Smávegis af júlí 2020

Vegna helgarinnar verđa víst nokkrir dagar í hefđbundiđ mánađaryfirlit Veđurstofunnar. Viđ tökum ţví smáforskot á sćluna. Mánuđurinn var í kaldara lagi - ef miđađ er viđ ađra júlímánuđi á ţessari öld, víđa um land er hann ýmist sá nćstkaldasti á öldinni eđa ţriđjikaldasti. Međalhiti í Reykjavík var 10,7 stig sem er -0,9 stigum neđan međallags 1991 til 2020 og -1,3 neđan međaltals síđustu tíu ára. - En reyndar er hann rétt ofan međallags áranna 1961 til 1990. 

Á röđunarlista lendir hann í 18.hlýjasta sćti (af 20) - eđa ţriđjakaldasta. Lítillega kaldara var í Reykjavík í júlí 2018 og 2002. Hlýjast var auđvitađ í fyrra, međalhiti ţá 13,4 stig - ţađ var hlýjasti júlí allra tíma í Reykjavík, kaldast var hins vegar í júlí 1874, međalhiti ţá ađeins 8,4 stig, 2,3 stigum kaldara en nú. Svipađ ástand var í júlí 1983 (eins og margir muna enn) međalhiti ađeins 8,5 stig. 

Á Akureyri var međalhiti nú 10,1 stig, -1,1 stigi neđan međallags 1991 til 2020, en -1,3 neđan međaltals síđustu tíu ára. 

w-blogg010820a

Taflan sýnir röđun hitans međal júlímánađa 2001 til 2020 á spásvćđunum tíu. Á Suđausturlandi rađast hitinn viđ međallag, í 16.sćti á Suđurlandi, en annars í 18. eđa 19.sćti. Á svćđinu frá Breiđafirđi norđur og austur um til Suđausturlands, auk Miđhálendisins er júlí 2015 sá kaldasti á öldinni, en 2001 á Suđurlandi og 2002 viđ Faxaflóa. 

Hiti í mánuđinum var rétt ofan međallags á fáeinum stöđvum suđaustanlands. Jákvćđa vikiđ miđađ viđ síđustu tíu ár var mest á Ingólfshöfđa, +0,4 stig, en neikvćtt vik var stćrst á Vatnsskarđi eystra, -2,3 stig. 

Úrkoma var í međallagi í Reykjavík, en nokkuđ ofan viđ á Akureyri. Sólskinsstundir í Reykjavík mćldust 209,7, (óyfirfarnar mćlingar) og er ţađ um 30 stundum fleiri en ađ međaltali síđustu tíu árin. 

Ţađ sem var e.t.v. óvenjulegast í mánuđinum var fjöldi frostnótta á landinu, 13 talsins. Oftast var ekki frost víđa hverju sinni en heildarfjöldinn verđur ađ teljast óvenjulegur. Ný mánađarlágmarksmet voru slegin allvíđa. 

Ritstjórinn mun e.t.v. bćta fleiri upplýsingum viđ ţennan texta um helgina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 159
 • Sl. sólarhring: 198
 • Sl. viku: 3041
 • Frá upphafi: 1954110

Annađ

 • Innlit í dag: 129
 • Innlit sl. viku: 2670
 • Gestir í dag: 117
 • IP-tölur í dag: 112

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband