Hlýindi á landinu suðvestanverðu

Mjög hlýtt hefur verið víða á landinu undanfarna daga, sérstaklega þó inn til landsins á Suður- og Vesturlandi. Á allmörgum stöðvum hefur hiti verið sá mesti á árinu. Hæsta tala sem sést hefur til þessa eru 22,1 stig sem mældust á stöð vegagerðarinnar við Skálholt í gær, 6. september. Hæsti hiti sem mælst hefur á hefðbundinni sjálfvirkri stöð undanfarna daga er 21,9 stig í Hjarðarlandi í fyrradag (5. september). Þetta er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur í september á spásvæði því sem nefnt er Suðurland, sjónarmun hærri en 21,8 stig sem mældust á Þingvöllum 11. september 1971. Um þann merka dag var fjallað í fyrri hungurdiskapistli (hugsað til ársins 1971). Faxaflóaspásvæðismetið er orðið gamalt, 22,7 stig, var sett á Hvanneyri í hitabylgjunni miklu 3.september 1939. Septemberhitamet Reykjavíkur er úr sömu syrpu [20,1 stig), um hana má fræðast í öðrum hungurdiskapistli (áttatíu ára gamalt septemberhitamet). Hæsti hiti á Faxaflóaspásvæðinu í syrpunni nú (til þessa) mældist í dag á Húsafelli, 20,9 stig.

Hveravellir hafa nú einnig jafnað hæsta septemberhita á vestanverðu hálendinu. Þar fór hiti í dag í 18,2 stig, jafnhár hiti mældist við Sátu (norðan Hofsjökuls) 12. september 2002 (óstaðfest tala). Hæsti hiti sem við höfum frétt af á hálendinu öllu í september mældist við Upptyppinga þann 1. árið 2017, 21,0 stig, sama dag og septemberlandshitametið var sett á Egilsstöðum (26,4 stig) - um það met var einnig fjallað í hungurdiskapistli (meira af hitametinu á Egilsstöðum)

w-blogg070922a

Kortið sýnir hlýindin í dag. Hægur vindur í háloftunum og þykkt yfir suðvestanverðu landinu í kringum 5520 metrar, um 120 metrum hærri en meðaltal septembermánaðar, neðri hluti veðrahvolfs um 6 stigum hlýrri en að meðaltali. Við Vestur-Grænland er dálítill kuldapollur sem á að fara til suðausturs skammt fyrir vestan land aðra nótt og á föstudaginn. Talsvert ósamkomulag hefur verið í spám um framhaldið eftir það. Líkur benda til þess að heldur kólni. Syðst á kortinu má sjá fellibylinn Danielle - sem virðist vera að missa afl í dag. Leifarnar dóla síðan í einhverja hringi, en koma vart við sögu - og ekki hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú þykir undirrituðum tíra á tíkarskarinu, ég hélt að sumrinu lyki hér á Klakanum 31. ágúst ár hvert, rétt eins og vorið byrjar alltaf 1. mars í Rússlandi, jafnvel í 20 stiga frosti. cool

Í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, er spáð 31 stigs hita í dag og besta veðrið er oft í september hér í Reykjavík, að mati undirritaðs.

Í Ungverjalandi komu nokkrar hitabylgjur í sumar og í Búdapest fór hitinn upp í 38 stig en við vitum að veðrið hér á Íslandi stjórnar öllu veðri á heimskringlunni. cool

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 11:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.9.2022 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband