Tvö hundruđ ár

Um ţessar mundir eru liđin 200 ár síđan Jón Ţorsteinsson landlćknir hóf veđurathuganir í Reykjavík. Viđ vitum ekki nákvćmlega hvađa dag hann byrjađi ađ athuga - sennilega einhvern síđustu daga júlímánađar 1820, athuganir hafa varđveist frá og međ 1.ágúst. Viđ vitum ekki hvar Jón bjó fyrsta áriđ í bćnum, en í júlí 1821 flutti hann í Nesstofu og bjó ţar og gerđi athuganir ţar til 18.október 1833 - ţá flutti hann aftur til Reykjavíkur. Athugađi hann ţar allt til febrúarloka 1854. Hér verđur ekki gerđ grein fyrir athugununum - ef til vill lítum viđ betur á ţćr síđar.

jon_thorsteinsson_1839-mynd-gaimard

Myndinni af Jóni hér ađ ofan er nappađ úr myndabók Gaimard-leiđangursins, gerđ 1839 ađ ţví er virđist. Undir myndinni stendur „J'on Thorsteinsson, Médecin Général de l'Islande“ - og í texta ađ hann hafi gert nákvćmar veđurathuganir óslitiđ frá 1823. Jón og leiđangursmenn báru saman loftvogir sínar - og kom saman. 

Jón var fćddur á Kúgastöđum í Svartárdal og ólst upp í Holti á Ásum í Húnavatnssýslu 7.júní 1794 (1795 segja sumir). Hann var stúdent úr Bessastađaskóla 1815 og lauk prófi í lćknisfrćđi viđ háskólann í Kaupmannahöfn í júlí 1819. Stundađi spítalastörf í Kaupmannahöfn til vors en hafđi orđiđ landlćknir 7. desember 1819 og hélt ţví starfi til ćviloka, 15.febrúar 1855. Hann var jarđsettur í Hólavallagarđi og ţar má sjá leiđi hans.

jon_thorsteinss_1820-08-01i

Hér má sjá 1.síđu úr veđurhandriti Jóns. Hann sendi ţađ til danska vísindafélagsins - enda hafđi hann alla tíđ samstarf viđ ţađ um athuganir og fékk hjá ţví tćki. 

Í fyrstu var loftvog eina tćkiđ sem Jón gat notađ til mćlinga, en hitamćlir er á öllum kvikasilfursloftvogum. Loftvogin var hengd upp viđ glugga í óupphituđu norđurherbergi. Hitamćlir loftvogarinnar fylgir hitabreytingum utandyra og má nota hann til ađ giska gróflega á mánađarmeđalhita stađarins. 

Ţennan fyrsta dag ágústmánađar fyrir 200 árum var veđur í Reykjavík sem hér segir. Loftţrýstingur 27 franskar tommur og 6,4 línur (12 línur voru í tommunni sem er 27,07 mm) - eđa 993,7 hPa. Viđ ţurfum bćđi ađ leiđrétta til sjávarmáls, til 0°C og til 45° breiddarstigs - svo vill til ađ ţessar leiđréttingar ganga í ţessu tilviki til sitthvorrar handar.  

Hitinn á loftvoginni er 13°R [16,3°C] og lýsing á veđri: Suđaustan stormur, ţykkviđri. - Jú, eitthvađ getum viđ kannast viđ ţađ. Betra veđur var nćstu daga.

Um veđur og tíđ ársins 1820 má lesa í gömlum hungurdiskapistli: Af árinu 1820. En viđ hugsum til ţessara merku tímamóta. Einnig má geta ţess ađ í maí voru liđin 100 ár síđan Veđurstofan hóf (opinberlega) athuganir viđ höfuđstöđvarnar, sem ţá voru viđ Skólavörđustíg í Reykjavík. Ástćđa er til ađ minnast ţessara tímamóta beggja. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst sjaldan minnst á ţennan merka mann Jón Ţorsteinsson landlćkni. Ţurfti hann ekki ađ fást viđ illvígan mislingafaraldur sem hjó verulegt skarđ í ţjóđina einhvernstímann á hans tíma?

Halldór Jónsson, 31.7.2020 kl. 16:11

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţví miđur er nokkuđ fariđ af fenna yfir minningu Jóns landlćknis. Hann ţurfti ađ eiga viđ mislingafaraldurinn mikla sumariđ 1846, taliđ er ađ um 1500 hafi látist - (af tćplega 60 ţúsund íbúum landins). [Sjá Lćknablađiđ 2014]

Trausti Jónsson, 31.7.2020 kl. 16:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 173
 • Sl. sólarhring: 205
 • Sl. viku: 3055
 • Frá upphafi: 1954124

Annađ

 • Innlit í dag: 142
 • Innlit sl. viku: 2683
 • Gestir í dag: 127
 • IP-tölur í dag: 123

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband