Enn meiri hæð

Undanfarna daga hefur óvenjuöflug hæð setið yfir Norðuríshafi. Þrýstingur i hæðarmiðju hefur verið yfir 1050 hPa. Ritstjóri hungurdiska man enn öflugri hæðir á þessum slóðum, en veit hins vegar ekki hversu algengar þær eru í nóvember og hversu oft sjávarmálsþrýstingur nær þeirri tölu í þeim mánuði. Hann hefur reyndar aldrei gert það hér á landi svo vitað sé.

Þó þrýstingur sé frekar hár hér á landi þessa dagana er ekkert óvenjulegt við hann enn sem komið er að minnsta kosti.

w-blogg221117b

Hér má sjá sjávarmálsþrýsting á norðurhveli eins og evrópureiknimiðstöðin sá hann í dag á hádegi (heildregnar línur). Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Hlýr straumur liggur til norðurs með öllu Vestur-Grænlandi, en kaldur austan við. Ísland er á átakasvæði - enda blæs nú strítt úr norðaustri og norðri. 

Spár gera ráð fyrir því að hæðin gefi sig heldur, en lægðin við Bretland er á leið norður á bóginn þannig að ástandið hér helst efnislega svipað fram á föstudag eða jafnvel lengur.

Við kortaflettingar dagsins rakst ritstjórinn á óvenjulega spá - kannski er það skemmtideild reiknimiðstöðvarinnar sem stendur fyrir henni - en bandaríska veðurstofan er alla vega sammála.

w-blogg221117a

Hér má sjá stöðuna í 30 hPa-fletinum (í rúmlega 22 km hæð) á miðvikudag eftir viku (29. nóvember). Hún gefur ágætt tilefni til að rifja upp nóvemberkuldamet flatarins yfir Keflavík. Það var sett 25. nóvember 1996 þegar frostið mældist -80,0 stig. 

Þannig að hér er sum sé verið að spá nýju meti (-83 til -84 stig). Almennt er talað um að líkur á nýjum lágmarksmetum aukist í heiðhvolfinu með aukinni hnattrænni hlýnun í veðrahvolfi. Þrátt fyrir það er samt vafasamt að tengja þennan ákveðna atburð (sem ekki hefur komið fram vel að merkja) við slíkt. Þennan dag á mjög hlýtt loft að vera á leið hjá landinu við veðrahvörf - kuldinn þarna uppi tengist væntanlega þeirri lyftingu sem verður ofan við þann ruðning.

Bregðist spár um hlýja loftið - bregst spáin um kuldann í heiðhvolfinu væntanlega líka - en við höfum alla vega rifjað upp metið - og límminnugir geta reynt að muna það þar til næst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1799
  • Frá upphafi: 2347533

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1546
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband