Bloggfęrslur mįnašarins, febrśar 2022

Illvišrametingur - mįnudagsillvišriš

Ritstjóri hungurdiska telur illvišradaga. Hann hefur lengst af notaš tvęr ašferšir til aš meta styrk illvišra - į landsvķsu. Annars vegar telur hann į hversu mörgum vešurstöšvum ķ byggš vindhraši hefur nįš 20 m/s (einhvern tķma sólarhringsins - 10-mķnśtna mešaltal) og hve hįtt hlutfall sį fjöldi er af heildarfjölda vešurstöšva. Hins vegar reiknar hann mešalvindhraša allra vešurstöšva - allan sólarhringinn.

Til aš komast į fyrri illvišralistann žarf fjóršungur vešurstöšva aš hafa nįš 20 m/s markinu, en til aš komast į žann sķšari žarf mešalvindhraši aš vera meiri en 10,5 m/s. Sögulegar įstęšur eru fyrir žessari pörun - hśn žarf ekkert aš vera nįkvęmlega žessi. 

Žessar tvęr flokkanir męla ekki alveg žaš sama - sś fyrri (vindhrašahlutfalliš) segir vel frį „snerpu“ vešra - skila sér vel į lista žó žau standi ekki lengi į hverjum staš. Hin sķšari (sólarhringsmešaltališ) męlir „śthald“ vel. Vešur sem ekki er yfirmįta mikiš getur komist į žann lista haldi žaš įfram allan sólarhringinn. 

Vešriš į mįnudaginn (7.febrśar) skorar hįtt į snerpulistanum, fęr 620 stig (af 1000 mögulegum) ķ einkunn. Žetta er hęsta hlutfall sķšan 14. febrśar 2020 - og sé fariš lengra aftur komum viš aš 7. og 8. desember 2015 - og 14. mars sama įr. Töluvert tjón varš ķ žessum vešrum öllum. 

Į śthaldslistanum er vešriš miklu minna, mešalvindhraši 11,2 m/s, svipaš og 22.janśar į žessu įri. Mįnudagsvešriš varš žvķ bżsna snarpt, en hafši ekki mikiš śthald (nįši žó į listann). 

w-blogg090222a

Myndin sżnir hvernig dagar falla į žessa tvo flokkunarvķsa. Lįrétti įsinn sżnir snerpuna, en sį lóšrétti śthaldiš. Viš sjįum aš allgott samband er į milli. Lóšréttu og lįréttu strikalķnurnar sżna mörkin įšurnefndu og skipta fletinum ķ fjögur svęši eša horn. Ķ horninu sem er efst til hęgri eru 149 dagar įranna 1997 til 2020 - žetta eru dagar žegar illvišri höfšu bęši snerpu og śthald. Ķ nešra horninu til hęgri eru 145 dagar - sem komast allir į snerpulistann - en skorti śthald. Ķ efra horni til vinstri eru 87 śthaldsgóšir dagar - sem komast ekki į snerpulistann. Ķ nešra horni til vinstri er svo afgangur daganna - sem gera ekki tilkall til aš komast į illvišralistana (takiš žó eftir žvķ aš vel mį vera aš hvesst hafi illa ķ einstökum landshlutum eša stöšvum žessa daga).  

Efst į snerpuleistanum er mikiš vestanvešur sem gerši ķ nóvember įriš 2001. Efst į śthaldslistanum er noršaustanillvišri mikiš ķ janśar 1999. Į myndinni bendir ör į vešriš į mįnudaginn - žaš var greinilega „alvöru“. 

Til gamans eru lķka merkt inn vešur sem stóšu sig ķ öšrum hvorum flokknum - en illa ķ hinum. Noršaustanvešur sem gerši 10. desember įriš 2000 viršist hafa haft gott śthald - en ekki komist ķ stormstyrk vķša. Žį fauk žó įętlunarbifreiš śt af vegi viš Hafursfell į Snęfellsnesi. Vešriš sem viš nefnum fyrir snerpu - en lélegt śthald gerši 11. desember įriš 2007 - af sušaustri. Žetta var reyndar nokkuš minnisstętt vešur og segir ķ atburšaskrį ritstjóra hungurdiska: 

„Talsveršar skemmdir af foki um landiš sušvestanvert, mest ķ Hafnarfirši, Kópavogi og ķ Reykjanesbę. Jįrnplötur fuku, rśšur brotnušu, bįtur slitnaši upp, hjólhżsi tókust į loft og mikiš af jólaskrauti skemmdist. Skemmdir uršu einnig ķ Vestmannaeyjum. Gįmur og hjólhżsi fuku į hlišina ķ Njaršvķk“.

Žaš er „skemmtilegt“ viš žetta sķšarnefnda vešur aš bęši 2006 og 2007 gerši svipuš vešur nęrri žvķ sömu daga ķ desember - og ruglast ķ höfši ritstjórans (og hugsanlega fleiri). 

Hér hefur veriš mišaš viš sjįlfvirka stöšvakerfiš eingöngu. Ritstjórinn į įmóta lista fyrir mönnušu stöšvarnar. Bįša flokka vešra aftur til 1949 - og snerpuflokkinn aftur til 1912. Į žessu langa tķmabili hafa oršiš miklar breytingar į stöšvakerfinu sem og athugunarhįttum. Ķ ljós kemur aš hlutfall illvišraflokkanna tveggja er ekki alveg žaš sama nś og žaš var fyrir 70 įrum. Įstęšurnar eru kannski fyrst og fremst žęr aš athuganir voru miklu fęrri aš nóttu į įrum įšur - sólarhringurinn var žvķ „styttri“ en hann er nś - og sķšan hefur mönnušum stöšvum fękkaš svo į sķšustu įrum aš kerfiš missir frekar af snörpum en skammvinnum vešrum heldur en įšur var. Viš erum komin į svipašar slóšir og var fyrir 100 įrum. En vindathuganir sjįlfvirka kerfisins eru žó miklu betri heldur en var - žannig aš viš getum ekki beinlķnis saknaš mönnušu stöšvanna vindsins vegna - heldur fremur af öšrum įstęšum. 

En lķtum samt į samskonar mynd fyrir mönnušu stöšvarnar - allt aftur til 1949.

w-blogg090222b

Hér sjįum viš aš fleiri vešur eru ķ efra vinstra horni heldur en ķ žvķ hęgra nešra (öfugt viš žaš sem er į fyrri mynd). Lķkleg įstęša er hinn „styttri“ sólarhringur fyrri tķma. Versta vešriš ķ snerpuflokknum er hiš illręmda vešur 3. febrśar 1991, en ķ śthaldsflokknum annaš, lķka illręmt, 29. janśar 1966 (af noršaustri). Žaš vešur stóš reyndar ķ meir en 3 sólarhringa - sérlega śthaldsgott. Um bęši žessi vešur hefur veriš fjallaš nokkuš ķtarlega hér į hungurdiskum. 

Eitt vešur kemst ķ śthaldsflokkinn - įn žess aš skora stig ķ snerpuflokknum. Žaš er noršanvešur 26.aprķl 2015. Ritstjóri hungurdiska kvartaši žį um kulda og trekk ķ pistli (ekki alveg af įstęšulausu). 

Hinu megin eru tvö vešur merkt, annaš 13. janśar 1967 - af sušvestri, žetta er „afgangur“ af öllu haršara vešri daginn įšur (og lķklega fram eftir nóttu). Ķ žvķ vešri varš foktjón. Žessir dagar eru minnisstęšir ritstjóranum fyrir mikla glitskżjasżningu noršaustanlands - hafši hann aldrei séš slķk skż įšur.

Hitt dagsetningin er 14. janśar 1982 - skilar sér vel ķ stormatalningu - en illa ķ mešalvindhraša vegna skorts į nęturathugunum. Eitthvaš rįmar ritstjórann ķ žetta vešur - var lķklega į vakt öšru hvoru megin viš žaš. 

Nokkur vinna fellst ķ žvķ aš tengja gagnarašir mannaša og sjįlfvirka stöšvakerfisins saman žannig aš ekki verši ósamfellur til ama. Ólķklegt er aš ritstjóra hungurdiska endist žrek til žess - og višbśiš aš nśtķminn finni einhverjar allt ašrar skilgreiningar į illvišrum. Ķ besta falli gęti ritstjórinn endurskrifaš eša endurbętt langa ritgerš sem hann tók saman fyrir nęrri 20 įrum - tķmi til kominn.  


Leifar lęgšarinnar

Lofthjśpur og haf eru fįeina daga aš jafna sig eftir illvišriš. Kalda loftiš śr vestri og sjórinn hafa ekki nįš jafnvęgi - miklir éljabakkar og klakkar į ferš. Öldugangur enn mikill - undiröldu mun įbyggilega gęta nęstu daga langt sušur eftir Atlantshafi - kannski til Brasilķustranda eša lengra. 

Eins og oft gerist ķ djśpum lęgšum lokašist hlżtt loft inni nęrri lęgšarmišjunni. Tķma tekur fyrir žaš aš kólna eša blandast umhverfinu. Žaš ber einnig ķ sér mikinn snśning (išu) - sem ekki gufar upp į andartaki - munum aš iša varšveitist (veldur margskonar skringilegheitum). 

w-blogg080222a

Hér sjįum viš stöšuna kl.21 ķ kvöld (žrišjudag). Heildregnu lķnurnar sżna hęš 700 hPa flatarins. Innsti hringurinn ķ lęgšarmišjunni fyrir sušvestan land er ķ rśmlega 2400 metra hęš - žaš er lįgt, en vantar žó um 100 metra nišur ķ flatarmet febrśar yfir Keflavķkurflugvelli. Vindörvar sżna vindįtt og vindhraša. Litir marka hitann. Hitinn ķ lęgšarmišjunni er um -12°C - um 5 stigum hęrri en spįin yfir Keflavķkurflugvelli. Greinilega hlżkjarna lęgšarmišja į ferš - einskonar litlasystir fellibylja hitabeltisins. Hśn er į įkvešinni leiš til austurs og sķšar sušausturs. Sé aš marka spįr heldur snśningurinn svo vel utan um hana aš hęgt į aš verša aš fylgja hlżja blettinum allt austur undir Hvķtarśssland (Belarus) į laugardaginn - en žó dregur smįm saman śr mun į hita hans og umhverfisins. 

Lęgšasveipir sem žessir sjįst stundum nį upp ķ heišhvolfiš - og trufla vešrahvörfin - miklu fremur žó žeir sem eiga sér kalda mišju (öfugt viš žaš sem hér er). Nś hagar žannig til aš uppi ķ 300 hPa (ķ um 8500 m hęš) vottar ekkert fyrir lęgšasveipnum.

w-blogg080222b

Žetta kort sżnir stöšuna ķ 300 hPa um hįdegi į morgun (mišvikudag). Žį veršur hlżja lęgšarmišjan stödd sušur af Ingólfshöfša (viš L-iš į myndinni). Svo sżnist sem žarna uppi sé öllum sama. Žaš sem er merkilegt viš žetta kort er kuldinn viš Vesturland. Spįin segir aš frostiš ķ 8400 metra hęš eigi aš vera -65°C. Sé kafaš ķ metalista kemur ķ ljós aš kuldi sem žessi er ekki algengur ķ febrśar (og reyndar aldrei). Ekki vantar mikiš upp į febrśarmetiš ķ Keflavķk (-66 stig, sett 1990). Sé rżnt ķ hitaritaspįr (žęr sżna hita ķ vešrahvolfs og nešri hluta heišhvolfs yfir įkvešnum staš) kemur ķ ljós aš um hįdegi į morgun (mišvikudag) eru vešrahvörfin einmitt ķ 300 hPa. Ekki treystir ritstjóri hungurdiska sér til aš segja af eša į um orsakir žessa kulda - hann gęti veriš kominn aš noršan. Aftur į móti tók hann eftir žvķ aš óvenjumikil kólnun įtti sér staš ķ 500 hPa ķ vestanstorminum ķ gęr - svo viršist sem aš illvišrinu hafi tekist aš hręra upp ķ vešrahvolfinu öllu - žannig aš męttishitastigull ķ efri hluta žess var meš minna móti.  

Viš skulum aš lokum lķta į eina erfišari mynd - vind- og męttishitažversniš ķ gegnum lęgšarmišjuna sunnan viš land um hįdegi į morgun. Reikningar harmonie-lķkansins (lęgšin er ašeins vestar heldur en hjį reiknimišstöšinni - en ešli hennar nįkvęmlega hiš sama).

w-blogg080222c

Snišiš liggur frį sušri til noršurs (eins og litla kortiš sżnir - žar eru heildregnar lķnur sjįvarmįlsžrżstingur). Snišiš til hęgri į myndinni sżnir žó ašeins hluta žess - frį sušurjašrinum rétt noršur aš sušurströndinni. Litir sżna vindhraša, vindörvar vindįtt og vindhraša og heildregnar lķnur eru męttishiti. 

Fyrir sunnan lęgšarmišjuna (lengst til vinstri į myndinni) blęs vindur af vestri, um 25 m/s, allt frį jörš og upp ķ 550 hPa - nyršri mörk vindstrengsins eru mjög skörp. Noršan lęgšarmišjunnar er annar įmóta strengur, nema hann er grynnri, nęr ekki nema upp ķ um 800 hPa. Žar blęs vindur af noršaustri. Lęgšarmišjan er žarna į milli. Ķ henni er vindur mun hęgari og įttin breytileg. 

Ef viš rżnum ķ jafnmęttishitalķnurnar sést aš kaldara er ķ vindstrengjunum bįšum heldur en ķ lęgšarmišjunni - munar nokkrum stigum (hér er męlt ķ Kelvinkvarša, 283 = 10°C). Brśnu strikalķnurnar marka gróflega jašar kerfisins, en rauša punktalķnan fylgir nokkurn veginn hlżjasta kjarnanum. Um lęgšir af žessu tagi hefur veriš margt og mikiš ritaš. Ritsjórinn fylgdist allvel meš žeirri umręšu hér į įrum įšur, en en hefur slegiš nokkuš slöku viš į seinni įrum. Įstęšur „hlżindanna“ geta veriš fleiri en ein, innilokun į lofti aš sunnan, nišurstreymi į einhverju stigi lęgšamyndunarinnar, blöndun į lofti śr heišhvolfinu žegar óšadżpkunin įtti sér staš, dulvarmalosun ķ kerfinu įšur en lęgšin var fullmynduš, dulvarmalosun ķ kerfinu eftir aš leifalęgšin varš til - eša jafnvel allt žetta og fleira til - žar sem orkusamskipti viš yfirborš sjįvar koma viš sögu. Fyrir 35 įrum voru menn jafnvel dónalegir viš hvern annan žegar žetta var rętt. En ritstjórinn er farinn aš dragast aftur śr fręšilegu umręšunni, segir žvķ sem minnst og hefur lķtt til mįla aš leggja - nema benda į. 


Fįeinir punktar um illvišriš

Nś stefnir enn ein lęgšin til okkar. Hśn er meš dżpsta móti. Spįr eru yfirleitt meš tęplega 930 hPa ķ mišju, kannski 928 hPa. Žar sem lęgšin fer ekki yfir landiš veršur žrżstingur samt ekki svo lįgur hér į landi, kannski nišur undir 956 hPa žegar lęgst veršur - žį annaš kvöld (mįnudag). Spįr viršast sammįla um aš vešriš verši verst seint ķ nótt eša undir morgun į landinu sušvestanveršu - en eitthvaš sķšar annars stašar. Vindįtt vešur af sušaustri - eša landsušri eins og oft er sagt. 

Žaš sem hér fer į eftir er ekki alveg fyrir hvern sem er - kannski enga. Ašrir lesendur hungurdiska eru bešnir forlįts. 

w-blogg060222a

Hér mį sjį stöšuna ķ 500 hPa, eins og evrópureiknimišstöšin gerir rįš fyrir aš hśn verši kl.6 ķ fyrramįliš, um žęr mundir sem vešriš veršur hvaš verst hér sušvestanlands. Lęgšin varš til - eins og margar systur hennar - ķ jašri kuldapollsins mikla Stóra-Bola. Til allrar hamingju heldur hann sig žó aš mestu vestan Gręnlands - nóg eru leišindin samt. Stóri-Boli hefur hingaš til ķ vetur lįtiš heimskautaröstina aš mestu ķ friši hér viš land - (kannski ekki alveg satt - en nógu satt) - enda var hann ašallega aš plaga Alaskabśa (sem er algengt) og lķka vesturströnd Kanada (sem er sķšur venjulegt). 

Viš sjįum aš stroka af köldu lofti (litir sżna žykktina aš vanda) stendur frį Bola og til austurs fyrir sunnan Hvarf į Gręnlandi - og ķ įtt til okkar. Einnig hefur lęgšin dregiš nokkuš af hlżju lofti sunnan śr höfum hingaš noršur. Žetta er allt saman afskaplega stķlhreint.

w-blogg060222b

Žetta er sama myndin - bara stękkuš til žess aš viš sjįum smįatrišin betur. Rauša strikalķnan sżnir įs hlżja loftsins - žar er hlżjast į hverju hęšarbili - grįhvķt strikalķna sżnir aftur į móti įs kalda loftsins. Mest samsvörun er į milli hįloftavinda og vinda nišur undir jörš nęrri slķkum įsum - eša žar sem mikil flatneskja er ķ žykktinni. Į svęšum žar sem žykktin vex meš lękkandi hęš 500 hPa-flatarins er vindur ķ lęgri lögum meiri heldur en hįloftavindurinn gefur til kynna. Žannig er stašan sunnan viš lęgšarmišjuna - hlżr kjarni ķ hįloftalęgš bętir ķ vind - kaldur kjarni dregur hins vegar śr honum. 

Hér į landi veršur einna hvassast žegar hlżi įsinn fer hjį. Žį nęr hįloftaröstin sér hvaš best nišur - en žar aš auki bętast įhrif kalda lofsins į undan viš - žvķ žarf aš ryšja burtu - žaš tekur tķma - žar til stķflan annaš hvort brestur - eša flyst til. Į eftir skilunum fylgir hins vegar svęši žar sem žykktarbratti dregur śr vindi - žaš er kaldara lęgšar - en hęšarmegin. Spįr gera enda rįš fyrir žvķ aš vindur gangi mjög nišur til žess aš gera snögglega eftir aš hlżi žykktarįsinn (skilin) eru farin hjį. 

Sķšan nįlgast kaldi įsinn - eins og viš sjįum er žykktarbrattinn žar hlutlaus - nįnast žvert į vindįttina. Žar geta hįloftavindar nįš sér nišur - og noršan įssins er vindur nęrri jörš meiri en hįloftavindurinn. Žaš vill bara svo til aš hįloftalęgšin mun sķšan fara aš grynnast og žį dregur śr vindi - žrįtt fyrir žann vindauka sem hlż lęgšarmišjan gefur. 

Fyrir sunnan lęgšarmišjuna er grķšarleg vestan- og sušvestanįtt sem magnar upp feiknaöldu į Gręnlandshafi - žessi alda berst upp aš ströndinni sķšdegis į morgun (mįnudag) og ašra nótt - rétt aš hafa gęta sķn viš sjįvarsķšuna. 

w-blogg060222c

Žrišja myndin er ekki aušveld - en sżnir sniš mešfram vesturströnd landsins (smįmynd ķ efra hęgr horni) - frį jörš og upp ķ um 10 km hęš. Syšsti hluti snišsins er lengst til vinstri - viš sjįum Snęfellsnes og Vestfirši sem grįar hęšir nešst į myndinni. Litir sżna vindhraša ķ m/s, einnig mį sjį vindhraša og vindįtt į vindörvunum. Jafnmęttishitalķnur eru heildregnar. 

Hér sjįum viš vel aš lengst til vinstri eru skil lęgšarinnar farin yfir - hįloftavindstrengurinn mikli (efst į myndinni) nęr ekki af fullu afli nišur til jaršar (žaš svęši er inni ķ sporöskjunni į fyrri mynd - žar sem žykktarbrattinn vinnur į móti). Vindur er mestur ķ um 1500 metra hęš (svipaš og hęstu fjöll) - um 50 m/s - um žaš bil nęrri hlżja įsnum į fyrri mynd. Landsynningsvešur eru af tveimur megingeršum - svona - žegar fyrirstaša er ķ köldu lofti noršan viš (viš getum greint žaš af halla męttishitalķnanna) - en ķ hinni tegundinni nęr meginröstin nišur ķ įtt til jaršar. 

Sjįlfsagt er hér um einhverja blöndu af žessum tveimur megingeršum aš ręša. 

Hvaš sem öšru lķšur er margs konar óvissa tengd žessu vešri - viš lįtum žaš vera hér aš masa um hana - treystum Vešurstofunni til aš fylgjast vel meš og fęra okkur nżjustu spįr og fréttir į fati. 


Smįvegis af janśar

Vešur var heldur órólegt ķ janśar, Austurland slapp žó einna best - og žar var śrkoma minnst. Fokskašar uršu žó žar snemma ķ mįnušinum. Žegar į heildina er litiš viršist mįnušurinn hafa veriš sį nęststormasamasti į öldinni - į eftir janśar įriš 2020. Mešan viš bķšum eftir uppgjöri Vešurstofunnar fyrir einstakar stöšvar lķtum viš (óįbyrgt) į mešalhitaröšun į spįsvęšunum. 

w-blogg010222a

Hitinn er vķšast nęrri mešallagi, rašast ķ 10. til 12. hlżjasta sęti (af 22) į flestum svęšum. Vestfiršir skera sig žó ašeins śr. Žar var mįnušurinn ķ 19. hlżjasta (fjóršakaldasta) sęti aldarinnar - kannski ķ samręmi viš žaš aš lęgšir fóru margar hverjar yfir landiš žannig aš sunnanhlżindi lęgšanna nįšu sjaldnar vestur į firši heldur en ķ ašra landshluta. 

Hįloftauppgjör sżnir aš langt er sķšan vestanįtt hįloftanna hefur veriš svona strķš ķ janśar. Viš žurfum aš fara aftur til janśarmįnašar 1981 til aš finna svipaš - og sķšan benda endurgreiningar (bęši sś bandarķska og sś evrópska) į janśar 1923 sem eitthvaš svipaš. 

w-blogg010222b

Myndin sżnir mešalhęš hęš 500 hPa-flatarins ķ janśar. Hśn var ekki fjarri mešallaginu hér į landi, en mikil jįkvęš vik voru sunnan viš land, en neikvęš noršur og vestur undan. Žetta žżšir aš vestanįttin var umtalsvert strķšari en venjulegt er. Viš sjįum lķka aš įttin var sunnan viš vestur (eins og reyndar er langalgengast). 

Ķ janśar 1981 var jįkvęša vikiš sunnan viš land enn meira en nś - og stašan vestan Gręnlands nokkuš önnur heldur en nś. 

w-blogg010222c

Illvišrasamt var ķ janśar 1981. Žaš geršist nokkrum sinnum aš bķlar fuku af vegum og foktjón varš. Sömuleišis uršu krapa- og vatnsflóš seint ķ mįnušinum. Minnisstęšast er framhlaupiš viš Lund ķ Lundarreykjadal, en žaš sópaši burt fjósi, hlöšu og litlu hesthśsi og drap nokkra gripi. Mįl sem žyrfti sannarlega aš rannsaka nįnar (ég man ekki eftir sérstakri skżrslu um žetta). Sömuleišis varš flóš į Saušįrkróki og krapahlaup į Bķldudal. 

Annars hurfu illvišri janśarmįnašar 1981 mjög ķ skuggann fyrir vešrinu mikla 16.febrśar en žaš var gjarnan kennt viš Engihjalla ķ Kópavogi. Eitt af verstu vešrum sķšari tķma. Fjallaš var um žaš ķ sérstökum pistli hér į hungurdiskum fyrir nokkrum įrum. 

w-blogg010222d

Kortiš hér aš ofan er įgiskun um stöšuna ķ janśar 1923. Žetta var afskaplega illvišrasamur mįnušur, eins og lesa mį um ķ yfirliti hungurdiska um vešur og vešurlag įrsins 1923. Mikiš tjón varš į Grandagarši viš höfnina ķ Reykjavķk ž.13. til 14. Tjón varš ķ fleiri vešrum. Ķ vestanįttinni reif ķs śr Gręnlandssundi og komust stakir jakar inn į Önundarfjörš undir lok mįnašarins. Mikil umskipti uršu um og fyrir mišjan febrśar og gerši eindregnar austanįttir og mįtti heita afbragšstķš žaš sem eftir lifši vetrar. 

Hvaš gerist nś ķ framhaldinu vitum viš ekki - en viš sjįum ekki enn enda hįloftavestanįttasyrpunnar. Viš žökkum BP aš vanda fyrir kortageršina. 


« Fyrri sķša

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (18.4.): 90
 • Sl. sólarhring: 275
 • Sl. viku: 2332
 • Frį upphafi: 2348559

Annaš

 • Innlit ķ dag: 81
 • Innlit sl. viku: 2044
 • Gestir ķ dag: 78
 • IP-tölur ķ dag: 78

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband