Sumardagafjöldi 2016

Ritstjórinn telur nú sumardaga ársins 2016 í Reykjavík og á Akureyri - rétt eins og gert hefur veriđ áđur. Ţeir sem vilja forvitnast um skilgreiningar verđa ađ leita í gömlum pistlum - en hér eru niđurstöđur - og samanburđur - á myndum.

Fyrst Reykjavík.

Sumardagar 1949 til 2016 Reykjavík

Sumardagarnir 2016 reynast vera 35 í Reykjavík - ţađ er hátt í ţrefalt međaltal áranna 1961 til 1990 (grá strikalína sem nćr ţvert yfir línuritiđ), og einum degi fleira en međalsumardagafjöldi á ţessari öld (2001 til 2015). Ţetta verđur ađ teljast mjög viđunandi - alla vega langt yfir almennri flatneskju kalda tímabilsins sem miđaldra og eldri lesendur muna svo vel. - En auđvitađ líka nokkru fćrri en í mestu öndvegissumrum árabilsins 2003 til 2012.

Fyrsti sumardagurinn (í ţessum skilningi) kom strax 3. júní. Ţeir urđu ţó ekki nema fimm í júní. Júlísumardagarnir voru 17 - og í ágúst voru ţeir 13. Sumardagalíkur eru ekki miklar í Reykjavík í september - en koma ţó stöku sinnum - ef - ţá gjarnan fleiri en einn.

Á Akureyri eru sumardagarnir líka mjög nćrri međaltali aldarinnar, tveimur fćrri reyndar en ţađ međaltal segir til um.

Sumardagar 1949 til 2016 Akureyri

Sumardagarnir á Akureyri teljast 43 fram til ţessa í ár. Međaltaliđ 1961 til 1990 er 35, en međaltal ţessarar aldar 45. Sumariđ í fyrra (2015) leit sérlega illa út ţegar ritstjóri hungurdiska birti talninguna ţá í byrjun september, en september halađi sumariđ af botninum - úr neđsta sćti upp í ţađ ţriđja neđsta eins og sjá má á ţessari mynd.

Sumardagarnir urđu 5 í maí í ár á Akureyri, júní var bestur og skilađi 17 dögum, júlí 10 og ágúst 13. Hugsanlega verđur lokatalan hćrri ţví ađ međaltali koma 5 sumardagar á Akureyri eftir 1. september. - Annars er aldrei á vísan ađ róa, ţađ hefur gerst 6 sinnum ađ enginn sumardagur hefur skilađ sér í september á Akureyri.

Lesendur ćttu ađ hafa í huga ađ sumrinu er formlega ekki lokiđ og eru ađ venju beđnir um ađ taka talninguna ekki alvarlega - hún er leikur.

Ritstjórinn mun á nćstunni líka reikna sumarvísitölur ársins 2016 rétt eins og síđustu ár. Hvađ skyldi koma út úr ţeim reikningum?

Tengill á pistil ţar sem finna má sumardagaskilgreininguna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • blogg210719a
 • ar_1876p
 • ar_1876t
 • w-blogg190719a
 • v-kort 1944-06-17 17b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.7.): 13
 • Sl. sólarhring: 374
 • Sl. viku: 1863
 • Frá upphafi: 1809105

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 1620
 • Gestir í dag: 10
 • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband