Bloggfćrslur mánađarins, október 2014
3.10.2014 | 00:17
Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síđustu 6 áratugi - 4. áfangi
Á bestu dögum á árum áđur endađi háloftakanni sem sleppt var frá Keflavíkurflugvelli ferđ sína uppi í 5 hPa (ríflega 35 km hćđ) - og oftast náđist ađ mćla allt upp fyrir 20 hPa. En óţćgilega marga daga vantar ţó til ţess ađ viđ getum međ góđu móti búiđ til mánađa- og ársmeđaltöl fyrir ţessa efstu fleti allt tímabiliđ sem hér er undir. Ţví var ákveđiđ ađ fara ekki hćrra en upp í 100 hPa ađ ţessu sinni, en sá flötur er í 15 til 16 km hćđ. Í ţessum pistli tökum viđ á hitanum ţar - og ađ auki lítum viđ á eins konar samantekt.
Hér er sumri (júní til ágúst) og vetri (desember til febrúar) trođiđ á sama línuritiđ. Hitakvarđarnir eru ţó mismunandi. Sumarkvarđinn er til vinstri og gráu línurnar sýna hitann, sú daufa breytingar frá ári til árs - en sú ţykka er 10-ára keđjumeđaltal. Gildi ţess er fćrt inn á síđasta ár hvers tímabils.
Kvarđinn til hćgri á viđ veturinn, grćnar strikalínur sýna međalhita einstakra ára en ţykk lína er 10-ára keđjumeđaltal. Eins og margoft hefur veriđ minnt á geta lúmskar villur reynst í gagnaröđum sem ţessum - en ef viđ tökum mćlingarnar bókstaflega hefur kólnađ um um ţađ bil 2 stig - bćđi sumar og vetur í 100 hPa hćđ. Ef viđ rýnum í ţykku, grćnu línuna má ţó sjá ađ megniđ af vetrarkólnuninni átti sér stađ fyrir 1985.
Nćst bregđum viđ upp öllum 10-ára keđjumeđaltölum upp á tveimur myndum, sumar og vetur.
Ekki alveg létt mynd. Ártölin á lárétta ásnum eru ţó skýr. Á ţeim lóđrétta er eitthvađ sem viđ köllum normađar tölur - eins konar vik frá međallagi tímabilsins. Neikvćđar tölur ţýđa ađ hiti er undir međallagi - en jákvćđar ađ hiti sé ofan međallags. Hvert stig er hins vegar lítillega misjafnt eftir hćđ - oftast ţó ekki mjög fjarri 0,5°C á sumarmyndinni.
Hér sést ađ hlýnađ hefur ađ sumarlagi í neđri flötunum - yfirborđ, 850 hPa, 700 hPa og 500 hPa eru í hneppi efst á síđustu árunum. Hlýnunin í ţessum flötum er ţó ekki alveg samstíga - yfirborđiđ hlýnar síđast (efsta brúna línan) - tekur stökk nćrri aldamótum. Í 850 hPa hefur hlýnađ nokkuđ samfellt frá 1985. Í 700 hPa og 500 hPa hófst mikil hlýnun strax fyrir 1980 (um svipađ leyti og heimsmeđalhitinn fór fyrst á flug) - einnig hlýnađi talsvert um aldamótin - en ekki mikiđ síđan, lítillega ţó í 700 hPa.
Efri fletirnir, 300 hPa, 200 hPa og 100 hPa eru í öđru hneppi - neđarlega til hćgri. Í öllum ţessum flötum var hiti mun hćrri á fyrri hluta tímabilsins heldur en á síđari árum. Hitinn í 100 hPa virđist hafa falliđ jafnt og ţétt allan tímann, en í 200 hPa og 300 hPa er hitahámark í kringum 1970.
Ţetta var sumariđ - ţá er ţađ veturinn á sama hátt.
Hitaţróunin hér er ekki eins og á hinni myndinni. Allir fletir eru sammála um kuldaskeiđ frá ţví eftir 1970 fram undir aldamót - og eru sammála um ađ kaldast hafi veriđ á tímanum 1974 til 1983 (eđa svo). Ţá hafi fariđ ađ hlýna hćgt - en síđan snögglega um miđjan 10. áratuginn, nema í efstu ţremur flötunum - ţar var hlýnunin lítil. Efstu fletirnir (og 500 hPa jafnvel líka) virđast taka nokkra dýfu á allra síđustu árum - en 700 hPa, 850 hPa og yfirborđ halda nokkurn veginn sínu.
Munurinn er mikill á efri og neđri flötum fyrst á tímabilinu, ţar eru hlýjustu tölur tímabilsins alls á 6. áratugnum - fyrir og um 1960. Í neđri flötunum er hámarkiđ ađeins seinna - ef lagst er í smáatriđin má sjá ađ yfirborđiđ er fyrst neđri flatanna til ađ ná sínu hámarki, síđan koma hinir lágfletirnir á eftir.
Hvađ segir ţetta síđan? Hitasveiflur í efri og neđri flötum eru ekki ţćr sömu. Bein áhrif aukinna gróđurhúsaáhrifa gćtu skýrt eitthvađ (ţar á eftir bókinni ađ hlýna í neđri flötum - en kólna í ţeim efstu). Í neđstu flötunum eru trúlega einhver sjávarkulda- og hafísáhrif - hafísáhrif sjást ţó ekki mjög vel á myndunum (kannski gera ţau ţađ á vorin - viđ vitum ţađ ekki). Viđ vitum ekki heldur hvort hćgfara sjávarhitabreytingar tengjast auknum gróđurhúsaáhrifum beint.
Í efri flötunum - og sérstaklega í 300 hPa og 200 hPa geta breytingar á legu heimskautarastarinnar haft umtalsverđ áhrif á hitafariđ vegna lóđréttra hreyfinga í kringum röstina. Ekkert hefur ţó komiđ fram sem beinlínis stađfestir slíkan breytileika í námunda viđ Ísland.
En látum ţessa umfjöllun um háloftahitafar enda hér - ađ sinni.
2.10.2014 | 00:06
Sumarúrkoma í Reykjavík (auk úrkomudagafjölda)
Úrkoma mćldist nú meiri í Reykjavík á tímabilinu júní til september heldur en áđur er vitađ til. Í mánuđunum júní og september mćldist úrkoman sérlega mikil, meir en tvöfalt međaltal í báđum. Einnig rigndi mikiđ í júlí (72 prósent umfram međallag), en í ágúst var úrkoman lítillega undir međallagi.
Úrkoma í júní og september náđi ţó ekki eldri metum mánađanna. Hungurdiskar hafa fjallađ nokkuđ um ţessa miklu úrkomu júní- og júlímánađa áđur, t.d. í fćrslu frá 22. júlí og annarri 26.júní. Ţótt úrkomusumma mánađanna júní til ágúst vćri há var hún nokkuđ frá meti. En september var drjúgur, virđist vera í 7. sćti mikilla úrkomumánađa. Eftir ţví sem best er séđ var heildarúrkoma mánađarins ţó hvergi meiri en mest hefur mćlst í september áđur nema á tveimur af yngstu úrkomustöđvunum, Drangshlíđardal undir Eyjafjöllum og Borgum í Hornafirđi - á ţessum stöđvum hefur ađeins veriđ mćlt frá 2012.
En lítum á sumarsummuna (júní til september) í Reykjavík á mynd.
Mćlingaárin liggja á lárétta ásnum. Engar úrkomumćlingar voru gerđar í Reykjavík á árunum 1908 til 1919. Ţá var mćlt á Vífilsstöđum, niđurstöđur ţeirra sumra sem ţar var mćlt eru einnig settar inn (rauđar súlur)- úrkomumćlingar á stađnum voru ekki alveg trúverđugar - en förum ekki út í ţađ.
Lóđrétti ásinn sýnir mm og grćnu súlurnar sumarsummuna. Nýliđiđ sumar, súla sumarsins 2014 er sjónarmun hćrri (415,9 mm) heldur en tvćr ţćr nćsthćstu (1887, 407,3 mm og 1899, 405,4 mm). Ţurrast var sumariđ 1956.
Viđ lítum líka á úrkomudagafjöldann. Hér eru dagar ađeins taldir međ hafi úrkoma veriđ 1,0 mm eđa meiri. Ástćđan er sú ađ á árum áđur ţótti sumum veđurathugunarmönnum varla taka ţví ađ mćla úrkomu minni en 1 mm. Talningar á dögum međ úrkomu 0,1 mm eđa meir eru ţannig oftast óáreiđanlegar fyrstu ár mćlinga ţeirra löngu mćlirađa sem til eru. Efri viđmiđunarmörkin (1,0 mm) gefa samanburđarhćfari rađir.
Hér er Vífilsstöđum alveg sleppt. Sumrin 2013 og 2014 eiga jafnmarga úrkomudaga, 62 hvort sumar og eru í 5 til 6 sćti á fjöldalistanum. Efst er sumariđ 1969, međ 71 dag. Síđan koma 1955 (69 dagar), 1947 og 2003 (62 dagar, hvort sumar).
Enga leitni er ađ sjá á línuritunum - úrkomumagn og úrkomudagafjöldi virđist breytast tilviljanakennt frá ári til árs. Athyglisvert er ţó ađ ţađ sýnist sem úrkomusumur (eđa ţurr) klasist nokkuđ.
1.10.2014 | 20:14
Tíu stiga syrpurnar - í Reykjavík og á landinu
Ţess var getiđ á fundi á Veđurstofunni í fyrri viku ađ hiti hefđi ekki náđ tíu stigum daginn áđur. Í framhaldi af ţví var spurt hvort tíustigasyrpa sumarsins í Reykjavík hefđi veriđ óvenju löng ađ ţessu sinni. Međ tíudagasyrpu er átt viđ tíma ţar sem dagshámarkshitinn helst samfellt ofan viđ 10-stig. Vor og haust koma gjarnan fáeinir dagar í röđ međ hámarkshita yfir tíu stigum - kaldari dagar á milli - en síđan kemur langt samfellt tímabil 10 stiga hámarkshita. Mjög misjafnt er hvenćr ţađ byrjar og endar.
Nimbus gefur ţessu gaum í bloggi fyrir nokkrum dögum og ćttu áhugasamir ađ lesa ţađ sem fyrst. Ţeir sem ţađ gera munu e.t.v. reka augun í ađ talningunum ţar og ţeim sem hér fara ađ neđan ber ekki alveg saman. Ţađ er vegna ţess ađ hér látum viđ sem svokölluđ tvöföld hámörk séu ekki til - en ţau verđa til ţegar hiti kl. 18 í gćr er hćrri heldur en hámarkshitinn sem mćlist kl. 18 í dag. Á mönnuđum stöđvum er lesiđ á hámarkshitamćla ađeins tvisvar á dag, kl. 9 og kl. 18.
Síđasti tíu stiga dagur sumarsins í ár í Reykjavík var einmitt svona. Hiti náđi 10 stigum eftir kl. 18 daginn áđur. Sú tala var lesin af hámarksmćli kl. 9, og var hćrri heldur en hámarkiđ kl. 18. Tíu stigin skráđust ţar međ sem hámark dagsins - leifar af hita dagsins áđur. Ritstjóri hungurdiska hefur ákveđiđ ađ látast ekki sjá ţetta og leiđréttir ţví ekki. Tíustigasyrpa hungurdiska var ţví ekki afskrifuđ fyrr en eftir seinni dag hámarksins tvöfalda.
Nú er auđvelt ađ reikna lengdir tíudagasyrpanna međ ađstođ gagnagrunns Veđurstofunnar aftur til 1949. Hér verđur litiđ á Reykjavíkursyrpurnar - en líka landssyrpur, lengd ţess tíma sem hámarkshiti hefur náđ tíu stigum einhvers stađar á landinu er reiknađur. Hann er (auđvitađ) lengri heldur en í Reykjavík.
Myndin sýnir tímann frá 1949 til 2014 fyrir Reykjavík - en 1949 til 2013 fyrir landiđ - landssyrpan 2014 stendur enn.
Gráu súlurnar sýna niđurstöđur fyrir Reykjavík, en rauđa strikalínan sýnir syrpulengd landsins. Kvarđinn til vinstri sýnir dagafjöldann. Vel má sjá ađ mikill munur er á syrpulengdinni frá ári til árs. Í Reykjavík var hún lengst 2009, 133 dagar. Í ár var hún 129 dagar - sú nćstlengsta á öllu tímabilinu. Sumariđ 1983 komu aldrei fleiri en 11 dagar í röđ međ 10 stiga hámarkshita eđa meir. Međaltal áranna 2004 til 2013 er 107 dagar. Međaltaliđ 1961 til 1990 er hins vegar ađeins 66 dagar.
