Nokkur orđ um veđurlagsflokkun Hovmřllers

Danski veđurfrćđingurinn Ernest Aabo Hovmöller (1912-2008) er nú langţekktastur fyrir sérstaka gerđ veđurrita sem kennd eru viđ hann (Hovmöller, 1949). Hann lauk magistersprófi í veđurfrćđi viđ Hafnarháskóla 1937 og starfađi síđan á dönsku veđurstofunni fram til ársins 1946. Ţá flutti hann til Svíţjóđar, tók ţar fil.lic. próf í frćđigrein sinni og gerđist deildarstjóri veđurfarsdeildar sćnsku veđurstofunnar áriđ 1955.

Hovmöller starfađi síđan lengst af í Svíţjóđ en dvaldi tvisvar viđ störf hér á landi. Í fyrra skiptiđ í ţrjá og hálfan mánuđ á árinu 1957 en síđar í ţrjá mánuđi voriđ kalda 1979, en hann hafđi fariđ á eftirlaun áriđ áđur.

Í fyrri dvölinni var hann ráđgefandi fulltrúi Sameinuđu ţjóđanna og leiđbeindi um starfsemi í veđurfarsdeild Veđurstofunnar (Veđráttan, ársyfirlit 1957). Einkum fjallađi hann um ađferđir til reikninga á međaltölum veđurs. Áriđ 1960 gáfu Sameinuđu ţjóđirnar út skýrslu hans um veđurfarsupplýsingar á Íslandi (Hovmöller, 1960). Nú, meir en hálfri öld síđar er ţađ enn grundvallarrit um veđurathuganir og međaltalsreikninga.

Áriđ 1979 dvaldi Hovmöller hér öđru sinni og vann viđ ađ koma hugmynd sinni um veđurlagsflokkun fyrir Ísland í framkvćmd. Tókst ţađ svo vel ađ ađferđir hans voru um nokkurra ára skeiđ notađar á Veđurstofunni viđ gerđ 3 til 5 daga veđurspáa. Hugmyndina hafđi hann ađ einhverju leyti reynt áđur í Svíţjóđ upp úr 1960. Ţórir Sigurđsson veđurfrćđingur sá um tölvuúrvinnslu íslenskra gagna og forritun, en ritstjóri hungurdiska var Hovmöller til ađstođar. Minnist hann lćrdómsríkrar samvinnu međ hlýhug og ţakklćti. 

Veđurlagsflokkun

Ţađ er alkunna ađ í suđlćgum áttum er gjarnan ţurrviđrasamt um norđaustanvert landiđ en oftast er ţurrt suđvestanlands ţegar vindur blćs af norđri. Býsna fróđlegt er ađ bera saman veđur viđ svipuđ skilyrđi, t.d. athuga úrkomudreifingu á landinu annars vegar í hlýjum suđlćgum áttum og hins vegar í dćmigerđum útsynningi. Hovmöller bjó til flokkunarkerfi sem nota má í ţessu skyni.

Viđ veđurlagsflokkun Hovmöllers var eingöngu litiđ á veđurlag í 500 hPa-ţrýstifletinum í námunda viđ landiđ en ţessi ţrýstiflötur er oftast í rúmlega 5 km hćđ yfir landinu. Reiknađar voru mćlitölur fyrir styrk vestan- og sunnanátta í fletinum fyrir hvern einasta dag í tuttugu ár, 1958 til 1977. Ađ ţví loknu voru mánuđirnir skildir ađ.

Í janúarmánuđum ţessara 20 ára eru alls 620 dagar. Ţessum dögum var ţvínćst skipt í ţrennt: Hluta sem inniheldur ţá 207 daga sem sterkasta vestanátt reyndust hafa í 500 hPa-fletinum, ţá 207 daga sem vestanáttin var veikust og loks afganginn. Vestanáttinni í háloftunum var ţannig skipt á ţrjá flokka sem einfaldlega voru kallađir 1, 2 og 3. Hćsta talan á viđ sterkustu vestanáttina, en talan 1 ţá veikustu. Sams konar skipting var einnig gerđ fyrir sunnanáttina.

Auk ţess sem vindar eru mismiklir og hafa mismunandi stefnu í 500 hPa er mislangt upp í flötinn. Hćđinni var nú einnig skipt í ţrjá flokka ţannig ađ í fyrsta flokkinn koma ţeir 207 dagar sem hafa hćstan 500 hPa-flöt o.s.frv. Ţessir flokkar eru nefndir 4, 5 og 6 til ađgreiningar frá sunnan- og vestanţáttunum. Talan 4 stendur fyrir hćsta 500 hPa-ţriđjungsflokkinn en 6 fyrir ţann lćgsta.

