Hlýtt í Hólminum (og víðar)

Ritstjórinn sér að hámark dagsins hefur náð 18,3 stigum í Stykkishólmi (þriðjudag 14.maí). Það er það mesta sem sjálfvirka stöðin þar hefur mælt í maí (18,1 stig mældist 30.maí 2004). Ekki vantar nema 0,1 stig upp á síðariáramet mönnuðu stöðvarinnar, 18,4 stig, en sá hiti mældist líka 30.maí 2004. Ein hærri maítala er til úr Hólminum frá eldri tíma, þann 27.maí 1901 voru 19,9 stig á hámarksmælinum. Reyndar var hámarkshiti á þeim tíma aðeins mældur einu sinni á sólarhring, kl.8 að morgni (9 að okkar tíma) og hitinn er því frá deginum áður, 26.maí. Þann dag fór hiti í 20,2 stig í Reykjavík. [Gaman að velta vöngum yfir gömlum hitabylgjum]. En hiti dagsins í dag í Hólminum er sá hæsti sem mælst hefur þar svo snemma vors (sýnist ritstjóranum).

En hæsti hiti dagsins til þessa á landinu eru 19,9 stig (á Végeirsstöðum i Fnjóskadal og við Mývatn) - rétt vantar á að tuttugustigamúrinn hafi verið rofin í fyrsta sinn á árinu.

Viðbót - skrifuð 15.maí:

Í ljós kom að hiti fór í 20,4 stig á Torfum í Eyjafirði í gær (þriðjudag 14.maí). [Stöðin var í sendingarverkfalli síðdegis og fram á morgun - en skilaði síðan sínu]. Það voru þar með fyrstu 20 stig ársins 2019 á landinu. Svo fór hiti í 20,1 stig á Sauðárkróksflugvelli í dag, 15.maí. Í pistli hungurdiska þann 23.júní 2014 var fjallað um það hvenær vors 20 stigum er fyrst náð á landinu - að meðaltali. Meðaldagsetning áranna 1997 til 2014 er einmitt 14.maí - en miðgildisdagur (jafnoft fyrir og eftir) er 17.maí. Koma fyrstu 20 stiga ársins 2019 telst því í meðallagi. Það er svo annað mál að þessi dagur hefur birst fyrr á þessari öld heldur en áður var að jafnaði - virðist muna um það bil viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg081124d
  • w-blogg081124a
  • w-blogg071124a
  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 253
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 1687
  • Frá upphafi: 2408555

Annað

  • Innlit í dag: 236
  • Innlit sl. viku: 1516
  • Gestir í dag: 228
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband