5.1.2019 | 21:13
Óvæntast á árinu 2018
Ritstjórinn var spurður að því á dögunum hvert væri veður ársins 2018. Ef til vill ætti að hafa um það almenna atkvæðagreiðslu á samfélagsmiðlum að undangengnum tilnefningum helstu veðurnörda (æ). Hungurdiskar eru með síður á fjasinu og sömuleiðis reikning á twittertísti þar sem hægt væri að setja upp slíkt kjör. En þó ritstjórinn sé svosem ekki alveg ósjálfbjarga í tækninni er hann ekki með hana í mænunni eins og margt yngra fólk og þar að auki haldinn töluverðri leti nennir hann ekki að leggja í slíkar tilnefningar og atkvæðagreiðslu. Hefur samt ekkert á móti tilnefningum vilji einhver nefna eitthvað veður sem sá sami telur verðskulda titilinn veður ársins.
Það sem kemur ritstjóranum mest á óvart í uppgjöri ársins 2018 er sú staðreynd að hæsti hiti þess skuli hafa mælst á Patreksfirði. Slíku hefði hann aldrei spáð. En lærir svo lengi sem lifir. Hæsti hiti ársins á landinu mældist á Patreksfirði 29.júlí, 24,7 stig. Hitabylgjan á landinu þennan dag er hér útnefnd sem veður ársins. Um hana var fjallað í tveimur pistlum hungurdiska (27.júlí og 30.júlí). Í síðari pistlinum var m.a. sagt frá fjölmörgum daggarmarksmetum sem einnig voru slegin þennan dag.
Eins og fram kom í pistlinum 30.júlí hefur það tvisvar gerst áður að hæsti hiti ársins á landinu hefur mælst á Vestfjörðum, 1943 og 1962. Fyrra tilvikið, 1943, er nær örugglega rangt - hitt (1962) gæti staðist en er samt með nokkrum ólíkindum. Patreksfjarðarmetið nú er hins vegar ekki vafa undirorpið - næsthæsti hiti ársins (24,5 stig) mældist sama dag í Tálknafirði og á Hafnarmelum.
Fleiri met voru slegin 29.júlí, hiti mældist 17.8 stig í 925 hPa yfir Keflavíkurflugvelli - það er nýtt júlímet. Í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 mældist hiti 18,6 stig í fletinum. Hitamælingar í 925 hPa eru ekki aðgengilegar í gagnagrunni Veðurstofunnar nema aftur til 1993. Hiti í 850 hPa-fletinum mældist 13,6 stig þann 29.júlí, það næstmesta í júlí frá upphafi samfelldra mælinga 1952. Hærri tala, 13,9 stig mældist þann 23.júlí 1952 en hefur verið talin vafasöm (og er það) - en kannski var þá um flís af hlýju lofti að ræða - rétt eins og nú.
Hér er rétt að geta þess að annað mánaðarhitamet var slegið í 850 hPa-fletinum á árinu. Á jóladag mældist hiti 8,0 stig - 0,6 stigum meira en gamla metið frá 12.desember 1990. Tvær mælingar í 500 hPa í júlí 2018 komust inn á topp-tíu (í 5. og 8.sæti). Febrúarhitamet var slegið uppi í 70 hPa (18 km) og 50 hPa (20 km) - nærri 5 stigum hærra en eldri met.
Annars hefur ritstjóri hungurdiska ekki alveg lokið yfirferð um háloftamet ársins 2018 - meiri fréttir síðar ef eitthvað markvert finnst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 12
- Sl. sólarhring: 279
- Sl. viku: 2779
- Frá upphafi: 2427331
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2498
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.