Bloggfćrslur mánađarins, september 2016

Hlýtt Norđur-Atlantshaf í ágúst

Uppgjör evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir ágústmánuđ 2016 sýnir ađ yfirborđssjávarhiti var hár í N-Atlantshafi. Lítiđ fer fyrir kalda blettinum sem hefur veriđ áberandi síđustu tvö árin rúm. 

w-blog050916a

Litirnir sýna vikin - gulir og brúnir hita yfir međallagi, en bláir hita undir ţví. Rétt er ađ leggja áherslu á ađ kortiđ sýnir einungis yfirborđshita og líklegt er ađ kalda skellan áđurnefnda leynist enn undir yfirborđinu og muni birtast aftur ţegar hauststormar hafa hrćrt upp milli yfirborđs og ţess sem neđar liggur. 

En er á međan er. Taka ber vikum á hafísslóđum međ varúđ - sjávarhitameđaltöl eru ţar illa skilgreind. - Hafísinn í Norđuríshafi er illa farinn eftir sumariđ og útbreiđslan kvu vera komin niđur í um 4 milljónir ferkílómetra. Ţađ er ekki alveg jafnlítiđ og var síđsumars 2012 en meira los virđist á ísnum nú en áđur. Spurning hvađa áhrif ţađ hefur á haustútflutninginn í gegnum Framsund á milli Norđur-Grćnlands og Svalbarđa - hann skiptir okkur máli. 

Bjarni Thorarensen ţjóđskáld og amtmađur á Möđruvöllum vissi auđvitađ ekkert um tilveru Framsundsins - en hann átti samt nafn yfir ţađ í bréfi 7. október 1840. Hafísinn 1840 leit ekki eins út og venjulega - var ţykkari - og segir Bjarni vegna ţess: „Hann er ţví langt ađ kominn kannské frá sjálfum Nástrandar Dyrum, og ekki ólíklegt ađ ţađ sé losnađ sem losnađ getur.“ - Er „Nástrandardyr“ ekki bara ágćtt nafn á ruslarennu Norđuríshafs - Framsundiđ?


Einkunn sumarsins 2016 í Reykjavík

Ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknađ sumareinkunn Reykjavíkur á sama hátt og undanfarin ár. Leggja verđur áherslu á ađ hér er um leik ađ rćđa en ekki endanlegan dóm, enda smekkur misjafn. Ađferđinni er lauslega lýst í viđhengi, ţar er einnig listi um einkunn einstakra mánađa og ára.

Sumariđ 2016 kemur mjög vel út í Reykjavík - eins og sjá má á línuritinu.

Sumareinkunn í Reykjavík 1923 til 2016

Lárétti ásinn sýnir tíma - sá lóđrétti sumareinkunn. Hćsta mögulega einkunn er 48, en sú lćgsta núll. Sumariđ 2009 fćr hćstu einkunnina, 41, en sumrin 1928 og 1931 fylgja fast á eftir. Öll sumur áranna 2007 til 2012 eru međ meira en 35 í einkunn. Ţetta tímabil er einstakt. Sumariđ 1983 er á botninum.

Mikil umskipti urđu 2013. Ţá kom hraklegasta sumar í Reykjavík í 20 ár. Sumariđ 2014 ţótti einnig fá heldur laka einkunn - ţó náđi hún međallagi áranna 1961 til 1990 (20).

En sumariđ í sumar er međ 33 í einkunn - hefđi talist međ bestu sumrum á kalda skeiđinu 1965 til 1995 - og í góđum hóp á hlýskeiđi fyrr á öldinni - en jafnast ekki alveg á viđ öndvegissumrin 2007 til 2012.

Rauđi ferillinn sýnir 10-ára međaltöl og tímabilaskiptingin kemur vel fram.


Nördin huga ađ viđhenginu.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Sumardagafjöldi 2016

Ritstjórinn telur nú sumardaga ársins 2016 í Reykjavík og á Akureyri - rétt eins og gert hefur veriđ áđur. Ţeir sem vilja forvitnast um skilgreiningar verđa ađ leita í gömlum pistlum - en hér eru niđurstöđur - og samanburđur - á myndum.

Fyrst Reykjavík.

Sumardagar 1949 til 2016 Reykjavík

Sumardagarnir 2016 reynast vera 35 í Reykjavík - ţađ er hátt í ţrefalt međaltal áranna 1961 til 1990 (grá strikalína sem nćr ţvert yfir línuritiđ), og einum degi fleira en međalsumardagafjöldi á ţessari öld (2001 til 2015). Ţetta verđur ađ teljast mjög viđunandi - alla vega langt yfir almennri flatneskju kalda tímabilsins sem miđaldra og eldri lesendur muna svo vel. - En auđvitađ líka nokkru fćrri en í mestu öndvegissumrum árabilsins 2003 til 2012.

Fyrsti sumardagurinn (í ţessum skilningi) kom strax 3. júní. Ţeir urđu ţó ekki nema fimm í júní. Júlísumardagarnir voru 17 - og í ágúst voru ţeir 13. Sumardagalíkur eru ekki miklar í Reykjavík í september - en koma ţó stöku sinnum - ef - ţá gjarnan fleiri en einn.

Á Akureyri eru sumardagarnir líka mjög nćrri međaltali aldarinnar, tveimur fćrri reyndar en ţađ međaltal segir til um.

Sumardagar 1949 til 2016 Akureyri

Sumardagarnir á Akureyri teljast 43 fram til ţessa í ár. Međaltaliđ 1961 til 1990 er 35, en međaltal ţessarar aldar 45. Sumariđ í fyrra (2015) leit sérlega illa út ţegar ritstjóri hungurdiska birti talninguna ţá í byrjun september, en september halađi sumariđ af botninum - úr neđsta sćti upp í ţađ ţriđja neđsta eins og sjá má á ţessari mynd.

Sumardagarnir urđu 5 í maí í ár á Akureyri, júní var bestur og skilađi 17 dögum, júlí 10 og ágúst 13. Hugsanlega verđur lokatalan hćrri ţví ađ međaltali koma 5 sumardagar á Akureyri eftir 1. september. - Annars er aldrei á vísan ađ róa, ţađ hefur gerst 6 sinnum ađ enginn sumardagur hefur skilađ sér í september á Akureyri.

Lesendur ćttu ađ hafa í huga ađ sumrinu er formlega ekki lokiđ og eru ađ venju beđnir um ađ taka talninguna ekki alvarlega - hún er leikur.

Ritstjórinn mun á nćstunni líka reikna sumarvísitölur ársins 2016 rétt eins og síđustu ár. Hvađ skyldi koma út úr ţeim reikningum?

Tengill á pistil ţar sem finna má sumardagaskilgreininguna.


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg230424
 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.4.): 301
 • Sl. sólarhring: 449
 • Sl. viku: 1617
 • Frá upphafi: 2350086

Annađ

 • Innlit í dag: 270
 • Innlit sl. viku: 1473
 • Gestir í dag: 267
 • IP-tölur í dag: 257

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband