24.11.2016 | 23:22
Sérlega hlýtt loft yfir landinu í dag (en stóð stutt við)
Gríðarlega hlýtt loft var yfir landinu í dag (fimmtudag 24. nóvember) - og reyndar sló því niður sums staðar um landið austanvert. Þegar þetta er skrifað hafði hiti á Dalatanga komist í 20,1 stig. Þetta er nýtt landsdægurmet (en slík falla að jafnaði nokkur á hverju ári). Tuttugu stig hafa aðeins einu sinni mælst síðar að hausti. Það var fyrir þremur árum að hiti fór í 20,2 stig á Dalatanga þann 26. nóvember. Má um það lesa í gömlum pistli hungurdiska.
Þuklforrit ritstjóra hungurdiska segir hámarkshitann á Dalatanga í dag þann hæsta sem þar hefur mælst á þessu ári (2016) - rétt að hinkra augnablik með að staðfesta það. - Það er ekki dæmalaust á einstökum stöðvum að hæsti hiti ársins falli utan sumarsins. Um þennan sjúkdóm var fjallað í pistli hungurdiska í desember 2010 - þá var vitað um fjögur tilvik í nóvember.
Þykktarkort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.18 í dag sýnir að hámarkið 5560 metra við Austfirði. Þykktin mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs og svona há tala þykir bara nokkuð góð um hásumar og heldur sjaldséð í nóvember - en ekki einstök þó.
Hlýindi sem þessi að vetrarlagi eru sýnd veiði en ekki gefin - erfitt er að koma þeim niður til mannheima - engin sólarylur til að hjálpa til og oftast er verið að eyða varma í snjóbræðslu. Dugar lítt nema töluverður vindur og fjöll til að búa til þá lóðréttu hreyfingu og blöndun sem til þarf.
Litirnir á kortinu sýna hita í 850 hPa-fletinum, í um 1400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er hæsta talan við Austurland 11 stig.
Við getum reynt að draga 850hPa-hlýindin niður til sjávarmáls (strangt tekið 1000 hPa-flatarins) og kortið sýnir niðurstöðu slíkar æfingar - útkoman er kölluð mættishiti, til aðgreiningar frá þeim sem við mælum beint með hitamæli. Á kortinu er mættishiti við Austfirði 25,0 stig. - Það er alltaf rétt hugsanlegt að hiti nálgist þá tölu - en mjög ólíklegt þó á þessum árstíma. - Mun þó sjást einhvertíma í framtíðinni þegar vel hittir á - bíðum við nægilega lengi og mælum nógu víða og oft - og það er alveg óháð auknum gróðurhúsaáhrifum - lottóið lætur ekki að sér hæða.
En - það má benda á kuldann yfir Grænlandi - þar er þykktin í vetrarveldi. Að hluta til er raunar um sýndarþykkt í líkaninu að ræða - sem ekki getur hreyfst frá Grænlandi - en ekki bara. Það er mjög kalt loft við Grænland, að sögn fór frost á stöðinni á Grænlandsbungu (3000 metra yfir sjávarmáli) í -57 stig í dag (óstaðfest) - óvenjumikið ef rétt er.
Þetta kalda loft verður að voma yfir okkur næstu vikuna - sumar spár eru að reyna að slá því suður til okkar undir miðja næstu viku - alla vega um tíma - en aðrar telja ekki verulega hættu á ferðum - stundarkulda þó. En full ástæða er til að fylgjast með þessu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 25.11.2016 kl. 01:20 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.