Hér sést kuldaskeiđiđ á 8. og 9. áratugnum vel. Svo virđist sem eitthvađ samhengi sé á milli lengdar 10-stigasyrpunnar og međalhita langra tímabila. Ţađ á ţó alls ekki viđ um einstök ár. Einn spillidagur snemma í ágúst (međ 9,9 stiga hámarkshita) getur klippt syrpu í tvennt - sem annars hefđi orđiđ sú lengsta. Á slíku sumri vćri samband međalhita og lengdar lengstu syrpu ekki gott.
Sú Reykjavíkursyrpa myndarinnar sem lifđi lengst fram á haustiđ var sú sem endađi 4. október 1958.
En rauđu línurnar sýna niđurstöđur fyrir landiđ í heild - á mönnuđum veđurstöđvum. Einnig má sjá grćna línu, sú á viđ sjálfvirku stöđvarnar - eins og má sjá eru stöđvakerfin tvö ekki nákvćmlega sammála - enda ekki viđ ţví ađ búast.
Landiđ sýnir meiri jöfnuđ milli kaldra og hlýrra tímabila heldur en syrpur einstakra stöđva - síđustu tíu ár er međaltaliđ 150 dagar (nćrri fimm mánuđir) en á tímabilinu 1961 til 1990 er ţađ 135 dagar. Lengst var tímabiliđ áriđ 2001, 187 dagar, en styst 1975, 96 dagar.
Og ađ lokum er fariđ á smávegis gagnafyllerí - en ekki til sérstakrar eftirbreytni - ţađ liggur lágt í vísindalandslaginu. Viđ reynum ađ reikna út tíustigasyrpur Reykjavíkur eins langt aftur og gögn leyfa. Hámarksmćlingar hafa veriđ gerđar í Reykjavík samfellt frá vori 1920 til okkar daga og auk ţess á styttri skeiđum á fyrri tíđ. Frá 1907 til 1918 voru hámarksmćlingar ekki gerđar, viđ notumst viđ hćsta hita hvers dags á athugunartímum.
Hér eru eyđurnar áberandi. Byrjađ er lengst til vinstri, ţegar mćlt var í Lambhúsum á Bessastöđum - hćsti hiti á athugunartímum er notađur. Syrpurnar eru trúlega lengri en sýnt er. En hér er stysta syrpan, sumariđ kalda á undan Skaftáreldum. Hugsanlega hefđi hún orđiđ lengri međ hámarksmćli.
Nćst er tímabiliđ 1830 til 1853 ţegar Jón Ţorsteinsson mćldi hámarkshita hvers dags í Nesi og í Reykjavík. Hér má finna lengstu tíustigasyrpu alls tímabilsins, 138 daga sumariđ 1843. Ţetta var mikiđ óţerrasumar á Suđvesturlandi.
Á tímabilinu 1871 til 1879 notumst athugunartímahámörk - en enn á eftir ađ tína hćsta hita út úr athugunum tímabilsins 1880 til 1884.
Áriđ 1885 var aftur kominn hámarksmćlir, ţađ sumar var harla aumt, syrpan ađeins 13 daga löng.
Frá og međ 1920 eru gögnin samfelld. Syrpurnar voru sérlega stuttar sumrin 1920 til 1923 - en lengdust síđan, sú lengsta kom 1941, 128 dagar - nánast eins og nú, 2014. Hiđ hlýja sumar 1939 er gott dćmi um hlýindi sem ekki skila sér í syrpulengd. Tíu stiga dagar ţađ sumar voru fleiri en 150 - en illa klipptir af fjórum stökum dögum ţegar hámarkshiti var á bilinu 9,7 til 9,9 stig. Lítil sanngirni í ţví(?) - getur minnt á bikarkeppnina í fótbolta - hér skiptir dagsformiđ öllu.
Viđbót 12. október: Hér lauk tíu-stiga syrpu sjálfvirkra byggđastöđva ársins 2014. Varđ hún 163 dagar ađ lengd, 9 dögum lengri en međalsyrpa síđustu tíu ára, en 8 dögum styttri en metáriđ 2010.
Vísindi og frćđi | Breytt 12.10.2014 kl. 00:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 40
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 2412625
Annađ
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 1714
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 38
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010