3.12.2019 | 02:31
Mikil hitametahrina
Mikil (en skammvinn) hitametahrina gengur nú yfir landið. Hæsti hiti sem hingað til hefur mælst hér á landi í desember er 18,4 stig, það gerðist þann 14.desember 2001, á Sauðanesvita vestan Siglufjarðar. Þegar þetta er skrifað - rétt eftir miðnætti (og kominn 3.desember) - hefur þetta met fallið mjög rækilega því hiti hefur nú farið enn hærra á að minnsta kosti þremur veðurstöðvum, hæst á Kvískerjum í Öræfum, 19,7 stig - og í 19,0 stig í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og 18,7 stig í Vestdal við Seyðisfjörð. Varla er því nokkur vafi á að met hefur verið slegið - og enn er opið fyrir háar tölur næstu klukkustundirnar.
Ný desemberhitamet hafa verið sett á mörgum tugum sjálfvirkra stöðva - en uppgjör fyrir mönnuðu stöðvarnar skilar sér ekki fyrr en á morgun - kannski hafa met fallið þar líka. Hæsti hiti á athugunartíma á mönnuðu stöðinni á Akureyri var 14,5 stig nú í kvöld - en ekki verður lesið af hámarkshitamælinum þar fyrr en kl.9 í fyrramálið, núgildandi desembermet á Akureyri er 15,1 stig, sett þann 21. árið 1964. Aftur á móti fór hiti í kvöld í 16,5 stig á stöðinni við Krossanesbrautina.
Ritstjóri hungurdiska man varla eftir því að jafnmörg dægurhámarksmet hafi fallið sama daginn - líklega á um 200 stöðvum - rétt að bíða til morguns með að telja þau.
Óvenjuhlýtt loft hefur verið yfir landinu í dag - tveir helstu háloftahitavísar, 500/1000 hPa þykkt sem og mættishiti í 850 hPa voru í hæstu hæðum. Á kortum evrópureiknimiðstöðvarinnar sást meiri þykkt en 5540 metrar - nokkuð sem þykir allgott að sumarlagi og hæsta mættishitatalan var 26,3 stig. Það þarf hins vegar nokkra heppni (réttar aðstæður) til að koma háloftahlýindum ósködduðum niður að veðurstöðvunum - gerist nær aldrei á þessum tíma árs.
Sumir lesendur geta sér til skemmtunar rifjað upp gamla pistla hungurdiska, um óvenjulega hitabylgju á Kvískerjum í nóvember 1971, og tvo pistla um desemberhlýindi, í öðrum er fjallað um hæstu desemberhámörk, en í hinum kemur hitametið á Sauðanesvita líka við sögu (spurning sú sem þar er vísað í í upphafi pistilsins kom í kjölfar pistils dagsins áður (3.desember 2010). [Annars er ritstjóri hungurdiska löngu farinn að ruglast í efnisyfirliti diskanna - pistlarnir enda orðnir vel á þriðja þúsund talsins].
Viðbót síðdegis 3.desember:
Nú hefur metahrinan nokkuð skýrst. Eins og áður sagði féll landshámarkshitamet desembermánaðar rækilega. Hiti fór upp fyrir gamla metið á þremur stöðvum eins og tíundað var hér að ofan. Dægurmet féllu á meir en 200 stöðvum - sumar stöðvanna hafa að vísu athugað aðeins örfá ár, en sé miðað við 10 ára athugunartíma eða meira féllu 178 hámarksdægurmet í gær (þann 2.) og til þessa hafa 111 fallið í dag (3.), 20 féllu í fyrradag.
Desemberhitamet féllu eða voru jöfnuð á 53 sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í tíu ár eða meira - og á þremur mönnuðum. Á Akureyri hefur hámarkshiti verið mældur í um 80 ár. Hæsti hiti í desember til þessa mældist þar 15,1 stig þann 21. árið 1964, en fór í 15,5 stig nú. Á sjálfvirku stöðinni við Krossanesbraut á Akureyri fór hiti nú í 16,5 stig. Hitamet desembermánaðar féll einnig á Grímsstöðum á Fjöllum, hiti á mönnuðu stöðinni fór nú í 12,0 stig, en 12,4 stig á þeirri sjálfvirku, hæsti hiti til þessa í desember mældist á Grímsstöðum þann 14. árið 1997, 11,5 stig. Á fáeinum stöðum þar sem nú eru aðeins sjálfvirkar mælingar var áður mælt á hefðbundinn hátt. Hiti fór nú í 13,5 stig á Blönduósi, en hafði hæst farið í 12,6 á mönnuðu stöðinni sem lengi var þar. Met var sett á sjálfvirku stöðinni á Brú á Jökuldal, 11,3 stig, en þar hafði hiti á mönnuðu stöðinni farið í 12,0 stig, svipað á við um Fagurhólsmýri, metið á sjálfvirku stöðinni þar nú (10,5 stig) hreyfði ekki við gömlu meti þeirrar mönnuðu (11,0 stig). Eins var í Grímsey, en aðeins munar þó 0,1 stigi og á Skjaldþingsstöðum, Möðrudal, í kaupstaðnum á Seyðisfirði og í Nautabúi fór hiti nú ekki eins hátt og hæst hefur þar mælst áður á mönnuðu stöðvunum.
Myndin sýnir hámarkshita á 10-mínútna fresti í Kvískerjum í Öræfum og Bakkagerði á Borgarfirði eystra 2. desember 2019 og til hádegis þann 3. Mjög skyndilega hlýnaði kl.18 í Kvískerjum og um 2 tímum síðar í Bakkagerði. Vindur hreinsar þá kalt loft burt úr neðri lögum og afhjúpar hitann efra.
Myndin sýnir hita í Vestdal á Seyðisfirði (92 m yfir sjávarmáli) og á Gagnheiði (949 m yfir sjávarmáli) 2.desember 2019 og fram að hádegi þann 3. Græni ferillinn (hægri lóðréttur kvarði á myndinni) sýnir hitamun stöðvanna. Eftirtektarvert er að hiti er mun jafnari uppi á Gagnheiði heldur en niðri í firðinum, loftið að ofan tekst á við kaldara loft neðar - og það svo að um stund er hlýrra uppi á heiðinni heldur en niðri í firðinum - þrátt fyrir hæðarmuninn. Sé borið saman við fyrri mynd má einnig sjá að lengri tíma tók að hreinsa kalda loftið burt á Borgarfirði heldur en í Seyðisfirði, hiti var kominn í 10 stig strax kl.6 að morgni á Seyðisfirði - en ekki fyrr en kl.20 um kvöldið á Borgarfirði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 416
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 2714
- Frá upphafi: 2414378
Annað
- Innlit í dag: 386
- Innlit sl. viku: 2501
- Gestir í dag: 374
- IP-tölur í dag: 365
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.