Lægð rennur hjá

Lægð dagsins virðist ætla að renna tíðindalítið hjá - olli nokkrum strekkingi þó um landið sunnanvert og lítilsháttar snjókoma fylgdi á stöku stað. Munaði reyndar litlu að hún yrði mum meiri. Lægð þessi var mjög öflug við Nýfundnaland og fór mikill hluti hennar til norðurs með Vestur-Grænlandi og til Baffinslands. Sá lægðarhluti sem fór inn á Grænlandshaf átti ekki mikla möguleika því nú fer fram endurnýjun á hæðarhryggnum mikla vestan við okkur og er það miklu meira kerfi en lægðin.

Það sem er skemmtilegt við þessa lægð er það hvernig hún leysist upp í nokkrar smærri. 

w-blogg261117a

Kortið gildir núna kl.18 (sunnudag 26. nóvember) og ef vel er að gáð má sjá fjölmargar smálægðir sem myndast hafa meðfram skilasvæði lægðarinnar. Smáatriði þessarar lægðamyndunar kunna að vera nokkuð flókin, en í aðalatriðum er hægt að fullyrða að hún er afleiðing af varðveislu hverfiþunga (sem í veðurfræðilegu samhengi nefnist iða) - þegar lægðin kom inn á Grænlandshaf var hún hringlaga - það réttist síðan úr þrýstisviðinu - sem væri í lagi ef hún lægðin grynntist ekki - en þar sem hún grynnist missir loftið „fótanna“ - iðan varðveitist hins vegar lengur og kemur fram í litlum hvirflum - rétt eins og þegar bifreið í stórri sveigju í kappakstri missir festu og fer að snúast í hringi um sjálfa sig. 

En eins og áður sagði eru smáatriðin í hverju tilviki fyrir sig býsnaflókin en meginástæðan einföld. 

Úrkomuákefð er töluverð á blettum í lægðakeðjunni. Í fyrradag var talið líklegt að eitthvað af þessari úrkomu næði til landsins - en svo hættu spár við þá reikninga.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 1579
  • Frá upphafi: 2350206

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1453
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband