Smávegis af júlímánuđi

Međan viđ bíđum uppgjörs Veđurstofunnar lítum viđ á ţađ hvernig hiti júlímánađar rađast á spásvćđunum. Ţetta er 22. júlímánuđur ţessarar aldar og reyndist einn af ţeim svalari.

w-blogg020822c

Hann var ađ tiltölu kaldastur á Norđurlandi eystra, ţar er hann sá fjórđikaldasti á öldinni. Viđ Faxaflóa sá fimmtikaldasti. Svo vill til ađ í Reykjavík var hann enn kaldari ađ tiltölu, í hópi ţriggjaköldustu, ef viđ notum tvo aukastafi viđ útreikning er hann sá kaldasti, en varla ţó marktćkt. Ađ tiltölu var hlýjast á Suđausturland, ţar er ţetta elleftihlýjasti júlímánuđur aldarinnar. Á svćđunum sem merkt eru međ bláu telst mánuđurinn kaldur ađ ţriđjungatali (en ađeins miđađ viđ árin 22), á hvítmerktu svćđunum er hitinn í međallagi. 

w-blogg020822a

Kortiđ (gert af Bolla P.) sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins í júlí (heildregnar línur), međalţykkt (strikalínur) og ţykktarvik miđađ viđ tímabiliđ 1981-2010 (litir). Viđ höfum setiđ í lćgđasveigju og nokkuđ ákveđinni vestanátt mestallan mánuđinn. Eiginlega hefđi ritstjórinn búist viđ ţví ađ ţessar ađstćđur biđu upp á meiri kulda en hér má sjá. Ţykktin er ađeins rétt neđan međallags - en ađ öđru leyti var veđurlagiđ samt í samrćmi viđ legu flatarins - óstöđugt loft ríkjandi, skúra- og skýjasćlt og lítiđ um hlýindi. 

Viđ getum leitađ ađ ćttingjum ţessa mánađar í fortíđinni. Einna líkastur er júlí 1964. 

w-blogg020822b

Hér má sjá eindregna vestanátt og lćgđasveigju. Ţykktarvikin eru öllu meiri en nú (en viđmiđunartímabil ţó ekki ţađ sama). Landsmeđalhiti í byggđ var nú 10,0 stig, en 9,7 í júlí 1964. Textahnotskurn ritstjóra hungurdiska segir: „Óhagstćđ tíđ á S- og V-landi, en hagstćđ norđaustanlands. Hiti var í međallagi“. Ţađ sem viđ teljum nú í međallagi ţótti hlýtt ţá - höfum ţađ í huga. 

Ritstjóra hungurdiska finnst einkennilega mikiđ kvartađ undan tíđinni nú - og ađ ástćđulitlu. Viđ höfum fengiđ ađ upplifa marga góđa daga til útiveru, ţó blíđviđriđ hafi veriđ nokkuđ skammvinnt hverju sinni og mjög hlýja daga hafi vantađ. Heyra má ýmiskonar „vćntingar“ um ađ hnattrćn hlýnun eigi ađ hafa útrýmt venjulegum íslenskum sumrum nú ţegar. Ţađ er mikill misskilningur og raunar útúrsnúningur. Breytileiki veđurfarsins frá ári til árs er meiri en svo. En munum ađ ţó ţessi júlímánuđur teljist kaldur miđađ viđ brćđur sína undanfarin 20 ár er hann ađ hita til fyllilega í međallagi ţeirra júlímánađa sem ritstjóri hungurdiska ólst upp viđ og reyndi ađ auki fyrstu 20 starfsár sín á Veđurstofunni. 

Viđbót 3.ágúst: Vestanátt var óvenjuţrálát á veđurstöđunum í nýliđnum júlímánuđi, heldur meiri en í júlí í fyrra. Leita ţarf aftur til júlímánađar 2002 til ađ finna svipađ og aftur til júlí 1989 til ađ finna stríđari vestanátt í ţessum mánuđi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 62
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 998
  • Frá upphafi: 2351199

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 848
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband