi eru alltaf óžęgilegir fyrir okkur - stutt er į milli gęšavešurs annars vegar - og einhvers vestan- eša noršanofsa hins vegar. Gęšavešriš algengara žó - żmist er žaš kalt eša hlżtt - skiptir kannski ekki öllu, en illvišrin mjög skęš komi žau į annaš borš. 

Svo er enn veriš aš spį nóvemberkuldameti ķ heišhvolfinu yfir landinu. Frost er žar nś ķ kringum -80 stig ķ 22 km hęš. Žetta er nęgilegur kuldi til aš halda glitskżjasżningu - žį rétt fyrir sólarupprįs og eftir sólarlag - byrgi nešri skż ekki sżn. En kuldinn einn og sér dugar žó ekki heldur žurfa vindašstęšur einnig aš vera hagstęšar - rétt samt aš fylgjast meš. 


Af óljósum annįlum

Ekki er ritstjóri hungurdiska jaršfręšingur og ekki heldur sagnfręšingur. Lesendur ęttu aš hafa žaš ķ huga renni žeir ķ gegnum žaš sem hér fer aš nešan.

Svo viršist aš samkomulag sé um aš tvö eldgos hafi oršiš ķ Öręfajökli frį landnįmi, hiš fyrra 1362 og hiš sķšara 1727 og aš žaš fyrra hafi veriš (risa-)stórt, en hiš sķšara lķtiš. Vķsindamenn hvers tķma, allt frį 18.öld og til okkar daga hafa fjallaš um gos žessi. Žaš er hins vegar athyglisvert aš ķ eldri umfjöllunum eru žessi gos ekki žau einu sem nefnd eru.

Rökin fyrir žvķ aš žau hafi ekki veriš fleiri eru śt af fyrir sig sannfęrandi og sį sem žessi orš ritar getur ekki leyft sér aš halda žvķ fram aš žeim sé į einhvern hįtt įbótavant. Flestir vita t.d. aš įrtöl ķ eldri annįlum (og jafnvel žeim yngri) eru mörg hver ekki nįkvęm - atburšur sem var ķ raun einn getur žannig ķ annįlum dreifst į mörg įr og žannig oršiš aš fleirum. Sömuleišis er atburšum į einum staš alloft ruglaš saman viš eitthvaš sem gerist annars stašar.

En žaš er samt žannig lķka aš stórir atburšir geta étiš upp ašra. Žannig er žaš t.d. ķ vešurfarssögunni - og ekki bara į fyrri öldum. Reykjavķkurfįrvišrunum tveimur, 1981 og 1991 er žannig oft illa ruglaš saman, Hefšu žessi vešur oršiš į 14. öld - meš tjóni sem var svipaš ķ hvoru vešri um sig og įmóta lżsingum annįlaritara hefšu żmsir söguhreingerningatęknar įbyggilega įkvešiš aš telja žetta vera sama vešriš, jafnvel meš góšum rökum. Svipaš į viš um tķšarfarslżsingar. Sį sem žetta ritar hefur ótölulega oft žurft aš leišrétta samslįtt frostaletursins mikla 1881 og kuldavorsins og sumarsins 1882 ķ sama įrtališ, żmist 1881 eša 1882. Eru heimildir um vešurfar žessara įra žó įgętar og engin hętta ętti aš vera į ruglingi.

Žaš er žvķ mikilvęgt aš annįlar (žó vitlausir séu taldir) séu sķfellt lesnir upp į nżtt, eftir žvķ sem bętir ķ reynslusarp nśtķmans - en séu ekki afskrifašir um aldur og ęfi sem einhver della - žó margir hljóti hins vegar aš vera žaš.

Upplżsingar um Öręfajökulsgosiš 1727 eru įreišanlegar (žó lķtillega skeiki į dagsetningum ķ heimildum). Upplżsingar um stórgosiš 1362 eru hins vegar af skornum skammti. Gjósku- og setrannsóknir auk forleifaathugana hafa bętt żmsu viš ritašar heimildir og vitneskja um rśmmįl gosefna er talin nokkuš įreišanleg. Sömuleišis hefur nokkuš veriš grafiš ķ óbeinar upplżsingar sem fram koma ķ fornbréfum. Eitthvaš af žvķ hefur sį sem žetta skrifar lesiš og aš honum žį lęšst grunur um aš ekki séu öll kurl komin til grafar varšandi atburšarįs viš jökulinn į 14., 15. og 16. öld.

annalar_1362

[Myndin er śr ritinu „Ķslanzkir annįlar“ sem Stofnun Įrna Magnśssonar gaf śt 1847.

Lķtum į annįla frį 14. öld žar sem Öręfajökuls er getiš - eša óvenjulegs vikurfalls (sem tengt hefur veriš gosi hans 1362) - smįmunasamir bešnir velviršingar į stafsetningu:

1332 Gottskįlksannįll: Sįst eldur logandi ķ austur įtt nęr um allt Ķsland er bera žótti ķ sömu įtt og jafn nęr alls stašar er menn hyggja veriš hafa ķ Knappafellsjökli.

1341 Skįlholtsannįll: Annar eldur var uppi ķ Hnapparvallarjökli, hinn žrišji ķ Heršibreiš yfir Fljótsdals héraši og voru allir jafnsnemma uppi.

1350 Flateyjarannįll: ellds upp koma i Hnappafells joki (svo) og myrkur svo mikiš at eigi sį vegu vm middegi ok al eyddis allt Litla héraš.

1362

Annįlabrot frį Skįlholti: Eldur uppi ķ 3 stöšum fyrir sunnan og hélst žaš frį fardögum til hausts meš svo miklum bżsnum aš eyddi allt Litlahéraš og mikiš af Hornafirši og Lónshverfi svo aš eyddi 5 žingmanna leišir. Hér meš hljóp Knappafellsjökull fram ķ sjó žar sem var 30 tugt djśp meš grjótfalli, aur og saur aš žar uršu sķšan sléttir sandar. Tók og af 2 kirkjusóknir meš öllu aš Hofi og Raušalęk. Sandurinn tók ķ mišjan legg į sléttu en rak saman ķ skafla svo aš varla sį hśsin. Öskufall bar noršur um land svo aš sporrękt var. Žaš fylgdi og žessu aš vikrinn sįst reka hrönnum fyrir Vestfjöršum aš varla mįttu skip ganga fyrir.

Gottskįlksannįll: Eldsuppkoma ķ 6 stöšum į Ķslandi. Ķ Austfjöršum sprakk ķ sundur Knappafellsjökull og hljóp ofan į Lómagnśpssand svo af tók vegu alla. Į sś ķ Austfjöršum er heitir Ślfarsį hljóp į staš žann er heitir Raušalęk og braut nišur allan stašinn svo aš ekki hśs stóš eftir nema kirkjan.

1366 Oddverjaannįll: Ellds upkoma ķ Litla héraši og eyddi allt hérašiš: höfšu žar įdur weriš 70 bęir: lifši eingin kvik kind eptir utan ein öldruš kona og kapall.

1367 Lögmannsannįll: Ellds upp koma ķ Litla héradi og eyddi allt héraši.

--- 

Mikils vikureks er einnig getiš ķ tengslum viš gos ķ Tölladyngjum (Bįršarbungu):

1354 Skįlholtsannįll: Eldsuppkoma ķ Trölladyngjum og eyddust margir bęir ķ Mżrdal af öskufallinu en vikrina rak allt vestur į Mżrum og sį eldinn af Snęfellsnesi.

1357 Gottskįlksannįll: Eldsuppkoma ķ Trölladyngjum. Leiddi žar af ógnar miklar og dunur stórar. Öskufall svo mikiš aš nęr alla bęi eyddi ķ Mżdalnum og vķša žar nįlęgt gerši mikinn skaša. Vikrareki svo mikill austan til aš śt frį Staš į Snęfellsnesi rak vikrina og enn utar.

1360 Flateyjarbókarannįll: Eldsuppkoma ķ Trölladyngjum og eyddust margir bęir ķ Mżdal af öskufalli, en vikrina rak allt vestur į Mżrar, en sį eldinn af Snjófellsnesi.

Nś er spurningin hvort žetta eigi allt saman aš fęrast į Öręfajökul og allt į sama įriš 1362? Flestir žessir annįlar eru ritašir löngu eftir atburšina, „Annįlsbrot frį Skįlholti“ žó talin samtķmaheimild - og neglir sjįlfsagt nišur rétt įrtal.

Sį sem žetta ritar telur jafnlķklegt aš vikurgosiš mikla ķ Öręfajökli hafi įtt nokkurn ašdraganda, kannski hafi minni jökulhlaup og órói żmis konar veriš višlošandi um allt aš 20 įra skeiš įšur en ašalatburšurinn (vikurgosiš mikla) varš 1362. Sömuleišis var žar eitthvaš um aš vera eftir gosiš. Raušalękur sem eyddist aš nokkru 1362 var enn kirkjustašur 1387 og Jón Žorkelsson segir ķ samantekt um kirkjustaši ķ Austur-Skaftafellsżslu sem birtist ķ Blöndu II:

„Ekki vita menn, hvenęr Raušalęk og Raušalękjarkirkju tók af meš öllu, en óvķst er, aš žaš hafi oršiš fyrri en į ofanveršri 15. öld. Nįlęgt 1480 sżnist muni hafa komiš mikiš jökulhlaup yfir Öręfin — žó aš žess finnist ekki beint getiš, - og žį litur svo śt, aš Eyrarhorn hafi fariš af, og er ekki ósennilegt, aš Raušalękur hafi lent i žvķ flóši. Tveim įrum seinna (1482) er Magnśs biskup Eyjólfsson aš efla Hofskirkju meš eignum Eyrarhornskirkju, sem žį hlżtur aš vera nżfarin af. Žį sżnist Sandfell ekki enn vera oršiš stašur“.

Menn hafa „įkvešiš“ aš hér hafi veriš um Skeišarįrhlaup aš ręša (sem vel getur veriš).

Jón segir svo ķ kaflanum um Svķnafell - en jöršin viršist hafa rżrnaš mjög um 1340:

„Af žessu er og aš taka žann lęrdóm, aš žį (1343) hafi kirkjan ķ Svķnafelli veriš fallin af. Hśn hefir aš vķsu ekki įtt minna en hįlft heimaland, og hefir biskup žį lagt žann helming landsins til Hofskirkju, žvķ aš biskupsforręši var į aš Svķnafelli. Verša žessi snöggu umskipti um Svķnafell aš eins skiljanleg į žann hįtt, aš bę og kirkju aš Svķnafelli hafi tekiš af ķ jökulhlaupi nokkru fyrir 1343, bęrinn sķšan veriš fęršur og byggšur upp ķ öšrum staš, en kirkjuskuldin tekin af, sökum stórskeršingar į jöršinni, og ef til vill eyšingar mikils hluta sóknarinnar. Žetta kemur og vel heim viš žaš, aš Skįlholtsannįll og Gottskįlksannįll geta einmitt um hlaup śr Knappafellsjökli bęši 1332 og 1341“.

Var žetta hlaup lķka śr Skeišarį? Er hśn allsherjarblóraböggull į svęšinu įsamt Grķmsvatnagosum? Erum viš slegin einhverri blindu?

Nęst fréttist af gosi ķ Öręfajökli 1598. Žorvaldur Thoroddsen (eldfjallasaga) segir aš Ólafur Einarsson nefni ķ bréfi gos ķ Grķmsvötnum og Öręfajökli sem valdiš hafi jökulhlaupi og öskufalli. Žetta mun vera ķ fyrsta sinn sem Grķmsvötn eru nefnd ķ heimildum. Siguršur Žórarinsson afskrifar gos ķ Öręfajökli žetta įr.

Į 19. öld voru gos ķ Öręfajökli nefnd aš minnsta kosti tvisvar, 1823 og 1861. Rangt mun hafa fariš meš stašsetninguna - en hvar nįkvęmlega žessi eldsumbrot voru er ekki alveg ljóst. Hlaup sem kom ķ Skeišarį 1861 mun vera eitt hiš stęrsta og einkennilegasta sem vitaš er um žar - en ekki er vitaš hvar gosiš var sem žvķ olli. Spurning er hvort gosiš hafi į einhverjum „afbrigšilegum“ staš ķ Vatnajökli - t.d. noršur af Öręfajökli.

Lįtum fréttir af nķtjįndualdargosunum fylgja žessum pistli:

Śr bréfum Magnśsar Stephensen til Finns Magnśssonar. Safn Fręšafélagsins iv. bindi, 1924

Višeyjarklaustri 5-3 1823 (Magnśs Stephensen): (s39)

„Žó berst sś flugufregn eftir kalli aš austan, aš Öręfajökull sé tekinn til viš aš brenna, en žvķ ei trśandi ... “

26-6 1861 (Žjóšólfur)

„24.f. mįn. fanst her syšra megn jökul- og brennisteinsfżla og stóš vindr hér af austri, en miklu megnari var žó fżlan austrum Sķšu og Mešalland, og var žar tekiš eptir žvķ, aš silfr allt tók kolsvartan lit, hversu vel sem žaš var vafiš og geymt ķ traföskjum og kistum. Sįust žį, um Mešalland og Įlptaver, reykjarmekkir upp śr Hnappafells- eša ÖręfaJökli, og žó eigi marga daga žareptir. Ženna dag hljóp Skeišarį, og hefir hśn nś eigi hlaupiš um nęstlišin 10 įr, en er žó tķšast, aš hśn lįti eigi nema 6 įr milli hlaupa og stundum eigi nema 5, ręšr žvķ aš lķkindum aš hlaup žetta hafi oršiš afarmikiš; enda sjįst og nś meiri merki žess heldr en vant er, žvķ vķša vestr meš sjó er rekinn birkivišr hrönnum saman, og er žaš sjįifsagt eptir hlaupiš og viršist hafa fariš yfir Skaptafellsskóga nešanverša. žį eru og hrannr meš sjó af hvķtum vikr, en žess hafa aldrei sezt merki fyr eptir hlaup śr Skeibarį, en aptr eru žykk lög af žeim vikr vķša ķ Öręfasveit, eptir hin fyrri stórhlanp śr Hnappafellsjökli er žar hafa svo mjög bygšum eytt og graslendi; žvķ ręšr aš lķkindum, aš hlaup hafi nś einnig komiš śr jöklinum sjįlfum, en įreibanlegar fregnir skortir um allt žetta žar sem engar feršir hafa getaš oršiš austan yfir Skeišarįrsand til žessa, og tvķsżnt, aš hann verši fęr fram eptir sumri“.

Mun ķtarlegri lżsingar eru til į žessu risavaxna jökulhlaupi og fjallar Siguršur Žórarinsson um žęr ķ bók sinni „Vötnin strķš“ - męli meš lestri hennar.

Žaš er mikilvęgt aš lįta eldgosin 1362 og 1727 ekki blinda sig gagnvart hęttum į jökulhlaupum śr Öręfajökli - žegar ķs brįšnar veršur til vatn - žaš vatn getur eftir atvikum lekiš śt undan jöklinum hęgt og sķgandi eša safnast žar saman ķ miklu magni. Mjög mikilvęgt er aš fylgjast meš öllum yfirboršshallabreytingum ķ öskjunni. Sigketill er merki um brįšnun og vatn - breytingar į honum og umhverfi hans nęstu daga og vikur geta sagt til um žaš hvort hann sé til kominn af žvķ aš vatn hafi runniš undan eša hvort sigiš sé tilkomiš vegna brįšnunar einnar - sömuleišis hvort žaš hellist śr honum. Žegar ketill hefur myndast aukast lķkur į žvķ aš vatn safnist saman ķ framhaldinu. Stöšvun leka getur lķka veriš alvarlegt merki um vatnssöfnun.  

Žó sérfręšingar telji yfirgnęfandi lķkur į žvķ aš vatn žaš sem brįšnaš hefur til žessa hafi žegar runniš fram eru žęr lķkur ekki 100 prósent. Einhverjar lķkur eru į žvķ aš undir jöklinum séu milljónir rśmmetra af vatni sem bķša framrįsar ķ „litlu“ jökulhlaupi - sem er žó nęgilega stórt til žess aš taka brżr į svipstundu - ķ skammdegismyrkri er slķk staša sérlega hęttuleg. Mjög litlar lķkur eru į žvķ aš vatnsmagniš sem bķšur séu tugir milljóna rśmmetra, en ekki samt nśll. Hlaupi slķkt magn fram er um meirihįttar hamfarir aš ręša. 

Žó įhyggjur af hugsanlegu eldgosi séu aš sjįlfsögšu ešlilegar er ekki gott aš umręšur um žaš geri lķtiš śr hinni „minni“ ógn, jökulhlaupum sem geta oršiš įn žess aš eldos verši - eša jafnvel mörgum mįnušum eša įrum įšur en žaš varšur.   


Lęgš rennur hjį

Lęgš dagsins viršist ętla aš renna tķšindalķtiš hjį - olli nokkrum strekkingi žó um landiš sunnanvert og lķtilshįttar snjókoma fylgdi į stöku staš. Munaši reyndar litlu aš hśn yrši mum meiri. Lęgš žessi var mjög öflug viš Nżfundnaland og fór mikill hluti hennar til noršurs meš Vestur-Gręnlandi og til Baffinslands. Sį lęgšarhluti sem fór inn į Gręnlandshaf įtti ekki mikla möguleika žvķ nś fer fram endurnżjun į hęšarhryggnum mikla vestan viš okkur og er žaš miklu meira kerfi en lęgšin.

Žaš sem er skemmtilegt viš žessa lęgš er žaš hvernig hśn leysist upp ķ nokkrar smęrri. 

w-blogg261117a

Kortiš gildir nśna kl.18 (sunnudag 26. nóvember) og ef vel er aš gįš mį sjį fjölmargar smįlęgšir sem myndast hafa mešfram skilasvęši lęgšarinnar. Smįatriši žessarar lęgšamyndunar kunna aš vera nokkuš flókin, en ķ ašalatrišum er hęgt aš fullyrša aš hśn er afleišing af varšveislu hverfižunga (sem ķ vešurfręšilegu samhengi nefnist iša) - žegar lęgšin kom inn į Gręnlandshaf var hśn hringlaga - žaš réttist sķšan śr žrżstisvišinu - sem vęri ķ lagi ef hśn lęgšin grynntist ekki - en žar sem hśn grynnist missir loftiš „fótanna“ - išan varšveitist hins vegar lengur og kemur fram ķ litlum hvirflum - rétt eins og žegar bifreiš ķ stórri sveigju ķ kappakstri missir festu og fer aš snśast ķ hringi um sjįlfa sig. 

En eins og įšur sagši eru smįatrišin ķ hverju tilviki fyrir sig bżsnaflókin en meginįstęšan einföld. 

Śrkomuįkefš er töluverš į blettum ķ lęgšakešjunni. Ķ fyrradag var tališ lķklegt aš eitthvaš af žessari śrkomu nęši til landsins - en svo hęttu spįr viš žį reikninga.   


Sunnanįtt į Kanarķeyjum

Sunnanįtt er óžęgileg į Kanarķeyjum (žaš er aš segja fyrir vešurspįmenn). Eyjarnar eru lengst af ķ stašvindabelti noršurhvels. Žar blęs vindur śr noršaustri. Skżjaš og sśldarsamt er įvešurs į eyjunum (noršaustanmegin) en bjart og žurrt sušvestanķmóti. Austustu eyjarnar eru nęst Afrķku og žar er lķka žurrast, en lķkur į śrkomu vaxa eftir žvķ sem vestar dregur.

Stöku sinnum bregšur śt af reglu. Einna verst veršur žegar vetrarkuldapollar fęrast til sušvesturs til eyjanna frį Spįni. Uppskrift aš śrhelli og illvišrum vķšs vegar um eyjarnar. Sömuleišis eru sandstormar frį Afrķku illręmdir - en žį er vindįttin ekki ósvipuš žvķ sem venjulegt er - vindur bara meiri.

Žarlendir vešurfręšingar minnast einnig į lęgšir og lęgšardrög sem koma śr vestri - žau eru óžęgileg aš žvķ leyti aš meš žeim kemur stundum mikil sunnanįtt - sem žį snżr viš venjulegu vešurlagi. Žį getur rignt mikiš sunnanmegin į eyjunum - einkum žeim vestari. 

Ķ dag er stašan einmitt žannig.

w-blogg241117xa

Hér er mynd sem tekin er nś sķšdegis (og dreift frį Dundee ķ Skotlandi). Landskipunarnęmir munu kenna Gķbraltarsund ķ efra hęgra horni myndarinnar. Kanarķeyjar eru teiknašar lauslega į mišja mynd. Žar fyrir vestan er myndarlegt lęgšarsvęši į hreyfingu til noršausturs, en mikill regnbakki į milli žess og eyjanna. 

Spęnska vešurstofan gerir rįš fyrir žvķ aš mikiš muni rigna į La Palma og El Hierro og rigning og sunnanįtt muni jafnvel nį til Tenerife. Į vestari eyjunum er ķ gildi glóaldingul višvörun um bęši vind og rigningu og žrumuvešur į morgun, laugardag 25. nóvember. Į Tenerife er gul vindvišvörun lįtin nęgja.

Regnžykkniš mun aš sögn hafa minni įhrif į austureyjunum. 


Um noršanhvassvišriš (eša žannig)

Nś geisar hrķš um landiš noršanvert - og vķša er hvasst, veršur jafnvel hvassara um tķma į morgun. Viš veltum okkur ašeins upp śr žvķ (ekki aušlęsilega aš vķsu).

w-blogg241117a

Hér er eitt af lóšréttum snišum harmonie-lķkansins. Žaš liggur um landiš žvert, frį austri til vesturs, eins og sjį mį į litla kortinu ķ efra hęgra horni. 

Hįlendi landsins sést sem grįr flekkur nešarlega į myndinni - žar stingur Hofsjökull sér hęst upp ķ um 820 hPa hęš, en hęsti flötur snišsins er 250 hPa, ķ um 10 km hęš. Vindörvar sżna vindhraša og vindįtt (į hefšbundinn hįtt), en vindhrašinn er aš auki sżndur ķ lit - til įhersluauka. Mjög mikill vinstrengur er hęgra megin į myndinni, yfir landinu austanveršu, en lengst til vinstri - nokkuš fyrir vestan land er vindur hęgur. Ķ Austurlandsstrengnum er vindur meiri en 32 m/s og upp ķ 36 til 38 m/s žar sem mest er. 

Žaš vekur athygli aš hęgra megin į myndinni er vindurinn mestur nešarlega, į frį 750 hPa og nišur fyrir 950 hPa. Žetta köllum viš lįgröst (žar til betra orš og fallegra finnst). Fyrir ofan hana er vindur minni - og į bletti mjög lķtill. 

Vinstra megin er vindurinn hins vegar mestur ofarlega - žar mį sjį ķ mjóa röst meš vindhraša yfir 40 m/s ķ um 9 km hęš. Sį vindur liggur alveg ofan į mun hęgari.

Heildregnu lķnurnar sżna męttishita. Męttishiti vex (nęr) alltaf uppįviš (hlżtt loft liggur ofan į žvķ kaldara). Ritstjórinn hefur sett rautt strik inn į myndina til aš sżna hvar loftiš ķ 500 hPa-fletinum er kaldast ķ snišinu. Lķnan sem merkt er 292 er hvergi hęrri į myndinni en einmitt nęrri lķnunni - en er nešar til beggja hliša. 

Žetta sést vel į sķšari myndinni.

w-blogg241117b

Hér sést vel hvernig lęna af köldu lofti liggur yfir Vesturlandi, en hlżrra loft er til beggja handa. Litirnir sżna hitann - kvaršinn skżrist sé kortiš stękkaš. Örvarnar benda bįšar śt frį kulda til hlżrra lofts.

Viš sjįum (į vindörvunum) aš vindur blęs śr noršri į öllu žvķ svęši sem örvarnar nį yfir. Viš sįum į snišinu aš 500 hPa-flöturinn er ofan viš eystri vindröst žess (žį til hęgri), en nešan viš vestari röstina (žį til vinstri). Töluveršur hitabratti er til beggja įtta viš kaldasta beltiš. Į smįbletti yfir Breišafirši er frostiš meira en -36 stig, en er aftur į móti um -28 stig žar sem hęgri örin endar śti af Noršausturlandi, svipaš eša ašeins meira hlżnar ķ hina įttina. 

Mešan hęšarsvišinu sjįlfu hallar öllu til austurs (og noršausturs allt til lęgšarmišju) hallar hitasvišinu sitt į hvaš. Halli žess sušvestur af landinu er samstefna hęšarsvišinu - žar sér hitasvišiš til žess aš vindur viš jörš er minni en ķ hįloftum, austan viš kalda įsinn er halli svišanna hins vegar gagnstęšur - žar bętir hitasvišiš ķ vind viš jörš. 

Ekki var žetta alveg einfalt - en žrekmikil vešurnörd gefa žvķ samt gaum. 


Enn meiri hęš

Undanfarna daga hefur óvenjuöflug hęš setiš yfir Noršurķshafi. Žrżstingur i hęšarmišju hefur veriš yfir 1050 hPa. Ritstjóri hungurdiska man enn öflugri hęšir į žessum slóšum, en veit hins vegar ekki hversu algengar žęr eru ķ nóvember og hversu oft sjįvarmįlsžrżstingur nęr žeirri tölu ķ žeim mįnuši. Hann hefur reyndar aldrei gert žaš hér į landi svo vitaš sé.

Žó žrżstingur sé frekar hįr hér į landi žessa dagana er ekkert óvenjulegt viš hann enn sem komiš er aš minnsta kosti.

w-blogg221117b

Hér mį sjį sjįvarmįlsžrżsting į noršurhveli eins og evrópureiknimišstöšin sį hann ķ dag į hįdegi (heildregnar lķnur). Litirnir sżna hita ķ 850 hPa-fletinum. Hlżr straumur liggur til noršurs meš öllu Vestur-Gręnlandi, en kaldur austan viš. Ķsland er į įtakasvęši - enda blęs nś strķtt śr noršaustri og noršri. 

Spįr gera rįš fyrir žvķ aš hęšin gefi sig heldur, en lęgšin viš Bretland er į leiš noršur į bóginn žannig aš įstandiš hér helst efnislega svipaš fram į föstudag eša jafnvel lengur.

Viš kortaflettingar dagsins rakst ritstjórinn į óvenjulega spį - kannski er žaš skemmtideild reiknimišstöšvarinnar sem stendur fyrir henni - en bandarķska vešurstofan er alla vega sammįla.

w-blogg221117a

Hér mį sjį stöšuna ķ 30 hPa-fletinum (ķ rśmlega 22 km hęš) į mišvikudag eftir viku (29. nóvember). Hśn gefur įgętt tilefni til aš rifja upp nóvemberkuldamet flatarins yfir Keflavķk. Žaš var sett 25. nóvember 1996 žegar frostiš męldist -80,0 stig. 

Žannig aš hér er sum sé veriš aš spį nżju meti (-83 til -84 stig). Almennt er talaš um aš lķkur į nżjum lįgmarksmetum aukist ķ heišhvolfinu meš aukinni hnattręnni hlżnun ķ vešrahvolfi. Žrįtt fyrir žaš er samt vafasamt aš tengja žennan įkvešna atburš (sem ekki hefur komiš fram vel aš merkja) viš slķkt. Žennan dag į mjög hlżtt loft aš vera į leiš hjį landinu viš vešrahvörf - kuldinn žarna uppi tengist vęntanlega žeirri lyftingu sem veršur ofan viš žann rušning.

Bregšist spįr um hlżja loftiš - bregst spįin um kuldann ķ heišhvolfinu vęntanlega lķka - en viš höfum alla vega rifjaš upp metiš - og lķmminnugir geta reynt aš muna žaš žar til nęst. 


Nóvember kaldur žaš sem af er

Žegar 20 dagar eru lišnir af nóvember er mešalhiti hans 0,8 stig ķ Reykjavķk, -0,7 nešan mešallags 1961 til 1990, en -2,7 nešan mešallags sķšustu tķu įra. Dagarnir tuttugu hafa ekki veriš kaldari žaš sem af er öldinni, en mešalhiti sömu daga 2010 var 0,9 stig. Į langa listanum eru dagarnir ķ 104. hlżindasęti af 142.

Fyrstu 20 dagar nóvembermįnašar voru hlżjastir ķ Reykjavķk 1945, mešalhiti žeirra var 8,0 stig, kaldastir voru žeir aftur į móti 1880, mešalhitinn žį var -2,9 stig. Įriš 1996 var hann -2,4 stig.

Į Akureyri er mešalhiti fyrstu 20 daga nóvembermįnašar -0,5 stig, -2,2 stigum nešan mešallags sķšustu tķu įra. Kaldara var į Akureyri bęši 2010 og 2012.

Śrkoman ķ Reykjavķk hefur męlst 88,4 mm, žaš er ķ meira lagi, var žó meiri sömu daga ķ fyrra og miklu minni en žaš sem mest er vitaš um (156,7 mm 1958).

Hiti er undir mešallagi um land allt, minnst ķ Seley, -1,0 stig sé mišaš viš sķšustu tķu įr, en mest ķ Įrnesi žar sem hann er -5,0 stigum undir mešalhita sama tķmabils.


Nęsta sķša »

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (22.5.): 189
 • Sl. sólarhring: 407
 • Sl. viku: 1879
 • Frį upphafi: 2355951

Annaš

 • Innlit ķ dag: 175
 • Innlit sl. viku: 1749
 • Gestir ķ dag: 173
 • IP-tölur ķ dag: 168

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband