Óvćntast á árinu 2018

Ritstjórinn var spurđur ađ ţví á dögunum hvert vćri „veđur ársins“ 2018. Ef til vill ćtti ađ hafa um ţađ almenna atkvćđagreiđslu á samfélagsmiđlum ađ undangengnum tilnefningum helstu veđurnörda (ć). Hungurdiskar eru međ síđur á fjasinu og sömuleiđis „reikning“ á twittertísti ţar sem hćgt vćri ađ setja upp slíkt kjör. En ţó ritstjórinn sé svosem ekki alveg ósjálfbjarga í tćkninni er hann ekki međ hana „í mćnunni“ eins og margt yngra fólk og ţar ađ auki haldinn töluverđri leti nennir hann ekki ađ leggja í slíkar tilnefningar og atkvćđagreiđslu. Hefur samt ekkert á móti tilnefningum vilji einhver nefna eitthvađ veđur sem sá sami telur verđskulda titilinn „veđur ársins“. 

Ţađ sem kemur ritstjóranum mest á óvart í uppgjöri ársins 2018 er sú stađreynd ađ hćsti hiti ţess skuli hafa mćlst á Patreksfirđi. Slíku hefđi hann aldrei spáđ. En lćrir svo lengi sem lifir. Hćsti hiti ársins á landinu mćldist á Patreksfirđi 29.júlí, 24,7 stig. Hitabylgjan á landinu ţennan dag er hér útnefnd sem „veđur ársins“. Um hana var fjallađ í tveimur pistlum hungurdiska (27.júlí og 30.júlí). Í síđari pistlinum var m.a. sagt frá fjölmörgum daggarmarksmetum sem einnig voru slegin ţennan dag. 

Eins og fram kom í pistlinum 30.júlí hefur ţađ tvisvar gerst áđur ađ hćsti hiti ársins á landinu hefur mćlst á Vestfjörđum, 1943 og 1962. Fyrra tilvikiđ, 1943, er nćr örugglega rangt - hitt (1962) gćti stađist en er samt međ nokkrum ólíkindum. Patreksfjarđarmetiđ nú er hins vegar ekki vafa undirorpiđ - nćsthćsti hiti ársins (24,5 stig) mćldist sama dag í Tálknafirđi og á Hafnarmelum. 

Fleiri met voru slegin 29.júlí, hiti mćldist 17.8 stig í 925 hPa yfir Keflavíkurflugvelli - ţađ er nýtt júlímet. Í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 mćldist hiti 18,6 stig í fletinum. Hitamćlingar í 925 hPa eru ekki ađgengilegar í gagnagrunni Veđurstofunnar nema aftur til 1993. Hiti í 850 hPa-fletinum mćldist 13,6 stig ţann 29.júlí, ţađ nćstmesta í júlí frá upphafi samfelldra mćlinga 1952. Hćrri tala, 13,9 stig mćldist ţann 23.júlí 1952 en hefur veriđ talin vafasöm (og er ţađ) - en kannski var ţá um „flís“ af hlýju lofti ađ rćđa - rétt eins og nú. 

Hér er rétt ađ geta ţess ađ annađ mánađarhitamet var slegiđ í 850 hPa-fletinum á árinu. Á jóladag mćldist hiti 8,0 stig - 0,6 stigum meira en gamla metiđ frá 12.desember 1990. Tvćr mćlingar í 500 hPa í júlí 2018 komust inn á topp-tíu (í 5. og 8.sćti). Febrúarhitamet var slegiđ uppi í 70 hPa (18 km) og 50 hPa (20 km) - nćrri 5 stigum hćrra en eldri met.

Annars hefur ritstjóri hungurdiska ekki alveg lokiđ yfirferđ um háloftamet ársins 2018 - meiri fréttir síđar ef eitthvađ markvert finnst. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • ar_1910p
 • ar_1910t
 • w-blogg220619d
 • w-blogg220619c
 • w-blogg220619b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.6.): 137
 • Sl. sólarhring: 207
 • Sl. viku: 2507
 • Frá upphafi: 1799407

Annađ

 • Innlit í dag: 120
 • Innlit sl. viku: 2241
 • Gestir í dag: 106
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband