13.12.2018 | 01:44
Af þrumutíðni
Í tilefni af þrumuveðrinu um landið sunnanvert í gær (þriðjudag 11.desember) hnykkjum við á fróðleik um árstíðasveiflu þrumuveðra á Íslandi. Þrumuveður hafa alloft komið við sögu á hungurdiskum - langítarlegasti pistillinn birtist 29.júlí 2018.
Fyrri myndin sýnir þrumudagafjölda á íslenskum veðurstöðvum á árunum 1949 til 2017 - úr gagnagrunni Veðurstofunnar (þar er ekki alveg allt). Talið er eftir dögum ársins.
Til að veturinn skerist ekki í tvennt nær ferillinn til 18 mánaða. Hér má glögglega sjá að þrumuveður eru mun algengari hér á landi að vetrarlagi heldur en á sumrin. Að vísu á sumarið áberandi hámark - um það bil frá sólstöðum fram í ágústbyrjun. Lágmark er snemma í september en síðan vex tíðnin eftir því sem á haustið líður - og áberandi þrep upp á við í kringum 10.desember. Tíðni helst síðan svipuð fram að mánaðamótum febrúar/mars, en þá dregur úr og lágmarki náð í kringum sumardaginn fyrsta. Lesa má um mismunandi eðli vetrar- og sumarþrumuveðra í pistlinum sem nefndur var hér að ofan.
Megnið af þessum þrumum sætir litlum tíðindum, en tjón af völdum eldinga er samt meira hér á landi heldur en margan grunar. Nokkrir menn hafa beðið bana, bæir og hús hafa brunnið, búfénaður farist og tjón orðið á rafmagnsbúnaði margs konar. Í lista ritstjóra hungurdiska um veðuratburði er tjóns af völdum eldinga oft getið - á listann komast einnig þau þrumuveður sem samtímamenn hafa af einhverjum ástæðum talið merkileg eða mikil.
Á myndinni hefur atburðum þessum verið raðað á árið. Við sjáum að þeir eru þéttastir á vetrum - í samræmi við fyrri mynd og sömuleiðis er einnig tíðnihámark í júlímánuði - gisnastur er tíminn frá miðjum ágúst fram í miðjan september - ekki ósvipað og á fyrri mynd. Sömuleiðis má sjá skyndilega aukningu með desembermánuði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:23 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 118
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 1337
- Frá upphafi: 2407762
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 1182
- Gestir í dag: 101
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.