1.2.2022 | 14:48
Smávegis af janúar
Veður var heldur órólegt í janúar, Austurland slapp þó einna best - og þar var úrkoma minnst. Fokskaðar urðu þó þar snemma í mánuðinum. Þegar á heildina er litið virðist mánuðurinn hafa verið sá næststormasamasti á öldinni - á eftir janúar árið 2020. Meðan við bíðum eftir uppgjöri Veðurstofunnar fyrir einstakar stöðvar lítum við (óábyrgt) á meðalhitaröðun á spásvæðunum.
Hitinn er víðast nærri meðallagi, raðast í 10. til 12. hlýjasta sæti (af 22) á flestum svæðum. Vestfirðir skera sig þó aðeins úr. Þar var mánuðurinn í 19. hlýjasta (fjórðakaldasta) sæti aldarinnar - kannski í samræmi við það að lægðir fóru margar hverjar yfir landið þannig að sunnanhlýindi lægðanna náðu sjaldnar vestur á firði heldur en í aðra landshluta.
Háloftauppgjör sýnir að langt er síðan vestanátt háloftanna hefur verið svona stríð í janúar. Við þurfum að fara aftur til janúarmánaðar 1981 til að finna svipað - og síðan benda endurgreiningar (bæði sú bandaríska og sú evrópska) á janúar 1923 sem eitthvað svipað.
Myndin sýnir meðalhæð hæð 500 hPa-flatarins í janúar. Hún var ekki fjarri meðallaginu hér á landi, en mikil jákvæð vik voru sunnan við land, en neikvæð norður og vestur undan. Þetta þýðir að vestanáttin var umtalsvert stríðari en venjulegt er. Við sjáum líka að áttin var sunnan við vestur (eins og reyndar er langalgengast).
Í janúar 1981 var jákvæða vikið sunnan við land enn meira en nú - og staðan vestan Grænlands nokkuð önnur heldur en nú.
Illviðrasamt var í janúar 1981. Það gerðist nokkrum sinnum að bílar fuku af vegum og foktjón varð. Sömuleiðis urðu krapa- og vatnsflóð seint í mánuðinum. Minnisstæðast er framhlaupið við Lund í Lundarreykjadal, en það sópaði burt fjósi, hlöðu og litlu hesthúsi og drap nokkra gripi. Mál sem þyrfti sannarlega að rannsaka nánar (ég man ekki eftir sérstakri skýrslu um þetta). Sömuleiðis varð flóð á Sauðárkróki og krapahlaup á Bíldudal.
Annars hurfu illviðri janúarmánaðar 1981 mjög í skuggann fyrir veðrinu mikla 16.febrúar en það var gjarnan kennt við Engihjalla í Kópavogi. Eitt af verstu veðrum síðari tíma. Fjallað var um það í sérstökum pistli hér á hungurdiskum fyrir nokkrum árum.
Kortið hér að ofan er ágiskun um stöðuna í janúar 1923. Þetta var afskaplega illviðrasamur mánuður, eins og lesa má um í yfirliti hungurdiska um veður og veðurlag ársins 1923. Mikið tjón varð á Grandagarði við höfnina í Reykjavík þ.13. til 14. Tjón varð í fleiri veðrum. Í vestanáttinni reif ís úr Grænlandssundi og komust stakir jakar inn á Önundarfjörð undir lok mánaðarins. Mikil umskipti urðu um og fyrir miðjan febrúar og gerði eindregnar austanáttir og mátti heita afbragðstíð það sem eftir lifði vetrar.
Hvað gerist nú í framhaldinu vitum við ekki - en við sjáum ekki enn enda háloftavestanáttasyrpunnar. Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 109
- Sl. sólarhring: 206
- Sl. viku: 2431
- Frá upphafi: 2413865
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 2246
- Gestir í dag: 99
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.