Kuldamet í heiđhvolfinu

Ţessa dagana er óvenjukalt í heiđhvolfinu yfir Íslandi. Mćlingar yfir Keflavíkurflugvelli og Egilsstöđum ná upp í 30 hPa (um 22 km hćđ) og á báđum stöđvum mćldist hitinn ţar uppi lćgri en -80 stig, lćgst yfir Keflavík um hádegi í dag (28. nóvember), -82,2 stig og er hugsanlegt ađ hiti fari enn neđar í nćstu athugunum. Ţetta er lćgsti hiti sem vitađ er um í nóvember í ţessari hćđ. Ađgengileg gögn ná ađ vísu ekki nema aftur til 1973. Hugsanlega eru jafnlágar tölur finnanlegar í eldri mćlingum. 

Met var einnig sett í 50 hPa (í um 20 km hćđ). Ţar mćldust -78,8 stig, fyrra met er -78,3 stig (svo ekki munar miklu). Met voru ekki sett neđar, metiđ í 70 hPa (18 km) er -77,3 stig, og -75,1 stig í 100 hPa (í 15 km). Ţađ er rétt ađeins hugsanlegt ađ met í ţessum hćđum falli líka. 

Kuldinn tengist framrás mikilla hlýinda í veđrahvolfi. 

w-blogg281117xa

Kortiđ sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir kl. 18 síđdegis á morgun, miđvikudaginn 29. nóvember. Jafnhćđarlínur 30 hPa-flatarins eru heildregnar, vindur sýndur međ hefđbundnum vindörvum, en hiti međ lit. Á fjólubláa svćđinu er hann neđan viđ -82 stig. Eins og sjá má eru töluverđar bylgjur á ferđ - niđurstreymi kemur fram sem bláar rendur inni í fjólubláa svćđinu, ţar er hlýrra en umhverfis, en kaldast er ţar sem loft streymir upp á viđ. Sjá má -86 og -87 sem stakar tölur - langt neđan gamla metsins. En ţađ er óvíst ađ háloftaathugun yfir Keflavík hitti vel í bylgjur af ţessu tagi. 

Kuldi sem ţessi ţykir glitskýjagćfur. Ađ sögn eru tvćr tegundir glitskýja á sveimi í heiđhvolfinu, breiđur og bylgjur. Breiđurnar sjást ekki mjög vel - hafa ţó sést hér á landi - kannski mćtti finna meira ef skimađ er betur. Bylgjurnar sjást hins vegar oft vel og geta ţegar best lćtur veriđ međal allraglćsilegustu skýja, litskrúđugar međ afbrigđum. 

En til ţess ađ glitský sjáist á annađ borđ mega lćgri ský auđvitađ ekki vera ađ flćkjast fyrir. Skilyrđi eru best fyrir sólarupprás og eftir sólarlag ţegar sólin lýsir ţessi ský upp - en ekki ţau sem neđar eru. 

Á vef Veđurstofunnar má finna pistla um glitský - ţar á međal einn sem fjallar um árstíđasveiflu glitskýja yfir Íslandi - hún tengist auđvitađ hitafari í heiđhvolfinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910
 • w-blogg131018i
 • w-blogg111018b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 120
 • Sl. sólarhring: 250
 • Sl. viku: 3383
 • Frá upphafi: 1697830

Annađ

 • Innlit í dag: 110
 • Innlit sl. viku: 2848
 • Gestir í dag: 104
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband