31.7.2020 | 00:11
Tvö hundruð ár
Um þessar mundir eru liðin 200 ár síðan Jón Þorsteinsson landlæknir hóf veðurathuganir í Reykjavík. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða dag hann byrjaði að athuga - sennilega einhvern síðustu daga júlímánaðar 1820, athuganir hafa varðveist frá og með 1.ágúst. Við vitum ekki hvar Jón bjó fyrsta árið í bænum, en í júlí 1821 flutti hann í Nesstofu og bjó þar og gerði athuganir þar til 18.október 1833 - þá flutti hann aftur til Reykjavíkur. Athugaði hann þar allt til febrúarloka 1854. Hér verður ekki gerð grein fyrir athugununum - ef til vill lítum við betur á þær síðar.
Myndinni af Jóni hér að ofan er nappað úr myndabók Gaimard-leiðangursins, gerð 1839 að því er virðist. Undir myndinni stendur J'on Thorsteinsson, Médecin Général de l'Islande - og í texta að hann hafi gert nákvæmar veðurathuganir óslitið frá 1823. Jón og leiðangursmenn báru saman loftvogir sínar - og kom saman.
Jón var fæddur á Kúgastöðum í Svartárdal og ólst upp í Holti á Ásum í Húnavatnssýslu 7.júní 1794 (1795 segja sumir). Hann var stúdent úr Bessastaðaskóla 1815 og lauk prófi í læknisfræði við háskólann í Kaupmannahöfn í júlí 1819. Stundaði spítalastörf í Kaupmannahöfn til vors en hafði orðið landlæknir 7. desember 1819 og hélt því starfi til æviloka, 15.febrúar 1855. Hann var jarðsettur í Hólavallagarði og þar má sjá leiði hans.
Hér má sjá 1.síðu úr veðurhandriti Jóns. Hann sendi það til danska vísindafélagsins - enda hafði hann alla tíð samstarf við það um athuganir og fékk hjá því tæki.
Í fyrstu var loftvog eina tækið sem Jón gat notað til mælinga, en hitamælir er á öllum kvikasilfursloftvogum. Loftvogin var hengd upp við glugga í óupphituðu norðurherbergi. Hitamælir loftvogarinnar fylgir hitabreytingum utandyra og má nota hann til að giska gróflega á mánaðarmeðalhita staðarins.
Þennan fyrsta dag ágústmánaðar fyrir 200 árum var veður í Reykjavík sem hér segir. Loftþrýstingur 27 franskar tommur og 6,4 línur (12 línur voru í tommunni sem er 27,07 mm) - eða 993,7 hPa. Við þurfum bæði að leiðrétta til sjávarmáls, til 0°C og til 45° breiddarstigs - svo vill til að þessar leiðréttingar ganga í þessu tilviki til sitthvorrar handar.
Hitinn á loftvoginni er 13°R [16,3°C] og lýsing á veðri: Suðaustan stormur, þykkviðri. - Jú, eitthvað getum við kannast við það. Betra veður var næstu daga.
Um veður og tíð ársins 1820 má lesa í gömlum hungurdiskapistli: Af árinu 1820. En við hugsum til þessara merku tímamóta. Einnig má geta þess að í maí voru liðin 100 ár síðan Veðurstofan hóf (opinberlega) athuganir við höfuðstöðvarnar, sem þá voru við Skólavörðustíg í Reykjavík. Ástæða er til að minnast þessara tímamóta beggja.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 938
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3328
- Frá upphafi: 2426360
Annað
- Innlit í dag: 835
- Innlit sl. viku: 2991
- Gestir í dag: 816
- IP-tölur í dag: 752
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér finnst sjaldan minnst á þennan merka mann Jón Þorsteinsson landlækni. Þurfti hann ekki að fást við illvígan mislingafaraldur sem hjó verulegt skarð í þjóðina einhvernstímann á hans tíma?
Halldór Jónsson, 31.7.2020 kl. 16:11
Því miður er nokkuð farið af fenna yfir minningu Jóns landlæknis. Hann þurfti að eiga við mislingafaraldurinn mikla sumarið 1846, talið er að um 1500 hafi látist - (af tæplega 60 þúsund íbúum landins). [Sjá Læknablaðið 2014]
Trausti Jónsson, 31.7.2020 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.