16.1.2022 | 18:43
Af įrinu 1780
Žaš er rétt svo aš ritstjóri hungurdiska hafi sig ķ aš fara aš lżsa vešri og vešurfari į 18. öld frį įri til įrs. Aš vķsu hefur hann nś žegar birt lżsingar fįeinna įra, en löng er leišin öll. Mįliš er lķka žaš aš finna mį allgóšar lżsingar ķ annįlum žeim sem Bókmenntafélagiš gaf śt (Annįlar 1400 til 1800) og varla įstęša til aš tyggja žaš allt upp. Žorvaldur Thoroddsen fór lķka ķ gegnum žessa annįla flesta (en ekki žó alla) auk žess aš lķta į żmsar ašrar ritašar heimildir. Samantekt hans į tķšarfari frį įri til įrs mį finna ķ riti hans Įrferši į Ķslandi ķ žśsund įr. Žetta rit er ašgengilegt į netinu. Varla er žvķ sérstök įstęša til aš endurtaka hinar įgętu samantektir hans.
Į móti kemur aš heimildir eru fleiri, Žorvaldur nżtir sér t.d. ekkert žęr męlingar sem geršar voru (žó hann hafi vitaš af žeim flestum). Žessar męlingar, žótt ófullkomnar séu, gefa aš sumu leyti fyllri mynd en hinar almennu lżsingar. Sama mį segja um dagbękur frį žessum tķma - žęr eru ekki margar - og flestar illlęsilegar - samt eru ķ žeim upplżsingar sem lķtt hafa komiš fram. Ritstjóri hungurdiska efast um aš samantekt hans sjįlfs śr annįlunum yrši nokkuš betri heldur en samantakt Žorvaldar, en žaš mį e.t.v. reyna aš vitna beint ķ annįlana (en ekki endursegja žį eins og Žorvaldur gerši) - og hiš rafręna form hungurdiska hefur alltént žann kost aš hęgt er aš lįta allt flakka įn prentkostnašar.
Žaš sem hér fer į eftir er eins konar tilraun - ekki endilega vķst aš henni verši fylgt frekar eftir. Kannski er žó rétt aš nį inn įrunum 1780 til 1785, örlagatķma Móšuharšindanna.
Įriš 1780 voru nokkrir hitamęlar og loftvogir ķ landinu. Samfelldar męlingar eru ašgengilegar śr Skįlholti og śr Lambhśsum viš Bessastaši žetta įr - og athyglisvert aš bera žęr saman. Ķ Lambhśsum athugaši Rasmus Lievog konunglegur stjörnuathugunarmeistari - en ķ Skįlholti Helgi Siguršsson konrektor. Sömuleišis er til önnur vešurbók śr Skįlholti, sem Hannes Finnsson biskup hélt, en ekki hefur ritstjórinn boriš žęr saman viš athuganir Helga. Męlar Helga voru bįšir inniviš, hitamęlirinn ķ óupphitašri skemmu. Sést tregša skemmunnar allvel ķ męlingunum. Žetta hefur žrįtt fyrir allt žann kost aš sól skein aldrei į męlana. Hitamęlir Rasmusar var hins vegar utandyra - sól gat skiniš į hann aš morgni dags - og e.t.v. gat óbein geislun frį jörš eša hśsum haft einhver įhrif į hann į öšrum tķmum. Sömuleišis var męlirinn óvarinn fyrir śrkomu. Hefur žaš haft įhrif į męlingarnar stöku sinnum.
Myndin hér aš nešan sżnir męlingar žeirra beggja į įrinu 1780. Helgi męldi ašeins einu sinni į dag (raušir žrķhyrningar į myndinni) - en Rasmus žrisvar - og veldur žaš óróleika Lambhśsferilsins (grį lķna) - viš sjįum allar męlingarnar.
Įnęgjulegt er hversu vel męlingunum ber saman - undravert nįnast. Fyrst tökum viš eftir žvķ aš skemman er lengur aš hlżna aš vorinu heldur en męlir Rasmusar - sennilega hafa veggir hennar og žak boriš ķ sér kulda vetrarins.
Annars hefur žetta ekki veriš sérlega kaldur vetur. Įkvešiš kuldakast ķ kringum mišjan janśar - og sķšan leišindakuldi ķ kringum sumarmįlin. Voriš fęr žó mjög slęma dóma - og sumariš lķka, einkum framan af. Mjög eindregiš kuldakast er upp śr mišjum september og svalt meš vetri - fram yfir mišjan nóvember.
Giskaš er į aš įrsmešalhiti ķ Lambhśsum hafi veriš 3,9 stig. Sumariš var kalt. Mešalhiti ķ jśnķ ekki nema 7,0 stig, 9,0 ķ jślķ og 9,4 ķ įgśst. Desember var hins vegar mjög hlżr, mešalhiti 3,2 stig og einnig viršist hafa veriš hlżtt ķ febrśar, mešelhiti žį 1,8 stig. Mars kaldasti mįnušur įrsins, mešalhiti -1,4 stig. Einnig var kalt ķ aprķl, mešalhiti 0,6 stig.
Žrżstimęlingum ber lķka allvel saman (rétt žó aš geta žess aš fįeinar villur eru greinilega ķ skrįningu śr handritum og hafa žęr ekki veriš leišréttar hér). Viš sjįum aš fyrstu tvo mįnuši įrsins var ekki mikiš um djśpar lęgšir - eša mikinn hįžrżsting. Mikiš lęgšasvęši er višlošandi stóran hluta marsmįnašar (talaš um fannir į góu) og aftur eftir mišjan október, en žį gerši mikiš illvišri - sem stóš žó ekki mjög lengi. Žį tekur aftur viš hęrri žrżstingur. Mikiš illvišri gerši 16.desember. Sumaržrżstingurinn er meš allra lęgsta móti - enda var vķša votvišrasamt.
Viš skulum nś lķta į žaš sem annįlarnir segja. Hér er reynt aš skipta žeim upp eftir įrtķšum (sem ekki tekst alltaf). Ekki er tiltekiš ķ hvaša bindi annįlasafnsins hver annįll er - en aftur į móti er blašsķšutal tilgreint.
Vetur - annįlarnir eru til žess aš gera fįoršir um hann:
Vatnsfjaršarannįll yngsti [vetur]: Vetrarvešurįtta mikiš góš frį nżjįri og fram į einmįnuš į Austur-, Sušur- og Vesturlandi, en noršanlands ekki lengur en fram um mišžorra, ...
Śr Djįknaannįlum [vetur]: Vetur yfriš góšur į Ķslandi frį nżįri fram į góu. Gjörši mikla hlįku og žķšvišri eftir mišžorra ķ 10 daga samfleytt svo snjólaust varš uppķ hįfjöll og sżndist gręnka ķ hlašvörpum. Kom skorpa meš góu meš hörkum, snjó og hrķšum svo jaršbönn uršu ķ sumum sveitum, varaši žetta ķ 6 vikur frį 22. febr. til 6tta apr. Kom žį hagstęš hlįka og góšur bati.
Höskuldsstašaannįll [vetur]: Veturinn fyrir jól 1780 oftast meš sterkum frostum, stundum hrķšum og ógęftum til sjós, linari aš vešurįttu um og eftir jól, oft žķtt. Žorri stilltur og frostalķtill. Į hans sķšara parti 10 daga samfleytt (nótt og dag) žķšvišri. Žį kom meš gói skorpa meš sterkum frostum og hrķšum, sem varaši ķ fullar 6 vikur, frį 22. Februarii til 6. Aprilis, svo jaršbann varš ķ mišju hérašinu og til dala, og varš śtigangspeningi hey gefa. Žar eftir kom hagstęš hlįka og góšur bati og komust vermenn ei fyrr vestur aftur.
Ķslands įrbók [vetur]: Gjöršist vetur ķ mešallagi vel lengi og ekki stórįhlaupum fram til gói, en upp žašan tók til aš žyngja meš įfrešum og jaršbönnum.
Espihólsannįll [vetur]: Vetur allgóšur sunnan og noršan lands frį nżįri og fram ķ žorralok. Eins var austur um land.Ketilsstašaannįll [vetur]: Vetur allgóšur fram ķ žorralok, en śr žvķ haršnaši vešrįtt meš hrķšum, kuldum og umhleypingum.
Vor - hiš versta hret upp śr mišjum aprķl. Viršist hafa haft afleišingar langt fram į sumar.
Vatnsfjaršarannįll yngsti [vor] sķšan hret og köföld meš frostum og kuldum miklum fram um (s396) fardaga. Žann 20. Apr., ešur sumardag fyrsta, og nęsta dag eftir, sem var bęnadagurinn, gjörši soddan noršanstorm og stórkafald, aš vķša hraktist fé manna, fennti og fékk stóran skaša. Voriš var žvķ mjög hart aš segja yfir allt, žó helst noršanlands, žar snjór var ekki vķša af tśnum tekinn um Jónsmessu. Peningahöld hin lökustu og frįbęr haršindi mešal fólks, helst noršan- og austanlands.
Śr Djįknaannįlum [vor] Vor eitt hiš haršasta ķ manna minnum frį sumarmįlum til žess fram yfir Urbanum [25. maķ] meš sķfelldum noršan- og austanstormum og sterkum frostum nętur og daga. Žį var ķ 12 daga bęrilegt vešur. Aftur kalt og žurrt fram til Jónsmessu, svo žį var snjór sumstašar į tśnum og ķ 11tu sumarviku var ei allstašar bśiš aš vinna į žeim ķ Hśnavatnssżslu.
Höskuldsstašaannįll [vor] Aftur noršanfjśk ķ sķšustu vetrarviku. (s573) ... Ķ žeirri stóru sumarmįlahrķš [sem ekki er frekar skżrt frį ķ annįlnum] varš skaši į skipum. Fiskibįtur nżr ķ Höfšakaupstaš fór ķ sjóinn. Sexęringur brotnaši žar, ei bętandi, og fleiri skip brotnušu į Skagaströnd, žó bętandi. Kaupmanns nżja hśs reif nokkuš til skaša į efsta žaki, og vķšar varš nokkur skaši į hrossum og hśsum. Žessi tvö skip sem fórust įttu danskir. Vesöld af bjargarleysi var aš spyrja hvarvetna. Ķ sumum sveitum landsins fólk kennt viš hrossakjötsįt. Stór peningafellir sagšur vera ķ austursveitum, ei sķst į Skógarströnd, Helgafells- og Eyrarsveit, lķka syšra og kringum Jökul, og žetta ei einasta į saušfé, heldur og kśm. Ķ greindri sumarmįlahrķš hafši og oršiš töpun sumstašar į fé hrossum og skipum. Um voriš frį téšri sumarmįlahrķš gengu miklir sķfelldir noršan- og austanstormar meš sterkum frostum nętur og daga allt fram yfir Urbanum [25. maķ] svo žaš var hiš mesta kulda-, neyšar-, sultar- og hungurvor hjį allmörgum. Žį ķ 12 daga višunarlegt vešur. Aftur kalt og žurrt meš nįttfrostum. (s574) ...
Ķslands įrbók [vor] En meš sumarmįlum gjörši allt um eitt, į sumardaginn fyrsta [20. aprķl] gjörši hrakvišur meš bleytu, į föstudaginn sem var [Kóngs-] bęnadagurinn, hiš mesta stórvišri af austri meš krepju, en į laugardaginn hina mestu snjóhrķš śr hafi. Ruddi žį nišur ógnasnjófönn. Ķ žessum hrķšum misstu menn fé sitt ķ Vesturlandi sums stašar, sem keyrši śt į sjó. ... Var žessi vetur hinn haršasti aš spyrja yfir allt land og eins voriš kalt og gróšurlaust allt til Jónsmessu, so engir treystust aš noršan eša austan aš rķša til žings. ...
Espihólsannįll [vor] Śr žvķ haršnaši vešurįtt og var hin bįgasta yfir mikinn part landsins fram į messudaga ešur til žess sķšla ķ Junio meš hrķšum, kuldum og umhleypingum. Fyrir austan fennti vķša fé um sumarmįl, en ķ Ķsafjaršarsżslu (s165) fyrir vestan og lķka ķ Baršastrandarsżslu etc. Hrakti fé ķ sjó ķ žeirri soköllušu sumarmįlahrķš. Vķša lį snjór į völlum fram um Jónsmessu, hvers vegna peningur varš gagnslaus noršan lands vķša, og vķša var ekki lokiš vallarvinnu (aš berja į og ausa tśn) fyrr en ķ 12 viku sumars. Mestu bjargręšisharšindi voru nś vķša um landiš, so fólk neyddist til aš lóga nautpeningi sér til bjargar, og af haršindum var žó allra bįgast undir Jökli, hvar fólk leiš stóran skort, og fįeinir dóu af hor og hungri.
Ketilsstašaannįll [vor] Žį gjöršust žau minnisstęšu austręnu sumarmįla krapa- og snjóvešur, er į lįgu ķ full 6 dęgur og sagt er aš um land allt komiš hafi. Hrakti žį fé vķša ķ sjó ķ Ķsafjaršar-, Baršastrandar-, og Strandasżslum fyrir vestan, en fennti ķ Mślasżslu, hvar jaršlaust var fyrir saušfé og hesta fram ķ fardaga, en snjór lį į völl- (s446) um vķša, svo noršan lands sem austan, fram um Jónsmessu, og sumstašar var ei vallarvinnu lokiš fyrr en ķ 11. og 12. viku sumars. Og til enn meira marks, hvaš žetta vor hart veriš hafi, er žaš aš žann 27. Maii, žį sżslumašur Pétur Žorsteinsson hélt manntalsžing aš Įsi ķ Fellum, var hestķs į öllu Lagarfljóti allt upp ķ fljótsbotn, og žann 10. Junii var žaš ennžį meš hestķs, žó varlegum, į Egilsstašaflóa. Mikill sultur og seyra var žį vķšast į landinu, svo fólk neyddist til aš lóga naut- og saušpening sér til bjargar, en žó var tilstandiš bįgast undir Jökli, hvar nokkrar manneskjur fórust af hungri.
Sumar: Nokkuš misjafnt - greinilega talsverš hrakvišri, en skįrra į milli.
Vatnsfjaršarannįll yngsti [sumar og haust] Sumariš vętusamt, haustiš mjög óstöšugt, meš hretum og köföldum mitt ķ Septembri, sem oftast öšru hverju višhélst allt til komanda nżja įrs. (s397)
Śr Djįknaannįlum [sumar] Fyrst saušjörš ķ Fljótum um Jónsmessu; eftir hana brį vešrįttu til sunnanįttar meš votvišrum. Žį įleiš sumar voru įkafleg śrfelli syšra og vestra. Haustiš óstöšugt, komu fjśk snemma, višraši stirt frį veturnóttum til jólaföstu, žį miklar hlįkur svo allar įr voru žķšar. Af vorharšindum féll saušfé hrönnum į Vesturlandi af megurš og nokkrar kżr, žvķ allstašar var mjög heylķtiš, einkum į Skógarströnd, Helgafells- og Eyrarsveitum. Hrossadauši nokkur syšra. Ķ sumarmįlahrķšinni hróflašast lķka af fé og hestum.
Höskuldsstašaannįll [sumar og haust] Haustiš fyrir forgekk, aš sagt var, nokkurt flutningaskip syšra. Um veturinn skiptapi 6 manna viš Sušurnes. Tvö skip fórust ķ Ķsafjaršarsżslu meš 5 mönnum hvort um sig. Item skiptapi ķ Bervik 5 eša 6 manna. ... Kom saušjörš upp fyrst ķ Fljótum um Jónsmessu (25. Junii). ... Grasvöxtur yfir allt kom seint, vķša lķtill, sumstašar ķ mešallagi, į tśnum betri en śtengjum, žó vķša ķ betra lagi. En heyin skemmdust sumstašar, žar išuglegur óžerrir var af sušvestanįtt og stundum regn. Aš austan var aš spyrja (ei sķšur en aš sunnan) įsamt fiskaflaleysi, aš töšur hefšu fśnaš į tśnum og ei hirt veriš ķ 18. viku sumars. Višlķkt aš fregna śr (s575) Žingeyjarsżslu og Eyjafirši, en betra ķ Svarfašardal og Ólafsfirši etc. (s576) ... Frį veturnóttum til ašventu stirš og óstöšug vešurįtta og sjóbönn. ... Um Michaelsmessu sendi klausturhaldari į Reynistaš ... tvo syni sķna, Bjarna og Einar ... austur ķ Hreppa .. Meš žvķ žessara heimkomu móti von seinkaši enn nś, sendi hann ķ žrišja sinn tvo menn, sem fóru austur fjöllin, žvķ žį gengu góšvišri og snjóleysur. Žessum var sagt, žį til byggša komu, aš hinir hefšu upp į fjöllin lagt aš austan laugardaginn žrišja ķ vetri (sem var 4. Novembris) meš vel hįlft annaš hundraš fjįr og (s578) hér um 20 hesta 5 menn aš tölu. Hafa žeir farist ķ žeim krapahrķšum og fjśkstormum, er žį uppkomu. (s579)
Ķslands įrbók [sumar] Var gróšurlķtiš og nęsta seingróiš um sumar, heyja- (s97) nżting hin versta, bęši vegna hvassvišra, sem gjöršu mikinn heyskaša į tśnum manna, so og óžerra, so hey lįgu vķšast śti um Michaelsmessu. Sama tilstand ešur enn nś verra var aš heyra śr Sušurlandi. ...
Espihólsannįll [sumar] Žar eftir gafst gott sumar um tķma fyrir noršan og austan, en bįgboriš fyrir sunnan og vestan sökum óžurrka og regna, hvar af bęši töšur og śthey vķša skemmdust.
Ketilsstašaannįll [sumar og haust] Sį efri partur sumarsins var góšur allt fram aš höfušdegi, hvers vegna tśn vel spruttu og hirtust, en vķšast varš ei slįttur byrjašur fyrr en žann 7. Augusti. Eins og žaš grasvöxturinn varš į tśnunum ķ betra lagi, svo varš og temmilegur į engjunum, en sökum óžurrka og regna, sem višhéldu frį höfušdegi og til veturnótta, varš žaš slegna, sem žį fyrst var fariš aš hirša, aš litlum notum, sem nęrri mį geta, og sumstašar fyrir noršan og vestan höfšu menn ei fengiš tękifęri til aš samanbera žennan heyfrakka (svo) fyrr en į jólaföstu. (s447) Laugardaginn fyrsta ķ vetri [21. okt] gjörši hrķšarįhlaup fyrir vestan, sem višhélst ķ 4 daga. Ķ žvķ hrakti bįt frį eyjunni Svišnum og rak sķšan į land undir Jökli meš įrum óbrotinn, en fólk, er į var hafši tżnst ... (s450)
Haust - og vetur til įramóta. Mikiš hret upp śr mišjum október - sķšan öllu skįrra. Žarna um haustiš var hin ólukkulegi leišangur sem kenndur er viš Reynistašarbręšur farinn.
Śr Djįknaannįlum [haust] Um haustiš fennti fé eystra en hrakti ķ sjó vestra. Sultur og hallęri syšra og vestra og žröngt um bjargręši nyršra, svo sumum lį viš uppflosnun. Nokkrar manneskjur dóu śr hor undir Eyjafjöllum og vķšar. Grasvöxtur varš vķša sęmilegur, žó seint kęmi, betri į śtengi en tśnum, en hey skemmdust vķša af įkaflegum óžerrir, helst syšra og vestra, eins innkomin ķ garša, lķka fyrir austan, hvar töšur fśnušu į tśnum. Ķ Žingeyjaržingi og Eyjafirši lįgu töšur sumstašar į tśnum eftir Michaelismessu [29. sept.] og žaš innkomst žar skemmdist, svo aš sumu var kastaš śt śr göršum og tóftum. Nokkuš betri nżting heyja var ķ Svarfašardal, Ólafsfirši og Hśnavatnssżslu. (s220) ...
Ķslands įrbók [haust] Um haustiš bar svo til, aš Halldór Vķdalķn, klausturhaldari aš Reynisstaš, tók fyrir sig aš senda sušaustur ķ Skaftafellsżslu til fjįrkaupa menn śr seinni sveit. ... žį skeši žaš órįš, [į bakaleišinni] aš žeir tóku sig upp į laugardaginn sķšasta ķ sumri og lögšu upp į fjöllin. Žį var hér noršan lands mikiš stórvišri į sunnan, so (s98) varla var hestfęrt, meš regni og krepju, sem ętla mį, aš snśist hafi upp ķ snjóhrķš og fjśk, er į leiš, so žeir hafi ei enst til aš rata frį sér vegin, og hér ķ Eyjafirši gjörši hiš mesta hrakvišri, og menn, sem hér voru į ferš innsveitis, leitušu til bęja. (s99)
Espihólsannįll [haust] Sömuleišis uršu og śti hey fyrir noršan og austan, žar menn uršu aš hętta śtheysönnum sökum ķhlaupa og óvešra ķ mišju kafi og sumstašar varš mikiš hey undir snjó og sumir nįšu fyrst žvķ heyi į jólaföstu. Žį slógu nokkrir og heyjušu į Langanesi noršur, nokkrir drógu aš sér ķsastör. Vetrardag hinn fyrsta gjörši mikla hrķš, og fennti fé noršur um land. Aftur žann 16. Decembris kom mesta stormvišri meš hrķš, sem bęši skemmdi hśs og hey, en braut skip manna sumstašar. Žį varš śti mašur viš Stóruvöršu og Heljardalsheiši. (s166)
Śr Djįknaannįlum [Skašar og slysfarir] Um voriš skiptapi ķ Höfnum syšra meš 8 mönnum ... 1 ķ (s222) Dritvķk 19da Aprķl meš 5 mönnum. 1 į Ķsafirši meš 14 mönnum, 1 į Hvammsfirši meš 3 karlmönnum og 1 kvenmanni. ... Laugardaginn 1tan vetrar (21. Oct.) hraktist skip frį Svišum į Breišafirši, tżndust af žvķ 3 karlmenn og 1 kona. Skagastrandarkaupfar forgekk į śtsiglingu viš Bušlungavķk austan til viš Hornbjarg, tapašist žar gjörsamlega fólk, skip og góss allt. ... Žann 19. Apr. uršu śti 2 kvenmenn og barn eitt ķ Mįvahlķšarplįssi, og Skafti Hallsson milli Ber- og Dritvķkur. Um haustiš uršu śti į Kjalvegi 5 menn, sem lögšu frį Hamarsholti ķ Hreppum laugardag 3ja vetrar, 4ša Nóv. Meš 1 1/2 hundraš fjįr og 17 hesta og ętlušu noršur. ... Enginn mašur né skepna fannst lifandi aftur af žessum hópi. [Žetta var leišangur Reynistašarbręšra]. Piltur einn lamdist til daušs į Heljardalsheiši. (s223) ... Ķ sumarmįlahrķšinni 19da Apr. fór bįtur ķ sjóinn frį Höfšakaupstaš og 6ęringur brotnaši žar og fleiri skip į Skagaströnd löskušust. Žį reif kaupmannsstofuna žar, nżbyggša, svo aš skemmdist žak hennar. Žann 16da Desember gjörši mikiš śtsynningsvešur, brotnušu žį 5 skip į Vatnsnesi og fleiri annars stašar; žį reif lķka frešin hśs og hey. (s224)
Ķ įrbókum Espólķns er stutt yfirlit um tķšarfar įrsins - og helstu óhöpp og slysfarir.
Įrbękur Espólķns: XXIII. Kap. Eftir nżįriš var vetur góšur til gói, en žašan af haršnaši, voru menn žį lķtt staddir, žvķaš kśpeningur var ganglķtill, en saušfé mjög fįtt, sakir fjįrsżkinnar, en undan hafši fariš, uršu nś og ill peningahöld, en voriš žungt fram į messur, svo bęši fennti saušfé manna og hrakti ķ sjó, en nokkrir fįir dóu af megurš undir Eyjafjöllum. Um sumarmįl og bęnadag gekk yfir į Vestfjöršum kafaldshrķš svo mikil, aš drap saušfé margt og nokkur hross; hrakti ķ sjó af einum bę ķ Ķsafjaršarsżslu 60 fjįr, og öšrum 30, og drap 80 ķ Bśšardal; tżndist žį skip af Ķsafirši meš 4 mönnum, en hinn fimmti lifši, og brotnušu tvö skip prestsins ķ Ašalvķk, og eitt ķ Oddbjarnarskeri į Baršaströnd; tvö tżndust eystra, var annaš ķ Fįskrśšsfirši. (s 23).
Fiskafli var žį all lķtill, en misfarir żmsar; voru hvalrekar miklir fyrir noršan land. Voru góšvišri um hrķš žaš sumar, og grasvöxtur ķ betra lagi. (s 24). XXIV. Kap. Žaš haust komu mikil įhlaupavešur, og braut skip, en fennti fénaš vķša; žį gjörši hrķšarvešur laugardaginn fyrstan ķ vetri, og stóš ķ 4 daga, hrakti skip frį Svišnum vestra, og rak aš landi undir Jökli óbrotiš meš įrum en menn höfšu tżnst af. (s 26).
Brot śr dagbókum Sveins Pįlssonar uppskrift Haraldar ķ Gröf [1779 til 1787]:
8-2 1780 (Ķ Skagafirši) Ógna stórvišri į sušvestan meš regni reif hśs
11-2 Gressilegt vešur nótt - reif hśs
5-4 mikill kuldi į sunnan gressilegt frost
7-4 gjörši blessašan bata meš hita og hlżju - sólskin
8-4 sama blessaš blķšuvešur
15-4 Noršan fjśk meš frosti og rosa
1-5 yrja į noršaustan, kom ķs į Eyjafjörš
12-6 fréttist til ķss į hafinu
18-6 gott vešur, vatnavextir
24-6 sįr noršan kuldi meš grimmd stórri
26-7 fariš aš slį hér
23-8 ei slegiš hér fyrir hvassvišir į śtvestan
14-10 žennan 1/2 mįnuš hafa gengiš mollur og žoka, stundum frost
26-11 žennan mįnuš hafa veriš aš sönnu óstöšugt en ętķš bętt śr meš góšri hlįku
Fęreyskur mašur Nicolai Mohr dvaldist hér į landi veturinn 1780 til 1781 į vegum danskra stjórnvalda og leitaši aš leir til postulķnsgeršar. Žorvaldur Thoroddsen segir frį žvķ mįli ķ Landfręšisögu sinni, 3. bindi (s.61 og įfram ķ nżrri śtgįfunni): Įriš 1786 kom śt bók um ferš hans: Forsög til en Islandsk Naturhistorie, Kaupmannahöfn, 1786. Bókin lżsir fyrst nįttśrunni, dżrum, plötum og steinum. Sķšan er eins konar feršasaga og aš lokum sérstakur (en sundurlaus) kafli um vešur į žessum tķma. Tillęg om Veirets Beskaffenhed samt Kulde og Varme (s384 og įfram). Bókina mį finna į netinu. Mohr kom til Skagastrandar 7. įgśst og vakti athygli hans aš snjóskafl var žar enn undir bakka ķ fjörunni - žó ofan į bakkanum hefšu jurtir blómgast og myndaš žroskuš frę. Mikiš hefur skafiš į Skagaströnd žetta vor. Viš heyrum meira af Mohr - į įrinu 1781.
Ég legg vešuryfirlitiš ķ višhengi (į dönsku) - en žetta er žaš helsta:
Įgśst 1780: 8. til 11. blįstur og skśrir, 12. til 15. stillt og heišrķkt vešur, 10-12 stiga hiti. 16. til 18. mikil rigning, nokkur blįstur. 19. lygnt, bjart og žęgilegt. 20. stormur meš miklu regni. 21. og 22. Skśravešur. 23. haglhryšjur meš blęstri, 5 stiga hiti. 24. til 26. aftur fagurt vešur. 27. žoka meš regni og blęstri. 28. til 31. hęgur og fagur. 10 stiga hiti.
September 1780: 1. til 11. ašallega hęgur, stundum nokkur žoka 7. til 10. stig. 12. upphófst sterkur stormur af noršaustri meš žéttri snjókomu sem stóš til 19. 4. til 7. stiga hiti. 19. til mįnašarloka. Lķtill vindur, oftast stillt og bjart.
Október 1780: Sama fagra vešriš til 8. 9. til 11. ķsing og snjór. 12. til 14. bjart vešur og nęturfrost. 15. til 18. žoka meš regni og blęstri, 4 til 8 stiga hiti. 19. og 20. stormur, žétt snjókoma, 3 stiga frost. 21. hęgur og bjartur, 5. stiga frost, žegar hallaši aš nóttu var 4 stiga hiti. 22. og til mįnašamóta mest hęgur, 4 til 8 stiga hiti.
Nóvember 1780: 1. og 2. blįstur og regn. 3. stormur og snjókoma 2 stiga frost, 4. og 5. sama vešur, 5 stiga frost. 6. žykkt loft og hęgur vindur, 4 stiga hiti. 7. og 8. sama vešur, 7 stiga hiti. 9. og 10. skarpur vindur 2 stiga frost. 11. žykkt loft 2 stiga hiti, 12. hęgur, 6 stiga frost. 13. til 20. sama vešur, 4 til 7 stiga frost. 21. og 22. blįstur og snjókoma 2 stiga frost. 23. og 24. blįstur meš snjókomu 2 stiga frost. 25. og 26. blįstur og rigning, 27. hęgur 1 stigs frost. 28. og 29. hęgur og bjartur, 6 stiga hiti. 30. blįstur meš žéttri snjókomu, 0 stig.
Desember 1780: 1. til 7. mest hęgur og bjartur, 5 til 7 stiga hiti. 7. og 8. hęgur og bjartur 3. stiga frost. 9. til 11. breytilegt loft, nęstum logn 4 stiga hiti. 12. til 15. dįlķtill vindur fagurt vešur 3 stiga frost. 16. kröftugur stormur af sušri, lķkur fįrvišri, į Ufsaströnd fuku tveir bįtar śt į sjó. 17. til 20. lķtilshįttar vindur, fagurt vešur 7 stiga hiti. 21. hęgur 0 stig. 22. og 23. sama vešur 3 stiga frost. 24. til 29. óstöšugt vešur, 1 til 4 stiga hiti. 30. hęgur og bjartur 6 stiga frost. 31. noršanblįstur meš žéttri snjókomu allan daginn.
Hér lżkur umfjöllun hungurdiska um tķšarfar og vešur į įrinu 1780. Žakka Sigurši Žór Gušjónssyni fyrir mestallan innslįtt annįla og Hjördķsi Gušmundsdóttur fyrir innslįtt Įrbóka Espólķns (stafsetningu hnikaš hér - mistök viš žį ašgerš sem og allan annan innslįtt eru ritstjóra hungurdiska).
16.1.2022 | 14:02
Hįlfur janśar
15.1.2022 | 21:17
Sprenging į Kyrrahafi kemur fram į žrżstiritum um heim allan
Um kl. 4 sķšastlišna nótt (aš ķslenskum tķma) (15.janśar 2022) varš grķšarleg sprenging ķ eldstöš viš Tonga-eyjar į Kyrrahafi. Sprenging žessi olli flóšbylgju žar um slóšir og flóšbylgjuašvörun var gefin śt viš strendur Kyrrahafs - allt austur til Bandarķkjanna. Sprengingin nįši aš hrista vešrahvörfin og heišhvolfiš svo um munaši og barst žrżstibylgja į hljóšhraša um allan hnöttinn (svipaš og jaršskjįlftabylgjur gera oft). Žessi bylgja kom fram į loftžrżstimęlum um allan heim, žar į mešal hér į landi. Žaš var um laust fyrir kl. hįlfsex nś sķšdegis, um 13 og hįlfri klukkustund eftir aš sprengingin varš.
Hér mį sjį žrżsting į 10-mķnśtna fresti ķ Reykjavķk og į Dalatanga. Žegar bylgjunnar varš vart reis žrżstingur ört, en féll sķšan skyndilega žegar hśn gekk hjį. Viš žykjumst sjį aš hśn hafi komiš nokkrum mķnśtum fyrr ķ Reykjavķk heldur en į Dalatanga. Trślega kęmi bylgjan enn betur fram meš hįupplausnarskrįningu. Vegna žess aš hśn stendur svo stutt hittir hśn misvel į męlitķmann į hinum mismunandi stöšvum, tżnist kannski nęrri žvķ į sumum, en kemur aš sama skapi enn betur fram į öšrum. Sömuleišis er bylgjan sjįlfsagt ekki alveg hrein - ķ rauninni bylgjulest žar sem styttri bylgjur hnķga og rķsa į vķxl. Sömuleišis hittir hśn um sķšir sjįlfa sig fyrir (komin hringinn) og getur žar oršiš vķxlverkun žannig aš bylgjan styrkist eša dofnar.
Blįi ferillinn sżnir hér mešaltal žrżstings į 50 vešurstöšvum į Ķslandi nś sķšdegis. Rauši ferillinn sżnir hins vegar mešaltal žrżstibreytingar 10-mķnśtna į žessum 50 stöšvum. Mešaltališ rķs nokkuš skarpt um kl.17:20 en fellur hrašast um kl.17:50 - breytingin reiknast minni žess į milli - lķklega vegna žess aš tķmamunur er į komu bylgjunnar austanlands og vestan.
Nęr Tonga-eyjum var tķšni žessa sprengihljóšs mun meiri - inni į heyranlega svišinu. Sķšan lengist bylgjan og lengist eftir žvķ sem lengra dregur. Ekki er gott aš segja hvort męlingar į 10-mķnśtna fresti į Tonga hafi sżnt bylgjuna į žennan hįtt. Til žess hefur e.t.v. žurft sérstaka skynjara - slķkir skynjarar hafa veriš notašir hér į landi - ritstjóri hungurdiska veit aš sprengingin sįst einnig į slķkum męlum hér į landi - og mį finna fréttir um žaš į öšrum mišlum.
Višbót 16. janśar kl.15:30:
Svo fór aš bylgjan barst lķka hingaš hina leišina og kom sį hluti sem lengra hafši fariš hingaš rétt um kl.3 sķšastlišna nótt. Myndin hér aš nešan sżnir samanburš į žessum tveimur atburšum.
Nś er spurning hvort viš sjįum bylgjuna koma annan hring - ef žaš veršur ętti žaš aš sjįst ķ kringum mišnęturbil ķ kvöld - eša skömmu sķšar - og svo aftur um kl.10 til 11 ķ fyrramįliš. En kannski er slķkt harla ólķklegt - jafnlķklegt aš allt hafi jafnast śt.
Vķsindi og fręši | Breytt 16.1.2022 kl. 15:36 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2022 | 22:36
Breyttir tķmar
Žegar ritstjóri hungurdiska leit į vešurkortin ķ dag (hann gerir žaš nęrri žvķ alltaf) komu honum (rétt einu sinni) ķ hug žęr miklu breytingar sem oršiš hafa ķ vešurspįm frį žvķ um 1980 - žegar hann sjįlfur var į spįvaktinni. Reynt var (meš mjög misjöfnum įragri) aš gera tveggja daga spįr - en mestur hluti tķmans fór ķ spįr sem ašeins giltu sólarhring fram ķ tķmann. Tölvuspįr voru aš vķsu farnar aš berast til landsins į žessum įrum, en mašur varš sjįlfur aš teikna žęr margar upp śr tölum sem komu frį śtlöndum ķ sérstökum skeytum. Spįr komu lķka į fax-i frį bresku og bandarķsku vešurstofunum - stundum įgętar aušvitaš - en oft ekki. Grķšarlegt stökk fram į viš varš sķšan haustiš 1982 žegar spįr fóru aš berast frį evrópureiknimišstöšinni og skömmu sķšar uppfęršu bęši breska og bandarķska vešurstofan lķkön sķn svo um munaši - žį bęttist annar sólarhringurinn viš svo marktękt gęti talist - og sį žrišji birtist viš sjóndeildarhring - žaš voru framfaratķmar.
En fyrir žann tķma rķkti nęr alltaf mikil óvissa žegar lęgšir nįlgušust landiš. Skżjakerfin sįust į óskżrum gervihnattamyndum (žęr komu 2 til 5 sinnum į dag - ef tękiš var ekki bilaš).
Myndin er frį žvķ ķ dag, fimmtudaginn 13. janśar. Hér mį sjį mikiš skżjabelti - veršur til ķ tengslum viš hįloftavindröst - sżnir okkur hvernig hśn liggur. Nešarlega į myndinni mį sjį lęgš - hśn stefnir ķ įtt til landsins. Hér hefši ritstjórinn hiklaust sett bęši hita- og kuldaskil - og afmarkaš mjög stóran hlżjan geira. Hann hefši hins vegar varla getaš įkvaršaš įframhaldandi žróun hans meš vissu. Žaš hlaut aš verša nokkuš įgiskunarkennt. Hversu langt noršur komast hitaskilin? Fylgir žeim mikil snjókoma? Rignir sķšan mikiš - og hvar žį? Nęr lęgšin aš dżpka? Er hśn e.t.v. illrar ęttar og dżpkar hśn ofsalega? Fleiri upplżsingar lįgu žó fyrir.
Hįloftaathuganir bįrust nokkuš greišlega til landsins - alveg vestan frį vestasta hluta Kanada og austur til Finnlands. Eitt verkefnanna į vaktinni var aš teikna žrjś hįloftakort tvisvar į sólarhring, fyrir 700, 500 og 300 hPa žrżstifletina. Jafnhęšarlķnur voru dregnar į öll žessi kort. Jafnhitalķnur lķka į 700 og 500 hPa kortin, en vindrastir į 300 hPa - svipaš og sżnt er į žessu korti sem gildir kl.18 ķ dag (fimmtudaginn 13. janśar). Į kortinu sjį vön augu aš ekki er lķklegt aš lęgšin fari ķ einhvern ofurvöxt - en hįloftavindar eru strķšir og lķtiš mį śt af bera.
Į žessu korti mį sjį sjįvarmįlsžrżsting kl.18 ķ dag (heildregnar lķnur) og žriggja stunda žrżstibreytingu (ķ lit). Um 1980 barst hingaš slatti af skeytum frį farskipum į leiš um Atlantshafiš - verulegt gagn var af žeim. Žau geršu mögulegt aš greina žrżstisvišiš og leita žrżstikerfi uppi. Auk farskipanna voru nokkur vešurskip į föstum stöšum. Um 1980 voru vešurskipin Alfa, Bravó og Indķa horfin, Bravó alveg, en ķ staš Alfa var vešurdufl sem loftskeytamenn Vešurstofunnar fylgdust meš hljóšmerkjum frį. Alltaf spennandi aš fylgjast meš žeim skeytum. Žegar vešurskipin Indķa og Jślķa voru lögš af, kom skipiš Lķma ķ žeirra staš - sunnar en Indķa hafši veriš. Charlie og Metró voru enn į sķnum staš eftir 1980. Sérlega vel var fylgst meš skeytum frį Charlie - žašan komu margar illskeyttustu lęgširnar.
Hefši žessi staša sést 1980 - og lęgšin fundist - hefši tekiš viš spennandi tķmi - engar fréttir af henni nęst žar til žrżstingur fęri aš falla į Sušvesturlandi į undan lęgšinni. Hversu ört yrši žaš žrżstifall? Lķtiš aš gera nema bķša žess sem verša vildi - og vera fljótur aš breyta spįnni ef lęgšin fęri eitthvaš öšru vķsi en rįš var fyrir gert.
Į móti allri žessari óvissu kom aš kröfur til óskeikulleika vešurfręšinga voru hóflegar. Alltaf var skrifuš spį - nokkuš hiklaust og įn teljandi samviskubits - žrįtt fyrir aš margar žeirra žyrfti aš éta meš hśš og hįri - strax nokkrum klukkustundum sķšar. En žvķ er samt ekki aš neita aš žessar misheppnušu spįr voru harla žurrar undir tönn - en žęr vel heppnušu aš sama skapi ljśffengar - og raunverulegur įnęgjuauki.
Žó margt sé oršiš léttara eru nįkvęmniskröfur miklu meiri, mun fleiri dagar undir og hlutskipti spįvešurfręšingsins įbyggilega žannig ekkert léttara en var fyrir 40 įrum. Ritstjóri hungurdiska vildi alla vega ekki skipta - en žakkar bara aušmjśkur žvķ įgęta fólki sem nś stendur vaktina - og žeim sem hafa unniš alla žį vinnu sem aš baki nśtķmavešurspįm liggur. Vešurfręšingar įrsins 1980 stóšu lķka talsvert betur aš vķgi heldur en žeir sem voru ķ spįm fjörutķu įrum įšur, įriš 1940 - svo ekki sé talaš um nęstu 40 įr žar į undan - aš ekkert var nema hyggjuvitiš eitt - misjafnt aš vanda.
11.1.2022 | 11:43
Fyrstu 10 dagar janśarmįnašar
10.1.2022 | 22:35
Knśtsbylur - 7. janśar 1886
Ķ samantektarpistli um vešur į įrinu 1886 sem birtist hér į hungurdiskum fyrir allnokkru er minnst į mikiš illvišri sem gerši į landinu į Knśtsdag, 7. janśar 1886. Bylur žessi varš mörgum eftirminnilegur og Halldór Pįlsson frį Nesi ķ Lošmundarfirši tók saman um hann heila bók žar sem safnaš er saman żmsum fróšleik um vešriš og afleišingar žess - stašreyndir og munnmęli. Žessi bók [Knśtsbylur] kom śt 1965 og vakti sem vonlegt var athygli ungra vešurnörda.
Žó bókin sé ķtarleg var žar ekkert fjallaš um ešli vešursins - hvers konar vešur žetta var. Fyrir um 35 įrum eša svo leit ritstjóri hungurdiska į mįliš - fór yfir helstu vešurathuganir og komst aš einhvers konar nišurstöšu. Ekkert varš žó śr frekari umfjöllun. Ķ įšurnefndu yfirliti um įriš 1886 segir hann hins vegar: Žann 7.janśar (Knśtsdag] gerši fįrvišri um landiš austanvert og er žaš sķšan kennt viš daginn og kallaš knśtsbylur. Verša žvķ vonandi gerš betri skil sķšar hér į hungurdiskum. Margri umfjöllun hefur ritstjórinn lofaš - og ekki stašiš viš - en hér er žó gerš tilraun til aš krafsa ķ žį frešnu jörš. Skašar ķ vešrinu verša žó ekki tķundašir hér - heldur er vķsaš ķ įšurnefndan pistil - og aušvitaš bók Halldórs Pįlssonar. Rifjum žó upp setningu śr Fréttum frį Ķslandi (1886):
[Sjöunda] janśar var mesta afspyrnurok į Austurlandi; fauk žį nżsmķšuš kirkja į Kįlfafellsstaš ķ Sušursveit af grunni og brotnaši, menn tżndust, fiskhśs fuku, fjįrhśs rauf, skśtur rak upp og um 1000 fjįr fórst žar.
Noršan- og noršaustanvešur hér į landi eru af żmsum toga. Žegar ritstjórinn fór aš kanna mįliš komst hann fljótt aš žvķ aš vešriš var skylt pįskahretunum miklu 1963 og 1917 og žar meš hįloftalęgšardragi sem kom śr vestri eša noršvestri handan yfir Gręnland. Žó varla vęri vafi į žessu voru įriš 1987 litlir möguleikar į aš stašfesta aš svo vęri. Žetta var löngu fyrir tķma hįloftaathugana. Nś er hins vegar fariš aš reyna aš greina vešur langt aftur ķ tķmann į aflfręšilegan hįtt ķ reiknilķkönum. Žó mikil óvissa fylgi slķkum reikningum gefa žeir žó mjög oft góšar vķsbendingar um ešli vešra 140 til 150 įr aftur ķ tķmann - og ķ undantekningatilvikum jafnvel enn lengra. Bandarķska vešurstofan hefur veriš ķ fararbroddi slķkra reikninga fyrir 19.öld og hefur žrisvar birt nišurstöšur sem nį til vešurs į įrinu 1886. Svo vill til aš nišurstašan varšandi Knśtsbyl er heldur sķšri ķ žrišju heldur en annarri tilraun. Gögn śr žeirri annarri (kallast c20v2) eru žvķ notuš hér.
Hér mį sjį įgiskun lķkansins į hęš 500 hPa-flatarins um mišnętti ašfaranótt 7. janśar 1886. Grķšarmikil hęš er austur af Nżfundnalandi og noršan og noršaustan viš hana er vindstrengur śr noršvestri - žvert yfir Gręnland - ekki ósvipaš og var ķ įšurnefndum pįskahretum. Munurinn er helst sį aš bylgjan fer hrašar hjį heldur en ķ hretunum tveimur. Viš nįnari athugun kemur ķ ljós aš reikningarnir gera of lķtiš śr vešrinu. Įstęšur geta veriš żmsar. Viš veršum aš hafa ķ huga aš engar hįloftaathuganir er aš hafa, ašeins fįeinar stöšvar eru į Vestur-Gręnlandi (engin į austurströndinni) og engar stöšvar ķ öllu noršanveršu Kanada. Takmarkašar upplżsingar eru žvķ um śtbreišslu og afl kalda loftsins. Svipaš mį segja um hęšina hlżju - styrkur hennar gęti hęglega veriš vanmetinn lķka. Engar athuganir er žar aš hafa į stóru svęši.
Vešurkortiš sķšdegis į žrettįndanum (6. janśar) er heldur sakleysislegt viš Ķsland (ekki ósvipaš kortum dagana į undan pįskahretunum). Dįlķtil lęgš er į Gręnlandshafi en mikil hęš sušvestur ķ hafi. Sé žrżstingur į kortinu viš Ķsland borinn saman viš raunveruleikann - žann sem męldur var į stöšvunum žennan dag eru villur ekki miklar. Žó var vindur į stöšvunum um kvöldiš of mikill til žess aš žetta geti veriš alveg rétt greining. Įkvešin noršaustanįtt var ķ Grķmsey bęši kl. 14 og 21. Logn var ķ Stykkishólmi kl.14, en kl.21 var vindur žar af vestri, talinn 4 vindstig žess tķma. Athugunarmašur ķ Hólminum, Įrni Thorlacius (eša kannski Ólafur sonur hans), var nokkuš örlįtur į vindstigin. Fimm vindstig kvaršans voru talin stormur (9 vindstig į Beaufort) og fjögur įttu aš vera 7-8 vindstig. Lķklegra er aš vindur ķ Hólminum hefši aš okkar mįli męlst 10-13 m/s fremur en 14-20. En sama er žaš - jafnžrżstilķnur į žessu korti gefa ekki tilefni til 10-13 m/s af vestri. Vestanįtt var sömuleišis ķ Vestmannaeyjum.
Um landiš sunnan- og vestanvert hlįnaši ašeins žann 6. en hiti féll sķšan mjög ört.
Svo vill til aš viš eigum upplżsingar um hita į klukkustundar fresti žessa daga ķ Reykjavķk - śr hitamęlaskżli sem stóš ķ garši Schierbeck landlęknis nęrri Austurvelli. Viš sjįum aš žaš rétt svo hlįnaši aš kvöldi žess 6., en strax upp śr mišnętti hrapaši hitinn og um hįdegi žann 7. (Knśtsdag) var komiš -10 stiga frost. Enn kaldara varš daginn eftir, en sķšan linaši aftur žann 9. Ekki vitum viš hvernig vindįttum var hįttaš ķ Reykjavķk žessa nótt.
Ķ Reykjavķk var sömuleišis loftžrżstiriti, af honum sjįum viš hvernig žrżstingur breyttist ķ žessu vešri. Žaš hjįlpar okkur lķka.
Meš žvķ aš bera saman ritiš og žrżsting sem lesinn var af kvikasilfursloftvog finnum viš aš ferillinn liggur um 16 mm of hįtt į blašinu (sś lega er mįlamišlun til aš mjög lįgur žrżstingur tżnist ekki śt af blašinu, nešsta lķna žess er 724 mm (= 965 hPa). Žrżstingur féll sķšdegis žann 6. - samtals um 17 mm (23 hPa), en um mišnętti hętti hann aš falla og skömmu sķšar hrapaši hitinn. Mišja hįloftadragsins var žó ekki farin yfir - hśn gerši žaš vęntanlega ekki fyrr en žrżstingurinn fór aš rķsa įkvešiš um kl.5 um nóttina. Blįsi vindur į annaš borš samfara svona miklu hitafalli - og rķsi žrżstingur ekki į sama tķma - mį heita įvķsun į eitthvaš illt ķ efni (ekki endilega į sama staš).
Viš getum notaš žetta žrżstirit til stušnings til aš bśa til rit fyrir ašrar stöšvar. Teigarhorn og Stykkishólm. Ritstjórinn gerši žaš fyrir meir en 39 įrum og sżnir nęsta mynd riss hans frį žeim tķma - sett inn į hefšbundiš žrżstiritablaš.
Blįa lķnan er einfaldlega sś sama og Reykjavķkuržrżstiritiš sżnir. Gręna lķnan į aš sżna žrżsting ķ Stykkishólmi, en sś fjólublįa žrżsting į Teigarhorni. Į žessum stöšvum var męlt žrisvar į dag į žessum įrum. Į Teigarhorni er žrżstifalliš miklu meira heldur en į hinum stöšvunum, ķ kringum 40 hPa. Kl.8 um morguninn er žrżstimunur į Reykjavķk og Stykkishólmi um 9 hPa, žaš gefur tilefni til vinds į bilinu 15-25 m/s. Munurinn į Stykkishólmi og Teigarhorni er mestur um morguninn, um 38 hPa. Ķ Stykkishólmi voru žį talin noršaustan 5 vindstig (ef viš reiknum meš ofmati gętum viš talaš um 15-18 m/s). Slķkur vindur žżšir aš ķtrasta žrżstispönn yfir landinu (munur į hęsta og lęgsta žrżstingi) hefur veriš meiri, e.t.v. yfir 40 hPa. Slķkur munur er óvenjulegur - ašeins örfį dęmi sem viš eigum į skrį og ekkert ķ noršanįtt. Höfum žó ķ huga aš ekki hefur miklum tķma veriš eytt hér ķ aš fara yfir žrżstiathuganirnar. Vel mį vera aš slķk yfirferš myndi draga eitthvaš śr hįmarkstölunni - en žó ekki svo aš vešriš komist śr flokki žeirra óvenjulegu. Ķ pįskahretinu 1917 var mesti žrżstimunur um 37 hPa og 32 hPa ķ hretinu 1963.
Vešurathuganir voru geršar į nokkrum stöšvum į landinu į žessum tķma. Af žeim athugunum er ljóst aš vešriš var talsvert verra į Austurlandi heldur en vestanlands og į Noršurlandi. Sömuleišis stóš žaš ekki mjög lengi - nokkru styttra heldur en vešrin ķ pįskahretunum sem įšur er į minnst. Lęgšin sneri ekki upp į sig eins og pįskakerfin bęši, heldur fór hśn nokkuš greitt til austurs. Vešurathugunarmašur ķ Žórshöfn ķ Fęreyjum telur allt aš žvķ fįrvišri daginn eftir - žegar lęgšin fór žar hjį - žaš var óvenjulegt į žeim bę.
Žrķr athugunarmenn segja eitthvaš um vešriš - tveir žeirra į dönsku. Myndin sżnir skrif žeirra.
Ķ lauslegri žżšingu segir Jón į Skeggjastöšum: Žann 7. blés aš morgni hęgur vestsušvestan kaldi, en rétt fyrir morgunathugun snerist vindur og nś hófst ofsafengiš (gressilegt) óvešur af austnoršaustri. Žetta vešur hefur vafalķtiš ólmast um land allt, į mismunandi tķma dags; og į fjölmörgum stöšum valdiš miklum slysum, eyšilagt hśs og drepiš fólk og fénaš.
Žorsteinn Jónsson ķ Vestmannaeyjum segir (ķ lauslegri žżšingu): Nóttina milli 6. og 7., frį kl. 3 til kl. 7 ólmašist hér fįrvišrislķkur stormur af vestri sem eyšilagši hitamęla nr. 8 og 9, eins og frį er greint ķ bréfi sem er lagt meš mįnašarskżrslunni. Žetta bréf eigum viš ekki.
Kl.9 um morguninn męlir Žorsteinn -8,5 stiga frost - į žann eina męli sem óskaddašur var eftir nóttina (ekki hinn venjulegi męlir - og męlingin žvķ óvissari en vant er). Jafnframt telur hann vind af vestri 5-6 vindstig. Lķklega er žaš 25-30 m/s. Aš saman fari svo lįgur hiti og svo mikill vindur ķ vestanįtt ķ Vestmannaeyjum hlżtur aš vera nįnast - ef ekki alveg - einstakt.
Jón Jónsson ķ Papey segir aš žar hafi veriš ofvišri frį kl.11 f.h. til 7 sķšdegis. Vindstyrkur 6 (fįrvišri) af noršri. Ólafur Jónsson į Teigarhorni segir fįrvišri um kvöldiš af noršnoršaustri. Kl.8 um morguninn voru žar 3 vindstig (um 10 m/s) af noršaustri - rétt viš lęgšarmišjuna.
Hér mį sjį tillögu bandarķsku endurgreiningarinnar um hęš 1000 hPa-flatarins um hįdegi žann 7.janśar 1886 (40 m samsvara 5 hPa). Žrżstispönnin er hér ķ kringum 25 hPa. Vindįtt er rétt. Lęgšin er um 974 hPa ķ mišju, um 10 hPa grynnri heldur en hin raunverulega. Žrįtt fyrir allt mį telja aš endurgreiningunni hafi tekist mjög vel upp ķ žessu tilviki. Ķ žrišju endurgreiningunni er lęgšarmišjan 6-7 hPa grynnri, en įmóta stašsett og vindur yfir Ķslandi heldur minni.
Eins og įšur sagši uršu miklir skašar ķ vešrinu sem er ķ meš žeim verstu ķ sķnum flokki, žó žaš stęši ekki lengi. Vafalķtiš skall žaš yfir Austurland į mjög vondum tķma dags. Ķ öšrum landshlutum hafa menn alls ekki hleypt fé śt til beitar - nema ķ neyš žvķ žar skall vešriš į um nóttina eša undir morgun.
Halldór Pįlsson ritaši žrjįr bękur til višbótar um Skašavešur įranna 1886 til 1901. Meginįhersla er į Austurland - en margt er einnig tķnt til śr öšrum landshlutum.
10.1.2022 | 14:01
Smįvegis af desember
Eins og fram hefur komiš var tķš hagstęš ķ desember sķšastlišnum (2021). Mešalvindhraši var meš minnsta móti og snjólétt var lengst af.
Kortiš sżnir hęš 500 hPa-flatarins (heildregnar lķnur) - af henni rįšum viš rķkjandi vindįttir ķ vešrahvolfinu. Daufar strikalķnur sżna žykktina, og žykktarvik eru sżnd ķ lit. Žykktin męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs og af litunum mį sjį aš hśn hefur veriš um 30 metrum meiri en aš mešallagi (1981 til 2010) og hiti žvķ um 1,5 stigi ofan mešallags. Afbrigšilega hlżtt var yfir Vestur-Gręnlandi og voru žau hlżindi stundum nefnd ķ fréttum. Žessi miklu hlżindi stuggušu viš kuldanum sem venjulega er į žessum slóšum og żttu meginkuldapollum til vesturs. Mikil neikvęš hęšar- og žykktarvik voru yfir Kanada vestanveršu - en aftur į móti var óvenjumikil hęš - jafnvel meiri en hér, yfir Aljśteyjasvęšinu - og olli žessi kerfisröskun miklum öfgum ķ vešurlagi ķ vestanveršri N-Amerķku og į Kyrrahafi noršanveršu. Vel sloppiš hins vegar hjį okkur.
Žó hringrįsin ķ vešrahvolfinu hafi veriš okkur hagstęš aš žessu sinni er samt varla hęgt aš segja aš hśn hafi veriš sérlega afbrigšileg. Ef viš leitum finnum viš skylda desembermįnuši ķ fortķšinni, sķšast įriš 2018. Lķkust viršist hringrįsin žó hafa veriš ķ desember 1937 (žó viš séum žį komin aftur ķ tķma įkvešinnar óvissu ķ reikningum).
Hér žarf aš hafa ķ huga aš višmišunartķmabil vikanna er annaš (1901 til 2000). Žó sama jafnžykktarlķnan liggi um Ķsland og nś (5280 metrar) eru vikin į kortinu frį 1937 meiri - eša um +2,5 stig. Žaš hefur hlżnaš umtalsvert į sķšustu įratugum mišaš viš aldarmešaltališ.
Desember 1937 fékk góša dóma ķ Vešrįttunni tķmariti Vešurstofunnar. Žar segir: Tķšarfariš var hagstętt og óvenju milt. Jörš varš vķša alauš sķšari hluta mįnašarins.
Gušmundur Baldvinsson vešurathugunarmašur į Hamraendum ķ Dalasżslu segir um desember 1937: Desembermįnušur hefur veriš óvenju góšur, hlżindi og fremur śrkomulķtiš. Um mišjan mįnuš gjörši töluvert frost, en žaš hélst ašeins stuttan tķma. Enn er töluveršur gróšur frį lišnu sumri. Žetta er sį besti desember sem fullaldra menn žykjast muna.
Austur į Héraši segir Jón Jónsson athugunarmašur į Nefbjarnarstöšum stuttlega: Óvenjulega hęg og mild tķš aš undanteknum 16. til 17. Mį žvķ telja tķšarfar ķ mįnušinum hiš įgętasta.
Žaš mį taka eftir žvķ aš Vešrįttan segir um hafķs: Ž. 1. sįst ķsbreiša nįlęgt Horni. Ž. 7. voru hafķsjakar śt af Dżrafirši, og ž. 13. um 3 sjóm. N af Blakk į skipaleiš. [Blakkur eša Blakknes er sunnan Patreksfjaršar]. Talsveršur hafķs kom aš landinu skamma stund voriš eftir (1938) - upphaf žess skeišs sem ritstjóri hungurdiska hefur stundum freistast til aš kalla óformlega hafķsįrin litlu. Hįmark žeirra var 1944.
Viš žökkum BP fyrir kortageršina.
3.1.2022 | 17:38
Sķgild óróastaša
Įriš 2022 hefur byrjaš heldur órólega - fyrst meš miklu hvassvišri į nżįrsdag - žó landiš sunnan- og vestanvert slyppi viš hrķš (nema į fįeinum fjallvegum). Vindhraši nįši stormstyrk į rśmlega 30 prósent vešurstöšva, sem telst allmikiš og įrsmet (10-mķnśtna mešalvindur) voru slegin į tveimur stöšvum žar sem athugaš hefur veriš lengi, į Blįfeldi žar sem vindur fór ķ 39,0 m/s og į Hafnarmelum (viš Hafnarį - ekki sama stöš og vegageršarstöšin), žar sem vindur męldist 35,9 m/s og hviša fór ķ 54,8 m/s. Žaš er öflugasta janśarhviša sem męlst hefur žar. Janśarmet voru slegin į Blįfeldi, Ingólfshöfša, ķ Žykkvabęk, į Mörk į Landi, ķ Hjaršalandi, į Fagurhólsmżri, ķ Jökulhiemum og viš Setur. Athugum žó aš ekki hefur veriš litiš į męlingarnar meš villur ķ huga.
Sķšdegis ķ gęr (2.janśar) og ķ dag (3.) hefur sķšan mikiš illvišri gengiš yfir Austurland. Uppgjör um vindhraša liggur žó ekki fyrir enn. Mikill sjógangur var viš höfnina į Borgarfirši eystra og eitthvaš tjón af hans völdum. Stórstreymt er um žessar mundir.
Nż kerfi stefna til landsins. Sķšdegis į morgun (žrišjudag 4. janśar) er gert rįš fyrir žvķ aš stašan ķ hįloftunum verši sś sem sjį mį į kortinu hér aš nešan.
Jafnhęšarlķnur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af žeim rįšum viš vindstefnu og vindstyrk ķ mišju vešurahvolfi. Žykktin ers sżnd meš litum. Hśn męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs, žvķ meiri sem hśn er žvķ hlżrra er loftiš. Ekki er hęgt aš kalla žessa stöšu annaš en sķgilda - hefur sést ótölulega oft įšur. Aš vķsu eru smįatrišin aldrei alveg eins og žau skipta mįli žegar brautir illvišra og afl žeirra ręšst. Ekki gott fyrir augu ein aš greina žau, en reiknilķkönin eru nokkuš viss ķ sinni sök.
Mikill kuldapollur er vestan Gręnlands - hann er žó ekki alveg ķ fullum žroska mišaš viš žaš sem viš oft sjįum į žessum įrstķma. Nęgilega öflugur žó til žess aš kitla bylgju af hlżju lofti sem mį sjį viš Nżfundnaland svo mjög aš śr į aš verša lęgš af dżptstu gerš. Flestar spįr segja mišjužrżsting hennar fara nišur fyrir 930 hPa į fimmtudaginn - žį į lęgšin aš verša į Gręnlandshafi - nokkuš fyrir vestan land. Örvar į myndinni sżna hinn mikla žykktarbratta (hitamun) ķ lęgšinni nżju og einnig bendir ör į undanfarasunnanįtt sem nefnd er hér aš nešan.
Hęšarhryggurinn yfir Ķslandi er lķka sķgildur ķ žessari stöšu. Hann er į austurleiš og fylgir honum allhvöss sunnanįtt og slagvišri seint į ašfaranótt og fram eftir degi. Ķ stöšu sem žessari er žessi sunnanįtt oft hvassari heldur en nś er spįš og hafur žį oft valdiš foktjóni t.d. ķ Borgarnesi og į Snęfellsnesi - į undan ašalvešrinu sem fylgir svo lęgšinni ógurlegu. Aušvitaš er rétt aš hafa gętur į žessari undanfarasunnanįtt - žó reiknimišstöšvar geri ekki mjög mikiš śr henni.
Gangi spįrnar um djśpu lęgšina eftir fylgja henni nokkrir vindstrengir. Landsynningsvešur allmikiš ašfaranótt fimmtudags - mjög hvasst og śrkoma mikil, einkum sunnan- og sušaustanlands - ekki feršavešur. Sķšan lęgir lķtilega - en sem stendur er mikil spurning hversu mikiš veršur hér śr ašalillvišrinu nęrri lęgšarmišunni - ķ žvķ sem kallaš er snśšur hennar. Kannski veršur fariš aš draga śr žvķ įšur en žaš nęr hingaš - kannski nęr versti strengurinn einfaldlega ekki til okkar.
Žeir sem eitthvaš eiga undir vešri ęttu aš fylgjast sérlega vel meš spįm Vešurstofunnar - žar er vel fylgst meš breytingum į spįm og vešri og gefnar śt višvaranir eftir žvķ sem viš į. Takiš mark į žeim.
Rétt er aš hafa einnig ķ huga aš lęgšum sem žessum fylgir hį sjįvarstaša og jafnvel mikiš brim - jafnvel žó allra lęgsti žrżstingurinn verši aš lķkindum fyrir vestan land. Gętiš ykkur žvķ sérstaklega viš sjóinn.
1.1.2022 | 17:15
Mešalhiti ķ Stykkishólmi 2021
Mešalhiti įrsins 2021 var 4,8 stig ķ Stykkishólmi, 0,1 stigi undir mešallagi sķšustu tķu įra, en 0,2 stigum ofan mešallags įranna 1991 til 2020.
Blįu sślurnar į myndinni sżna vik mįnaša įrsins 2021 frį nżja 30-įra mešaltalinu. Sjį mį aš hiti var nįnast ķ žvķ ķ aprķl, september, október og nóvember, nokkuš undir žvķ ķ janśar, maķ og jśnķ, en yfir žvķ ķ febrśar, mars, jślķ, įgśst og nś ķ desember. Įgśst var einstaklega hlżr ķ Stykkishólmi - og reyndar um land allt.
Į myndinni mį einnig sjį samanburš tķmabila. Gręnu sślurnar bera saman hita įrsins 2021 og gamla mešaltalstķmabilsins 1961 til 1990. Įgśst 2021 var meir en 3 stigum hlżrri en mešalįgśst į žessum įrum framan af ęvi ritstjóra hungurdiska. Įriš hefur sķšustu 30 įrin veriš um 1 stigi hlżrra heldur en nęstu 30 įr į undan og munar um minna žegar svo langt tķmabil er undir.
Gulbrśnu sślurnar sżna bera hins vegar saman hita mįnaša įrsins 2021 og nęstu 10 įra į undan. Mį segja aš žetta nżlišna įr falli vel ķ flokk žessara hlżindaįra.
Hér mį sjį įrsmešalhita sķšustu 220 įrin rśm ķ Stykkishólmi. Tķminn fyrir 1830 er nokkuš óviss - sérstaklega hvaš varšar hita einstakra įra. Viš sjįum aš tķmabiliš allt hefur hiti hękkaš um 1,6 stig eša svo, grķšarleg breyting. Viš sjįum vel aš hlżindi žessarar aldar eru oršin talsvert veigameiri en žau sem nęst voru į undan (1926 til 1964) - og bęši 10-įra (rautt) og 30-įra (gręnt) mešaltöl hęrri en nokkru sinni įšur sķšustu 220 įrin.
Hiti hefur žó hękkaš minna sķšustu 10 įrin en žau nęstu į undan - žegar hlżnunin fór fram śr sér. Ekkert lįt er žó aš sjį į hlżindunum. Žrjįtķu įra mešaltališ (gręn lķna) er enn į uppleiš og žar sem įrin 1992 til 1995 voru köld, og mešalhiti žeirra um 1 stigi lęgri heldur en hitinn įriš 2021, er lķklegt aš 30 įra mešaltališ muni enn hękka nęstu įrin. En aušvitaš vitum viš ekkert um hita nęstu įra. Tķšni vindįtta og slķkir žęttir rįša miklu um breytileika frį įri til įrs.
Viš munum į nęstunni rifja upp fleiri atriši varšandi vešur į įrinu 2021 - en įrsyfirlit Vešurstofunnar mun aušvitaš birtast um sķšir.
Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og öšrum velunnurum įrs og frišar og žakkar góšar og vinsamlegar undirtektir į lišnum įrum. Hann er oršinn nęgilega gamall til aš óska žess aš nżhafiš įr verši sem tķšindaminnst ķ vešri og allir hamfaravišburšir haldist vķšs fjarri.
28.12.2021 | 16:12
Kuldapollurinn
Fyrir nokkrum dögum var hér fjallaš um kuldapoll sem įtti aš koma til landsins śr noršri ķ dag. Segja mį aš spį evrópureiknimišstöšvarinnar hafi gengiš eftir aš mestu.
Pollurinn er einmitt aš fara sušur yfir landiš ķ dag. Heildregnar lķnur sżna hęš 500 hPa-flatarins eins og reiknimišstöšin gerir rįš fyrir aš hśn verši ķ dag kl.18. Litir sżna hita ķ sama fleti. Meir en -42 stiga frost er ķ um 5 km hęš rétt fyrir noršan land. Hlżr sjórinn hitar loftiš aš nešan og veldur uppstreymi og sķšan śrkomumyndun. Mikiš hefur snjóaš sumstašar į Noršurlandi ķ nótt og ķ dag. Vindörvar sżna vindįtt og vindstyrk į hefšbundinn hįtt.
Žessi kuldapollur fellur ķ žann flokk sem ritstjóri hungurdiska (en enginn annar) kallar žverskorinn.
Žetta val į nafni mį vel sjį į kortinu hér aš ofan. Žar er hęš 500 hPa-flatarins tįknuš ķ lit. Dekksti, blįi liturinn er į žvķ svęši žar sem flöturinn liggur lęgst. Kortiš gildir į sama tķma og kortiš į ofan. Heildregnu lķnurnar sżna sjįvarmįlsžrżsting - jafnžrżstilķnur. Žrżstilķnurnar liggja žvert ķ gegnum kuldapollinn - sjį hann varla. Reynslan sżnir aš žverskornir kuldapollar eru ętķš varasamir - į vetrum tengjast žeir hrķšarvešrum og jafnvel snjóflóšum og margs konar leišindum ķ vešri. Alla vega allaf rétt aš fylgjast vel meš žeim.
Snjókoman į Noršurlandi undanfarinn sólarhring kemur žvķ ekki į óvart og ekki heldur aš varaš skuli vera viš snjóflóšum į Tröllaskaga - žó žetta įkvešna kerfi sé ekki mjög öflugt žannig séš. Svo vill einnig til aš žaš lifir ekki mjög lengi - og getur (vegna annarra atburša) varla nįš fullum žroska eša illindum.
En rétt er samt aš hafa augun opin - žaš gęti t.d. snjóaš vķšar įšur en kerfiš er śr sögunni.
Um bloggiš
Hungurdiskar
Fęrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (15.9.): 127
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 1873
- Frį upphafi: 2498584
Annaš
- Innlit ķ dag: 116
- Innlit sl. viku: 1697
- Gestir ķ dag: 104
- IP-tölur ķ dag: 103
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Eldri fęrslur
- September 2025
- Įgśst 2025
- Jślķ 2025
- Jśnķ 2025
- Maķ 2025
- Aprķl 2025
- Mars 2025
- Febrśar 2025
- Janśar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Įgśst 2024
- Jślķ 2024
- Jśnķ 2024
- Maķ 2024
- Aprķl 2024
- Mars 2024
- Febrśar 2024
- Janśar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Įgśst 2023
- Jślķ 2023
- Jśnķ 2023
- Maķ 2023
- Aprķl 2023
- Mars 2023
- Febrśar 2023
- Janśar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Įgśst 2022
- Jślķ 2022
- Jśnķ 2022
- Maķ 2022
- Aprķl 2022
- Mars 2022
- Febrśar 2022
- Janśar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Įgśst 2021
- Jślķ 2021
- Jśnķ 2021
- Maķ 2021
- Aprķl 2021
- Mars 2021
- Febrśar 2021
- Janśar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Įgśst 2020
- Jślķ 2020
- Jśnķ 2020
- Maķ 2020
- Aprķl 2020
- Mars 2020
- Febrśar 2020
- Janśar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Įgśst 2019
- Jślķ 2019
- Jśnķ 2019
- Maķ 2019
- Aprķl 2019
- Mars 2019
- Febrśar 2019
- Janśar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Įgśst 2018
- Jślķ 2018
- Jśnķ 2018
- Maķ 2018
- Aprķl 2018
- Mars 2018
- Febrśar 2018
- Janśar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Įgśst 2017
- Jślķ 2017
- Jśnķ 2017
- Maķ 2017
- Aprķl 2017
- Mars 2017
- Febrśar 2017
- Janśar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Įgśst 2016
- Jślķ 2016
- Jśnķ 2016
- Maķ 2016
- Aprķl 2016
- Mars 2016
- Febrśar 2016
- Janśar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Įgśst 2015
- Jślķ 2015
- Jśnķ 2015
- Maķ 2015
- Aprķl 2015
- Mars 2015
- Febrśar 2015
- Janśar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Įgśst 2014
- Jślķ 2014
- Jśnķ 2014
- Maķ 2014
- Mars 2014
- Febrśar 2014
- Janśar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Įgśst 2013
- Jślķ 2013
- Jśnķ 2013
- Maķ 2013
- Aprķl 2013
- Mars 2013
- Febrśar 2013
- Janśar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Įgśst 2012
- Jślķ 2012
- Jśnķ 2012
- Maķ 2012
- Aprķl 2012
- Mars 2012
- Febrśar 2012
- Janśar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Įgśst 2011
- Jślķ 2011
- Jśnķ 2011
- Maķ 2011
- Aprķl 2011
- Mars 2011
- Febrśar 2011
- Janśar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Įgśst 2010