14.5.2019 | 16:53
Hlýtt í Hólminum (og víðar)
Ritstjórinn sér að hámark dagsins hefur náð 18,3 stigum í Stykkishólmi (þriðjudag 14.maí). Það er það mesta sem sjálfvirka stöðin þar hefur mælt í maí (18,1 stig mældist 30.maí 2004). Ekki vantar nema 0,1 stig upp á síðariáramet mönnuðu stöðvarinnar, 18,4 stig, en sá hiti mældist líka 30.maí 2004. Ein hærri maítala er til úr Hólminum frá eldri tíma, þann 27.maí 1901 voru 19,9 stig á hámarksmælinum. Reyndar var hámarkshiti á þeim tíma aðeins mældur einu sinni á sólarhring, kl.8 að morgni (9 að okkar tíma) og hitinn er því frá deginum áður, 26.maí. Þann dag fór hiti í 20,2 stig í Reykjavík. [Gaman að velta vöngum yfir gömlum hitabylgjum]. En hiti dagsins í dag í Hólminum er sá hæsti sem mælst hefur þar svo snemma vors (sýnist ritstjóranum).
En hæsti hiti dagsins til þessa á landinu eru 19,9 stig (á Végeirsstöðum i Fnjóskadal og við Mývatn) - rétt vantar á að tuttugustigamúrinn hafi verið rofin í fyrsta sinn á árinu.
Viðbót - skrifuð 15.maí:
Í ljós kom að hiti fór í 20,4 stig á Torfum í Eyjafirði í gær (þriðjudag 14.maí). [Stöðin var í sendingarverkfalli síðdegis og fram á morgun - en skilaði síðan sínu]. Það voru þar með fyrstu 20 stig ársins 2019 á landinu. Svo fór hiti í 20,1 stig á Sauðárkróksflugvelli í dag, 15.maí. Í pistli hungurdiska þann 23.júní 2014 var fjallað um það hvenær vors 20 stigum er fyrst náð á landinu - að meðaltali. Meðaldagsetning áranna 1997 til 2014 er einmitt 14.maí - en miðgildisdagur (jafnoft fyrir og eftir) er 17.maí. Koma fyrstu 20 stiga ársins 2019 telst því í meðallagi. Það er svo annað mál að þessi dagur hefur birst fyrr á þessari öld heldur en áður var að jafnaði - virðist muna um það bil viku.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 15.5.2019 kl. 23:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 19
- Sl. sólarhring: 421
- Sl. viku: 2381
- Frá upphafi: 2410683
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2097
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.