Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
2.10.2015 | 02:53
Ein (frekar) köld nótt?
Svo virðist sem hlýja loftið sem verið hefur yfir okkur að undanförnu hörfi - en ekki í nema 1 til 2 daga - svona meðan það hlýja er að endurskipuleggja sig. Það er þó ekki þannig að kuldinn sé eitthvað sérlega skarpur - alls ekki - en þó nægilega mikill til þess að líkur eru á að einhvers staðar snjói - alla vega að næturlagi. Hvar og hversu mikið verður þó að teljast harla óljóst - varla er hægt að tala um eindregin úrkomusvæði eða úrkomubakka.
En þykktarkortið hér að neðan er frekar kuldalegt miðað við þau sem hafa verið á borðinu upp á síðkastið. Það gildir á miðnætti á föstudagskvöld 2. október.
Köld tunga teygir sig úr norðri suður um Ísland. Jafnþykktarlínur eru heildregnar, vesturhluti landsins er undir þykktarbilinu 5220 til 5240 metrar. Það er nægilega lágt til þess að snjór geti fallið - blási vindur ekki beint af hafi. En á móti kemur að úrkoman er í formi stakra éljaklakka sem reika um í hægum vindi.
Litirnir sýna hita í 850 hPa - þumalfingursregla talar um að -5 stiga jafnhitalínan greini að snjó og regn - loftið yfir meginhluta landsins er kaldara en -5. Við vonum auðvitað að við sleppum við snjó og hálku - en tökum slíku samt með jafnaðargeði ef það birtist.
En þetta stendur ekki lengi. Kortið hér að neðan er til gamans. Fastir lesendur hungurdiska hafa séð kort af þessu tagi áður. Það sýnir þrýstihæð veðrahvarfanna - hver þrýstingur er þar sem líkanið telur þau vera. Því lægri sem þrýstingur kortsins er, því hærri eru veðrahvörfin.
Sjá má Ísland rétt ofan við miðja mynd. Á bláu svæðunum eru veðrahvörfin í meir en 240 hPa hæð - meir en 10 km. Brúnu svæðin sýna háloftalægðir - þar eru veðrahvörfin miklu neðar, í lægðinni suðvestur af Ísland eru hæð þeirra ekki nema rún 615 hPa - nærri 4 km hæð yfir sjávarmáli. Undir bláu svæðunum er hlýtt loft - en kalda loftið ræður ríkjum á grænum, gulum og brúnum svæðum.
Fyrir suðvestan lægðina við Ísland er eins konar söðulpunktur - mikill gerjunarstaður - lægðardragið vestur af Grænlandi stefnir þangað og á að grafa sig niður og verður þá til nokkuð öflug lægð á Grænlandhafi og veldur hún sunnanátt hér á landi strax á sunnudag.
Flókin staða og erfið -
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 22:42
Af hlýjum september
Eins og fram hefur komið í frétt á vef Veðurstofunnar var september hlýr að þessu sinni, reyndar svipaður og september í fyrra sé litið á landið í heild. Landsmeðalhiti í byggð, sem ritstjóri hungurdiska reiknar sér til hugarhægðar, var +8,9 stig [9,0 stig í fyrra] og þar með í 12. hlýjasta sæti septemberhita aftur til 1874.
Hlýindin stöfuðu af óvenjusterkri sunnanátt í háloftunum.
Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í september (heildregnar línur), en litirnir sýna hæðarvik miðað við tímabilið 1981 til 2010. Jákvæðu vikin eru mest fyrir norðan og norðaustan land og sýnir lögun jafnvikalínanna að loftið á sér sterkari austrænan þátt en venjulegt er.
Hlýindin hér á landi eru hluti mikilla hlýinda yfir norðaustanverðu Atlantshafi og norðanverðri Skandinavíu - en kalt hefur verið suður í Frakklandi og þar vestan við. Vestan Grænlands hefur hiti verið lítillega undir meðallagi. Litirnir á kortinu sýna hitavik í 850 hPa-fletinum - í um 1400 metra hæð. Jafnþrýstilínur mánaðarins eru heildregnar.
Hitavikin eru mest nærri Jan Mayen, milli 4 og 5 stig. Þar eru þykktarvikin á svæðinu einnig mest, samsvarar vik þeirra (ekki sýnt hér) tæpum 4 stigum. - Norska veðurstofan er í dag á fullu við að sinna illviðri sem þeir kalla Roar og septembermeðalhiti á Jan Mayen hefur ekki birst á vef hennar ennþá.
En meðalþykkt septembermánaðar yfir landinu var 5448 metrar - þetta er reyndar mesta mánaðarþykkt ársins - rétt ofan við meðalþykkt ágústmánaðar.
Sú varð líka raunin að september varð hlýjasti mánuður ársins á 47 sjálfvirkum veðurstöðvum - og á 23 af stöðvum vegagerðarinnar. Það er harla óvenjulegt að september sé hlýjasti mánuður ársins - gerist ekki nema endrum og sinnum, en helst þó á annesjum á Austfjörðum. Í viðhenginu er listi sem sýnir á hvaða stöðvum september var hlýjastur mánaða í ár.
Þar má einnig sjá lista um eldri tilvik.
Það er ekki nema einu sinni sem september hefur verið hlýjasti mánuður ársins á landinu í heild. Það var árið 1958, og mánuðurinn varð þá sá hlýjasti á árinu á 45 stöðvum - enn hærra hlutfall en nú. September 1941 varð líka víða hlýjasti mánuður ársins. Í Reykjavík hefur september aðeins einu sinni verið hlýjasti mánuður ársins, það var 1877 - en þá var hann líka hlýjastur í Stykkishólmi, í Grímsey og í Papey.
Það er aðeins 1958 sem september hefur verið hlýjasti mánuður ársins á Akureyri. September nú var hlýrri en bæði júní og júlí á Akureyri og er aðeins vitað um þrjú slík tilvik áður, 1939, 1958 og 1993.
Það hefur aðeins gerst þrisvar að október hefur orðið hlýjasti mánuður ársins á íslenskri veðurstöð, í Grímsey og í Kjörvogi í Árneshreppi 1882, og í Grímsey 1915.
1.10.2015 | 02:37
Kólnar lítillega - en líklega aðeins í bili
Líklega sækir kaldara loft úr norðri og vestri að landinu næstu daga - minnir á haustið.
Kortið sýnir ástandið í 500 hPa-fletinum og þykktina kl. 6 á laugardagsmorgun.
Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn í fletinum. Litir sýna þykktina, því meiri sem hún er því hlýrra er í neðri hluta veðrahvolfs. Lítið hefur hér sést af bláa litnum til þessa - en hér þekur hann allt landið. Hann markar möguleika á næturfrosti víða um land og ef úrkoma fellur þar verður hún víðast í föstu formi. En þetta telst samt bærilegt haustveður.
Á þriðjudaginn hefur staðan breyst.
Hér er orðin mikil breyting. Gríðarvíðáttumikil lægð er fyrir sunnan land og beinir til okkar mjög hlýju loft - þykktin er meiri en 5520 metrar þar sem mest er yfir landinu. - Dugir í meir en 15 stiga hita þar sem best lætur - og eindregna austlæga átt.
Bandarískir austurstrandarveðurfræðingar búa nú við mikinn efa varðandi fellibylinn Joaquin - allar spár - nema evrópureiknimiðstöðin senda bylinn á land í Bandaríkjunum - en sú evrópska vill frekar fá hann til sín (til Bretlands) - skaðalaust austur um hafið - þetta er ábyggilega hið svæsnasta mál hjá spáveðurfræðingum og almannavarnayfirvöldum, hvort sem úr verður eða ekki - ný kynslóð kollega fær ómetanlega reynslu. En mikið er bloggað og tístað -
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 49
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 1600
- Frá upphafi: 2421979
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1453
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010