Vindasamt áfram?

Svo virðist helst að nokkuð vindasamt verði áfram - en hlýtt. Næstu daga eiga fleiri en en lægð að dýpka verulega suðvestur í hafi og leita síðan í átt til okkar. Mesti krafturinn vonandi úr þeim - þó nokkuð blási. Næsta lægð er þegar komin í óðadýpkun - og kortið sýnir hvernig evrópureiknimiðstöðin telur hana verða seint í nótt (aðfaranótt miðvikudags 12.desember).

w-blogg111218a

Þrýstingur verður þá (að mati reiknimiðstöðvarinnar) kominn niður fyrir 940 hPa og fárviðri í kringum lægðina. Þegar kemur fram á daginn grynnist lægðin verulega - en verður á furðumiklu skriði í átt til Íslands og fer yfir landið á fimmtudag. Núgildandi spá reiknimiðtöðvarinnar er nokkuð krassandi - spáð er verra veðri en títt er að komi við aðstæður sem þessar - í lægð sem er að grynnast jafnört og þessi. En almennt orðspor reiknimiðstöðvarinnar er svo gott að við verðum að trúa því að hún gæti haft rétt fyrir sér - alla vega er full ástæða til að fylgjast með þessari lægð og reyna að átta sig á eðli hennar þegar hingað er komið. 

Ef til vill er ástæðan fyrir þessari hegðan enn ein óðalægðin sem má sjá neðst í vinstra horni kortsins. Hún ryður fyrri lægðinni burt og á að valda landsynningi hér strax á föstudagskvöld - og enn fleiri djúpar lægðir eiga svo að fara um Atlantshafið dagana þar á eftir. Í heildina litið er þetta þó ekki mjög slæm staða fyrir okkur. Mesti kraftur lægðanna um garð genginn þegar áhrif þeirra ná loks hingað. Svo eru þær smám saman að dæla hlýju lofti norður í höf - þar sem það myndar hæðir og hæðarhryggi sem draga úr líkum á verulegum kuldaárásum úr norðri og vestri - eða seinka slíku að minnsta kosti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 66
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1441
  • Frá upphafi: 2351025

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1249
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband