3.8.2022 | 21:31
Næstúrkomusamast
Árið 2022 er enn með í úrkomusamkeppninni í Reykjavík, fyrstu sjö mánuðirnir eru þeir næstúrkomusömustu frá upphafi samfelldra mælinga 1920. Í hungurdiskapistli sem birtist 13.apríl birtist samanburðarmynd. Ritstjórinn hefur nú uppfært hana til og með 1. ágúst.
Myndin sýnir uppsafnaða úrkomu í Reykjavík eftir því sem á árið líður. Lárétti ásinn sýnir mánuði ársins en sá lóðrétti úrkomuna. Myndin skýrist sé hún stækkuð, en enn skýrara eintak fylgir í viðhengi (pdf-skrá). Árið í ár (2022) er blámerkt - sá ferill endar 1. ágúst. Úrkoma ársins 1921 hefur aftur haft yfirhöndina síðan 10. apríl. Nú munar um 40 mm á úrkomu 2022 (720,1 mm) og 1921 (760,4 mm). Neðsti ferillinn sýnir meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoman nú er um 60 prósent meiri en hún var að meðaltali orðin 1. ágúst á þessu tímabili.
Nú er spurning hvenær farið verður fram úr ársmeðaltalinu (875,9 mm). Árið 1925 náði þeirri tölu fyrst ára (sjá myndina að ofan). Þá hafði meðalúrkoma heils árs fallið frá áramótum til 24. september. Árið 1921 kom aðeins fáeinum dögum á eftir, 29. september, 1887 er í þriðja sæti, 2. október (ekki á myndinni) og 1989 í því fjórða 5. október. Úrkomumagnið 1925 hafði farið fram úr 1921 þann 13. september og hélt forystunni til 15. október. Á myndinni má sjá að 2018 fylgdi úrkomumestu árunum til að byrja með, en fór síðan að dragast aftur úr í apríl, en bætti það síðan upp með mikilli úrkomu framan af sumri - ferillinn er þá talsvert brattari heldur en hinir ferlarnir og komst að lokum í flokk fáeinna ára með úrkomu meiri en 1000 mm í Reykjavík. Náði þó ekki 2007 sem enn er úrkomumesta ár aldarinnar.
Það er 1921 sem er síðan úrkomumesta ár sem við vitum um í Reykjavík - hreinsaði af sér alla keppinauta og fór í 1291,1 mm. Mjög mikið rigndi síðari hluta árs árið 2007 (ekki á myndinni), nægilega mikið til að koma því ári í annað sæti, 1125,4 mm, en samt langt á eftir 1921. Verði úrkoma í Reykjavík síðustu fimm mánuði ársins í meðallagi verður árið það úrkomusamasta á öldinni (fer rétt fram úr 2007), en haldi úrkoman áfram að vera að jafnaði 60 prósent umfram meðallag yrði metið frá 1921 slegið.
Mesta úrkoma sem við vitum um síðustu fimm mánuði ársins í Reykjavík er 744,1 mm. Það var árið 2007, árið 2016 er í öðru sæti, langt á eftir, með 573,7 mm. Síðustu fimm mánuðir ársins voru þurrastir árið 1960, úrkoma þá mældist aðeins 196,8 mm.
Ómögulegt er um að segja hvernig þessi keppni endar nú, en mörgum mun nú finnast að vestanáttarsyrpan sem staðið hefur linnulítið frá áramótum (og reyndar í september og nóvember á síðasta ári líka) hljóti að fara að linast - en svona syrpur hafa raunar oft orðið enn lengri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 64
- Sl. sólarhring: 1072
- Sl. viku: 2735
- Frá upphafi: 2426592
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 2438
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.