Á ţennan hátt fást í janúarmánuđi 27 flokkar og skipast allir dagar í flokk. Hver flokkur fćr 3 stafa einkennistölu. Sem dćmi má nefna ađ í flokki 114 er vestanáttin veik (1), sunnanáttin líka (1) og 500 hPa-flöturinn stendur tiltölulega hátt (4). Í flokki 215 er vestanátt í međallagi, sunnanátt veik og 500 hPa-hćđin er nćrri međallagi.

Sama ađferđ var síđan notuđ til ađ finna flokkamörk annarra mánađa ársins. 

Hér ber ađ athuga ađ í flestum mánuđum er međalvindátt í 500 hPa-fletinum af vestsuđvestri yfir Íslandi. Svo vill til ađ í allmörgum mánuđum eru skil milli sunnan- og norđanátta einmitt ekki fjarri mörkum flokkanna 1 og 2. Talan einn í sunnanáttarsćtinu ţýđir ţví oftast ađ vindátt ţann daginn hefur veriđ norđlćg í 500 hPa-fletinum. Allmargir dagar međ raunverulega vestanátt eru hins vegar í flokki 1 í vestanáttarsćtinu ţótt vindátt sé af austri í meginhlutanum.

Hér er rétt ađ ítreka ađ samtals eru í öllum flokkum sem byrja á 1 (ţ.e. 1xx) ţriđjungur daga ţess tímabils sem međ er í athuguninni.

Reikningur Hovmöllerţáttanna

Lítum nú á eitt háloftakort af svćđi í kringum Ísland.

w-blogg-030518-hov-a

Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar [litir sýna ţykkt - og eru flokkuninni óviđkomandi]. Hćđ flatarins er lesin af kortunum í punktum sem hér eru merktir p1 til p9, viđ fimmta hvern breiddarbaug og tíunda hvern lengdarbaug í kringum Ísland. Hćđareiningin er dekametrar (dam = 10 metrar). Í punktinum p5, [65°N, 20°V] er 500 hPa-flöturinn hér í 511 dekametra hćđ.

Á kortinu má sjá ađ sunnan- og suđvestanátt ríkir yfir landinu. Vindur blćs samsíđa jafnhćđarlínunum og er ţví meiri eftir ţví sem línurnar eru ţéttari. Hovmöller býr til mćlitölur sem sýna vindátt, styrk og stefnu. 

Mál fyrir styrk vestanáttarinnar fćst međ ţví ađ leggja saman hćđirnar í p7, p8 og p9 og draga samanlagđa hćđ í p1, p2 og p3 síđan frá. Vestanátt verđur jákvćđ. Styrkur sunnanáttarinnar fćst ţá á sama hátt:

(p3 + p6 + p9) – (p1 + p4 + p7)

Sunnanátt er jákvćđ. Mćlieiningarnar köllum viđ H-einingar, eftir Hovmöller. Ţennan dag (2.maí 2018, kl.12 - greining evrópureiknimiđstöđvarinnar) var styrkur vestanáttarinnar, skammstafađur „A“ = 30 H, en styrkur sunnanáttarinnar, „B“ = 22 H og hćđin yfir miđju Íslandi (p5) var 511 dam. Mánuđur er maí. Sé flett upp í töflu ţar sem flokkamörk ţáttanna í einstökum mánuđum eru listuđ má sjá ađ ţessar tölur gefa flokkinn 336 (sterk vestanátt, sterk sunnanátt og lágur 500 hPa-flötur).

Vinna Hovmöllers

Áriđ 1978 til 1979 var mikil vinna lögđ í ađ lesa hćđir 500 hPa-flatarins í Hovmöllerpunktunum út úr útgefnum veđurkortum. Til ţess var notađ kortasafniđ Täglicher Wetterbericht á árunum 1958 til 1977. Ţví nćst voru flokkamörk reiknuđ og dögum skipađ í flokka. Međalveđur flokkanna 27 á 23 veđurstöđvum um land allt var reiknađ og niđurstöđur fćrđar á átta mismunandi kort fyrir hvern veđurflokk hvers mánađar. Í upphafi voru sumarmánuđirnir júní, júlí og ágúst óflokkađir en ţví verki lokiđ um 2 árum síđar.

Hovmöller skrifađi ítarlega veđurlýsingu fyrir flokkana og skýrđi einkenni ţeirra. Allur texti hans frá 1979 fylgir hér í viđhengi(pdf-sniđ). Er hann hin fróđlegasta lesning. Strax kom í ljós ađ veđur flokkanna greindist vel ađ í raunveruleikanum.

Notkun flokkunarinnar viđ veđurspár

Ţegar Hovmöller kom hingađ til lands 1979 komu hér í hús amerískar 5 daga sjávarmálsţrýstings- og 500 hPa hćđarspár, fimm daga handteiknuđ sjávarmálsveđurspá kom frá bresku veđurstofunni og ţađan kom einnig 24-stunda 500 hPa og ţykktarspá reiknuđ í líkani. Allar ţessar spár bárust á (óskýrum) faxkortum. Auk ţess komu hingađ svokallađir „punktar“, listi 500 hPa hćđar- og sjávarmálsţrýstigilda sem ţurfti ađ handrita á veđurkort og draga. Spár ţessar náđu 24 og 48 stundir fram í tímann. Allar spárnar bárust tvisvar á dag. Breska sjávarmálsspáin ţó fjórum sinnum á dag sólarhring fram í tímann ásamt greiningu.

Fljótlega var ráđist í ađ reyna hovmöllerkerfiđ á ţessar spár. Fyrst ţurfti ađ athuga hvort spárnar vćru nothćfar og ađ ţví loknu varđ ađ finna spánum heppilegt form til notkunar.

Veikleikar spáađferđarinnar voru einkum tveir.

i) Möguleikar á veđri eru mun fleiri en 27 í hverjum mánuđi og reyndist dreifing bćđi úrkomu og hita í hverjum flokki vera mikil. Ţótt tölvuspárnar hittu á réttan hovmöllerflokk er veđriđ oft ódćmigert fyrir flokkinn. Hins vegar stefna međaltöl nokkurra daga sama flokks fljótt í eindregna átt. En suđ reyndist mjög mikiđ.

ii) Tölvuspárnar eru rangar.

Prófun á spánum varđ ţví ađ vera tvíţćtt. Annar vegar var athugađ hvernig hita og úrkomu var spáđ í Reykjavík og á Akureyri međ ţví ađ nota flokka tölvuspárinnar en hins vegar var athugađ hvernig tölvuspánum gekk ađ spá réttum flokki.

Strax kom í ljós ađ spá um hita međ ţví ađ nota kortameđaltölin beint reyndist lítiđ betri heldur en sístöđuspá (persistens). Ţá var reynt ađ spá hitabreytingum nćstu 2 til 4 sólarhringa ţannig ađ gengiđ var út frá međalhita fyrsta dags („dagsins í dag“) og síđan spáđ hlýnandi, kólnandi eđa svipuđum hita. Miđađ var viđ ađ ef hiti átti ađ vera meir en 2 stigum hćrri ţegar spáin gilti heldur en „nú“ var spáđ hlýnandi, kólnandi var spáđ á sama hátt.

Ţetta gekk allvel fyrir Reykjavík, spárnar fyrir dagana ţrjá reyndust „réttar“ í um ţađ bil 2 tilvikum af 3 međan sístöđuspá var rétt í um 40% tilvika miđađ viđ tveggja sólarhringa spá. Ţetta gekk líka vel fyrir Akureyri, en ţar var sístöđuspá rétt í um 30% tilvika. Álíka gekk međ 3 og 4 sólarhringa.

Frekari prófanir verđa ekki raktar hér en hovmöllerađferđin hefur trúlega gert 3 til 4 daga veđurspár mögulegar á árunum upp úr 1980. Haustiđ 1982 varđ bylting í veđurspám í hér á landi og víđar ţegar spár evrópureiknimiđstöđvarinnar urđu ađgengilegar og bćđi breska og síđan bandaríska veđurstofan bćttu líkön sín umtalsvert.

Hér var um hríđ fylgst međ flokkahittni bandarísku spánna og spáa reiknimiđstöđvarinnar. Fljótlega kom í ljós ađ sú síđarnefnda hafđi um eins dags forskot á gćđi 4 og 5 daga spáa umfram hina. Sömuleiđis kom í ljós ađ hittni reiknimiđstöđvarinnar tók árlegum framförum og gćđin fóru fljótlega fram úr tölfrćđilegum spám á viđ hovmöllerađferđina sem ţar međ varđ fljótt úrelt [sem 3 til 5 daga spá] og hvarf alveg úr notkun eftir miđjan níunda áratuginn. Um ţađ leyti var einnig fariđ ađ reyna ađ spá hita út frá ţykktarspám og gaf sú ađferđ almennt betri árangur heldur en spár sem notuđu hovmöllerkortin beint.

Önnur notkun hovmöllergreiningar

Ţrátt fyrir ađ greiningarađferđ Hovmöllers hafi fljótt orđiđ úrelt [miđađ viđ upphaflega ćtlađa notkun] er hún mjög gagnleg sem mćlikvarđi á breytileika veđurs og veđurfars, jafnvel til lengri tíma. Ţetta á frekar viđ um mćliţćttina ţrjá heldur en flokkunina. Um 1990 var fariđ ađ „endurgreina“ veđur aftur í tímann međ tölvureikningum. Fram ađ ţví hafđi öll greining á eldra veđri byggst á notkun handteiknađra korta eđa ţá mjög frumstćđum tölvugreiningum.

Verkefni voru sett í gang beggja vegna Atlantshafs, fyrst svokallađ necp-verkefni sem endurgreindi veđur áranna frá 1958 (alţjóđajarđeđlisfrćđiáriđ). Niđurstöđur voru formlega birtar áriđ 1996 í grein í fréttariti ameríska veđurfrćđifélagsins (Kalnay og félagar). Reiknimiđstöđ evrópuveđurstofa tók einnig til viđ endurgreiningar, sú fyrsta tók til 15 ára (ERA15), en síđan var fariđ aftur til 1958 og veđur áranna fram til 2002 greint á nákvćmari hátt en í ncep-verkefninu undir verkefnisheitinu ERA40.

Gögn úr ncep-greiningunni bárust hingađ til lands 1998 í tengslum viđ fjölţjóđleg rannsóknarverkefni sem evrópusambandiđ styrkti. Ţá var hovmöllerflokkunin endurtekin og lauslega borin saman viđ fyrri flokkun. Í heild breyttust flokkamörk lítiđ og erfitt reyndist ađ tengja veđurfarsbreytingar áranna 40 beint viđ flokkana, ef til vill eru ţeir of margir.

Hins vegar kom hiđ breytilega veđurfar mjög vel fram í hovmöllermćlitölunum sjálfum og gat breytileiki ţeirra „skýrt“ út stóran ţátt veđursveiflna ţessa tímabils. Eftirliti međ hovmöllertölunum og ţáttarúmi ţeirra hefur veriđ haldiđ áfram síđan og hefur ritstjóri hungurdiska flutt nokkur erindi um ţađ eftirlit á ţingum Veđurfrćđifélagsins á undanförnum árum.

Tilraunir hafa veriđ gerđar međ ađ nota afbrigđi af ađferđ Hovmöllers viđ túlkun tveggja til ţriggja vikna veđurspáa og lofa ţćr góđu. 

Nokkur grein er gerđ fyrir vinnu á ţessu sviđi í greinargerđinni Regional Climate and Simple Circulation Parameters sem út fyrst 1993 og í annarri prentun 1997. Síđari prentunin er ađgengileg á vef Veđurstofunnar:

http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/1997/RegionalClimate.pdf

Ţar er međal annars gerđ grein fyrir samskonar ţáttagreiningu fyrir 1000 hPa-flötinn og 500/1000 hPa-ţykktarflötinn yfir Íslandi, auk greiningu ársţátta yfir Grćnlandi, Suđur-Noregi, Svalbarđa og Finnlandi.

Ţekktasta grein Hovmöllers:

Hovmöller, E. (1949), The Trough-and-Ridge diagram. Tellus, 1: 62–66. doi: 10.1111/j.2153-3490.1949.tb01260.x


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Nýjustu myndir

 • w-blogg150220
 • w-blogg150220b
 • w-blogg110220a
 • w-blogg102020c
 • w-blogg100220b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.2.): 187
 • Sl. sólarhring: 416
 • Sl. viku: 4344
 • Frá upphafi: 1894158

Annađ

 • Innlit í dag: 162
 • Innlit sl. viku: 3771
 • Gestir í dag: 146
 • IP-tölur í dag: 140

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband