Ein (frekar) köld nótt?

Svo virðist sem hlýja loftið sem verið hefur yfir okkur að undanförnu hörfi - en ekki í nema 1 til 2 daga - svona meðan það hlýja er að endurskipuleggja sig. Það er þó ekki þannig að kuldinn sé eitthvað sérlega skarpur - alls ekki - en þó nægilega mikill til þess að líkur eru á að einhvers staðar snjói - alla vega að næturlagi. Hvar og hversu mikið verður þó að teljast harla óljóst - varla er hægt að tala um eindregin úrkomusvæði eða úrkomubakka.

En þykktarkortið hér að neðan er frekar kuldalegt miðað við þau sem hafa verið á borðinu upp á síðkastið. Það gildir á miðnætti á föstudagskvöld 2. október.

w-blogg021015-2a

Köld tunga teygir sig úr norðri suður um Ísland. Jafnþykktarlínur eru heildregnar, vesturhluti landsins er undir þykktarbilinu 5220 til 5240 metrar. Það er nægilega lágt til þess að snjór geti fallið - blási vindur ekki beint af hafi. En á móti kemur að úrkoman er í formi stakra éljaklakka sem reika um í hægum vindi. 

Litirnir sýna hita í 850 hPa -  þumalfingursregla talar um að -5 stiga jafnhitalínan greini að snjó og regn - loftið yfir meginhluta landsins er kaldara en -5. Við vonum auðvitað að við sleppum við snjó og hálku - en tökum slíku samt með jafnaðargeði ef það birtist.

En þetta stendur ekki lengi. Kortið hér að neðan er til gamans. Fastir lesendur hungurdiska hafa séð kort af þessu tagi áður. Það sýnir þrýstihæð veðrahvarfanna - hver þrýstingur er þar sem líkanið telur þau vera. Því lægri sem þrýstingur kortsins er, því hærri eru veðrahvörfin.

w-blogg021015-2b

Sjá má Ísland rétt ofan við miðja mynd. Á bláu svæðunum eru veðrahvörfin í meir en 240 hPa hæð - meir en 10 km. Brúnu svæðin sýna háloftalægðir - þar eru veðrahvörfin miklu neðar, í lægðinni suðvestur af Ísland eru hæð þeirra ekki nema rún 615 hPa - nærri 4 km hæð yfir sjávarmáli. Undir bláu svæðunum er hlýtt loft - en kalda loftið ræður ríkjum á grænum, gulum og brúnum svæðum. 

Fyrir suðvestan lægðina við Ísland er eins konar söðulpunktur - mikill gerjunarstaður - lægðardragið vestur af Grænlandi stefnir þangað og á að grafa sig niður og verður þá til nokkuð öflug lægð á Grænlandhafi og veldur hún sunnanátt hér á landi strax á sunnudag. 

Flókin staða og erfið - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 263
  • Sl. sólarhring: 416
  • Sl. viku: 1579
  • Frá upphafi: 2350048

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 1437
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband