Hitafar yfir Keflavíkurflugvelli síđustu 6 áratugi - 4. áfangi

Á bestu dögum á árum áđur endađi háloftakanni sem sleppt var frá Keflavíkurflugvelli ferđ sína uppi í 5 hPa (ríflega 35 km hćđ) - og oftast náđist ađ mćla allt upp fyrir 20 hPa. En óţćgilega marga daga vantar ţó til ţess ađ viđ getum međ góđu móti búiđ til mánađa- og ársmeđaltöl fyrir ţessa efstu fleti allt tímabiliđ sem hér er undir. Ţví var ákveđiđ ađ fara ekki hćrra en upp í 100 hPa ađ ţessu sinni, en sá flötur er í 15 til 16 km hćđ. Í ţessum pistli tökum viđ á hitanum ţar - og ađ auki lítum viđ á eins konar samantekt.

w-blogg250914e 

Hér er sumri (júní til ágúst) og vetri (desember til febrúar) trođiđ á sama línuritiđ. Hitakvarđarnir eru ţó mismunandi. Sumarkvarđinn er til vinstri og gráu línurnar sýna hitann, sú daufa breytingar frá ári til árs - en sú ţykka er 10-ára keđjumeđaltal. Gildi ţess er fćrt inn á síđasta ár hvers tímabils.

Kvarđinn til hćgri á viđ veturinn, grćnar strikalínur sýna međalhita einstakra ára en ţykk lína er 10-ára keđjumeđaltal. Eins og margoft hefur veriđ minnt á geta lúmskar villur reynst í gagnaröđum sem ţessum - en ef viđ tökum mćlingarnar bókstaflega hefur kólnađ um um ţađ bil 2 stig - bćđi sumar og vetur í 100 hPa hćđ. Ef viđ rýnum í ţykku, grćnu línuna má ţó sjá ađ megniđ af vetrarkólnuninni átti sér stađ fyrir 1985. 

Nćst bregđum viđ upp öllum 10-ára keđjumeđaltölum upp á tveimur myndum, sumar og vetur.

w-blogg031014sumar 

Ekki alveg létt mynd. Ártölin á lárétta ásnum eru ţó skýr. Á ţeim lóđrétta er eitthvađ sem viđ köllum normađar tölur - eins konar vik frá međallagi tímabilsins. Neikvćđar tölur ţýđa ađ hiti er undir međallagi - en jákvćđar ađ hiti sé ofan međallags. Hvert „stig“ er hins vegar lítillega misjafnt eftir hćđ - oftast ţó ekki mjög fjarri 0,5°C á sumarmyndinni. 

Hér sést ađ hlýnađ hefur ađ sumarlagi í neđri flötunum - yfirborđ, 850 hPa, 700 hPa og 500 hPa eru í hneppi efst á síđustu árunum. Hlýnunin í ţessum flötum er ţó ekki alveg samstíga - yfirborđiđ hlýnar síđast (efsta brúna línan) - tekur stökk nćrri aldamótum. Í 850 hPa hefur hlýnađ nokkuđ samfellt frá 1985. Í 700 hPa og 500 hPa hófst mikil hlýnun strax fyrir 1980 (um svipađ leyti og heimsmeđalhitinn fór fyrst á flug) - einnig hlýnađi talsvert um aldamótin - en ekki mikiđ síđan, lítillega ţó í 700 hPa. 

Efri fletirnir, 300 hPa, 200 hPa og 100 hPa eru í öđru hneppi - neđarlega til hćgri. Í öllum ţessum flötum var hiti mun hćrri á fyrri hluta tímabilsins heldur en á síđari árum. Hitinn í 100 hPa virđist hafa falliđ jafnt og ţétt allan tímann, en í 200 hPa og 300 hPa er hitahámark í kringum 1970. 

Ţetta var sumariđ - ţá er ţađ veturinn á sama hátt.

w-blogg031014vetur

Hitaţróunin hér er ekki eins og á hinni myndinni. Allir fletir eru sammála um kuldaskeiđ frá ţví eftir 1970 fram undir aldamót - og eru sammála um ađ kaldast hafi veriđ á tímanum 1974 til 1983 (eđa svo). Ţá hafi fariđ ađ hlýna hćgt - en síđan snögglega um miđjan 10. áratuginn, nema í efstu ţremur flötunum - ţar var hlýnunin lítil. Efstu fletirnir (og 500 hPa jafnvel líka) virđast taka nokkra dýfu á allra síđustu árum - en 700 hPa, 850 hPa og yfirborđ halda nokkurn veginn sínu.

Munurinn er mikill á efri og neđri flötum fyrst á tímabilinu, ţar eru hlýjustu tölur tímabilsins alls á 6. áratugnum - fyrir og um 1960. Í neđri flötunum er hámarkiđ ađeins seinna - ef lagst er í smáatriđin má sjá ađ yfirborđiđ er fyrst neđri flatanna til ađ ná sínu hámarki, síđan koma hinir lágfletirnir á eftir. 

Hvađ segir ţetta síđan? Hitasveiflur í efri og neđri flötum eru ekki ţćr sömu. Bein áhrif aukinna gróđurhúsaáhrifa gćtu skýrt eitthvađ (ţar á „eftir bókinni“ ađ hlýna í neđri flötum - en kólna í ţeim efstu). Í neđstu flötunum eru trúlega einhver sjávarkulda- og hafísáhrif - hafísáhrif sjást ţó ekki mjög vel á myndunum (kannski gera ţau ţađ á vorin - viđ vitum ţađ ekki). Viđ vitum ekki heldur hvort hćgfara sjávarhitabreytingar tengjast auknum gróđurhúsaáhrifum beint.

Í efri flötunum - og sérstaklega í 300 hPa og 200 hPa geta breytingar á legu heimskautarastarinnar haft umtalsverđ áhrif á hitafariđ vegna lóđréttra hreyfinga í kringum röstina. Ekkert hefur ţó komiđ fram sem beinlínis stađfestir slíkan breytileika í námunda viđ Ísland.  

En látum ţessa umfjöllun um háloftahitafar enda hér - ađ sinni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 2351207

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 579
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband