Óvenjuleg hlýindi - fjúka hjá

Óvenju hlýtt hefur veriđ víđa um land í dag (ţriđjudag 26. nóvember) og í gćr. Sérlega hlýtt hefur veriđ á Austfjörđum og komst hiti í 20,2 stig á Dalatanga. Sjaldgćft er ađ hiti nái 20 stigum í nóvember og ađeins er vitađ til ţess ađ ţađ hafi gerst í tveimur fyrri nóvembermánuđum, 1999 og 2011. Í nóvember 1999 fór hiti raunar í 20 stig tvisvar međ nokkurra daga millibili.

Hámarkshitamet mánađarins var sett í fyrri hrinunni 1999, 23,2 stig mćldust ţá á sjálfvirku stöđinni á Dalatanga og 22,7 á mönnuđu stöđinni á sama stađ.

Hitinn í dag er sá hćsti sem mćlst hefur svo seint á árinu og var dćgurmet dagsins slegiđ svo um munađi, fyrra metiđ var sett á Skjaldţingsstöđum í Vopnafirđi 1994 og var 14,5 stig. Met dagsins var sum sé 5,7 stigum hćrra.

Mikil hrúga af dćgurmetum stöđva féll eins og vera ber, flest á sjálfvirkum stöđvum sem ekki hafa athugađ lengi, en dćgurmet féllu reyndar á mönnuđu stöđinni á Akureyri ţar sem nokkuđ öruggur dćgurhámarkalisti nćr aftur til 1938 (13,9 stig) - og á mönnuđu stöđinni á Dalatanga en ţar er dćgurmetalistinn 64 ár (65 međ nýju fćrslunni).

Tafla sem sýnir ný met fyrir nóvember allan á veđurstöđvunum er hins vegar heldur rýr. Hitahrinurnar 1999 og 2011 eiga enn flestöll mánađametin. Ţeim var ekki haggađ í dag.

Hvasst var á landinu í dag og á hvassviđriđ sinn ţátt í hinum háa hita. Ţađ er óvenjulegt ađ hiti á veđurstöđ nái mćttishita í 850 hPa. Yfirleitt blandast hlýindin í háloftunum viđ kalt loft neđar ţannig ađ munur sé á ţessu tvennu - jafnvel fljóti hlýja loftiđ alveg yfir. Evrópureiknimiđstöđin sagđi mćttishitann viđ Austurland hafa komist í rúm 20 stig. Ţykktin var meiri en 5540 metrar - ţađ er eins og á góđum sumardegi.

En ţetta er vćntanlega ţađ hlýjasta í bili, viđ vonum auđvitađ ţađ besta en ekki er víst ađ 20 stigunum verđi náđ aftur fyrr en í maí nćsta vor - eđa enn síđar. Veđriđ hefur samt lag á ađ koma okkur sífellt á óvart. Umhleypingarnir eiga samt ađ halda áfram en međ venjubundnari hita. Svo er alltaf eitthvađ kuldakast lengra framundan ef trúa má spánum. Viđ vonum ađ slíkt rćtist ekki.

Vegna flókinna átaka á alţingi hungurdiska um framtíđarritstjórnarstefnu miđilsins verđur minna um pistla á nćstunni en veriđ hefur ađ jafnađi undanfarin ár. Leitađ er pólitískra lausna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Takk fyrir ţetta, frćđandi og skemmtilegt. 

Brynjólfur Tómasson, 27.11.2013 kl. 10:02

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einnig takk frá mér ţú ert frábćr veđurfrćđingur og fl.Kveđja

Haraldur Haraldsson, 27.11.2013 kl. 11:12

3 identicon

Bestu ţakkir. Vonandi finnst "pólitísk" lausn hiđ fyrsta. Veit ekki hvernig mađur ţolir

viđ ef ekki koma frá ţér pistlar.

Kveđja 

Gunnar Sćmundsson (IP-tala skráđ) 27.11.2013 kl. 16:01

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Viđ Stórhöfđafeđgar eru sammála ţeim Brynjólfi, Haraldi og Gunnari. Endilega ekki láta "sérvitringinn" Hilmar eyđileggja ţetta veđurblogg.

Pálmi Freyr Óskarsson, 27.11.2013 kl. 18:02

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir góđa pistla í gegnum tíđina og vonandi heldur áfram stöđugur straumur veđurfróđleiks á blogginu - hvađ sem líđur pólitísku argaţrasi á ritstjórninni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.11.2013 kl. 01:18

6 identicon

Kćrar ţakkir fyrir allan fróđleikinn, má ekki til ţess hugsa ađ ţessir pistlar hćtti ađ sjást.

Birna Lárusdóttir (IP-tala skráđ) 28.11.2013 kl. 13:30

7 identicon

Á ekkert ađ rćđa hrakfarirnar á loftslagsráđstefnunni í Póllandi á alţingi hungurdiska? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 28.11.2013 kl. 14:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 53
 • Sl. sólarhring: 716
 • Sl. viku: 1858
 • Frá upphafi: 1843417

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1630
 • Gestir í dag: 41
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband