Nóvember kaldur það sem af er

Þegar 20 dagar eru liðnir af nóvember er meðalhiti hans 0,8 stig í Reykjavík, -0,7 neðan meðallags 1961 til 1990, en -2,7 neðan meðallags síðustu tíu ára. Dagarnir tuttugu hafa ekki verið kaldari það sem af er öldinni, en meðalhiti sömu daga 2010 var 0,9 stig. Á langa listanum eru dagarnir í 104. hlýindasæti af 142.

Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar voru hlýjastir í Reykjavík 1945, meðalhiti þeirra var 8,0 stig, kaldastir voru þeir aftur á móti 1880, meðalhitinn þá var -2,9 stig. Árið 1996 var hann -2,4 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga nóvembermánaðar -0,5 stig, -2,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Kaldara var á Akureyri bæði 2010 og 2012.

Úrkoman í Reykjavík hefur mælst 88,4 mm, það er í meira lagi, var þó meiri sömu daga í fyrra og miklu minni en það sem mest er vitað um (156,7 mm 1958).

Hiti er undir meðallagi um land allt, minnst í Seley, -1,0 stig sé miðað við síðustu tíu ár, en mest í Árnesi þar sem hann er -5,0 stigum undir meðalhita sama tímabils.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.11.): 339
 • Sl. sólarhring: 407
 • Sl. viku: 1805
 • Frá upphafi: 1850648

Annað

 • Innlit í dag: 302
 • Innlit sl. viku: 1573
 • Gestir í dag: 298
 • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband