Enn eitt gagnafylleríiđ

Eftir ţví sem ritstjóri hungurdiska best veit hefur veđurgagnafíkn ekki hlotiđ viđurkenningu sem sjúkdómur. En fíknin sú er erfiđ rétt eins og ađrar slíkar og túrarnir erfiđir ekki síst ţegar aldurinn fćrist yfir. Eins og í öđrum fíknisjúkdómum er allt notađ til ađ fullnćgja ţörfinni - nánast sama hvađ sem er. Enginn skilur hvers vegna í ósköpunum er hćgt ađ leggja sumt sér til munns - en svona er ţađ. 

Hringrásarvangaveltur ýmsar hafa reynst ritstjóranum drjúg efnislind á túrunum. En hann má vart á ţeim snerta án ţess ađ dagar og vikur hverfi í óminniđ. Lítiđ hefur veriđ hugađ ađ ţessum gömlu vangaveltum lengi - svo lengi ađ hreinsa ţurfti til - og endurnýja. En leiđir auđvitađ til gengdarlausrar neyslu. Fyrir rúmu ári síđan var hér á hungurdiskum fjallađ um veđurflokkunarkerfi sem kennt er viđ danska veđurfrćđinginn snjalla Ernest Hovmöller. Kerfi ţetta er sérlega einfalt - lítiđ mál er ađ skipa hverjum degi í einn af 27 mismunandi flokkum. Ţrátt fyrir allan einfaldleikann er ţađ samt svo ađ varla fćst nokkur mađur (hvorki veđurfrćđingar né ađrir) til ţess ađ taka fyrsta sopann - svo bragđvont virđist efniđ. 

Í fyrri pistli var kerfiđ skýrt út. Viđ endurtökum ţađ ekki hér - reynum ţađ síđar. Upphafleg vinna Hovmöllers (1979) var umfangsmikil og ţar varđ ýmislegt nánast alveg útundan - ţó inni í hugmyndakerfinu vćri. Eitt af ţví var dagleg sveigja háloftahćđarsviđsins í kringum Ísland (já, ekki hljómar ţađ vel). Í ţessu síđasta fylleríi ritstjórans reiknađi hann út daglega sveigju í endurgreiningum síđan 1871 - (rúma 54 ţúsund daga). Ekki verđa lesendur ţreyttir međ ţeim uppgangi öllum hér - en ţegar búiđ var ađ ţessu var auđvelt ađ slá á međalsveigju ársins. Hér var ákveđiđ ađ lćgđasveigja skyldi teljast neikvćđ (öfugt viđ ţađ sem venjulegast er). Ástćđan er sú ađ mikil lćgđasveigja fylgir lágum ţrýstiflötum og ţví einhvern veginn auđveldara ađ tengja jákvćđa sveigju jákvćđum hćđarvikum. En formerki skipta svo sem engu máli. 

Einingin og stćrđ hennar skiptir svosem ekki máli heldur en talan ţannig fengin ađ međalhćđ ţrýstiflatarins umhverfis Ísland er dregin frá hćđ flatarins yfir landinu sjálfu. Sé sú tala jákvćđ má gera ráđ fyrir ţví ađ hćđarsveigja sé á jafnhćđarflötunum. Ţetta var gert fyrir hvern dag og ársmeđaltal reiknađ (í metrum).

Útkomuna má sjá á međfylgjandi mynd.

w-blogg220819

Lárétti ásinn sýnir tímann frá 1871 til 2018. Súlurnar sýna sveigjutölu hvers árs, en rauđa línan er 10-ára keđjumeđaltal. Međalsveigja er neikvćđ (Íslandslćgđin og Baffinlćgđardragiđ). Sveigjan er ţó býsna breytileg frá ári til árs og stöku sinnum bregđur svo viđ ađ hún er jákvćđ. Í örfáum árum meira ađ segja mjög jákvćđ. Einnig skera nokkur ár sig úr međ mjög neikvćđa sveigju (mikla lćgđasveigju). Allgott samband er á milli sveigunnar og međalloftţrýstings (fylgnin ársmeđaltalanna er um 0,65). 

Beina, blástrikađa línan sýnir reiknađa leitni. Hún er ţó ekki marktćk í reynd. Ástćđan er einkum sú ađ fyrstu árum (eđa áratugum) endurgreiningarinnar er ekki alveg ađ treysta (hinn litli breytileiki frá ári til árs er t.d. ótrúverđugur). En loftţrýstingur hefur líka falliđ lítillega (ekki marktćkt) á tímabilinu. Ef viđ tćkjum leitnina bókstaflega gćti hún sagt okkur ađ loftiđ sem leikur um landiđ í háloftunum sé nú af heldur norrćnni uppruna en áđur (en ađrar skýringar koma einnig til greina). 

Ţađ er athyglisvert ađ áratugasveiflur eru nokkrar, ţađ dregur úr lćgđasveigjunni um tíma um miđbik aldarinnar - mest reyndar á sjöunda áratugnum en veđurlag hans var sem kunnugt er á margan hátt sérkennilegt. 

Hér sjást árin afbrigđilegu, 2010 og 2015 mjög vel. Hiđ fyrra međ afbrigđilega hćđarsveigju - ţá mestu á öllu tímabilinu, en ţađ síđara međ mjög mikla lćgđarsveigju, í flokki allra mestu lćgđasveigjuára. Almennt má segja ađ mikil lćgđasveigjuár teljist lök - sumir segja e.t.v. skítleg. 

Áriđ í ár (2019) hefur hingađ til einkennst af hćđarsveigju - en langt er enn til áramóta og endanlegar tölu. 

Marktćk fylgni er á milli sveigjunnar og úrkomu hér á landi og sömuleiđis ţrýstióróa (og ţar međ vindhrađa). Auđvitađ er líka mikil fylgni milli sveigjunnar og NAO-vísisins - og ţar međ hitafars í norđanverđri Evrópu. 

Ritstjóri hungurdiska mun reyna ađ trođa einhverju fleiru úr Hovmöllerkerfinu upp á lesendur á nćstunni - en gerir sér ţó grein fyrir ţví ađ fyrir flesta er ţetta heldur beiskur drykkur og ólystugur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 14
 • Sl. sólarhring: 479
 • Sl. viku: 2256
 • Frá upphafi: 2348483

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1975
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband