Stundum sleppum viđ vel

Ţó heldur kalt hafi veriđ undanfarna daga, sérstaklega um landiđ norđaustanvert, er samt ekki hćgt ađ segja ađ illa hafi fariđ - en litlu munar. Ritstjóri hungurdiska hefur stöku sinnum minnst á ţađ sem hann (en enginn annar) kallar „ţverskorna kuldapolla“. Sá sem viđ sjáum á kortinu hér ađ neđan er ađ vísu ekki mjög öflugur - og kannski ekki alveg fullkominn ađ gerđ heldur - en samt.

w-blogg110519b

Ţetta kort evrópureiknimiđstöđvarinnar gildir á miđnćtti síđastliđna nótt (ađfaranótt laugardags 11.maí). Háloftalćgđ - (kuldapollur) er fyrir norđaustan land. Litirnir sýna hér hćđ 500 hPa-flatarins (ekki ţykktina), en jafnţrýstilínur sjávarmálsţrýstings eru heildregnar. Eins og sjá má liggja ţćr um kuldapollinn ţveran. Ekki sérlega öflugt kerfi - en nćgir samt til ţess ađ búa til leiđindaveđur fyrir norđaustan land í dag (laugardag).

w-blogg110519a

Hér má sjá spá reiknimiđstöđvarinnar fyrir sjávarmálsţrýsting, vind og úrkomu sem gildir kl.18 síđdegis í dag, laugardag. Mikil leiđindi á ferđ vestan og suđvestan viđ Jan Mayen, í nótt á brúnin á ţessu veđri rétt ađ strjúka norđausturströndina - en svo virđist sem viđ sleppum annars vel. Stormur og mikiđ hríđarveđur er í norđvestanáttinni - alvöru vorhret - sem viđ hefđum fengiđ á okkur hefđu kerfi og ţróun veriđ um 500 km sunnar en reyndin er. 

Tilviljun rćđur hér mestu - viđ fáum svona veđur auđvitađ yfir okkur endrum og sinnum á ţessum árstíma - en segjum nú bara „sjúkk“. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.10.): 333
 • Sl. sólarhring: 633
 • Sl. viku: 2242
 • Frá upphafi: 1840857

Annađ

 • Innlit í dag: 305
 • Innlit sl. viku: 1998
 • Gestir í dag: 298
 • IP-tölur í dag: 289

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband